Morgunblaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
✝
Hólmfríður
Ágústsdóttir
fæddist 20. maí 1933
í Mávahlíð í Fróðár-
hreppi á Snæfells-
nesi. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ í Breið-
holti 17. apríl 2022.
Foreldrar hennar
voru Þuríður Þor-
steinsdóttir, f. 10.
júlí 1899, d. 9. apríl
1976, og Ágúst Ólason, f. 21.
ágúst 1897, d. 13. september
1975.
Hólmfríður var næstyngst sex
systkina. Hin eru Elínborg, f. 17.
september 1922, d. 6. mars 2002;
Jóna Unnur, f. 30. júní 1925, d. 17.
október 2002; Þorsteinn, f. 6.
mars 1929, d. 16. júní 2009; Ragn-
ar, f. 16. mars 1931, d. 13. maí
2011; Leifur, f. 27. nóvember
1943, d. 7. júlí 2013.
Maki Hólmfríðar var Guð-
mundur Helgi Ágústsson, f. 28.
september 1930, d. 15. janúar
f. 1998, d) Ingi Björn, f. 2004.
Fyrir átti Guðmundur Helgi
þrjá syni, Barnsmóðir: Sigrún
Ólafsdóttir. Þeir eru: 3) Birgir
Rúnar, f. 26. október 1949, d. 23.
október 1993, börn hans eru a)
Valberg Gunnar, f. 1977, og á
hann eina dóttur, b) Sigrún Ólöf, f.
5. jan. 1979, maki Erlend og eiga
þau fjögur börn, móðir þeirra er
Vilborg Sigurðardóttir, f. 15. októ-
ber 1960, c) Óskar Bjarni, f. 12.
janúar 1983, móðir hans er Ólína
Magný Brynjólfsdóttir f. 20. júlí
1954. Fyrrverandi eiginkona: Guð-
rún Sigurðardóttir. 4) Sig-
urfinnur, f. 12. september 1953, d.
7. júlí 1984, maki Dröfn Halldórs-
dóttir, f. 19. apríl 1955, synir
þeirra a) Kári, f. 1976, maki Svan-
hildur Díana og eiga þau fjögur
börn, b) Sindri, f. 1978, maki Ásta
Björk og eiga þau fimm börn og
eitt barnabarn, c) Halldór Fannar,
f. 1983 maki Kristrún Dagmar. 5)
Ásbjörn Gunnar, f. 12. mars 1955,
maki Hólmfríður Erlingsdóttir, f.
3. febrúar 1961, börn þeirra a) Ar-
on Steinn, f. 1988, maki Sigríður
Margrét og eiga þau tvo syni, b)
Anna Margrét, f. 1989, maki Aske
og eiga þau eina dóttur.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju í dag, 4. maí 2022, klukkan
13.
2021. Hann var sonur
hjónanna Ingibjarg-
ar Sumarrósar Guð-
mundsdóttur, f. 25.
janúar 1903, d. 1.
febrúar 1974, og
Ágústs Stefáns Sig-
tryggssonar, f. 28.
september 1901, d.
13. nóvember 1945.
Synir þeirra eru:
1) Ágúst, f. 14. mars
1963, maki Hafdís
Viggósdóttir, f. 9. janúar 1967,
sonur þeirra Viktor Ari, f. 2005.
Fyrir átti Hafdís Alexöndru Sif, f.
1995. Börn Ágústs af fyrra hjóna-
bandi eru a) Stefanía Ósk, f. 1991,
maki Pálmar Helgi og eiga þau tvö
börn, b) Sævar Karl, f. 1991, maki
Salome. Móðir þeirra er Sigríður
Eva Sævarsdóttir. 2) Þorsteinn, f.
14. apríl 1966, maki Björk Birg-
isdóttir, f. 17. júní 1968, synir
þeirra a) Birgir Örn, f. 1989, maki
Monika og eiga þau tvo syni, b)
Helgi Þór, f. 1993, maki Guðrún og
eiga þau einn son, c) Ágúst Björn,
Mér þykir það leiðinleg tilhugs-
un að geta ekki heyrt í þér aftur, að
geta ekki kíkt til þín í skúffuköku
og gott spjall.
