Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gestavinnustofur SÍM, Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, fengu ný- verið rúmlega sjö milljóna króna styrk frá The Nordic Culture Point til að bjóða sjö listamönnum til vinnustofudvalar í gestavinnustofum sambandsins á Korpúlfsstöðum í byrjun næsta árs. Reyndir atvinnu- listamenn frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum geta sótt um dvölina. „Við sóttum um styrk til að bjóða listamönnum, sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni, að koma hingað til eins mánaðar vinnustofu- dvalar í næsta janúarmánuði. Þau fá greiddar ferðir, uppihald og gistingu og koma til með að vera sjö saman á Korpúlfsstöðum í vinnustofum,“ seg- ir Anna Eyjólfsdóttir formaður SÍM. Hún segir að sérstaklega verði horft til þess að styrkja samstarf gesta- listamannana og íslenskra lista- manna. „Valdir verða góðir lista- menn sem eru í fullu starfi í myndlistinni.“ Á undanförnum tveimur áratugum hefur SÍM byggt upp afar öflugt pró- gramm með gestavinnustofum fyrir erlenda listamenn. Anna segir að á þeim tuttugu árum sem þessi starf- semi félagsins, SÍM Residency, hef- ur verið starfrækt hafi um 3.500 listamenn alls staðar að dvalið á veg- um SÍM í Reykjavík. Auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum og segir hún að alltaf sæki mun fleiri um en hægt sé að bjóða að dvelja og starfa í vinnustofunum. Frá stofnun hefur SÍM Residency-prógrammið ekki fengið neina beina opinbera styrki frá ríki og borg, umfram lægri húsa- leigu. Stærsta miðstöð Norðurlanda „Í húsnæði SÍM við Seljaveg eru ellefu gestavinnustofur og sjö á Korpúlfsstöðum. Í þeim dvelja lista- menn og starfa í einn til þrjá mánuði og greiða fyrir aðstöðuna. Flestir fá þeir styrki í sínu heimalandi fyrir dvalarkostnaðinum. Þetta er stærsta miðstöð fyrir gestavinnustofur af þessu tagi á Norðurlöndum,“ segir Anna. Hún bætir við að í húsnæði fé- lagsins í Hafnarstræti, þar sem skrifstofurnar eru, séu einnig fjögur gestaherbergi. „Þau eru ætluð fyrir skemmri dvöl, að hámarki tíu daga, fyrir sýningarstjóra og aðra slíka sem eiga erindi til Íslands vegna verkefna sem tengjast myndlist.“ Íslenskir listamenn hafa um langt skeið sótt í gestavinnustofur fyrir listamenn víða um lönd í þeim til- gangi að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast kollegum sínum utan heimalandsins. Anna segir að með tilkomu SÍM Residency hafi Ísland orðið fullgildur þátttakandi í þessum mikilvægu alþjóðasamskiptum myndlistarmanna. Gestavinnustofur SÍM séu vel þekktar innan hins al- þjóðlega listaheims, hafi stuðlað að auknum sýnileika íslenskrar mynd- listar og Reykjavíkur sem menning- arborgar á alþjóðavettvangi. Mark- miðið sé að Ísland verði jafn sjálf- sagður vettvangur fyrir heimslistina og hver annar staður í heiminum. Alltaf fullbókað Anna segir að allt frá því að SÍM hóf rekstur gestavinnustofanna árið 2002 hafi alltaf verið fullbókað, fram að heimsfaraldri Covid-19. „Þá náð- um við ekki nema um 60 prósent nýt- ingu, en það er merkilegt að við höf- um náð að hafa opið,“ segir hún og hnykkir á því að á sama tíma hafi flestum slíkum vinnustofum út um löndin verið skellt í lás. „Og það er aftur orðið fullbókað núna hjá okk- ur,“ bætir hún við. Þegar spurt er að því hvaða lista- menn sæki um að koma og starfa hér segir Anna að það séu að mestu leyti myndlistarmenn og oft býsna þekkt- ir og með langa reynslu. „Það hafa líka komið fulltrúar ann- arra listgreina og stefnan hjá okkur er nú, í samvinnu við Bandalag ís- lenskra listamanna, að gera lista- mönnum í öðrum greinum kleift að sækja um hjá okkur í auknum mæli.“ Ein ástæðan sé sú að sífellt fleiri listamenn flakki milli listgreina og sé ekki hægt að festa þá í neinni einni. Hún tekur dæmi af Ragnari Kjart- anssyni, sem sé ekki bara í strangt skilgreindri myndlist heldur hafi unnið í marga aðra miðla, svo sem dans og tónlist. „Myndlistarmenn eru ekki lengur bara að mála eða höggva í stein og okkur finnst vera tækifæri til að efla samstarf og sam- vinnu milli listgreina með vinnu- stofudvölinni.