Morgunblaðið - 02.05.2022, Qupperneq 21
óeigingjarnt framlag mannvinar
til málefna þeirra sem lifðu og
hrærðust í hans umhverfi
hverju sinni.
Já, litríkt, annasamt og langt
æviskeið átti Jón Hjörleifur,
skýr til hinstu stundar, skeið
sem hann nýtti til hins ýtrasta.
Nú er hann sofnaður, öðling-
urinn, og bíður endurkomu
Krists og heimför beggja eftir
langa og þráða bið.
Garðar Cortes.
Hann Jón okkar kom að
Hlíðardalsskóla 1956, þegar ég
var þar í gagnfræðaskóla. Hann
var mér sem „himnasending!“
Hann tók strax til við að æfa
skólakórinn og við krakkarnir
skynjuðum fljótt hversu mikill
músíkmaður hann Jón var, og
Sólveig kona hans einnig, sem
sat óþreytandi löngum stundum
á æfingum og spilaði á píanóið
af snilld. Það var mikill fengur
fyrir skólastarfið að fá þau til
starfa. Jón var menntaður
kennari og músíkkennari, auk
þess sem hann var söngmennt-
aður og hafði gullfallega ten-
órrödd.
Söngæfingar undir stjórn
Jóns; söngur með Jóni, voru
mínar dýrmætustu stundir á
Hlíðardalsskóla og við vorum
mörg sem elskuðum þær stund-
ir. Ásamt Jóni lögðum við alúð
og metnað og áhuga í að ná sem
bestum árangri, bæði í röddun,
hljómi og íslensku, en á þetta
allt lagði hann Jón okkar ríka
áherslu. Og hann kynnti okkur
líka kjarnyrta íslensku með
ýmsum dæmum, alla tíð. Hann
var talandi skáld, orti skyndi-
lega eitthvað skemmtilegt og
kastaði því fram í hita leiksins.
Kóræfingarnar voru alltaf til-
hlökkunarefni og voru alltaf
skemmtilegar. Jón hafði svo
mikla persónutöfra að hann
heillaði okkur, töfraði fram
stemningu sem hann gat nýtt til
að fá okkur til að skilja og læra
–auk þess sem hann átti það til
að búa til krúttlegar setningar
til að útskýra eitthvað betur –
setningar út í bláinn – sem við
skildum strax og skemmtum
okkur yfir við ýmis tækifæri,
jafnvel löngu síðar. Unglingun-
um verður margt að hláturs-
efni! Mörg ógleymanleg og
„dramatísk“ atvik urðu á kóræf-
ingum, svo sem þegar metn-
aðarfullur kórstjórnandinn sló
af með svo snöggri hreyfingu að
armbandsúr hans flaug út í
vegg! Og heiður þeim, sem náði
í úrið og færði stjóranum; alltaf
jafn gaman!
Jón stóð fyrir því að þegar
kórinn okkar var kominn með
nokkuð fjólbreytt lagaúrval þá
fór hann með allan skarann í
tónleikaferð á Selfoss og í
Hveragerði og til Reykjavíkur.
Þetta voru mjög ánægjulegar
ferðir og yndislegt að fá að
syngja svo oft og svo víða, í
tveimur kirkjum og samkomu-
húsi.
Hann Jón var einstaklega
hlýr og jákvæður maður, bar
sig eins og íþróttamaður – flott-
ur. Fór alltaf út að hlaupa þeg-
ar stund gafst. Útgeislunin svo
mikil og þétt handtakið ríkt af
kærleika. Hann virtist lifa eftir
ritningunni: „Verið hverjum
fyrri til að veita öðrum virðing.“
Þannig kom hann fram við alla,
af hjartanlegri virðingu og kær-
leika. Allir voru sérstakir.
Það er fjöldi fólks, þar á
meðal ég, sem telja hann Jón
einn sinn besta vin. Ég hef sagt
við Jón: „Þú ert sá maður mér
óskyldur, sem mér þykir vænst
um.“ Þannig er það; svona mik-
ið gaf hann mér. Ég vil þakka
það hér.
