Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Heildarsamantekt Markmið þessa rannsóknarverk- efnis var að safna og skrásetja heim- ildir um áhrif frá Bretlandseyjum og sýna fram á hvernig þau hefðu sett mark sitt á byggingarsögu Íslands í 1150 ár. Tilgangurinn er að mæta þeirri þörf fólks að þekkja og skilja uppruna sinn, menningu og sögu. Sagan veitir okkur sameiginlegt minni. Hún gefur tilfinningu fyrir stað, tengslum, stund og samfélagi. Höfundar telja að þekking og skiln- ingur á sögunni sé grundvöllur skap- andi hugsunar og nýsköpunar í byggingarlist. Án sögunnar getum við því vart verið. Það sem stendur upp úr, þegar heildarniðurstöður rannsóknarverkefnisins liggja fyrir, er hversu mikil áhrifin frá Bretlands- eyjum hafa verið hér á landi. Það er skoðun höfunda að þau áhrif hafi ver- ið vanmetin, sérstaklega þau kelt- nesku, en um 40% landnámsfólks voru Keltar samkvæmt rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Hlutur þeirra, sem margir voru konur og þrælar, í skráðri Íslandssögu virðist fremur rýr. Hugsanlega er það vegna þess að menningararfur þeirra hefur ekki samrýmst hug- myndum ráðandi afla um þjóðerni, kynhlutverk og félagslegan virðingarstiga. Ljóst er að áhrifin frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu og samfélag frá upp- hafi byggðar og fram á þennan dag. Áhrifin hafa verið með ýmsu móti og stundum hafa þau verið byltingar- kennd. Heimildir benda til þess að Ísland hafi fundist frá Bretlandseyjum um eða eftir 800 og að fyrstu íbúar lands- ins hafi verið samfélag kristinna manna tengt heilögum Kólumba á Eynni helgu, Iona, sem er ein af Suðureyjum í Skotlandi. Talið er að þeir hafi búið í manngerðum hellum, sem eru elstu mannvirki á Íslandi, og í borghlöðnum húsum. Með kristnu landnámsfólki bárust byggingar- hefðir og greftrunarsiðir frá kelt- neskum svæðum Bretlandseyja til Íslands, Færeyja, Grænlands og Noregs. Samkvæmt Landnámu er talið að fyrsta kirkjan á Íslandi hafi staðið á Esjubergi á Kjalarnesi fyrir kristnitöku, um árið 900, og var hún tileinkuð hinum heilaga Kólumba. Seinna varð grunnmynd og form Klausturkirkjunnar á Iona (e. Iona Abbey) fyrirmynd núverandi Skál- holtskirkju sem vígð var 1963. Í kjölfar kristnitökunnar, árið 1000, barst stafrófið til landsins með enskum farandbiskupum og kenn- urum. Það gerði Íslendingum kleift að rita Íslendingasögurnar og þá hófst blómaskeið íslenskrar menn- ingar. Fjöldi hringlaga kirkjugarða með litlum bænahúsum spruttu upp víða um land og eru þeir flestir taldir vera frá um 1000-1200. Löngu seinna varð form og skipulag um- hverfis Hall- grímskirkju undir áhrifum frá keltneskri hefð. Borghlaðin hús og mannvirki, sem mörg eru hringlaga, eru talin frá Bretlandseyjum komin. Þau voru m.a. notuð sem fjárborgir og fisk- byrgi þar og á Íslandi. Hringlaga, topphlaðnar fjárborgir eru líklega hvergi til utan Íslands, Skotlands og Írlands. Hringformið er einkennandi fyrir mannvirki á keltneskum svæð- um Bretlandseyja fram á Víkingaöld eins og sjá má víða í Skotlandi og á Írlandi. Margt er einnig líkt með vík- ingaskálum á Íslandi og eyjunum við Skotland en þessi landsvæði eru skóglaus, ólíkt Noregi, og íbúarnir hafa því notað torf, grjót, rekavið og jafnvel hvalbein til byggingar. Á 15. öldinni, sem kölluð hefur