Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 14

Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilraun Elons Musks, rík- asta manns heims, til að kaupa Twitter hefur vak- ið töluverða at- hygli. Margt veld- ur því, meðal annars sú staðreynd að þar fer kunnur maður sem fæst við margt og fer ekki leynt. Hann virðist hafa mjög gaman af sviðsljós- inu og hefur raunar notað það, meðal annars í gegnum Twit- ter, til að kynna Tesla-bíla sína og önnur viðfangsefni sem eru ekki af minni gerðinni. Þetta hefur líka vakið at- hygli vegna þess að kaupin eru með þeim allra stærstu af þessu tagi sem einstaklingur hefur staðið fyrir og þess vegna þótti framan af ekki víst að hann gæti staðið við þau þrátt fyrir auðæfin, enda liggja þau fjarri því öll á lausu og Musk þekktur fyrir ýmsar yf- irlýsingar, sem gerði það að verkum að einhverjir töldu að honum væri ef til vill ekki full alvara. Stjórn Twitter virðist hafa verið í þessum hópi, en snerist hugur enda kom í ljós að tilboð Musks var fullfjármagnað og virðist mjög hagstætt núver- andi hluthöfum fyrirtækisins. Þessi atriði eru þó ekki þau sem helst hafa orðið til að vekja umræður um væntanleg kaup Musks á Twitter, heldur frekar það að þeir sem standa vinstra megin í stjórnmálum vestra, en kalla sig frjálslynda eins og sumir vinstri menn eru farnir að gera hér á landi, hafa miklar áhyggjur af að þeir muni missa tökin á um- ræðunni. Þetta skýtur auðvitað skökku við því að Elon Musk segist vilja auka tjáningar- frelsi og virðist meina það sem hann segir um það efni enda hefur hann lengi talað í þá átt og gagnrýnt ritskoðunartil- burði samfélagsmiðlanna svo- kölluðu, meðal annars Twitter. Þeir sem segjast „frjálslyndir“ ættu að fagna þessu, en raunin er sú að þeir hafa þvert á móti beitt sér fyrir hömlum á tján- ingarfrelsi á netinu og jafnvel víðar, en þær hömlur beinast að vísu nær eingöngu gegn pólitískum andstæðingum. Sumar þessar hömlur eru opinberar, eins og þegar til- teknum mönnum er vísað af miðlunum eða tilteknar skoð- anir eru sagðar óæskilegar þar og tölvurnar sjá til þess að sem fæstir sjái þær, en þessi fyrir- tæki eru líka gagnrýnd fyrir að beita slíkum aðferðum með leynd þannig að tilteknar skoð- anir sjáist ekki án þess að upp- lýst sé um þær hömlur. Þannig sé umræðunni stýrt og „röng“ sjónar- mið fái ekki að sjást en hin „réttu“ fái að njóta sín. Einhverjum dettur eflaust bókin 1984 í hug í þessu sam- bandi en „woke“-fólkið „frjáls- lynda“ sér ekkert athugavert við þetta og harmar að Musk kunni að spilla gleðinni. Twitter er ekki mjög mikið notaður hér á landi og er raun- ar á heimsvísu aðeins lítið brot af risanum Facebook, sem áfram mun eflaust lúta stýr- ingu af því tagi sem að ofan er lýst. Engu að síður getur það skipt máli ef einn af stærri skoðanaskiptamiðlum af þessu tagi losnar undan þeim sem vilja takmarka skoðanaskipti við „réttar“ skoðanir. Það gæti jafnvel orðið til að gera hinum miðlunum erfiðara fyrir að bæla niður „óæskilegar“ skoð- anir og skapað þannig heil- brigðari umræðu, að því marki sem hún getur orðið það á slík- um miðlum. Annað jákvætt sem út úr þessu nýjasta viðfangsefni Musks getur komið er að vekja athygli á því annars vegar að þegar fólk borgar ekkert fyrir þjónustuna þá fær það gjarnan það sem það borgar fyrir, þó að á því séu undantekningar. Musk segist vilja að tekjur Twitter byggist í framtíðinni meira á greiðslum frá not- endum en auglýsendum, sem eykur líkurnar á miðillinn hafi hag notenda sinna í fyrirrúmi. Hins vegar má segja að um- ræðan sem skapast hefur um kaupin á Twitter sýni fram á miklvægi þess að til séu öflugir raunverulegir og ritstýrðir fjölmiðlar sem selja notendum sínum, hvort sem það eru les- endur, áheyrendur eða áhorf- endur, eða allt þetta, vandaða þjónustu. Í seinni tíð hefur borið á því að fólk, einkum ungt fólk, telji sig geta verið upplýst um það sem er að ger- ast í samfélaginu með því einu að lesa það sem samfélags- miðlarnir svokölluðu mata það á