Ég man eftir að þegar ég var
yngri og fékk pabbahelgar, þær
urðu enn betri því ég fékk að eyða
þeim með þér líka. Á þeim helgum
gerðum við alltaf eitthvað saman
og varð oft fyrir valinu að baka
saman. Ég man ekki til þess að þú
hafir einhvern tímann sagt nei við
okkur. Þegar við Sævar rifumst
um hvort það ætti að baka skúffu-
köku eða sjónvarpsköku þá var
lausnin þín alltaf að við myndum
baka þær báðar.
Ég fékk þau fríðindi að vera eina
stelpan þín og mér fannst við alltaf
vera bestu vinkonur. Við áttum
margar góðar stundir bara við
tvær og okkur leiddist sjaldan sam-
an. Ég elska samtölin sem við átt-
um á meðan þú reyndir að greiða
allar flækjur úr hárinu mínu. Þá
ræddum við um allt milli himins og
jarðar, mér fannst þú hafa svörin
við öllu. Þú varst stoð mín og stytta
á erfiðum tímum og ég fann að ég
gat alltaf leitað til þín þegar eitt-
hvað bjátaði á, líka ef hlutir voru að
ganga vel og markmiðum náð gat
ég ekki beðið eftir að heyra í þér.
Ég elska að rifja upp þau skipti
sem ég fékk að koma ein til þín og
afa í sumarbústaðinn. Eftirminni-
legast finnst mér vera allar gáturn-
ar og öll spilin sem við spiluðum
saman. Þrátt fyrir að við vorum
búnar að spila yfir okkur þá varst
þú alltaf til í að spila meira ef ég
bað um það. Seinna kenndirðu
Tómasi að spila þjóf og minnist
hann þess hvað hann elskaði að
koma að kíkja á þig í spil, kræs-
ingar og lúr. Það var einn af þínum
eiginleikum, að láta manni líða vel-
kominn. Þú gerðir oft grín að því að
strákarnir sofnuðu alltaf í sófanum
hjá þér en ég skildi það alltaf svo
vel því að koma í til þín fyllti mann
af ró. Ég hef lært svo mikið af þér,
spila, baka og prjóna svo eitthvað
sé nefnt. En það sem ég mun taka
áfram er hlýjan, ástin og umhyggj-
an sem þú gafst frá þér til okkar
allra.
Takk fyrir allar stundirnar sem
ég fékk með þér, takk fyrir allan
stuðninginn, takk fyrir allt. Ég
elska þig.
Þín stelpa,
Stefanía.
Jæja gamla, þá er komið að því.
Nú ertu komin í sumarlandið til afa
og ég veit vel að hann hefur tekið á
móti þér með útbreiddan faðminn.
Eins og mér þykir nú erfitt að sitja
hér í stól við skrifborðið að skrifa
þennan texta til þín elsku amma
mín þá geri ég það samt sem áður
með hlýju í hjarta. Minningar um
ykkur afa verða geymdar en ekki
gleymdar og langar mig að rifja
þær nokkrar upp.
Ég á ótal minningar af þér frá
Grýtubakkanum og einnig Nátt-
haga. Í hvert skipti sem ég kom í
heimsókn var alltaf fullt hús matar
og fór maður aldrei svangur frá
þér, þá þótti mér brúnkakan þín
sérstaklega góð. Þér þótti alltaf
vænt um fólkið þitt og sýndir öllum
áhuga.
Ef ég var að læra eitthvað nýtt
fylgdist þú grannt með og vildir
helst læra líka. Eins og þegar ég
gerði mjög svo heiðarlega tilraun
til að kenna þér á Apple-tölvu, en
án árangurs. Þú varst samt sátt
með tilraunina þar sem þú varst
alltaf þakklát fyrir allar samveru-
stundir okkar. Þá reyndi ég líka að
kenna þér að spila FIFA-tölvuleik
en ég að sjálfsögðu lét þig skora í
vitlaust mark, við hlógum og hlóg-
um að því.
Einnig þegar ég var á fullu í fim-
leikum og fékk send æfinga- og
matarprógrömm á sumrin. Ég
fékk þig til að gera æfingarnar með
mér ásamt því að fara í notalega
göngutúra um fallegu Mávahlíðina.
Við náðum þó ekki að halda okkur
við matarprógrammið, en það er
nú annað mál.