ver- ið Enska öldin hérlendis, fluttu Eng- lendingar ýmsan varning til landsins, m.a. fjöldaframleiddar altaristöflur úr alabastri sem settu svip sinn á kirkjur víða um land. Þær eru marg- ar heillegar, eða alls sjö, og ein þeirra prýðir Hóladómkirkju. Í Englandi hefur engin heil altaristafla varð- veist. Líklegt er að fiskbyrgin í Bæjarhrauni á Snæfellsnesi séu frá þessum tíma og hafi verið hlaðin, að frumkvæði enskra og skoskra sjó- manna og kaupmanna, til að þurrka og geyma fisk til útflutnings. Merkilegir rannsóknarleiðangrar voru farnir frá Bretlandi til Íslands í lok 18. aldar svo sem leiðangrar Joseph Banks 1772 og John Thomas Stanley 1789. Myndir, sem voru gerðar í þeim leiðöngrum, eru mikils- verðar heimildir um byggingar þess tíma og oft einu myndirnar sem til eru. Þær voru hafðar til hliðsjónar við endurreisn Skálholtsstaðar á seinni hluta tuttugustu aldar. Án þeirra hefði það vart verið hægt. Iðnbyltingin í Bretlandi átti eftir að hafa gríðarleg áhrif með vélvæð- ingu, nýjum byggingarefnum, tækni og hugmyndafræði. Siglingar með gufuskipum hófust á milli Edinborg- ar/Leith og Reykjavíkur um miðja 19. öld og skoskir kaupmenn settu á fót verslanirnar Edinborg og Glas- gow í Reykjavík og víðar á landinu. Farið var að flytja inn galvanhúðað bárujárn sem átti eftir að verða mjög vinsælt byggingarefni á útveggi og þök íslenskra húsa. Það hentaði vel í íslenskri veðráttu. Hérlendis þróað- ist sérstakur og fagur byggingarstíll sem hefur verið kallaður bárujárns- sveitser. Hann er talinn eiga rætur að rekja til fagurfræðikenninga í enskum arkitektúr á 18. öld sem hef- ur verið lýst með hugtakinu pictur- esque. Þessar kenningar eru taldar eitt merkilegasta framlag Eng- lendinga til fagurfræði og eru upphaf rómantísku stefnunnar í byggingar- list sem leiddi af sér menn eins og William Morris. Hann var áhrifa- mesti hönnuður og hugsjónamaður í Bretlandi á 19. öld og talinn vera einn af frumkvöðlum nútímahönn- unar og arkitektúrs. Hann var einnig baráttumaður fyrir bættu umhverfi og verndun gamalla bygginga. Áhrif hans hafa verið víðtæk og marg- slungin. Athyglisvert er að hér voru áhrifin gagnkvæm, að því leyti að Morris verður fyrir miklum áhrifum í Íslandsferðum sínum af náttúru, menningu og Íslendingasögunum sem hann þýddi á ensku ásamt Eiríki Magnússyni lektor og bókaverði í University of Cambridge. Morris kunni að meta einfaldleika íslenska torfbæjarins. Torfbærinn var stað- festing á því að fegurðin væri spurn- ing um hið nytsama og háttprúða og er talinn eiga stóran þátt í að móta hugmyndir Morris um mínimalíska fegurð (MacCarthy 1994:297). [...] Ýmis ný byggingarefni urðu til í Bretlandi í kjölfar iðnbyltingarinnar og voru flutt til Íslands. Má þar m.a. nefna bárujárn, steypujárn, Portland sement og verksmiðjuframleitt gler. Þessi nýju efni áttu eftir að umbylta íslenskum byggingariðnaði á 20. öld. Byggðar voru fyrstu brýr yfir Ölfusá og Þjórsá, rétt fyrir aldamótin 1900. Þær voru báðar hengibrýr, hannaðar og smíðaðar úr stáli í Englandi og reistar af enskum smiðum. Þetta voru mestu mannvirki sem Íslend- ingar höfðu látið byggja yfir vatns- mestu fljót landsins. Farið var að sprengja grjót með púðri og fleygum og barst sú þekking frá Skotlandi til Ólafsdals með Torfa Bjarnasyni. Þar reis