“ Hvað varðar bak- grunn listamanna sem koma til dvalar segist Anna gjarnan myndu vilja sjá enn fleiri listamenn frá hin- um norrænu þjóðunum og liður í því að styrkja þann samgang er styrk- urinn sem SÍM fékk nú. Anna segir að tilkoma gestavinnu- stofa SÍM hafi haft mikil og jákvæð áhrif á listasenuna í Reykjavík, og í raun um land allt. Velgengni SÍM Residency hafi líka verið öðrum fyrirmynd og ýtt undir stofnun þeirrar fjölbreyttu flóru af gesta- vinnustofum fyrir erlenda listamenn sem nú eru starfræktar víða um land. Hún segir fjölbreytta menning- arstarfsemi hafa víðtæk afleidd áhrif í efnahagslegu tilliti. Mynda alls kyns tengingar Einn helsti tilgangur gestavinnu- stofa SÍM er að tengja listamenn úr ólíkum áttum með ólíkan menningar- legan bakgrunn við listasenuna á Ís- landi og skapa vettvang þar sem listamennirnir geta myndað teng- ingar sín á milli og þannig styrkt sköpunarferli hver annars. Í hverjum mánuði koma um 20 erlendir myndlistarmenn til dvalar í SÍM Residency og Anna segir að þannig myndist í hverjum mánuði nýtt alþjóðlegt listamannasamfélag í Reykjavík. Árlega er síðan haldinn fjöldinn allur af myndlistarsýningum út um allan heim, þar sem gestalista- mennirnir sýna afrakstur dvalar sinnar í Reykjavík, innblásnir af feg- urð Reykjavíkur og Íslands. „Hér eru líka settar upp samsýn- ingar með verkum þeirra í hverjum mánuði, þar sem þeir sýna afrakstur dvalarinnar, og svo eru þeir með opið listamannaspjall ýmist á Seljavegi eða á Korpúlfsstöðum. Fyrir utan gestavinnustofurnar framleigir SÍM vinnustofur til félagsmanna sinna og eru þær nú um 200 í níu vinnustofu- húsum víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er heilmikill rekstur og margþætt starfsemi,“ segir hún en Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri þessa þáttar í rekstri SÍM og Martynas Petreikis verkefnastjóri SÍM Residency. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýningarsalur Anna Eyjólfsdóttir, formaður SÍM, og Martynas Petreikis, verkefnastjóri SÍM Residency, á Hlöðu- loftinu á Korpúlfsstöðum. Í lok janúar verður sett þar upp sýning listamannanna sem verða styrktir til vinnudvalar. Jákvæð áhrif gestavinnustofanna - SÍM fékk styrk til að bjóða sjö listamönnum til vinnustofudvalar - Á tveimur áratugum hafa þúsundir erlendra listamanna dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM Residency í Reykjavík Gestur samtalsraðar Listasafns Reykjavíkur, „Morgunkorn um myndlist“, í maí er Sigurður Guð- jónsson myndlistarmaður en hann er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum 2022 sem hófst í apríl. Sig- urður sest niður með gestum á 2. hæð Hafnarhúss í dag, miðvikudag, kl. 9 og spjallar yfir kaffibolla. Við- burðurinn fer fram á íslensku og er þátttaka ókeypis. Íslenski skálinn í Feneyjum er að þessu sinni á Arsenale, öðru af aðal- sýningarsvæðum hátíðarinnar, og þar sýnir Sigurður Guðjónsson vídeóverkið Ævarandi hreyfingu. Íslenski skálinn var á dögunum val- inn af blaðamönnum Financial Tim- es einn af fimm bestu á tvíær- ingnum. Sigurður Guðjónsson (f. 1975) stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn 1998-1999, Listaháskóla Íslands 2000-2003 og Akademie der bildenden Künste í Vínarborg 2004. Hann hlaut Ís- lensku myndlistarverðlaunin 2018. Sigurður Guðjónsson í Morgunkorni Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamaðurinn Sigurður Guðjónsson er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Á tónleikunum Jazzklúbbsins Múlans á Björtu- loftum í Hörpu í kvöld kl. 20 kem- ur fram fransk- íslenska dúóið Hamamelidae. Um er að ræða útgáfutónleika dúósins sem er að senda frá sér sína fyrstu plötu en hún var tekin upp í Berlín fyrir rúmu ári og kom út hjá HOUT re- cords á dögunum. Hamamelidae er dúó saxófónleikarans Sölva Kol- beinssonar og franska píanóleik- arans Vincents Audusseaus. Sölvi og Audusseau kynntust í Berlín ár- ið 2016 þar sem þeir stunduðu báðir nám við Jazz-Institut Berlin. Síðan hafa þeir unnið mikið saman í ólík- um hópum en komu fyrst fram sem dúó sumarið 2018. Hamamelidae spila frumsamið efni, innblásið af trjám, grískri danstónlist, neðanjarðarlestum og fleiru. Þeir kanna þá fjölbreyttu hljóðheima sem þessi dúó-samsetning býður upp á. Útgáfutónleikar Hamamelidae í Múla Sölvi Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.