Þetta var svo einkennandi fyrir
þig amma; ef ég átti einhver áhuga-
mál þá sýndir þú þeim líka áhuga, á
einn eða annan hátt. Eins og ég
segi þá var samveran þér afar mik-
ilvæg og áttum við ófáar stundir
saman hvort sem það var bakstur,
eldamennska, húsverk, jólaundir-
búningur, laufabrauðsgerð eða
kleinugerð. Ég lærði svo margt af
þessum stundum okkar sem ég
mun taka með mér í veganesti út
lífið.
Elsku amma, þú varst þrjósk-
asta manneskja sem ég þekki.
Þrátt fyrir að heilsan hafi ekki ver-
ið upp á sitt besta síðustu ár þá
gafst þú aldrei upp og vildir helst
enga aðstoð fá. Ég er þakklátur
fyrir allan þann tíma sem við feng-
um saman og einstakt samband
okkar sem samanstóð af ást,
trausti og miklu gríni. Samband
ykkar Guðrúnar, unnustu minnar,
var einnig algjörlega einstakt. Ég
segi stundum að Guðrún hafi eign-
ast aukaömmu þegar hún kynntist
þér, enda tókstu öllum opnum örm-
um. Þá er ég einnig þakklátur fyrir
samband ykkar Andra Marels,
honum þykir svo vænt um lang-
ömmu sína og vill fá mynd af henni
upp á vegg svo hann geti horft á
hana þegar hann fer að sofa á
kvöldin. Þið afi töluðuð alltaf um
hvað ykkur fannst augun hans
Andra Marels falleg og nú þegar
ég horfi í augu hans hugsa ég hlýtt
til ykkar.
Takk elsku amma fyrir allar
dýrmætu minningarnar okkar og
sendi ég þér lítið ljóð sem ég samdi:
Elsku besta amma mín,
nú komin ertu á betri stað.
Takk fyrir allan tímann þinn,
hittumst við aftur sama hvað.
Við eftir sitjum með tár á kinn,
nú kveð ég þig elsku vinur minn.
Þinn besti vinur,
Helgi Þór Þorsteinsson.
Elsku amma Fríða
Það er erfitt að hugsa til þess að
maður geti aldrei komið í heimsókn
til þín í spjall aftur. Það var alltaf
jafn gott að koma til ykkar afa í
hlýjuna og rólegheitin. Alltaf var
góði ömmumaturinn rétt handan
við hornið ásamt öllum kræsingun-
um sem fylgdu í kjölfarið. Þar má
helst nefna skúffukökuna góðu, en
ég var samt sem áður alltaf sá sem
vildi sérköku, sjónvarpskökuna
þína. Eftir að maður var búinn að
fylla magann af öllum matnum var
ekkert betra en að leggjast í sófann
góða í ró og næði. Oftast lokuðust
augun í nokkrar mínútur og stund-
um lengur. Þér fannst samt sem
áður alltaf jafn notarlegt að hafa
mann hjá þér, þótt maður væri sof-
andi.
Á tímum sem þessum staldrar
maður við og hugsar til gömlu góðu
tímanna í sveitinni.
Manni var skutlað í sveitina til
ykkar afa „one way“ og þar var
maður næsta mánuðinn, í það
minnsta. Stundum var ég einn í
smástund en oftast fylgdi mér hinn
tvíburinn, Stefanía Ósk. Yfirleitt
voru svo tvö önnur barnabörn hjá
ykkur, Helgi Þór og Birgir Örn, og
svo seinna meir Ágúst Björn og svo
var alltaf einn heimalningur, hann
Magnús Már. Það var margt brall-
að í sveitinni. Það kom oftar en
ekki mikill hiti í leikinn þegar spilin
voru tekin upp en alltaf náðir þú að
vera svo róleg og jákvæð.
Þér líkaði ekki sérlega vel við
þegar við fórum að vesenast í
kringum ána, hvort sem það var að
veiða eða vaða í henni. Það sama
átti við pollinn góða sem kom, birt-
ist alltaf í rigningunni og það fyrsta
sem við gerðum var að hlaupa út í
hann. Þú varst aldrei langt undan
og fylgdir okkur fast á hæla til að
fylgjast með okkur.
