Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
✝
Guðjón Ingi
Eggertsson
fæddist í Reykjavík
12. september
1946. Hann lést 22.
apríl 2022 á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu í Laug-
arási. Foreldrar
Guðjóns voru Egg-
ert Guðjónsson vél-
virki, f. 17.11. 1918
í Voðmúlastaða-
Austurhjáleigu í Rang-
árvallasýslu, d. 27.4. 1996 og
Geirlaug Þórarinsdóttir hús-
freyja, f. 13.8. 1916 í Nýjabæ á
Eyrarbakka, d. 4.5. 2000.
Systkini Guðjóns eru Oddur
Jónas, f. 25.3. 1949, og Þórunn
Arndís, f. 25.10. 1952, d. 7.9.
2021. Börn Odds eru Geirlaug
Sambýliskona Guðjóns frá
árinu 2000 er Bára Snæfeld Jó-
hannsdóttir, f. 2.4. 1957. Dætur
hennar eru Lilja Dröfn Páls-
dóttir, f. 13.3. 1975, og Linda
Björk Pálsdóttir, f. 1.6. 1976.
Eiginmaður Lilju er Lars Chris-
tensen, f. 1972 og dætur þeirra
eru Silja Björk, f. 2001, og Olivia
Dögg, f. 2005. Sambýlismaður
Lindu er Jónas Eyjólfur Jón-
asson, f. 1975 og dóttir þeirra er
Bergrós Lilja, f. 2011.
Guðjón Ingi ólst upp í Laug-
arneshverfi í Reykjavík. Hann
hóf nám í auglýsingahönnun við
Myndlista- og handíðaskólann
árið 1964 og útskrifaðist þaðan
árið 1968. Þar á eftir tók við
framhaldsnám í Listiðnaðar-
skóla Gautaborgar árið 1968
sem hann lauk árið 1970. Fram
að því hafði Guðjón unnið fjöl-
breytt störf á sumrin og milli
ára í skóla, til dæmis við sveita-
störf, jarðvinnslu, frystihússtörf
og sjósókn svo fátt eitt sé nefnt.
Eftir heimkomu til Íslands hóf
hann störf hjá Auglýsingastof-
unni hf. sem síðar varð Hvíta
húsið. Þar sat hann í stjórn
fyrirtækisins, starfaði við hönn-
un og annaðist verkstjórn á
teiknistofu og umsjón með við-
skiptamönnum. Guðjón vann hjá
Hvíta húsinu til ársins 1994 en
starfaði eftir það sjálfstætt und-
ir heitinu Auglýsingastofa Guð-
jóns Inga. Að auki sat Guðjón í
stjórn FÍT, Félagi íslenskra
teiknara, um sex ára skeið, þar
af sem formaður á árunum
1974-1975. Þá var Guðjón
stjórnarmaður og meðeigandi
kvikmyndagerðarinnar Sýn um
árabil. Eftir Guðjón Inga liggur
fjöldi verka í grafískri hönnun,
nefna má til dæmis útlit og
formgjöf Kortasögu Íslands í út-
gáfu Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins og hið mikla rit-
verk Guðmundar Páls
Ólafssonar líffræðings, sem birt-
ist í fjölda bóka um undur í nátt-
úru Íslands.
Útför Guðjóns Inga fer fram
frá Laugarneskirkju í Reykjavík
í dag, 2. maí 2022, klukkan 13.
Dröfn, f. 18.10.
1975, Jónas Þór, f.
3.10. 1977, Atli
Már, f. 7.3. 1985 og
Ari Freyr, f. 18.1.
1990. Börn Þór-
unnar Arndísar eru
Eggert Há-
konarson, f. 8.11.
1974, Jón Há-
konarson, f. 6.11.
1976 og Sonja
Dögg Há-
konardóttir, f. 25.5. 1982.
Guðjón var kvæntur Ingi-
björgu Þóru Gunnarsdóttur, f.