fyrsti bændaskóli Íslands, Ólafs- dalskóli, og var Torfi skólastjóri hans en hann hafði lært búfræði í Skot- landi, fyrstur Íslendinga. Sá skóli er talinn eiga stóran þátt í þeirri land- búnaðarbyltingu sem varð í sveitum landsins á seinni hluta 19. aldar. Torfi hvatti Íslendinga til að byggja steinhús með tvöföldum veggjum svo og steinsteypt hús. Þök skyldu klædd bárujárni. Í Ólafsdal var einn- ig starfræktur kvennaskóli að sum- arlagi undir stjórn húsfreyjunnar Guðlaugar Zakaríasdóttur. Þar var m.a. kennd hússtjórn, fatasaumur, hannyrðir, tóvinna, ostagerð, matjurtarækt, bóklegar greinar o.fl. Ýmsar stíltegundir bárust hingað til lands frá Bretlandi svo sem nýgot- neski stíllinn sem varð mjög vinsæll í kirkjubyggingum. Þar má nefna bárujárnsklædda Fríkirkjuna í Reykjavík, Akrakirkju á Mýrum og aðrar litlar kirkjur sem líkjast báru- járnsklæddum trékirkjum í nýgot- neskum stíl í Bretlandi og kölluðust tin tabernackles. Þær voru fram- leiddar í Bretlandi á 19. öld og m.a. fluttar út til nýlendnanna. Kastala- stíllinn er talinn hafa borist til Íslands með kaupmönnum frá Skot- landi. Mörg íbúðarhús í þeim stíl eru áberandi kennileiti í Reykjavík svo sem Gimli og Sturluhallirnar svoköll- uðu sem eru glæsileg hvítmáluð steinsteypt hús. Í skipulagsmálum hafði Garðborgarstefna Ebenezer Howard mikil áhrif á Guðmund Hannesson lækni og fyrstu lög um skipulag kauptúna og sjávarþorpa á Íslandi árið 1921 svo og fyrsta heild- arskipulag fyrir Reykjavík 1927. Stjórnmálamaðurinn Jónas Jóns- son frá Hriflu dvaldi í Ruskin Coll- ege í Oxford 1908-09 til að kynna sér hugsjónir John Ruskin um skólamál. Þarna hefur hann væntanlega kynnst nýjum straumum m.a. rót- tækum hugmyndum John Ruskin og William Morris um hvernig bæta mætti þjóðfélagið með góðri hönnun og skipulagi. Seinna, þegar Jónas Jónsson varð kennslumálaráðherra, beitti hann sér fyrir byggingu hér- aðsskóla víða um land. Héraðsskól- inn á Laugarvatni, sem reis árið 1928, er þeirra þekktastur. Fyrir- mynd þeirra voru „nýju skólarnir ensku“ eins og hann kallaði þá. Jónas Jónsson fékk Guðjón Samúelsson arkitekt til að teikna húsið og úr varð stærsta bygging hans í þjóðlegum burstabæjarstíl með gotneskum göflum. […] Að lokum má nefna að BREEAM (Building Research Establishment Environmental Assessment Method) hefur borist til Íslands frá Bretlands- eyjum. Þetta er leiðandi sjálfbær matsaðferð í heiminum fyrir bygg- ingar, skipulagsverkefni og innviði. Það hefur þegar haft töluverð áhrif hérlendis. Í riti þessu hefur verið stiklað á stóru um áhrifin frá Bret- landseyjum á byggingarsögu Ís- lands, frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag, en þar liggja fjölmarg- ar rætur íslenskrar byggingarlistar. […] Straumar frá Bretlandseyjum Bókarkafli Bókin Straumar frá Bretlandseyjum er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis arkitektanna Hjördísar Sigur- gísladóttur og Dennis Davíðs Jóhannessonar og fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarlist. Ljósmynd/ARKHD Áhrif Jónas Jónsson kennslumálaráðherra beitti sér fyrir byggingu héraðsskóla víða um land. Héraðsskólinn á Laugarvatni, frá 1928, er þeirra þekktastur. Fyrirmynd þeirra voru „nýju skólarnir ensku“ eins og hann kallaði þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.