Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
30 ÁRA Melkorka Rún er Kópavogsbúi, ólst
upp í Digraneshverfi og býr nú í Lindahverfi.
Hún er með B.Sc.-gráðu í vélaverkfræði frá
HÍ og M.Sc.-gráðu í sama fagi frá DTU í
Kaupmannahöfn. Hún er verkfræðingur í vél-
smiðjunni Micro – ryðfrí smíði.
„Áhugamál mín eru handavinna, en ég
prjóna mikið og sauma, hreyfing og góðar
samverustundir með fjölskyldu og vinum. Á
veturna fer ég á snjóbretti og er veiðikona á
sumrin, fer meðal annars í Veiðivötn á hverju
ári. Allan ársins hring standa þó upp úr ferð-
irnar í sveitirnar mínar í Búðardal, Landsveit
og á Flúðum.“
FJÖLSKYLDA Melkorka er í sambúð með Sigurbirni Jónssyni, f. 1991,
hugbúnaðarverkfræðingi og eiganda Bekkir sf. Dóttir þeirra er María
Hrönn, f. 2021. Foreldrar Melkorku eru Sigurborg Hrönn Sigurbjörnsdóttir,
f. 1970, framleiðslustjóri hjá Takk hreinlæti, og Sveinn Sigurðsson, f. 1969,
vélvirki og eigandi Micro – ryðfrí smíði ehf. Þau eru búsett í Kópavogi.
Melkorka Rún Sveinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Reyndu að hafa alla þræði í hendi
þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir
sem þig dreymir um.
20. apríl - 20. maí +
Naut Hlustaðu á það sem aðrir hafa að
segja og reyndu að skilja sjónarmið þeirra.
Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og það virkar
vel.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú munt eiga mikilvægar sam-
ræður við fjölskyldu þína og vini á næstu
vikum. Kafaðu djúpt og reyndu að komast til
botns í því sem þú veltir fyrir þér.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér finnst ekki rétt að eyða jafn
miklu í ferðalög og skemmtanir og þú hafðir
hugsað þér. Hið sama gildir um fjölskyldu-
samkundur.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ert sannfærður um að þú hafir rétt
fyrir þér og lætur ekki í minni pokann fyrir
öðrum. Sannfæringarkraftur þinn getur
fengið hlédrægasta fólk til að taka áhættu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Ábending frá vini kann að koma þér
að gagni fjárhagslega í dag. Plönin þín eru
göldrótt – um leið og þau komast á hreint
laða þau að sér réttu áhrifin.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur lagt ýmislegt á þig fyrir aðra
og stendur nú frammi fyrir því að hafa van-
rækt sjálfan þig á margan hátt. Njóttu þess
að sletta úr klaufunum og slaka á.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Finndu góðar aðferðir til að afla
meiri tekna, því útgjöld eru á næsta leiti. Þú
getur gefið þér tíma til að stunda félagslífið.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Stundum er nauðsynlegt að
verja fjármagni til að styrkja stöðu sína í
vinnunni og í samfélaginu. Gefðu þér tíma til
að skoða málin áður en þú tekur afstöðu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Dagdraumar eru góðir þegar þeir
eiga við en hversdagurinn er oft annar og
það er hann sem þú átt skoða. Allar mót-
sagnir eru hnútar sem hægt er að leysa.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er engin ástæða til þess að
láta hugfallast þótt hlutirnir gangi ekki ná-
kvæmlega eins og þú helst vilt. Samvinna er
við aðra greiðir úr erfiðustu flækjunum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það reynir á stjórnunarhæfileika þína
og þá ríður á miklu að þú bregðist rétt við.
Hikaðu ekki við að segja ástvinum þínum
hve mikils virði þeir eru þér.
héraðs. Magnús og Helga voru
sjálfboðaliðar við landvörslu á há-
lendinu norðan Vatnajökuls
skömmu eftir 1970 og dvaldi þá fjöl-
skyldan ýmist í tjaldi eða skálum
Ferðafélagsins í Kverkfjöllum og
Hvannalindum. „Náttúru- og um-
hverfisvernd hefur verið okkur
ús einnig um tíma organisti Egils-
staðakirkju og víðar á Héraði.