1.10. 1949, frá árinu 1977 til
1993. Dóttir þeirra er Theódóra
Björk, f. 22.8. 1985. Sambýlis-
maður Theódóru er Þórarinn B.
Þórarinsson, f. 1971. Sonur
þeirra er Guðjón, f. 2022.
Fyrstu kynnin þarna á árinu
1977 voru nokkuð brött.
Ég var mættur á eina flottustu
auglýsingastofu landsins, nýráð-
inn beint úr Auglýsingadeild
MHÍ og blautur á bak við eyrun í
faginu. Kominn í draumastarfið
og beint í djúpu laugina. Fyrir var
á fleti harðkjarna toppfólk í
bransanum með Guðjón Inga sem
fyrsta mann á teiknistofunni.
Þekkti manninn ekki neitt, vissi
að hann naut virðingar sem flott-
ur hönnuður en hafði líka heyrt að
hann gæti verið nagli. Fyrra at-
riðið fór ekki á milli mála en um
hið síðara vissi ég aldrei. Og frá
fyrsta augnabliki kom í ljós að
ólíkar árur geta náð vel saman og
í hönd komu óendanlega
skemmtilegir tímar. Guðjón var
mér að ýmsu leyti fyrirmynd og
leiddi mig á vissan hátt inn í
undraheiminn. Hann var sérstak-
ur maður sem hafði sterkan vilja
til góðra verka. Hann var af-
burðafagmaður, listfengur og
frjór hönnuður með sínar sterku
hliðar; ríka formgreind, góða let-
urþekkingu, næma tilfinningu
fyrir prentgrafík, og umfram allt
skýra og skapandi myndsýn.
Þannig vann hann alla tíð í verk-
um sínum og áttum við náið sam-
starf í áratugi á sama vinnustað
og alla tíð síðan, í gamni og alvöru,
yfir holt og hæðir lífs okkar
beggja. Nú þegar þessi sterki og
góði drengur hefur fengið hvíld
frá erfiðum sjúkdómi sínum renn-
ur margt í gegn um hugann. Já,
sorgin er erfið en hún er líka
margræð. En ég viðurkenni að í
dag er mér efst í huga þakklætið
fyrir að hafa fengið að eignast þau
verðmæti sem þessi kynni voru,
þakklætið fyrir trygga viðkynn-
inguna, fyrir hlýjuna og vináttuna
alla tíð.
Sendi innilegustu hluttekning-
arkveðju til nánustu aðstandenda.
Haukur Haraldsson.
Guðjón Ingi
Eggertsson
Lífið er eins og
saga með upphafi,
miðju og endi. Nú er
sögu tengdamömmu lokið, en að
mörgu leyti er sagan hennar á
köflum eins og lygasaga. Hún
fæddist í Hamborg árið 1934 og
ólst upp við óvenjulegar aðstæð-
ur. Mamma hennar deyr í bílslysi
þegar hún er aðeins tveggja ára
og pabbi hennar stendur þá einn
með hana og systur hennar, Ing-
rid, sem er sjö ára. Síðar giftist
hann aftur og stjúpan Erna kem-
ur inn í líf Ruthar. Þegar Ruth er
fimm ára skellur síðari heims-
styrjöldin á og varir næstu sex
árin. Faðirinn er sendur á víg-
völlinn og á ekki afturkvæmt og
stjúpan er heima með systurnar,
sem ítrekað þurfa að flýja í loft-
varnabyrgi og forðast árásir.
Þegar búið er að leggja Hamborg
í rúst eru þær sendar með gripa-
vögnum til S-Þýskalands og þar
eru þær í einhvern tíma. Síðar fá
þær að fara aftur til Hamborgar.