Hér hef ég rakið fyrstu kynni
mín af Jóni Hjörleifi Jónssyni,
ekki æviágrip hans. Það verða
aðrir til að gera það. Hafi Jón
þökk fyrir allt og allt. Blessuð
sé minning hans.
Rafnhildur Björk
Eiríksdóttir
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
✝
Kristín Jó-
hanna Kjart-
ansdóttir fæddist á
Bakka á Seltjarn-
arnesi 23. maí
1945. Hún lést 17.
apríl 2022 á deild
11 EG Landspítala.
Foreldrar henn-
ar voru Unnur Óla-
dóttir frá Nesi við
Seltjörn og Kjartan
Einarsson frá
Bakka á Seltjarnarnesi. Kristín
var elst fjögurra systra, hinar
eru: Ásdís, f. 4. janúar 1948, d.
12. ágúst 2013, maki Björn Jón-
asson; Guðrún, f. 6. ágúst 1949,
maki Sigurjón Erlendsson; Auð-
ur Eygló, f. 7. janúar 1956,
maki Steinar Jónsson.
Eftirlifandi eiginmaður
Kristínar er Stefán Hans Steph-
ensen, f. 11 desember 1953.
Foreldrar hans Gunnar H.
Stephensen og Hadda Bene-
diktsdóttir.
Kristín og Stefán hófu sam-
búð í Reykjavík 1987 og giftu
sig 23. maí 2014. Sonur Krist-
ínar er Kjartan Ársæll Guð-
seglbátum bæði innanlands- og
utanlands. Áttu hesta í mörg ár.
Kristín var virk í skátunum og
jóga. Hún var einn af stofn-
endum Jógastöðvarinnar
Heilsubótar og stundaði jóga
alla ævi.
Kristín var listræn og hand-
lagin, hvort sem það var út-
saumur, prjón, ræktun blóma
eða postulínsmálning. Postulín-
ið átti stóran sess í hennar lífi.
Hún lærði upphaflega hjá Elínu
Guðjónsdóttur, var svo lengi hjá
Kolfinnu Ketilsdóttur og síðar
hjá Fanneyju Gísladóttur. Krist-
ín var mjög afkastamikil og til
eru fallegir gripir eftir hana
víða hjá vinum og fjölskyldu-
meðlimum. Félagsskapurinn í
postulíninu var henni mikil-
vægur og hún lagði mikið á sig
til að ná alltaf að komast í tím-
ana.
Árið 1988 fengu Gunnar og
Hadda land austur í Efri-
Reykjum í Biskupstungum.
Þangað fóru Stefán og Kristín
með þeim þar sem þau hófu
strax trjárækt og byggðu svo í
framhaldi sinn sælureit, Lauf-
brekku, þar sem þau hafa unað
allar götur síðan. Eftir að þau
hættu að vinna hafa þau nánast
verið þar öllum stundum.
Útförin fer fram frá Digra-
neskirkju í dag, 2. maí 2022,
klukkan 13.
bergsson, f. 17. maí
1966, og sambýlis-
kona Sara Páls-
dóttir. Börn hans
með Sigríði Björns-
dóttur eru Bene-
dikt og Erla Krist-
ín og með Birnu
Willard þau Calum
Bjarmi og Amalia
Eir.
Kristín ólst upp
á Bakka þar sem
foreldrar hennar voru bændur.
Á unglingsárunum var hún á
Bjarnastöðum í sveit og vann í
fiski í Ísbirninum.
Kristín vann á Verk-
fræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen í 50 ár. Nokkur sumur var
hún ráðskona í fjallaferðum hjá
Guðmundi Jónassyni.
Kristín var í Mýrarhúsaskóla
á Seltjarnarnesi, Gaggó Vest og
lærði svo tækniteiknun í Árós-
um í Danmörku og Iðnskólanum
í Reykjavík.
Kristín og Stefán höfðu mik-
inn áhuga á ferðalögum, bæði
innan- og utanlands. Þau fóru
víða og stunduðu siglingar á
Við hittumst eiginlega bara til
að gera eitthvað skemmtilegt
enda lítið gefin fyrir að eyða tíma í
leiðinlega hluti. Samband okkar
fannst mörgum skrýtið enda var
það klárlega ekki eins og flest
sambönd móður og sonar en í mín-
um huga miklu betra en mörg og
hentaði okkur.
