Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Bíldshöfði 12 • 110 577- aði við íþróttaháskóla, DHFK Deutsche Hochschule für Körper- kultur. Foreldrar Helgu voru Ruth Reppin kennari, f. 25.6. 1913, d. 26.1. 1990, og Alfred Reppin bygg- ingarverkfræðingur, f. 19.5. 1910, d. 23.12. 1943. Magnús og Helga bjuggu fyrstu árin í Leipzig, en fluttu til Íslands 1965 með Kristínu dóttur Helgu. Í Ólafsfirði byggðu þau húsið á Ægisbyggð 3. Fljótlega eftir að fjölskyldan flutti til Egils- staða byggðu Magnús og Helga hús á Sólvöllum 2, þar sem þau hafa bú- ið síðan. Börn Helgu af fyrra hjónabandi eru: Jens Kluge, f. 5.3. 1959, verk- fræðingur, búsettur í Dresden. Hann á þrjú börn, og Kristín Þor- gerður Magnúsdóttir, f. 21.6. 1961, kennari, búsett á Seltjarnarnesi. Magnús ættleiddi Kristínu. Barns- faðir hennar er Eggert Pálsson og eiga þau tvö börn. Magnús og Helga eiga tvær dætur og eru þær: Sigríð- ur Ruth, f. 20.2. 1966, skólastjóri, búsett á Egilsstöðum. Sambýlis- maður hennar er Jakob Karlsson og eiga þau tvær dætur og Jakob á þrjár dætur af fyrri samböndum, og Helga, f. 10.7. 1968, kennari, búsett í Hafnarfirði. Eiginmaður Helgu er Þorbjörn Rúnarsson og eiga þau tvær dætur. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabörnin tvö. Systkini Magnúsar: Helga Magn- úsdóttir, f. 12.4. 1942, d. 14.3. 2000, húsfreyja í Ólafsfirði, Sigursveinn Kristinn Magnússon, f. 26.3. 1950, fyrrverandi tónlistarskólastjóri, bú- settur í Reykjavík, og Örn Magnús- son, f. 15.1. 1959, píanóleikari og organisti í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Magnús Sæmundur Magnússon, f. 1.10. 1906, d. 25.10. 1980, verkstjóri og skrifstofumaður, og Ásta Sigríð- ur Kristinsdóttir, f. 23.12. 1913, d. 16.11. 2011, húsmóðir. Þau bjuggu alla sína tíð í Ólafsfirði. Magnús Magnússon Anna Sigurðardóttir húsfreyja í Ósbrekku Baldvin Ólafsson bóndi og hreppstjóri í Ósbrekku í Ólafsfirði Anna Guðrún Baldvinsdóttir húsfreyja á Hóli í Ólafsfirði Magnús Magnússon bóndi á Hóli í Ólafsfirði Magnús Sæmundur Magnússon verkstjóri og skrifstofumaður í Ólafsfirði Margrét Dóróthea Jónsdóttir fyrri kona Magnúsar Magnús Magnússon bóndi á Vémundarstöðum í Ólafsfirði, fór til Vesturheims Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja í Langhúsum Grímur „græðari“ Magnússon bóndi og smáskammtalæknir í Langhúsum í Fljótum Helga Sigurlaug Grímsdóttir húsfreyja í Hólkoti Kristinn Axel Jónsson bóndi í Hólkoti í Ólafsfirði Anna Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja á Syðsta-Mói í Flókadal, Skagafirði Jón Jónsson bóndi í Hringverskoti í Ólafsfirði Ætt Magnúsar Magnússonar Ásta Sigríður Kristinsdóttir húsfreyja í Ólafsfirði Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Arnfinnsson og kallar „Morg- un í borginni“: Lognkyrr morgunn, ljósið fæðist, ljóð syngur fugl á grein, fólkið í borginni farið til vinnu, fegurðin ríkir ein. Sólin brosir á bláum himni, blómin gægjast úr mold, fíflar og sóleyjar grundina gylla og gleymmérei vex á fold. Í dag er vorfögur veðurblíða og veröldin góð og hlý, gamlingjar rétta úr bognu baki og börnin fagna á ný. Friðrik Steingrímsson út af því að „elsta manneskjan í heiminum er látin“: Áfram jafnan ævin gengur undarlegt er mannlíf þó, nú er enginn elstur lengur út af því að konan dó. Hér víkur Friðrik að því, að „stjórnarandstaðan vill að ríkis- stjórnin segi af sér“. Umræðan skal réttlát ríkja reiða má fram haldbær gögn, að segj’að stjórnin verð’að víkja er væntanlega hópuppsögn. Gunnar J. Straumland skrifar: Gert hefur verið samkomulag við útiketti á Akureyri þess efnis að all- ir kettir verði komnir inn til sín á miðnætti og fari ekki aftur út fyrr en að morgni. Strax er farið að bera á einhverjum hnökrum: Hún fannst ekki er fórum við að sofa, fljótt var leitað allt um hólf og gólf, en klárlega var kisan búin að lofa að koma heim í rúmið fyrir tólf. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um „VENDINGAR Í KATTA- HALDI Á AKUREYRI“: Fjörgast allt með fuglasöng og varpi, framámenn því hætta öllu karpi og bæjarstjórnin bregst ei skyldu sinni en biður kettina að vera inni. Hallmundur Kristinsson: Svo að kettir lögum lúti og leiti í eigin hólf, vera mega ekki úti eftir klukkan tólf. Kristján H. Theodórsson: Réttarbætur bærinn reit, betri en ekki þóttu. Kettir þó fegnir færu á deit, fjórðu hverja nóttu. Sturla Friðriksson þýddi úr ensku: Það var brosandi kona frá Kletti sem kom sér á bak tígrisketti. Svo sneru þau við. Hún í kattarins kvið en kisa með brosið á smetti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fegurðin ríkir ein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.