Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi Ársalir ehf fasteignamiðlun, s. 533 4200, Engjateigi 5, 105 Rvk. Bjart og vel innréttað 200 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð, með sérinngangi. Hæðinni er skipt í rúmgott anddyri, 8 herbergi með parketi á gólfum, auk eldhúsaðstöðu og tveimur snyrtingum. Húsnæðið er laust til afhendingar strax. Áhugasamir sem vilja bóka skoðun, sendið línu á: arsalir@arsalir.is Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum vel á veg komin en enn vantar herslumuninn,“ segir Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri við byggingu nýrrar Miðgarða- kirkju í Grímsey, um söfnun fjár til kirkjubyggingarinnar. Nýja kirkjan kemur í stað kirkjunnar sem brann til kaldra kola síðastliðið haust. Miðgarðakirkja brann til grunna að kvöldi 21. september á síðasta ári, ásamt öllum munum hennar. Grímseyingar voru strax staðráðnir í að byggja nýja kirkju. Strax söfn- uðust nokkrir fjármunir til verksins og síðan hefur verið unnið að fjár- öflun fyrir þetta mikla verkefni fá- menns samfélags. Haldnir voru styrktartónleikar í Akureyrarkirkju í síðustu viku með heitinu Sól rís í Grímsey. Allir lista- menn og aðrir sem unnu að tónleik- unum og undirbúningi þeirra gáfu vinnu sína og segir Arna að nokkrir fjármunir hafi safnast. Jafnframt hafi einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki lagt fjármuni inn á söfn- unarreikninginn í tengslum við þá umfjöllun sem tónleikarnir fengu. Hún segir að ekki sé búið að taka saman hvað safnaðist í apríl en segir að þótt söfnunin gangi vel vanti enn upp á að tekist hafi að fjármagna bygginguna að fullu. Hægt að fylgjast með söfnun Hægt er að finna upplýsingar um söfnunina inn á grimsey.is/kirkja og þar á jafnframt að vera hægt, í dag eða næstu daga, að fylgjast með hversu langt fjármögnunin er komin á hverjum tíma. Undir lok síðasta árs var samið við smíðaverkstæðið Loftkastalann um smíði nýrrar kirkju. Er unnið að því að forvinna einingar sem settar verða saman á staðnum síðar á þessu ári. Arna segir að næstkomandi mánudag muni fornleifafræðingar gera athuganir á kirkjustæðinu til að ganga úr skugga um hvort þar sé einhverjar fornleifar að finna. Ef svo reynist ekki vera verði hafist handa við að grafa fyrir grunni kirkjunnar og framkvæmdir hefjist af fullum krafti. Markmiðið sé að kirkjan verði risin 21. september en þá verður ár liðið frá brunanum. Veturinn verði síðan notaður til að innrétta og skreyta húsið þannig að hægt verði að vígja kirkjuna á næsta ári. Hún viðurkennir að ef fornminjar finnist á kirkjureitnum sem þurfi að rannsaka nánar kunni það að raska tímaáætlunum. Enn vantar herslumuninn í fjársöfnun - Könnun verður gerð á fornminjum á kirkjustæðinu í Grímsey í næstu viku - Vinna við grunn hefst í kjölfarið - Stefnt að því að ný kirkja í stað þeirrar sem brann verði risin í september Ný kirkja Tölvugerð mynd sýnir nýja Miðgarðakirkju eins og hún mun líta út. Verklegar framkvæmdir geta hugsanlega hafist eftir næstu viku. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í hafnir Fjarða- byggðar í gær er Borealis lagðist að bryggju á Eskifirði. Alls voru 693 farþegar um borð en mest getur skipið tekið um 1.400 farþega og þá eru á sjöunda hundrað manns í áhöfn. Liðlega 1.100 manns búa á Eskifirði og má því segja að tíma- bundið hafi fjölgað hressilega í bænum. Borealis er skráð í Hollandi, tæplega 62 þúsund brúttótonn að stærð og kom áður við í Reykjavík, Ísafirði og á Akureyri í þessari ferð sinni til Íslands. Borealis var fyrsta skemmti- ferðaskip ársins hér á landi, en það lagðist að bryggju á Ak- ureyri um miðjan mars. Á næstu dögum og vikum er von á fjölda skemmtiferðaskipa til landsins. aij@mbl.is Ljósmynd/Gungör Tamzok Hressileg fjölgun á Eskifirði með komu Borealis Aldrei hafa jafnmargir komið að ár- legri sölu SÁÁ-álfsins eins og nú en hún hefst í dag og stendur yfir til 8. maí. Í tilefni þess kom Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og keypti fyrsta álfinn í húsakynnum samtakanna í Efstaleiti í gær. Einar Aron, einn yngsti töframað- ur landsins, afhenti ráðherra álfinn sem var vel við hæfi þar sem um töfra-álf er að ræða og skartar hann fjólubláum hatti og sprota. Guðný Pálsdóttir, verkefnastjóri SÁÁ, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem þjóðin hefur sýnt í gegnum árin og segir hún álfasöluna vera lífæð fjáröflunar samtakanna. Vonar hún að landsmenn taki vel á móti þeim sem sjá um söluna og eru væntanleg í hús á næstu dögum en hún segir álfinn hafa töfrandi áhrif á ungt fólk. hmr@mbl.is Sala á SÁÁ-álfinum hafin - Töfra-álfurinn skartar fjólubláum hatti og sprota Morgunblaðið/Árni Sæberg Töfra-álfur Einar Aron töframaður afhenti Willum Þór Þórsson heilbrigð- isráðherra fyrsta álfinn í gær í húsakynnum SÁÁ í Efstaleiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.