í mismunandi bergmáls- hellum. Þeir sem þetta gera í stað þess að treysta að mestu á vandaða almenna fjölmiðla verða af miklu og eiga erfiðara með að fylgjast með því sem raunverulega skiptir máli í þjóðfélaginu. Verði kaupin á Twitter og umræðan um þau til að stuðla að þróun í þá átt sem hér hefur verið rakin er frekar ástæða til að fagna þeim en að fordæma þau að hætti bandarískra vinstri manna. Vinstri menn óttast kaupin og segir það sitt um ástand sam- félagsmiðlanna} Musk, Twitter, tjáning- arfrelsið og upplýsingin F yrir rúmri öld voru settar á fót tvær brautryðjendastofnanir sem hafa unnið göfugt starf alla tíð síð- an. Landgræðslan og Skógræktin hétu upphaflega Sandgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins. Verkefni beggja stofnana hefur frá upphafi verið að vernda og græða land. Fyrstu áratugirnir snerust um nauðvörn, skógum hafði verið eytt og sveitir sums staðar lagst í auðn vegna jarðvegseyð- ingar. Könnum kosti sameiningar Síðan þá hafa verkefnin breyst. Samkvæmt nýjum lögum um skógrækt og landgræðslu skal gera stefnumarkandi áætlanir um land- græðslu og skógrækt til lengri tíma. Unnið er að því í mínu ráðuneyti að samræma tillögurnar í eina heildaráætlun sem nær m.a. yfir verndun og endurheimt vistkerfa, náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum, sjálf- bæra landnýtingu, eflingu þekkingar og samstarfs og hvernig þessi verkefni geta stuðlað að jákvæðri byggða- þróun. Þessi nálgun mun einfalda til muna forgangsröðun og þannig stuðla að aukinni skilvirkni og auknum árangri. Þessar systurstofnanir í vistvernd og nýtingu lands hafa að mörgu leyti algjörlega hliðstæð verkefni. Báðar endurheimta vistkerfi og sinna mikilvægum málefnum sem snúa að losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda. Þær eiga ríka og farsæla sögu um samstarf með grasrót- arsamtökum, almenningi og landeigendum. Mikilvægi loftslags- og umhverfismála hefur aldrei verið meira en á okkar tímum, jafnt á heimsvísu sem innan- lands. Það umhverfi sem Landgræðslan og Skógræktin hafa starfað í hefur tekið hröðum breytingum, og væntingar almennings og stjórnvalda hafa breyst. Með tilliti til alls þessa, augljósrar skörunar verkefna og mik- illar samlegðar hef ég ákveðið að setja af stað forathugun á sameiningu þessara tveggja stofnana. Eflum og endurheimtum Næstu áratugina er það forgangsverkefni að leita víðtæks samstarfs um að endurheimta og efla vistkerfi landsins til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Samhliða því þarf að hlúa að og efla líffræðilega fjölbreytni og styrkja aðra vistkerfisþjónustu sem landið hef- ur upp á að bjóða. Það þarf jafnframt að efla þekkingu á flóknu samspili landnýtingar og loftslagsmála og samhæfa miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda. Síðustu ár hafa báðar stofnanir mikið aukið ráðgjöf til landeigenda og unnið að mörgum samvinnuverkefnum með þeim. Þar má m.a. nefna skógrækt á lögbýlum og Bændur græða landið. Sérfræðingar beggja stofnana búa yfir mikilli sér- hæfðri þekkingu og öflugar rannsóknir á vistkerfum, gróð- urfari og loftslagi eru stundaðar af beggja hálfu. Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verður til öflug stofnun sem sinnir ráðgjöf við nýtingu lands og styður við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Forathugun á sameiningu stofnana Matvælaráðherra. svandis.svavarsdottir@mar.