Á þessu sést að byrjunin í sögu
Ruthar var erfið og mótaði hana,
hún kunni að bjarga sér og var
ótrúlega útsjónarsöm. Hún flytur
til Íslands árið 1955 eftir að hafa
kynnst tengdapabba á skemmtun
í Hamborg. Þau skilja og tengda-
mamma flytur með tvö börn í
Flóann og þar kynnist hún seinni
manni sínum, Jóni frá Túni, og
þau eignast þrjú börn. Ég kem
inn í þessa fjölskyldu árið 1996
þegar ég kynnist eiginmanni
mínum, Friðriki Sölva. Ég fann
það strax að Ruth var skipulögð,
nákvæm, mikil áhugamanneskja
um alla matseld, snillingur í allri
ræktun og mikil handavinnu-
kona. Hún elskaði að spila og var
sérlega snjöll í hugarreikningi.
Henni fannst mjög gaman að
ferðast, bæði innan- og utan-
lands, en það sem henni fannst
Ruth Margrét
Friðriksdóttir
✝
Ruth Margrét
Friðriksdóttir
(Ruth Erna Marg-
arethe Jansen)
fæddist 10. ágúst
1934. Hún lést 30.
mars 2022. Útför
hennar fór fram í
kyrrþey.
skemmtilegast af
öllu var að fara með
veiðistöngina sína
og veiða. Hún var
mikill brautryðjandi
og segja má að hún
hafi verið fyrsti sjó-
sundsmaðurinn á
Íslandi, en fljótlega
eftir að hún flytur
hingað ákveður hún
að bregða sér í sjó-
inn og synda aðeins,
skömmu síðar er lögreglan komin
á svæðið því þá héldu einhverjir
að hún ætlaði að svipta sig lífi og
hringdu á hjálp! Hún bauð upp á
gistingu löngu áður en öðrum
datt í hug að stofna airbnb og hún
prjónaði lopavörur og seldi löngu
áður en túristabúðirnar urðu til.
Síðustu árin hef ég náð að eyða
góðum tíma með tengdamömmu,
en oftar en ekki vorum við að spá
í prjónaskap og það kom að því að
ég hjálpaði henni en ekki hún
mér eins og áður, við fórum í bíl-
túra, göngutúra, horfðum á Ljós-
mæðurnar og hún eldaði mat og
fannst svo gaman þegar ég gat
borðað með henni, en elda-
mennska var eitt af hennar stóru
áhugamálum og hana langaði
alltaf að verða matreiðslumaður.
Það er komið að sögulokum. Ég
mun ylja mér við minningar um
merkilega konu sem á stóran stað
í hjarta mínu. Blessuð sé minning
elsku Ruthar.
Þín tengdadóttir,
Þórunn Óskarsdóttir.
Elsku amma Ruth. Takk fyrir
allar yndislegu samverustundirn-
ar sem við áttum og öll hlýju og
innilegu ömmuknúsin og kossana
sem við eigum eftir að sakna mik-
ið. Það var alltaf jafn notalegt að
koma í heimsókn til þín, við mun-
um aldrei gleyma öllu dýrindis
bakkelsinu sem þú bauðst upp á
við hvert tækifæri (og ekki má
gleyma kartoffelsalatinu!), veiði-
ferðunum og öllum spilunum. Þú
gafst okkur yndislega fjölskyldu
og fyrir það erum við ævinlega
þakklát, minning þín er ljós í lífi
okkar allra.
Góða ferð, amma, þú ert falleg-
asti engillinn og við vitum að þú
ert í góðum höndum með fólkinu
þínu sem fór á undan.
Freyja og Selma
Friðriksdætur.
Nú er elsku amma Ruth farin
yfir í sumarlandið, minningarnar
streyma fram í hugann og hver
einasta þeirra er svo dýrmæt. Við
munum svo vel eftir því að vakna
við ilminn af heitu kakói og rist-
uðu brauði þegar við gistum hjá
ömmu og afa í Réttarholtinu.