Þú varst dugnaðarforkur og
gekkst beint til verks. Teiknivélin
á VST var þitt verkfæri og þar var
stór fjölskylda sem þú undir þér
með. Það hefur án efa þurft
ákveðni, elju og útsjónarsemi til
að sinna þínu krefjandi starfi í
svona umhverfi. Í ferðalögum með
þessum fríða hópi kenndir þú mér
að bera virðingu fyrir náttúrunni
og ég lærði að meta okkar stór-
brotna land. Mörgum frístundum
eyddir þú úr alfaraleið, já og hoss-
aðist um fjöll og firnindi með er-
lenda ferðamenn sem þú eldaðir
ofan í við frumstæðar aðstæður.
Komst svo í bæinn brún og sælleg,
endurnærð á sál og líkama eftir
faðmlag fjallanna.
Það fylgdi spenna komu þinni
úr fjölda ferða þinna með Jóga-
stöðinni Heilsubót. Þú naust þess
að iðka og kenna jóga og líkt og
með brölt þitt á fjöllum varstu þar
nokkuð á undan þinni samtíð.
Meðan þú dvaldir í Danmörku við
nám og störf sóttir þú almenna
þekkingu á öllum helstu blótsyrð-
um Dana sem þú gjarnan greipst
til þegar þér ofbauð eitthvað.
Þú varst mjög stolt af því að
eignast Fiskakvíslina sem var
hvorki auðvelt né einfalt. Mikil var
gæfa þín og okkar að fá Stebba inn
í lífið. Þarna varð allt eitthvað svo
passlegt fyrir ykkur bæði. Þú
fékkst rótfestu og eitthvert jafn-
vægi sem augljóst var að þú kunn-
ir að meta.
Þú varst alltaf boðin og búin til
að hjálpa, alltaf jákvæð og hvetj-
andi. Stuðningur ykkar Stebba
þegar við fluttum heim var ómet-
anlegur. Síðustu áratugi undir þú
þér innan um þína nánustu, með
mold fyrir þína grænu fingur, með
nóg að stússast. Í Laufbrekku
sköpuðuð þið í félagi við foreldra
Stebba einstakan sælureit sem þið
sóttuð stíft hvenær sem var, allar
helgar og alla frídaga.
Bakkafjölskyldan mun seint
vinna til verðlauna fyrir öflug
samskipti eða mikla tilfinninga-
greind. En alltaf var gaman að
fylgjast með ykkar ævintýrum þó
úr fjarlægð væri.
Þrátt fyrir allt sem hefur geng-
ið á undanfarið var stutt í grínið og
eitt sinn, í mikilli geðshræringu á
leið heim úr geislameðferð, baðstu
mig um að skutla þér frekar í
Sorpu, þú værir ónýt, einskis
virði. Öllu tókstu þó af auðmýkt, jú
jú, blótaðir auðvitað helling á
þessari þrautagöngu. Síðasta
greining var mikið áfall. Smá
skammir til framúrskarandi
starfsfólks uppi á Krabbameins-
deild undirstrika samt að þú varst
þú fram á síðasta dag.
Við Sara og krakkarnir kveðj-
um þig með söknuði, mamma mín,
ég bið þig fyrir kveðju til Frú
Unnar, og lofa að halda á lofti
kaldhæðninni, óhefluðu framkom-
unni, beinskeytta talandanum, há-
værðinni, duldu félagsfælninni,
óþolinu fyrir myrkrinu, ástinni á
vorinu og öllu því sem gerði þig að
þér. Bið svo alla góða vætti um að
gæta Stebba okkar sem stóð við
hlið þér sem klettur, studdi þig í
gegnum allt það sem þú varst að
glíma við en þarf núna, líkt og við
öll, að finna út úr lífinu án Stínu.
Kjartan Á. Guðbergsson
(Daddi).