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BRENNIDEPILL Andrés Magnússon andres@mbl.is K ína hefur á undanförnum rúmum áratug orðið að efnahagsstórveldi undir merkjum lenínísks kapít- alisma, þó sumir hafi dregið í efa að stoðir þess séu nógu sterkar og aðrir bent á innri veikleika þess að koma á þróttmiklu og fjölbreyttu atvinnulífi með tilskipanavaldi. Nú bendir æ fleira til þess að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Xi Jinping, forseti Kína, hefur öll völd í hendi sér í þessu fjölmenn- asta ríki heims og frekar hert tökin á taumunum en hitt. Það felur hins vegar í sér hefðbundin vandamál allrar miðstýringar, sérstaklega þegar eitthvað fer úrskeiðis. Vesturlönd vinna á Í merkilegri og umtalaðri rit- gerð kínverska utanríkismála- sérfræðingsins Hu Wei, sem birt var í upphafi mars og látin hverfa nokkr- um dögum síðar, var fjallað um stöðu Kína í breyttum heimi. Þar var talsvert fjallað um hvernig innrás Pútíns í Úkraínu hefði mistekist og að það hefðu verið mikil mistök hjá kínverskum stjórnvöldum að leggja blessun sína yfir hana. Hu sagði að Kínverjar ættu að falla frá tálsýn sinni um að Vesturlönd væru í hnignun og að við blasti nýr heimur harðstjórna. Hann sagði að falla ætti frá öllum stuðningi við Pútín, sem væri minnipokamaður, og reyna að friðmælast við Bandaríkin. Áhrifa- máttur Vesturlanda væri að aukast, Atlantshafsbandalagið að stækka og áhrif Bandaríkjanna utan hins vest- ræna heims myndu eflast. Plágan plagar Kína Þrátt fyrir að Hu hafi skrifað ritgerðina út frá stríðinu í Úkraínu, þá á einræðisstjórnin í Peking við brýnni vanda að etja, sem hann hef- ur vafalaust haft í huga án þess að óhætt væri að fjalla um það. Það er sú staðreynd að Kína er enn í heljar- greipum heimsfaraldurs, sem víðast annars staðar er í rénun. Nú sæta 45 borgir í Kína með 373 milljónum íbúa einhvers konar útgöngubanni, en þar fara að öðru jöfnu fram um 40% landsframleiðsl- unnar. Þar á meðal er Shanghai, fjármálamiðstöð landsins og þriðja fjölmennasta borg heims. Útgöngu- bannið er ekki að ná tilætluðum ár- angri gegn ómíkron-afbrigði kór- ónuveirunnar, en á hinn bóginn hefur það hrikalegar efnahagsafleið- ingar. Xi virðist samt ekki ætla að láta sig, telur sjálfsagt að álits- hnekkir sinn yrði of mikill. Og svo er hitt, að hann getur lítið annað gert en að skipa þjóðinni að loka sig inni og loka landinu fyrir umheiminum. Kínversku bóluefnin hafa ekki reynst vel og þar fyrir utan eru um 40% fólks yfir sextugu ekki full- bólusett. Í mars dóu um 300 manns á dag af völdum veirunnar í Hong Kong, en ef sú yrði raunin um allt Kína mætti búast við að tæpar tvær milljónir myndu deyja á mánuði. Brestir í efnahag Afleiðingar sóttvarnaráðstaf- ana Xi eru farnar að koma í ljós, en landsframleiðslan dróst saman um 3,2% í mars einum og er nú svipuð og hún var 2019. Vandinn er þó örugglega djúp- stæðari, því efnahagsstefnunni svip- ar um sumt til „Stóra stökksins“ hans Maó 1958, sem felldi 35 millj- ónir í manngerðri hungursneyð. Sjálfsagt má örva efnahaginn eitt- hvað um stund, en það vegur ekki að rótum vandans, sem felst í alræðis- tilhneigingum Xi og Kommúnista- flokksins, sem eru enn uppteknir af bóluvexti og hraðri iðnvæðingu, sem er við að festa landið í fjötrum mið- tekjugildrunnar, sem leikið hefur svo mörg nýmarkaðsríki grátt. Eins er um síðir að koma í ljós að fjár- málakreppan 2008 lék fá lönd jafn- grátt og Kína. Það kann að vera um seinan að komast úr henni, því fram- leiðnin er nú að ná því sem þekkist á Vesturlöndum en áður en Kína náði að verða auðugt. Við bætist öldrun þjóðarinnar, sem mun skapa vanda áður en þessi áratugur er úti. Fuglinn floginn Tækifæri Kína til þess að verða helsta efnahagsveldi heims kann því að vera runnið því úr greipum og við blasir að það er a.m.k. ekki óhjá- kvæmilegt að svo verði, líkt og margir spáðu fyrir ekki löngu. Það er á hinn bóginn ekki ómögulegt að úr rætist, en ekki með- an Kína á bæði í pólitískum og við- skiptalegum erjum við vestrið. Ekki meðan kraftar hins frjálsa markaðar eru heftir af miðstýringu alræðis- stjórnarinnar í Peking. Og sennilega ekki meðan Xi heldur um stjórnar- taumana. Það eru hins vegar ekki miklar vonir til þess að það breytist. Staða hans innan Kommúnistaflokks Kína er algerlega skotheld og hann er ein- þykkur maður. Kínverska efnahags- undrið í uppnámi AFP/Hector Retamal Kína Fáir aðrir en sóttvarnalögregluþjónar á ferli á götu í Shanghai . Út- göngubannið uppskar reiði og efnahagsáhrif eiga eftir að koma betur í ljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.