Alltaf var amma komin á fætur á
undan öllum öðrum og búin að út-
búa heitt kakó, ristað brauð og
egg handa okkur systrum í morg-
unmatinn, rétt eftir að hún var
búin að vekja okkur og koma
okkur að morgunverðarborðinu
kom afi röltandi inn í eldhús þar
sem hann smellti kossi á ömmu
og þau buðu hvort öðru góðan
daginn og þá kom hugsunin um
það hvað við vorum glaðar að
eiga ömmu og afa sem elskuðu
hvort annað svona mikið. Það var
líka mikið fjör að fara með ömmu
og afa í sund því amma gerði allt-
af svo skemmtilega leiki með
okkur í sundi, þar fékk maður
líka góða kennslu hjá ömmu í því
að ganga fallega frá fötunum sín-
um í körfuna en ekki henda þeim
öllum í kuðl, hún var jú mikill
snyrtipinni og lagði mikið upp úr
því að hafa allt snyrtilegt og fínt.
Svo var það okkur sveitastelpun-
um ómetanlegt að eiga ömmu á
Selfossi og eiga samastað hjá
henni þegar maður var að þvæl-
ast á Selfossi, bíða eftir æfingu,
var í gati í skólanum, vildi gista
eftir grunnskólaböllin eða annað,
alltaf stóðu dyrnar hjá ömmu
opnar og það klikkaði aldrei að
það var búið að elda dýrindis mál-
tíð og að sjálfsögðu eftirrétt þeg-
ar maður kom. Amma var nefni-
lega mikill kokkur og bakari, og
kartöflusalatið sem hún bjó til,
það hlýtur að hafa verið úr ein-
hverri annarri veröld, svo gott
var það. Svona gætum við enda-
laust haldið áfram, svo margar
eru minningarnar, kleinubakst-
urinn og sláturgerðin með ömmu
og mömmu voru fastir liðir sem
ekki mátti missa af og alltaf leyfði
amma okkur að taka mikinn þátt
og kenndi okkur í leiðinni. Amma
sýndi íþróttaiðkun okkar alltaf
mikinn áhuga og var fastagestur
á mótum og sýningum og alltaf
átti hún hrós í pokahorninu, en
maður átti heldur aldrei neitt inni
hjá ömmu svo ef eitthvað hefði
mátt betur fara fékk maður líka
að vita af því.
Kem ég nú að kistu þinni,
kæra amma mín,
mér í huga innst er inni
ástarþökk til þín.
Allt frá fyrstu æskustundum
átti ég skjól með þér.
Í þínu húsi þar við undum,
þá var afi líka hér.
x
Kem ég nú að kveðja ömmu,
klökkvi í huga býr.
Hjartans þökk frá mér og mömmu,
minning lifir skýr.
Vertu sæl í huldum heimi,
horfnir vinir fagna hljótt.
Laus við þrautir, Guð þig geymi,
góða amma, sofðu rótt.
(Helga Guðmundsdóttir)
Takk fyrir allt og allt, elsku
amma, kysstu afa Jón og mömmu
frá okkur.
Ömmustelpurnar þínar frá
Litlu-Reykjum,
Unnur, Linda, Edda og Stella.
Elsku besta Rut okkar, þú ert
farin frá okkur, sárt er það en við
vitum að nú ertu laus úr viðjum
verkja. Mikið erum við búin að
bralla margt saman fjölskyldan
með þér. Það var alltaf svo ljúft
að koma til þín og spjalla og fífl-
uðumst við mikið og höfðum gam-
an og líka að heyra í þér í síma
sem við gerðum oft.
Það var svo gaman að fara í
keilu með þér, þú blómstraðir al-
veg, það var svo mikið fjör hjá
okkur. Við áttum það sameigin-
legt að finnast svo gaman að
horfa á hand- og fótbolta og fim-
leika og hringdi ég oft til þín að
minna þig á og kallaðir þú mig
talandi sjónvarpsdagsskrána
þína. Þegar við vorum að fara
eitthvað þá sagðirðu að þú þyrftir
ekki hækjuna þína því Guðrún er
með. Þú kallaðir mig hækjuna
þína og það þótti mér vænt um.
