Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Side 11

Morgunblaðið - 02.05.2022, Side 11
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Flugslys Æfingin þótti mjög góð en hún reyndi á alla viðbragðsþætti sem sinna þarf við alvarlegt flugslys. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Á Þórshafnarflugvelli var haldin flugslysaæfing laugardaginn 30. apríl og í henni tóku þátt um fimm- tíu manns. Veðrið skartaði sínu feg- ursta með blæjalogni og sólskini og þeir sem voru í hlutverki slasaðra á víðavangi máttu vel við una og sagði einn viðbragðsaðilinn að hann hefði ekki áður getað verið á stuttermabol við æfingu. Sviðsett var brotlending nítján manna flugvélar með þrettán inn- anborðs en sú stærð flugvéla flýgur gjarnan til Þórshafnar. Eldar voru kveiktir, klippum var beitt til að ná „slösuðum“ út og viðbragðsaðilar höfðu margt að starfa. Nokkur ungmenni úr grunnskólanum á Þórshöfn voru í hlutverki slasaðra og fengu þau sérstakt hrós frá æf- ingastjóra fyrir sjálfstæði og dugn- að, „þau förðuðu sig líka sjálf með aðstoð fagaðila“. Á æfingunni var flugslysaáætlun Þórshafnarflugvallar fylgt og fjöl- margir viðbragðsaðilar komu þar að því æfingin reyndi á alla við- bragðsþætti sem sinna þarf við al- varlegt flugslys. Flugslysaæfingar eru að jafnaði haldnar á fjögurra ára fresti á öllum áætlunarflug- völlum og eru æfingarnar samstarf Isavia, almannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra og lögreglustjóra heima í héraði, auk hjúkrunarfólks, sjúkraflutningamanna, björgunar- sveita, sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri. Covid-faraldurinn kom hins vegar í veg fyrir að hægt væri halda fjögurra ára áætluninni en síðast var viðbragð við flugslysi æft á Þórshafnarflugvelli árið 2016. Æfingin tók um tvo tíma og gekk hún vel, að sögn þeirra Elvu Tryggvadóttur og Magnúsar Orra hjá Isavia, en rýnifundur var hald- inn í félagsheimilinu eftir æfingu. Nokkuð var um nýtt fólk en í heildina voru allir ánægðir með gagnlega æfingu og nægur mann- skapur til staðar. Sagði Magnús Orri svona æfingar vera mikilvægt samstarf og þjálfun allra við- bragðsaðila á svæðinu, en sautján ráðgjafar koma að skipulagi æfinga þar sem tekið er á öllum viðbragðs- þáttum. Á rýnifundi eftir æfingu er farið yfir alla þætti, hvað tókst vel og hvað hefði mátt betur fara. Í kjöl- farið er flugslysaáætlun flugvalla uppfærð í samræmi við niðurstöður rýnifundar og þær breytingar sem orðið hafa í byggðarlaginu, t.d. varðandi búnað og fleira. Aðhlynning Hlúa þurfti vel að hinum „slösuðu“, sem sýndu mikið frumkvæði við undirbúning æfingarinnar. Flugslysaæfing Um fimmtíu manns tóku þátt í æfingunni. Vel heppnuð æfing á Þórs- hafnarflugvellli - Sviðsettu brotlendingu flugvélar FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.