Morgunblaðið - 02.05.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Steingervingar þriggja fiskeðla
sem syntu í úthöfum fyrir rúmum
200 milljónum ára hafa fundist í
svissnesku Ölpunum, þar á meðal
stærsta steingerða tönn sem fund-
ist hefur úr þessari risaeðluteg-
und.
Fiskeðlur voru með stærstu
dýrum sem lifað hafa á jörðinni,
vógu allt að 80 tonn og urðu allt
að 20 metra langar. Fyrstu menjar
um fiskeðlur eru frá fyrstu öldum
tríastímabilsins, jarðsögulegs
tímabils fyrir 245 til 202 milljónum
ára. Vitað er að minni fiskeðluteg-
undir, sem minna á höfrunga nú-
tímans, lifðu þar til fyrir um 90
milljónum ára en risavöxnu teg-
undirnar dóu út fyrir um 200
milljónum ára.
Sjaldgæft er að steingerðar leif-
ar fiskeðla finnist og þess vegna
er lítið vitað um þær, segir Martin
Sander, vísindamaður við háskól-
ann í Bonn og aðalhöfundur grein-
ar um steingervingana sem birtist
í tímaritinu Journal of Vertebrate
Paleontology.
Steingervingarnir eru taldir
vera af dýrum sem lifðu fyrir um
205 milljónum ára. Þeir fundust á
árunum 1975 til 1990 í jarðfræði-
rannsóknum á svæðinu en hafa
nýlega verið rannsakaðir í þaula.
Eðluleifarnar fundust í 2.800
metra hæð yfir sjávarmáli. Dýrin
syntu í hafinu sem umlukti Pan-
gea, gríðarstórt meginland sem
myndaðist seint á fornlífsöld fyrir
um 300 milljónum ára og byrjaði
að brotna upp á miðlífsöld fyrir
um 175 milljónum árum. Vegna
landreks og myndunar Alpanna
þegar meginflekar þrýstust saman
lyftist svæðið þar sem steingerv-
ingarnir mynduðust.
Til þessa hefur verið talið að
fiskeðlur hafi einungis hafst við á
djúpu vatni en bergið sem stein-
gervingarnir fundust í er talið
hafa verið hafsbotn á grunnu
strandsvæði. Hugsanlegt er að
eðlurnar hafi elt fisktorfur þangað.
Tönnin áhugaverðust
Steingervingarnir eru einkum
leifar af tveimur dýrum. Úr öðru
hafa varðveist hlutar úr rifjum og
hryggjarliðum sem benda til þess
að það hafi verið um 20 metrar að
lengd, eða álíka langt og stærsta
fiskeðlan sem fundist hefur til
þessa, í Kanada. Hitt dýrið var
líklega um 15 metra langt.
„En frá okkar sjónarhóli er
tönnin það áhugaverðasta,“ sagði
Sander við AFP-fréttastofuna.
„Vegna þess að hún er risastór.“
Rót tannarinnar er 60 millimetr-
ar í þvermál en stærsta tönn sem
hingað til hefur fundist var 20
millimetrar í þvermál og er úr
fiskeðlu sem mældist nærri 18
metra löng. Þótt þetta gæti bent
til þess að tönnin í Ölpunum sé úr
óvenjustórri eðlu er þó líklegra að
hún sé úr eðlu með óvenjustórar
tennur. Nýjar rannsóknir benda
til þess að rándýr, sem þarfnast
tanna, verði ekki ofurstór. Það er
ástæðan fyrir því að stærsta dýrið
sem lifað hefur á jörðinni, steypi-
reyður, sem er allt að 30 metra
löng og vegur allt að 150 tonn, er
ekki með tennur heldur skíði sem
síar átu úr sjónum. Búrhvalur,
tannhvalur sem er 20 metra lang-
ur og vegur 50 tonn, þarf hins
vegar að elta bráð sína uppi og
orkan fer í að byggja upp vöðva.
„Rándýr sem lifa í sjó verða lík-
lega ekki stærri en búrhvalur,“
segir Sander en bætir við að það
verði ekki vitað með vissu fyrr en
fleiri steingervingar fiskeðla finn-
ist. „Kannski eru fleiri slíkar dýra-
leifar faldar undir jöklunum.“
Sæskrímsli í Ölpunum
- Steingervingar fiskeðla varpa nýju ljósi á jarðsöguna
Flugeðla
Heimild: Calgaryháskóli/National Geographic/Britannica/iScience CellPress
65 milljónir ára145199251299369397
67-65 millj. ára
FornlífsöldAldarbil:
Tímabil:
Miðlífsöld
TríasPermKolDevon Krít Palógen NeógenJúra
Nýlífsöld
155-145 millj. ára
225 - 65 m.ára
Freyseðla Grameðla
250 milljónir - 200 milljónir ára
Hvíthákarl
4,6 - 6 metrar
Fiskeðla
Hámarkslengd: 20 m
Þyngd: allt að 8 tonn
Risavaxið sæskrímsli
Risaeðla sem synti í forsögulegum höfum
AFP
Risatönn Tönn úr fiskeðlu sem
fannst í svissnesku Ölpunum.
