Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrir réttu ári varð mikið tjón í góðureldum við Hnífhól í Heið- mörk, en nú er unnið að úrbótum á svæðinu. Auður Kjartansdóttir, framkvæmda- stjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, segir að umtals- vert tjón hafi orðið á skóginum og mörg tré hafi drepist í eldun- um, en önnur virðist ætla að spjara sig. „Það var mildi að ekki fór verr og eldarnir brunnu á svæði í Heiðmörk með litlu stígakerfi og tiltölulega ungum skógi,“ segir Auður. Í gróðureldunum í Heiðmörk 4. maí í fyrra brann 61 hektari lands við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Þar af var rækt- aður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum. Auður áætlar að í ræktaða skóg- inum hafi verið nokkrir tugir þús- unda trjáa og óvíst hvað hafi drep- ist. Öll kurl ekki komin til grafar Hún segir jafnframt að öll kurl séu ekki komin til grafar og tré sem hafi litið illa út eftir brunann kunni að ná sér á strik, annars staðar standi berir stofnar eftir. Hún nefnir sem dæmi að furutré sem búið hafi verið að afskrifa sé með lífsmarki og hafi myndað nál- ar. Einnig hafi birki sem hafi brunnið niður myndað teinunga upp úr rótarkerfinu í fyrrahaust og plantan sé lifandi. Eftir gróður- bruna aukist frjósemi í jarðvegi tímabundið og kolefni og steinefni virki sem vítamín fyrir plöntuna. Auður segir að fjölbreyttar rann- sóknir séu í gangi á svæðinu og snúist þær meðal annars um gróð- urinn og skordýralíf. Enn hefur ekki verið byrjað að gróðursetja að ráði í sjálft brunasvæðið. Grisjun undir rafmagnslínum Aðkoma björgunarliðs á vett- vangi var erfið vegna fjarskiptaerf- iðleika, fábrotinna vega og stíga á svæðinu og erfiðleika við að ná í vatn. Auður segir að unnið sé að ýmsum úrbótum. Hugað hafi verið að burðarþoli stíga og aðgengi að slóðum og stígum fyrir viðbragðs- aðila verið aukið. Þá hafi talsvert verið grisjað undir háspennulínum. „Eldur getur kviknað í hærri trjám út frá háspennulínum og í síðasta mánuði vorum við í sam- starfi við Landsnet um grisjun með tilliti til hættu á gróðureldum,“ segir Auður. „Þar sem við vorum að grisja sáum við sviðnað grenitré og ekki blasir önnur skýring við en sú að kviknað hafi í toppnum vegna straums. Við grisjunina undir lín- unum fáum við aukna hólfun, sem er þá til þess fallin að hefta út- breiðslu milli hólfa ef gróðureldar verða aftur á svæðinu. Í eldunum í fyrra voru samskipti á milli björg- unaraðila erfið þar sem fjarskipta- skuggi er á þessum slóðum og mik- il þörf er á úrbótum.“ Bókaunnendur með hengirúm Annars segir Auður að Heið- mörkin sé almennt við hestaheilsu og njóti sífellt meiri vinsælda. „Gleðilegt er að sjá að sífellt fleiri höfuðborgarbúar njóta skjólsins í skóginum, en rann- sóknir styðja heilnæmi skóga til aukinnar lýðheilsu,“ segir Auður. „Heiðmörk er dásamleg útivist- arperla, sem á hverju ári fær til sín yfir hálfa milljón gesta,“ segir Auður. „Margir kynntust Heiðmörkinni á nýjan hátt í heimsfaraldrinum og gestum fjölgaði í skóginum. Hing- að koma fjölbreyttir hópar. Ég get nefnt hestamenn, hjólreiðafólk, göngufólk, utanvegahlaupara, fjöl- skyldur sem dvelja hér heilu dag- ana, bókaunnendur sem mæta með hengirúm og lesa hér bækur eða semja ljóð, veiðimenn sem renna fyrir fisk í Elliðavatni og sveppa- og berjaáhugafólk sem kemur hingað á haustin. Fjölbreytnin er óendanleg og ég nefni að lokum fuglaáhugamenn sem koma hingað í fuglaskoðun. Á síðasta ári flæktist hingað vetrar- tittlingur, ættaður úr barrskógum Norður-Ameríku, og dvaldi hér vetrarlangt. Þetta var í eitt af fáum skiptum sem þessi tegund hefur sést í Evrópu og um tíma var vart þverfótað fyrir fuglaáhuga- mönnum sem voru vopnaðir myndavélum með stórum linsum.“ Unnið að úrbótum við Hnífhól - Ár frá gróðureldum í Heiðmörk - Umtalsvert tjón en óljóst hvað mikið drapst - Útivistarperla Morgunblaðið/Eggert Heiðmörk Mikinn reyk lagði frá eldinum og umtalsvert tjón varð á gróðri. Auður Kjartansdóttir Skógræktarfélag Reykjavíkur er með umsjón með skóginum í Heið- mörk, en félagið er 120 ára og rek- ur sögu sína til upphafs tuttug- ustu aldar, þegar byrjað var að huga að friðun og ræktun skóga á Íslandi. Skógar voru þá fáir og illa farnir á Íslandi, segir á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Nú- verandi formaður er Jóhannes Benediktsson. Á heimasíðunni kemur fram að náttúrulegt birki sé nú á ríflega þúsund hekturum í Heiðmörk. Barrskógar eru á um 400 hekt- urum og er meirihluti trjánna hærri en fimm metrar. Bland- skógar eru á meira en 400 hekt- urum til viðbótar og víða eru yngri skógar. Árlega bætast nokkrir tug- ir hektara við í skóginum í Heið- mörk. Byggt á 120 ára sögu MIKIL RÆKTUN Í HEIÐMÖRK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.