Helstu áhugamál Magnúsar eru
náttúruskoðun, útivist, skógrækt og
bókmenntir. Eftir að fjölskyldan
flutti á Fljótsdalshérað kynntist hún
hálendinu og ferðalögum þar í
tengslum við Ferðafélag Fljótsdals-
M
agnús Magnússon
fæddist 2. maí 1937
í Bræðraborg í
Ólafsfirði og ólst
þar upp. Hann gekk
í Barnaskóla Ólafsfjarðar og Iðn-
skóla Ólafsfjarðar. Í æsku var hann
fimm sumur í sveit í Gnúpufelli í
Eyjafirði. Magnús vann ýmis störf á
unglingsárum, svo sem í fiski og
múrverki. Árið 1955 fór hann á ver-
tíð til Keflavíkur og fór síðan að
vinna hjá Vegagerð ríkisins í Skú-
latúni.
„Ég var þá farinn að læra á píanó
og fékk að hafa píanó móðurbróður
míns, Sigursveins D. Kristinssonar,
hjá mér þar sem hann var þá við
nám í Berlín.“ Árið 1959 flutti
Magnús norður á Siglufjörð og nam
tónlist í Tónskóla Siglufjarðar, hjá
Sigursveini. Tveimur árum síðar hóf
hann tónlistarnám við Hochschule
für Musik í Leipzig í Austur-
Þýskalandi. Þaðan lauk hann námi
árið 1965.
Að loknu námi lá leið Magnúsar
og fjölskyldu til Ólafsfjarðar, þar
sem Magnús var frumkvöðull að
stofnun Tónskóla Ólafsfjarðar. Jafn-
framt var hann organisti og stjórn-
aði Karlakór Ólafsfjarðar og lúðra-
sveit. Fimm árum síðar, 1971, flutti
fjölskyldan austur á Fljótsdals-
hérað. Tónlistarfélag Fljótsdalshér-
aðs réð Magnús sem fyrsta skóla-
stjóra nýstofnaðs Tónskóla
Fljótsdalshéraðs. „Skólinn var
stofnaður í kjölfar tímamótalaga-
setningar um tónlistarskóla, sem
lagði grunninn að blómaskeiði í ís-
lensku tónlistarlífi.“ Magnús starf-
aði sem tónlistarskólastjóri á Egils-
stöðum fram til ársins 2003 eða í 38
ár. Með stofnun Tónlistarskólans
efldist tónlistarlíf á Héraði. Sam-
hliða stofnun hans var Tónkór
Fljótsdalshéraðs stofnaður og
stjórnaði Magnús honum þann tíma
sem hann starfaði eða fram til 1981.
Auk þess var stofnuð lúðrasveit sem
starfað hefur með hléum í tengslum
við núverandi Tónlistarskóla Egils-
staða. Óperustúdíó Austurlands var
starfrækt í tengslum við Tónlistar-
skólann um árabil. Auk þess að
stýra Tónlistarskólanum var Magn-
hjónum hugleikin og erum við fé-
lagar í Naust og höfum menntað
okkur í svæðisleiðsögn og starfað
við leiðsögn erlendra ferðamanna á
Austurlandi. Við hjónin höfum alla
tíð haft gaman af útivist og göngum
og gengið margar af helstu göngu-
leiðum landsins. Ég hafði sér-
staklega gaman af því að ganga á
fjöll og gekk ég á Herðubreið sjö-
tugur.“
Magnús hefur á efri árum haft
mikinn áhuga á skógrækt og verið
virkur í starfi Skógræktarfélags
Austurlands. Þau hjónin eiga sum-
arhús í Eyjólfsstaðaskógi og hefur
Magnús tekið þátt í mörgum verk-
efnum Skógræktarfélagsins á svæði
þess þar. „Ég hef einnig allt frá
barnæsku haft gaman af því að fara
með stöng og lærði tökin í flugu-
veiði hjá Stefáni Jónssyni frétta-
manni í kringum 1970 og hef stund-
að þá veiði æ síðan.“
Fjölskylda
Magnús kynntist konu sinni,
Helgu Ruth Alfreðsdóttur, f. 6.4.
1938, í Leipzig, þar sem hún starf-
Magnús Magnússon, fyrrverandi tónlistarskólastjóri – 85 ára
Fjölskylduferð Magnús og Helga með hluta af fjölskyldunni síðastliðið sumar í Heilagsdal.
Tónlist og náttúra í hávegum höfð
Náttúruunnandinn Magnús í veiðiferð í Fögruhlíðará í Jökulsárhlíð.
Til hamingju með daginn
Kópavogur María Hrönn Sigurbjörns-
dóttir fæddist 14. október 2021 á
Landspítalanum. Hún vó 3.242 g og
var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru
Melkorka Rún Sveinsdóttir og
Sigurbjörn Jónsson.
Nýr borgari