Þú gafst svo mikið með nærveru
þinni, varst svo hlý, notaleg og
frábær og varst okkur svo dýr-
mæt vinkona.
Já, Hamborgardaman sem
ung að árum sigldi á vit ævintýr-
anna hingað norður á hjara ver-
aldar, áræðin, kraftmikil og dug-
leg, er nú flogin á vit nýrra
ævintýra. Góða ferð, elsku Rut,
og takk fyrir samveruna.
Guðrún, Ester og Steinar.
Elsku Jón, það er
sárt til þess að
hugsa að örlög þín
hafi verið þau sem
urðu. Við kynnt-
umst þér haustið 2010, stuttu eft-
ir að þið Regína fóruð að rugla
reytum. Arnar hafði reyndar
verið þér samtíða í Háskólanum
á Akureyri á sínum tíma, því var
mjög auðvelt að rifja upp og
tengjast þegar við vorum að
kynnast. Við hjónin komum inn
skötuhefðinni hjá ykkur Regínu
á Þorláksmessu og komuð þið til
okkar í skötu fyrst 2010 og svo
oft eftir það, nú síðast fyrir síð-
astliðin jól. Þér fannst þessi hefð
skemmtileg og vildir ekki viður-
kenna eða sýna með svip að þér
þætti skatan ekki góð, en fékkst
þér alltaf bara einu sinni á disk-
inn, meðan við hin skófluðum
a.m.k. tvisvar á diskinn.
Þegar þið Regína giftuð ykkur
vorum við hjónin í vandræðum
með hvað við ættum að gefa ykk-
ur í brúðkaupsgjöf, enda áttuð
þið allt og vantaði ekkert. En
Jón Þór kom með þá hugmynd
að við skyldum skapa minningar
í stað þess að kaupa einhvern
Jón Hreinsson
✝
Jón Hreinsson
fæddist 15.
september 1965.
Hann lést 1. apríl
2022.
Útför Jóns fór
fram 11. apríl 2022.
hlut, enda sjúkdóm-
urinn farinn að hafa
veruleg áhrif á líf
þitt. Úr varð að við
buðum ykkur í
óvissuferð, keyrð-
um upp Nesjavalla-
leið og stoppuðum á
fallegum stað og
skáluðum fyrir ykk-
ur og fengum okkur
smá kræsingar.
Enduðum svo í
Tryggvaskála á Selfossi þar sem
við fengum okkur góðan mat,
skáluðum og áttum yndislega
kvöldstund þar sem mikið var
hlegið.
Elsku Jón, þú varst sannkall-
aður happafengur fyrir Regínu
og drengina og áttuð þið góð ár
saman, en veikindi þín tóku sinn
toll síðastliðin þrjú ár og fór
heilsa þín ansi hratt niður. Reg-
ína var kletturinn þinn í veikind-
unum og annaðist þig vel. Eins
ömurlegt og það er þá var hvíldin
besta lausnin fyrir þig og líkam-
inn þinn laus úr þeim fjötrum
sem MSA-sjúkdómurinn var þér.
Við munum passa upp á Regínu
og Rúnar Mar og förum með
þeim í útilegur á komandi sumr-
um. Golfið verður pottþétt hluti
af þeim ferðum, þar sem settið er
klárt hjá Arnari, en Heiðar sett
er enn í vinnslu.
Hvíldu í friði kæri vinur,
minning þín lifir.
Heiður og Arnar Már.
Það er erfitt að
hugsa til þess að
eiga ekki fleiri nota-
legar stundir með
mömmu. Við áttum
auðvelt með að vera saman.