Ég man best eftir þér í fjólubláa
heilgallanum á æðislegum sumar-
degi að vinna í blómabeðinu í Nátt-
haga, sem var alltaf til fyrirmyndar
þegar þú varst á staðnum. Að
koma til ykkar í sumarbústaðinn
var það sem maður beið eftir á
hverju einasta ári. Fara í sveitina
til ömmu og afa, þar sem ykkur leið
best. Afi í stólnum að hlusta á frétt-
irnar og þú að dunda þér með okk-
ur barnabörnunum. Það skipti
engu máli hversu mörg við vorum
hjá ykkur í sveitinni. Þrátt fyrir að
við værum oft ekki alveg upp á
okkar besta og mikið væri um að
vera þá vorum við alltaf velkomin
til ömmu og afa og tekið opnum
örmum.
Þú varst frábær fyrirmynd,
elsku amma. Ég mun alltaf minn-
ast þín sem hjartahlýju og æðis-
legu manneskjunnar sem þú varst.
Þú kenndir mér að hugsa vel um
náungann og fjölskylduna, því það
var það sem skipti þig mestu máli.
Þangað til við hittumst næst,
elska þig amma.
Þinn
Sævar Karl.
Hólmfríður
Ágústsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Hólmfríði Ágústs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Ásgerður Páls-
dóttir fæddist í
Stykkishólmi 7.
febrúar 1950. Hún
lést 9. apríl 2022 á
gjörgæsludeild
Landspítalans.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Odds-
son, f. 16.9. 1922, d.
9.4. 2002, og Sæ-
munda Þorvalds-
dóttir, f. 16.7. 1926,
d. 25.11. 1986.
Systkini Ásgerðar eru Áslaug
Kristín, f. 1946, d. 2017, Sess-
elja, f. 1948, Böðvar, f. 1955, d.
1985, og Þorvaldur, f. 1963, d.
2008. Systkinabörn hennar eru
níu talsins.
Ásgerður var ógift og barn-
laus.
Ásgerður ólst upp í Stykkis-
hólmi en fluttist til
Reykjavíkur ásamt
Áslaugu systur
sinni upp úr tvítugu
og hóf störf hjá RA-
RIK. Þar vann hún
alla tíð síðan. Hún
flutti aftur í Stykk-
ishólm árið 2013 og
síðustu starfsárin
vann hún á starfs-
stöð RARIK þar.
Hún var virkur
félagi í Rarik-kórnum, kór
Stykkishólmskirkju og Kven-
félagi Stykkishólms.
Útförin fer fram frá Stykkis-
hólmskirkju í dag, 4. maí 2022,
klukkan 14. Streymi frá útför-
inni verður á youtube-síðu kirkj-
unnar.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Elskuleg systir mín Ásgerður
er látin, hún lést 9. apríl sl.
Þau eru þung skrefin mín
þessa daga, af fimm systkinum
hef ég nú fylgt fjórum þeirra til
hinstu hvíldar, auk foreldra okk-
ar systkinanna.
Það er ekki auðvelt að lýsa til-
finningum sínum þegar sorg
hellist yfir mann aftur og aftur.
Ásgerður var yngst okkar
systra, hún vann lengst af hjá Ra-
rik í Reykjavík, sem og ýmis störf
hér heima á yngri árum. Hún var
dugleg að koma hingað vestur til
foreldra okkar, eftir að hún flutti
suður og síðan til pabba eftir að
móðir okkar lést.
Ásgerður var á tímabili mín
stoð og stytta. Ég vann mikið og
þá átti ég hauk í horni alltaf þeg-
ar hún kom í Hólminn.
Soriasis hrjáði hana í mörg ár,
en hún lét sjaldan í ljós við okkur
þótt henni liði illa, sem var miður,
það hefði létt henni lífið að ræða
málin við okkur.
Eftir að pabbi dó keypti hún
æskuheimili okkar, hún flutti aft-
ur í Hólminn sinn, þar bjó hún
eftir að hún hætti að vinna hjá
Rarik í Reykjavík en vann hjá
Rarik hér heima á þriðja ár, uns
heilsa og veikindi fóru mjög illa
með hana.
Það var mikið lán fyrir hana að
fá inni á hjúkrunardeild Dvalar-
heimilisins hérna, þar var hún
síðustu níu mánuði ævi sinnar.