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Hátt í eitt hundrað almennir borg-
arar voru fluttir frá Asovstal-stál-
verksmiðjunni í hafnarborginni
Maríupol í gær að sögn Volodimírs
Selenskís, forseta Úkraínu. Fulltrú-
ar Sameinuðu þjóðanna og alþjóða-
deildar Rauða krossins komu að
flutningunum.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúa-
deildar Bandaríkjanna, heimsótti
Úkraínu á laugardag. Pelosi hét því
að þingið myndi samþykkja neyðar-
aðstoð upp á 33 milljarða banda-
ríkjadala og sagði mikilvægt að gef-
ast ekki upp fyrir frekjuhundum.
„Ef þeir hóta er mikilvægt að
bakka ekki,“ sagði Pelosi og sagðist
vilja þakka úkraínsku þjóðinni. „Ég
vil þakka ykkur fyrir baráttu ykkar
fyrir frelsi.“
Fjöldi stríðsglæpa í rannsókn
Rúmlega 8.000 meintir stríðs-
glæpir rússneska hersins í Úkraínu
eru nú í rannsókn hjá úkraínska sak-
sóknaranum Írínu Venediktóva.
Glæpirnir eru allt frá morðum á al-
mennum borgurum til pyntinga og
kynferðisglæpa á hernumdum svæð-
um Rússa. Þrjú lík með hendur
bundnar fyrir aftan bak fundust ná-
lægt Bútsja á laugardag, en Rússar
neita ábyrgð á morðunum.
Rússar tilkynntu í gær að rúbla
yrði nú gjaldmiðillinn á hernumda
svæðinu í Kerson, en næstu fjóra
mánuði væri hægt að nota meðfram
úkraínska peninga. Óttast er að
Rússar hyggi á „þjóðaratkvæða-
greiðslu“ í héraðinu, þar sem íbúar
verði neyddir til að samþykkja að
þeir segi sig úr lögum við Úkraínu.
Scholz ver hendur sínar
Evrópusambandið hyggur á harð-
ari refsiaðgerðir gegn Rússum og nú
á að minnka kaup á olíu frá Rúss-
landi í skrefum, með það að mark-
miði að banna þau á endanum. Munu
Þjóðverjar hafa látið af andstöðu
sinni við að stíga slíkt skref.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands,
varði ákvarðanir sínar um viðbrögð
til að aðstoða Úkraínu, en þau hafa
þótt heldur dræm. „Ég vara við fljót-
færni og að Þýskaland geri allt eitt,“
sagði hann í samtali við Bild í gær.
„Ekki gefast upp fyrir frekjuhundum“
- Flutningar hafnir á borgurum í Maríupol - Nancy Pelosi heimsótti Úkraínu - Yfir 8.000 stríðs-
glæpir í rannsókn - Evrópusambandið ræðir bann í skrefum á olíuinnflutningi frá Rússlandi
AFP/Stringer/Ukrainian presidential press service
Leyniheimsókn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tekur
hér í hönd Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í heimsókn sem fór ekki hátt.
Rússnesk njósnaflugvél sást í loft-
helgi Dana á föstudagskvöldið þar
sem hún flaug austur af Borgundar-
hólmi áður en hún flaug inn í sænska
lofthelgi. Bæði Danir og Svíar hafa
brugðist hart við.
Ný árás á danska lofthelgi
„Rússneski sendiherrann er boð-
aður á fund utanríkisráðuneytisins á
morgun,“ skrifaði Jeppe Kofod utan-
ríkisráðherra á Twitter í gær og
kallaði hann atvikið „nýja rússneska
árás á danska lofthelgi“.
Svíar tóku í sama streng og Danir
og sögðu rússneska sendiherrann í
Svíþjóð vera boðaðan á fund á mánu-
dag í Stokkhólmi.
Peter Hultqvist, varnarmálaráð-
herra Svíþjóðar, sagði við sænska
fjölmiðla að þetta útspil Rússa væri
bæði „ófaglegt“ og „óviðurkvæm-
legt“ vegna stríðsins í Úkraínu og
spennunnar vegna þess.
Kofod talaði á svipuðum nótum og
sagði að svona brot á lofthelgi væri
gjörsamlega óásættanlegt í ljósi við-
kvæmrar stöðu í álfunni.
Sendu tvær F-16-vélar á loft
Þegar rússneska njósnaflugvélin
sást í Danmörku voru tvær danskar
F-16-flugvélar samstundis settar á
loft, en þá flaug vélin úr danskri lög-
sögu yfir til Svíþjóðar.
Sænska varnarmálaráðuneytið
gaf út tilkynningu í gær um að loft-
helgisbrot rússnesku AN-30-flugvél-
arinnar hafi verið tekið upp.
Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa
bæði Finnar og Svíar íhugað að láta
af áralöngu hlutleysi sínu og ganga í
Atlantshafsbandalagið. Búist er við
formlegri tilkynningu þess efnis
jafnvel um miðjan maímánuð.
Bandaríkin styðja þetta skref Norð-
urlandaþjóðanna segja heimildir
AFP-fréttastofunnar, en Rússar
hafa ítrekað varað við þessu skrefi,
enda segja þeir innrásina í Úkraínu
sprottna vegna tilburða Úkraínu-
manna í þá átt að ganga í NATO.
Danmörk er þegar hluti af Atlants-
hafsbandalaginu.
Flugu inn í
lofthelgina
- Danir og Svíar kalla sendiherra á fund
Ljósmynd/Wikipedia
Njósnavél Rússneska njósna-
flugvélin var af gerðinni AN-30.