Mamma var mikill skörungur og
áttum við afkomendur hennar
alltaf hug hennar allan. Hún
unni okkur heitt og vildi alla
daga vita hvað við vorum að
gera. Að ala upp níu börn var
örugglega annasamt starf og
man ég að ef ég þurfti á henni að
halda sem barn byrjaði ég á að
leita í þvottahúsinu eða eldhús-
inu. Ég man eftir matmálstímum
þar sem allur skarinn sat við lítið
borð og mikil læti og hamagang-
ur. Ógleymanlegur er þó dag-
urinn sem ég vissi að von væri á
einu barni í viðbót. Mamma hafði
verið flutt til Reykjavíkur um
nóttina. Amma kom til að athuga
með mig og sagði mér að von
væri á Guðbjörgu systur. Fáir
vissu að hún væri væntanleg.
Þegar unglingsárin komu fór
ég að heiman en mamma hringdi
reglulega í mig til að fá fréttir.
Oft þegar illa gekk fékk ég sím-
tal frá mömmu og hana hafði
dreymt fyrir því að ég þyrfti á
aðstoð að halda. Hún var ber-
dreymin og fann oft á sér þegar
á móti blés.
Mamma fékk vænan skammt
af mótlæti í lífinu og alltaf tókst
hún á við það af yfirvegun og
þroska. Hún varð ekkja 54 ára
en pabbi veiktist alvarlega í Ísr-
ael þegar þau fóru þangað í kór-
ferðalag. Hún er búin að kveðja
tvær dætur sínar allt of snemma
og missti eitt barnabarn í slysi
og eitt langömmubarn. Sinnti
hún báðum dætrum sínum í veik-
indum þeirra með alúð en það
var henni mjög þungbært að
kveðja þær. Hún hefur alltaf
verið fyrirmynd mín í lífinu og
Ester Úranía
Friðþjófsdóttir
✝
Ester Úranía
Friðþjófsdóttir
fæddist 11. október
1933. Hún lést 28.
mars 2022.
Útförin fór fram
9. apríl 2022.
ég hugsa oft til
hennar þegar ég
tekst á við erfiða
tíma.
Mamma var mik-
il félagsvera og átti
mikið af vinum.
Hún átti mörg
áhugamál. Söngur
var áhugamál sem
hún sinnti alla tíð
og starfaði í mörg-
um kórum. Hún tók
oft að sér ábyrgðastörf í þessum
kórum. Hún byrjaði snemma að
syngja í kirkjukór Ingjaldshóls-
kirkju og var síðar í Jöklakórn-
um. Í Reykjavík starfaði hún í
Bústaðakirkjukórnum, Garða-
kórnum og kór félags eldri borg-
ara.
Hún sat í stjórn félags eldri
borgara í Reykjavík. Henni
fannst að það þyrfti einhver úr
verkamannastétt að vera í stjórn
og bauð hún sig fram.
Mamma keypti sér íbúð á Dal-
braut árið 2007, það var mikil
gæfa en henni leið vel þar og
eignaðist marga vini í húsinu.
Mamma var mikill leiðtogi og
var hún alltaf tilbúin að aðstoða
ef fólk þyrfti á hjálp að halda.
Síðustu árin höfum við
mamma verið mikið saman. Við
fórum oft í sund í Árbæjarlaug.
Ég var dugleg að sinna henni og
hittumst við oft. Hún var alltaf
þakklát. Mamma eyddi síðasta
ári sínu á Hrafnistu og leið vel
þar. Mér er minnisstæð ísferð
sem við fórum síðasta sumar þar
sem við röltum niður Brúnaveg-
inn á leið í Skúbb til að kaupa ís.
Við vorum skondnar, hún í hjóla-
stólnum og ég að reyna að halda
í stólinn í brekkunni.
Hún lést í herberginu sínu, við
öll viðstödd og var það friðsæl
stund.
Elsku mamma takk fyrir sam-
verustundirnar. Þær hafa gefið
mér mikið og ég veit að núna líð-
ur þér betur. Mætt í sumarland-
ið og spókar þig um með fólkinu
sem þú misstir og elskaðir. Ég
kveð með söknuði og sorg í
hjarta en samt svo þakklát.
Snædís Elísa.