Þar leið henni afskaplega vel,
var ræðin og góð við allt fólkið,
sem saknar hennar mikið, er mér
óhætt að segja.
Hún hlakkaði mikið til að flytja
í nýja Hjúkrunarheimilið inn á
St. Franciskussjúkrahúsinu, en
því miður náði hún ekki að lifa
þann draum sinn.
Ásgerður naut sín afskaplega
vel að syngja í Kirkjukórnum,
það átti vel við hana, enda vön
kórsöng,
það var ekki verra að mamma
vandi okkur systur á söng heima
með gítarundirleik, allt raddað,
það voru yndislegar stundir.
Ekki má gleyma áhuga hennar
og vilja til að vinna í kvenfélaginu
þegar mikið stóð til.
Kæra systir, nú kveðjum við
þig með söknuði, þökkum þér
hvað þú varst alltaf góð við systk-
inabörnin þín, sú minning lifir
með okkur.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, ástvinir þinir hafa örugg-
lega tekið á móti þér.
Þín systir
Sesselja.
Í dag kveðjum við með söknuði
samstarfsmann og vinkonu til
fjölda ára, Ásgerði Pálsdóttur.
Ásgerður hóf störf hjá RARIK í
mars 1973 sem bréfritari eins og
það hét þá. Hún varð síðan einka-
ritari hjá skrifstofustjóra fjár-
máladeildar í október 1975 og rit-
ari rafmagnsveitustjóra
Rafmagnsveitna ríkisins frá nóv-
ember 1976, fyrst í hálfu starfi á
móti starfi á fjármáladeild, en
síðan í fullu starfi. Mikil umsvif
voru hjá fyrirtækinu á þessum
árum, byggðalínur í byggingu,
átak í rafvæðingu í kjölfar olíu-
kreppu, undirbúningur í gangi
vegna nýrra virkjana, m.a. í
Blöndu og Kröflu, og starfs-
mannafjöldi á milli 500 og 600
manns. Verkefnin voru því ærin
og einnig var félagslíf starfs-
manna mikið, starfsmannafélagið
öflugt og RARIK-kórinn fjöl-
mennur og virkur. Ásgerður var
lengi ein af driffjöðrum RARIK-
kórsins og mjög virk í starfs-
mannafélaginu. Hún var alltaf
tilbúin til þátttöku í verkefnum
þess og kórsins og tók frum-
kvæði í því að safna liði ef á
þurfti að halda, m.a. þegar verið
var að byggja sumarhús starfs-
mannafélagsins í Flatey og Hríf-
unesi. Hún varð yfirmaður skrif-
stofuþjónustu í Reykjavík í
febrúar 1984 og síðan deildar-
stjóri 1985 sem hún gegndi til
1995. Hún var öllum hnútum
kunnug innan fyrirtækisins, var
jákvæð og þekkti nöfn nær allra
starfsmanna, þannig að þegar
ákveðið var að efla símaþjónustu
fyrirtækisins var hún sérlega vel
til þess fallin að takast á við það
verkefni. Hún varð síðan við
símsvörun fyrirtækisins þekkt-
asta rödd þess gagnvart öllum
þeim sem hringdu inn til RA-
RIK, allt þar til hún fór í hluta-
starf og flutti til Stykkishólms í
ársbyrjun 2013, en þar var hún
fædd og uppalin. Í Stykkishólmi
nýttist reynsla hennar og þekk-
ing á fyrirtækinu og starfsmönn-
um þess til að greina og skrá
gamlar og nýjar myndir úr starf-
seminni. Ásgerður hætti störf-
um hjá RARIK 2020.
Nú þegar við kveðjum Ás-
gerði vinkonu okkar hinstu
kveðju vil ég fyrir mína hönd og
annarra samstarfsfélaga á RA-
RIK til fjölda ára þakka fyrir
áralangt og óeigingjarnt starf,
bæði fyrir fyrirtækið og starfs-
mannafélagið og góða vináttu,
trúnað og traust sem hún sýndi
starfi sínu og öllum vinnufélög-
um. Ásgerður var okkur öllum
mjög kær og spor hennar og
minning munu lengi lifa hjá RA-
RIK. Fjölskyldu hennar sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Ás-
gerðar Pálsdóttur.