Elsku amma Stína. Við kveðj-
um þig með miklum söknuði en á
sama tíma finnum við fyrir þakk-
læti. Það voru forréttindi að fá að
kalla þig ömmu. Fyrir okkur
systkinunum varstu allt sem góð-
ar ömmur eiga að vera. Þú varst
ekki einungis hlý og góð heldur
uppfull af þekkingu sem þú deildir
með okkur. Ferðirnar í sumarbú-
staðinn eru minningar sem við
geymum djúpt í hjarta okkar og
varðveitum.
Full tilhlökkunar biðum við eft-
ir að klukkan slægi þrjú á föstu-
dögum þegar við vorum á leiðinni í
sveitina. Sumarbústaðurinn var
draumaheimur okkar systkina.
En þangað kom enginn til að
slappa af. Við komuna var strax
farið í stígvélin og í fyrsta verk-
efnið, en það var að þrífa heita
pottinn fyrir helgina. Þar vörðum
við mörgum stundum undir
stjörnubjörtum himni þar sem þú
kenndir okkur allt sem þú vissir
um stjörnurnar.
Þú hafðir dálæti á fuglum sem
smitaði út frá sér. Við systkinin
lágum yfir fuglabókunum og
reyndum að leggja sem mest á
minnið, því þú sagðist ætla að
hlýða okkur svo yfir.
Á laugardagsmorgnum var
vaknað við ilminn af hafragraut.
Við systkinin eyddum svo næstu
klukkustundum í að rökræða hver
ætti að spyrja um skutl í Bjarna-
búðina til að sækja laugardags-
nammið, en það lenti oftast í
verkahring Stebba. Fyrir namm-
inu þurfti svo að vinna. Þú kenndir
okkur handtökin er við hjálpuð-
umst að við gróðursetningu og við
að moka skít fyrir trén. Landið í
kringum bústaðinn var þvílíkur
leikvöllur að fá að alast upp á og
gaman er að sjá hvernig gróður-
inn hefur vaxið og dafnað er við
eldumst.
Á sunnudögum var horft á
barnatímann en ef formúlan var í
gangi var vaknað extra snemma
til að horfa á hana saman.
Það eru dýrmætar minningar
sem við eigum með þér elsku
amma sem við munum ætíð varð-
veita. Þótt okkur hafi ekki þótt
saltfiskurinn og bjúgun góð á
yngri árum fórum við á fullorðins-
árum að sækja í slíkan mat heim
til ykkar í Fiskakvíslina. Við
systkinin vildum ömmumat, þá
var hringt og beðið um saltfisk
með hamsatólg eða soðna ýsu með
tómatsósu.
Elsku amma, þú varst hörkutól
og þrautseigjan engri lík. Engin
meðalkona hefði getað sigrast á
þeim veikindum sem þú gerðir, en
í lokin höfðu veikindin yfirhönd-
ina. Lífið er oft svo ósanngjarnt og
vildum við óska þess að við gætum
fengið eina bústaðarferð til viðbót-
ar, þar sem tíminn stóð í stað og
það voru bara við, amma og
Stebbi. Minningar okkar um þig
eru óteljandi og munum við rifja
þær upp við hvert tækifæri til að
heiðra minningu þína en þannig
ertu alltaf hjá okkur.
Við munum alltaf elska þig.
Erla Kristín (Stubba) og
Benedikt.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri ’er öllu’ í heimi.
(G.Guðm.)
Stína var stóra systir mín enda
ellefu ár á milli okkar. Ég var ekki
nema sjö ára þegar hún var flogin
til Árósa að passa börn. Kom heim
hávaxin og flott með leðurpenna-
veski með myndum úr Ævintýr-
um HC Andersen (á það ennþá) og
súkkulaðikattartungur handa
mér.
Síðan tók við tækniteiknara-
nám og byrjaði hún fljótlega að
vinna á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen og var trygg þeirri
stofu í 50 ár.
Teiknaði þar aðallega bein
strik, en listrænir hæfileikar
hennar nutu sín í postulínsmálun
sem var henni mjög hugleikin og
fjölskyldumeðlimir hafa fengið að
njóta.
