Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Hjálmar Sveinsson, borgar-
fulltrúi Samfylkingar, lét sem
sér sárnaði þegar Kolbrún Bald-
ursdóttir, borgarfulltrúi Flokks
fólksins, sagði við afgreiðslu árs-
reiknings borg-
arinnar rangt af
meirihlutanum í
borginni að segja
borgarbúum að borg-
arsjóður stæði sterkt.
„Það er ekki satt,“
sagði Kolbrún. „Auð-
vitað á borgin eignir
en við erum ekki að
fara að selja sund-
laug upp í skuld.“
Hið sama gildir um
íbúðir Félagsbústaða,
sem laga afkomu
borgarinnar um tæpa
tuttugu milljarða
króna þegar þær eru
færðar upp í reikningunum, þær
verða ekki seldar fyrir sívaxandi
skuldum borgarinnar.
- - -
Þegar við bætist að sú uppfærsla
eigna skýrist að stórum hluta af
stefnu borgarinnar í skipulags-
málum, sem hefur keyrt upp hús-
næðisverð, er ekki ofmælt að upp-
færslan sé óeðlileg.
- - -
Þá var athyglisverð í umræðunum
sú ábending Eyþórs Arnalds,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, að
tekjur borgarinnar hefðu í faraldr-
inum aukist um sextán milljarða
króna, en að borgin hefði samt hald-
ið uppi hámarksútsvari.
- - -
Hvers vegna var útsvarið ekki
lækkað til að létta borgar-
búum róðurinn? Og hvernig má það
vera að þegar tekjur aukast svo
mjög vegna hratt hækkandi launa,
þá sé varla minnst á að tímabært sé
að lækka útsvar? Er það almennt
viðhorf frambjóðenda að sveitar-
sjóðir eigi ríkara tilkall til alls þess
fjár almennings sem þeir geta kom-
ist yfir en almenningur sjálfur?
Hjálmar
Sveinsson
Sannleikanum
verður hver …
STAKSTEINAR
Kolbrún
Baldursdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umferðin á hringveginum í nýliðn-
um mánuði sló öll fyrri met í umferð í
aprílmánuði frá því mælingar Vega-
gerðarinnar hófust.
„Umferðin frá sama mánuði í
fyrra jókst um tæpt 21 prósent. Um-
ferðin reyndist 8,5 prósentum meiri
en hún hefur áður mælst í apríl. Um-
ferðin jókst mest á Austurlandi en í
mælisniði á Mýrdalssandi jókst um-
ferðin um heil 170 prósent,“ segir í
umfjöllun Vegagerðarinnar um um-
ferðina yfir 16 lykiltekjara á hring-
veginum í apríl.
Fram kemur að gríðarmikil um-
ferð átti sér stað á teljurum Vega-
garðarinnar sem varð til þess að nýtt
umferðarmet var slegið en fyrra met
var sett á árinu 2019.
Hlutfallslega mældist aukning
umferðarinnar mest á Austurlandi
miðað við sama mánuð í fyrra eða um
rúm 52% en minnst jókst umferðin
við höfuðborgarsvæðið þar sem hún
jókst um tæplega tólf prósent á milli
ára.
„Athygli vekur að umferðin hefur
dregist saman fyrri part meðalvik-
unnar en aukist seinni hluta hennar.
Mest hefur umferð aukist á miðviku-
dögum, eða um rúmlega 6%, en
dregist mest saman á mánudögum,
eða um tæp 7%,“ segir á vef Vega-
gerðarinnar.
Metumferð á hringveginum í apríl
- Umferðin á Austurlandi jókst um
rúm 52% frá sama mánuði í fyrra
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á ferð Umferðin í apríl jókst um
tæpt 21% frá sama mánuði í fyrra.
Guðmundur Knútur Eg-
ilsson, fv. forstöðumaður
Minjasafns Orkuveit-
unnar, lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði sl. föstudag,
á 94. aldursári.
Guðmundur fæddist í
Reykjavík 15. október
1928 og ólst upp á
Laugavegi 72. Hann var
í Austurbæjarskólanum,
stundaði nám við Hand-
íðaskólann í Reykjavík
og sótti námskeið við
Námsflokka Reykjavík-
ur í nokkur ár. Auk þess
lauk hann námi í verk-
stjórnarfræðum.
Guðmundur hóf störf hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur 15 ára, árið
1944, með Agli Ólafssyni, föður sínum,
og starfaði þar nær óslitið til 2010, eða
í rúmlega 66 ár, lengur en nokkur ann-
ar starfsmanna fyrirtækisins fyrr og
síðar.
Árið 1988 tók Guðmundur að sér að
skrá muni og halda til haga sögulegum
þáttum í starfi Rafmagnsveitunnar.
Hann varð fyrsti forstöðumaður
Minjasafns Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur, við
Elliðaár, sem opnað var vorið 1990.
Guðmundur var í fjölda ára í rit-
nefnd og síðar ritstjóri Línunnar,
tímarits starfsmanna Rafmagnsveit-
unnar. Hann sinnti fjölda trún-
aðarstarfa fyrir Félag heyrnarlausra
um langt árabil en Hervör Guðjóns-
dóttir eiginkona hans,
sem lést fyrir rúmu
ári, var fædd heyrn-
arlaus og var meðal
stofnenda Félags
heyrnarlausra og for-
maður félagsins um
árabil. Þau hjónin,
Guðmundur og Her-
vör, voru gerð að
fyrstu heiðursfélögum
Félags heyrnarlausra
á 25 ára afmæli félags-
ins.
Guðmundur gaf út
tvær bækur um ættir
sínar, fyrri bókin um
ættir móður hans, „Niðjatal hjónanna
Jóns Pálssonar og Ragnheiðar Jóns-
dóttur“, og sú síðari um ættir föður
hans, „Fólkið mitt suður með sjó“. Þá
hafa birst eftir hann greinar í blöðum
og tímaritum, m.a. greinin „Verk
hans lofa meistarann“ þar sem hann
rýnir í iðnsögu Íslands og fjallar um
byggingarmeistarann Jens Eyjólfs-
son.
Börn Guðmundar og Hervarar eru
Bryndís talmeinafræðingur, Magnús,
ráðgjafi og hestabóndi í Svíþjóð,
Ragnheiður Eygló, deildarstjóri í
upplýsingatækni, Guðjón Gísli við-
skiptafræðingur og María Guðrún
viðskiptafræðingur. Barnabörnin eru
nítján talsins.
Útför Guðmundar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
13. maí og hefst kl. 15.
Andlát
Guðmundur K. Egilsson