Tryggvi Þór Haraldsson.
Leiðir okkar Ásgerðar lágu
saman fyrir mörgum árum.
Ástæðan var sameiginlegur sjúk-
dómur, húðsjúkdómurinn psori-
asis. Þessi sjúkdómur getur haft í
för með sér mikinn ársauka og
skerðingu á lífsgæðum. Mér
fannst Ásgerður taka einkennum
sjúkdómsins af seiglu og þolin-
mæði þó ég vissi að oft væri líð-
anin skelfileg.
Þau meðferðarúrræði sem
hentuðu Ásgerði best og veittu
henni lengstan bata voru nátt-
úrulegar meðferðir; innlagnir í
lækningalind Bláa lónsins og
loftslagsmeðferðir á sjúkrastofn-
un norska ríkisspítalans á Kan-
aríeyjum. Þessi meðferðarúrræði
voru styrkt af Tryggingastofnun
ríkisins til langs tíma en eru það
ekki lengur, því er verr.
Við Ásgerður vorum oft saman
í ýmsum meðferðarúrræðum
vegna sjúkdómsins, kynntumst
vel og góð vinátta skapaðist, við
áttum góðar stundir saman. Ás-
gerður var rólynd, brosmild,
kankvís, söngelsk og húmorísk.
Hún hafði góða nærveru.
Ásgerður var sagnabrunnur
þegar kom að lögum og textum
við flest gömul sönglög, vísur,
skrítlur og sögur auk þess sem
hún kunni mörg hnyttin tilsvör
sem henni var tamt að nota á
heppilegum tímapunktum.
Á meðferðarstofnun norska
ríkisspítalans, Valle Marina, á
Kanaríeyjum leið Ásgerði vel
þær þrjár vikur sem meðferðin
varði hvert sinn. Þar naut hún
daglegrar hjúkrunar- og læknis-
þjónustu auk umhyggju varðandi
meðferðina og batann. Hún naut
þar einnig athygli og virðingu
annarra sem voru í sömu með-
ferð, hvort sem var okkur frá Ís-
landi eða frá öðrum norrænum
löndum. Öll fylgdumst við með
þessari hæglátu og einbeittu
konu stunda sína meðferð með
jafnaðargeði og af einurð, stað-
ráðin í því að koma heim frísk í
húðinni. Þar naut Ásgerður þess
að geta, í hlýju loftslagi, klæðst
fatnaði sem okkur konum með
sjáanlega húðsjúkdóma reynist
erfitt að klæðast hér á Íslandi. Í
lok meðferðardagsins nostraði
Ásgerður við að punta sig og
klæðast léttum, fallegum fatnaði,
sem hún dró upp úr kofforti sínu.
Hún gekk hnarreist og glæsileg
til kvöldverðar og vakti aðdáun
viðstaddra. Drottningin –
„Dronningen af Island“ – fóru
hinir norrænu að kalla hana og
undir því gælunafni gekk hún þar
ytra, af virðingu og væntum-
þykju. Ásgerður eignaðist marga
vini frá hinum norrænu löndun-
um í þessum loftslagsmeðferðum,
sem hún fylgdist með og var í
sambandi við. Þeir sem við áttum
sameiginlega í þeirra hópi hafa
beðið mig að senda hér samúðar-
kveðju til aðstandenda.
Ásgerður fylgdist vel með
kóngafólkinu á Norðurlöndun-
um, lífi þess og viðburðum. Við
vorum saman í meðferð á Valle
Marina eitt vorið þegar brúðkaup
var í sænsku konungsfjölskyld-
unni. Ásgerður var svekkt þegar
við komum inn eftir meðferð
dagsins að ekki var bein útsend-
ing frá athöfninni í sjónvarpinu.
Morguninn eftir var útsending og
við Ásgerður settumst að horfa.
Þetta tafði okkur um stund að
mæta í meðferðina á ströndina.
Þegar við mættum þangað vorum
við spurðar af hverju við værum
svona seinar, þá svaraði Ásgerð-
ur: „Afsakið, en við vorum í kon-
unglegu brúðkaupi!“
Votta aðstandendum dýpstu
samúð.
Far vel, Ásgerður vinkona.
Minning þín lifir.
Signý Þórðardóttir.
Ásgerður Pálsdóttir