Svo kom Daddi inn í lífið þegar
ég var tíu ára og þá eignaðist ég
lítinn frænda eða kannski bróður.
Takk fyrir það.
Stína byrjaði að stunda jóga
upp úr 1970, sótti sér námskeið og
visku út fyrir landsteinana sem
hún miðlaði í mörg ár og var hún
vinsæll kennari í Yogastöðinni
Heilsubót.
Gegnum starfsfélaga á verk-
fræðistofunni fór hún að stunda
skútusiglingar hér við land og er-
lendis. Held að það hafi verið hár-
réttur kúrs, því þar kynntist hún
honum Stebba. Saman hafa þau
síðan siglt skútunni í sól og logni,
en oft hefur pusað á þau í lífsins
ólgusjó.
Þau tóku saman höndum með
Gunna og Höddu um að reisa sum-
arbústað og var það góð ákvörðun.
Þar hafa þau unað sér vel alla tíð,
fyrst öll saman en síðustu árin tvö
ein. Þar kom hestamennskan aft-
ur inn og svo öll blómaræktin.
Enda alltaf mjög blómlegt í Lauf-
brekku í Reykjaskógi.
Kæra systir, þetta tók ekki
langan tíma eftir að kallið kom, en
veit að þú heldur áfram að prikla
blómum í Sumarlandinu og nú í
góðum félagsskap pabba og
mömmu, Gunna og Höddu og Ás-
dísi systir, enda öll með græna
putta.
Vissi alltaf að þér þótti vænt um
mig, þó þú hafir oft hnussað yfir
þessari stelpu.
Elsku Stebbi, Daddi og fjöl-
skylda. Það er sárt að missa, en
það er dýrmætt að hafa átt.
Kveðja,
Auður litla systir.
Það er með trega sem við
kveðjum Kristínu Jóhönnu Kjart-
ansdóttur eða Stínu eins og hún
var alltaf kölluð. Stína hafði verið
hluti af fjölskyldu okkar í ríflega
30 ár eftir að þau Stebbi bróðir
fóru að rugla reytum saman. Stína
var kona sem þurfti alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni, dugnaðurinn
var hennar aðalsmerki hvort sem
það var keramikmálun, blóma-
rækt eða að siða til krakkaorma
en systkinabörn Stebba höfðu
mikið dálæti á henni og ekki
breyttist það þegar næsta kynslóð
kom, það var eitthvað í fasi hennar
sem heillaði þau. Sumarbústaður-
inn var hennar ástríða, þar fór
fram mikil blóma- og trjárækt og
aldrei slegið undan jafnvel þótt
heilsan væri ekki upp á tíu. Það að
gefast upp eða slá slöku við var
ekki til í orðaforða Stínu. Við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
ganga með Stínu þennan veg öll
þessi ár. Við minnumst hennar
með hlýju og tökum utan um
Stebba fyrir hana.
Eiríkur, María, Lára og Jakob.
Æ, elsku Stína mín, þetta kom
aftan að okkur. Þú búin að sigra
krabba tvisvar, þá kemur hann í
þriðja sinn og nú var líkaminn of
veikburða til að þola lyfjameðferð-
ina.
Nú þegar náttúran er að vakna
og sumarið fram undan, uppá-
haldsárstíminn þinn, þá varst þú
búin að sá fyrir sumarblómunum.
Viku eftir að lyfjameðferðin hófst
varstu kát og bjartsýn að hlúa að
ræktuninni í Laufbrekku, krókus-
ar blómstrandi, sól og fuglasöng-
ur. Þá kom höggið. Síðustu vikuna
áttum við Daddi og nánustu ætt-
ingjar fallegar stundir með þér á
11GE-deild Landspítalans.
Við kynnumst í skútusiglingu
með sameiginlegum vini og sigld-
um mikið hér heima og erlendis.
Þú varst heilluð af náttúrunni,
hafðir ferðast um hálendið og upp
á jökla og varst ráðskona á eldhús-
bíl hjá Guðmundi Jónassyni á
sumrin. Kynntir mér landið í
byggð og óbyggðum. Við fórum
margar ferðir um landið með
tjald. Alltaf varstu jafn stolt af
virkjunum sem þú vannst við að
teikna með fallegum frágangi og
opnun á aðgengi að hálendinu
vegna vegagerðar þeim tengdum.
Þú varst náttúruunnandi og elsk-
aðir fjöbreytileika Íslands. Víða
fórum við til útlanda í pakkaferðir
en oftast á eigin vegum sem þú
skipulagðir þar sem nóg var að að
skoða og njóta enda þú víðlesin og
skipulögð. Minningunum var svo
raðað skipulega í myndaalbúm og
möppur. Árið 1988 fórum við með
pabba og mömmu til að aðstoða
þau við að girða land í Reykja-
skógi sem síðar varð okkar sælu-
ríki, Laufbrekkan. Landið var
upphaflega að mestu aðeins lyngi
vaxið en þið mamma og pabbi átt-
uð það sameiginlega áhugamál að
rækta landið með því að koma til
græðlingum af mörgum tegund-
um og er landið nú skógi vaxið
með yfir hundrað tegundum
plantna. Þið mamma voruð stór-
tækar í ræktun sumarblóma. Ykk-
ur er núna skemmt að ég, með
mína stóru fingur, sé að klára frá-
gang þessara pínulitlu blóma.
Hestarnir okkar og ferðir á þeim
voru okkur mikil ánægja og eign-
uðust góða vini í hestamennsk-
unni. Í 50 ár vannstu hjá VST með
góðum félögum sem eru eins og
ein fjölskylda. Ég veit að nú ertu í
blómabrekkunni með þínu fólki.
Þetta verður erfitt líf án þín en all-
ar okkar minningar hjálpa. Starfs-
fólki á GE-11, sem annaðist þig og
okkur, færi ég mínar bestu þakkir,
þið eruð besta fólk sem við höfum
kynnst.
Með ást og sorg í hjarta kveð ég
þig um stund.
Stefán Hans.
Elsku Stína.
Okkur langar að þakka tímana
sem við fjölskyldan höfum fengið
að gista hjá ykkur Stebba í Lauf-
brekku, hvenær sem er og á hvaða
tíma sem er.
Ekki er það sjálfsagður hlutur
að fá alltaf bros og hlýtt viðmót
þegar bílnum var lagt í hlaðið á
Laufbrekku. Það er ekki er mögu-
leiki að skrifa til þín minningarorð
nema að tala um Stebbasúpu sem
þið Stebbi þinn reidduð fram af
myndarskap, skemmtilegheitum,
golfmótum og verðlaunum – ein-
stakur tími sem mun ávallt sitja í
gleðibankanum – og mikið var
spjallað, gantast, leikið, eldað og
hlegið.
Þið Stebbi ásamt Höddu og
Gunna gerðuð Laufbrekku að
þeim unaðsreit sem orðinn er með
ykkar grænu höndum – einstakur
staður.
Það liðna, það sem var og vann,
er vorum tíma yfir;
því aldur deyðir engan mann,
sem á það verk sem lifir. –
Já, blessum öll hin hljóðu heit,
sem heill vors lands voru’ unnin,
hvern kraft, sem studdi stað og sveit
og steina lagði’ í grunninn.
(Einar Benediktsson)
Elsku Stebbi, Daddi, Auður og
fjölskyldur – hjartans samúð til
ykkar allra. Minningin lifir.
Svana, Heba, Aron
og fjölskyldur.
Kristín Jóhanna
Kjartansdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, pabbi,
tengdapabbi og afi,
ELLERT ÁRNASON,
lést á dvalarheimilinu Sundabúð á
Vopnafirði föstudaginn 22. apríl.
Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 7. maí klukkan 13.00.
Jarðsett verður á Hofi í Vopnafirði.
Svanborg Víglundsdóttir
Arnar Már Ellertsson Sólveig Arna Friðriksdóttir
Borghildur Arnarsdóttir Hallmar Arnarsson
Ellen Ellertsdóttir Sveinn Elmar Magnússon
Ellert Rúnar Sveinsson Styrmir Hrafn Sveinsson