Morgunblaðið - 04.05.2022, Side 2

Morgunblaðið - 04.05.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 COSTA DEL SOL FLUG, GISTING Í 10 EÐA 12 NÆTUR OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS 09. - 21. MAÍ MYRAMAR FUENGRIOLA 3* ÍBÚÐ MEÐ EINU SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ78.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN 21. - 30. JÚNÍ ALUASUN COSTA PARK 4* HERBERGI MEÐ FÆÐI VERÐ FRÁ109.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR BEINT FLUG ÞÆGILEGIR FLUGTÍMAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram þá tillögu við bæjarráð Kópavogsbæjar að það hefji viðræður við mennta- og barnamálaráðuneytið, Mennta- skólann í Kópavogi (MK) og Breiða- blik um að skoða kosti þess að flytja MK í Smárann. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að vísa erindinu til frekari rýni bæjar- stjóra. „Þetta kemur til vegna þess að það hafa komið fram óskir hjá Menntaskólanum í Kópavogi um að byggt verði íþróttahús á svæðinu,“ segir Theodóra og bætir við að það gæti reynst erfitt að koma slíku húsi fyrir þar sem þröngt sé um skólann þar sem hann er núna. Smárinn frekar en Digranes Þá segir Theodóra að gerð hafi verið valkostagreining um tvær mögulegar leiðir borgarlínunnar um Kópavog. Þar hafi niðurstaðan verið sú að það henti betur að borg- arlínan fari fram hjá Smáranum, um Hafnarfjarðarveg og Fífu- hvammsveg, en um Digranesveg. „Þá fer hún ekki fram hjá MK eins og einhverjir voru að gera sér væntingar um,“ segir hún. „Þess vegna komum við fram með þá tillögu að við myndum mögulega skoða það að færa MK niður í Smára og slá þannig tvær flugur í einu höggi, sem sagt betra aðgengi að íþróttasvæðinu og að- gengi að borgarlínunni.“ Íþrótta- svæði Breiðabliks myndi þá nýtast nýrri afreksíþróttabraut sem stofn- uð hefur verið við MK. Ef úr þessu yrði þyrfti að byggja húsnæði undir skólann. „Þetta er alls ekkert óraunhæf tillaga. Það væri hægt að skoða það að rífa gamla stúku sem er við Kópavogs- völlinn og byggja þar eitt mannvirki sem væri bæði skóli og stúka. Það er ein hugmyndin.“ Vill hugmyndasamkeppni Theodóra segist vilja að sett verði á fót hugmyndasamkeppni um það hvernig hægt væri að koma fyr- ir menntaskóla í Smáranum, tengja svæðið við borgarlínuna, endur- skoða aðstöðuna fyrir frjálsar íþróttir og jafnvel byggja náms- mannaíbúðir. Hún segist hafa rætt við skóla- meistara MK, Guðríði Arnardóttur, áður en hún lagði tillöguna fram. Hún hafi ekki viljað gera það ef skólastjórnendur hefðu sagt þvert nei við tillögunni. „Það er margt sem hefur komið upp í þessari vegferð sem gæti hjálpað MK að taka næstu skref í að þróa skólann og það væri auðvit- að besta niðurstaðan ef hægt væri að teikna nýja skólabyggingu utan um starfsemi MK.“ Með færslu Menntaskólans í Kópavogi opnast síðan sá möguleiki að flytja Kópavogsskóla í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Guðríði sagðist hún ekki vilja tjá sig um tillöguna að svo stöddu. „Við höfum ekki myndað okkur skoðun á einu né neinu en við fögn- um öllum hugmyndum um upp- byggingu á okkar svæði,“ segir Ey- steinn Pétur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Breiðabliks, um málið. Vill kanna möguleika á að flytja MK í Smárann - Aðgengi að borgarlínu og íþróttaaðstöðu helstu kostir Valkostur I Valkostur II Mögulegar leiðir borgarlínu um Kópavog Hamraborg Smáralind Fífan Valkostur I Um Hafnarfjarðarveg og Fífuhvammsveg Valkostur II Um Digranesveg og Dalveg Borgarlína Stofnleið A Stofnleið D Stofnleið G Mögulegar leiðir stofnlínu A frá Hamraborg að Smáralind Kjarnastöðvar borgarlínu Núverandi staðsetnig MK Möguleg staðsetning Theodóra S. Þorsteinsdóttir Eysteinn Pétur Lárusson Íbúar á Norður- og Austurlandi ráku margir upp stór augu þegar dregið var frá gluggum í gærmorg- un þar sem snævi þakin jörð blasti við, tæpum tveimur vikum eftir að sumardagurinn fyrsti gekk í garð. Íslendingar eru þó ekki með öllu óvanir slíku en Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, segir þetta hafa verið viðbú- ið. „Það kólnar það mikið á nótt- unni í þessu kalda lofti. Svo er þetta farið að taka upp víða á lág- lendi núna,“ sagði hann við mbl.is í gær. Þá hélt úrkoman áfram yfir dag- inn og féll bæði snjór og slydda til jarðar. Búist er við dálitlum éljagangi í dag og áframhaldandi snjókomu á norðurhluta landsins á morgun. Að sögn Óla klárast þetta líklega aðfaranótt föstudags og hlýnar um helgina. „Þá erum við líklega komin aftur á hlýrri beinni braut. Við þurfum að lifa af út vikuna.“ Sólin öflug á þessum tíma árs Birgir Örn Höskuldsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofunni, segir kalda kafla í maí ekki koma á óvart heldur sé það nánast hluti af ís- lensku vori. Hann segir þó sjald- gæft að mikil snjósöfnun verði nema til fjalla enda sé sólin orðin það öflug á þessum tíma árs. Hvít jörð blasti við í gærmorgun - Kaldir kaflar hluti af íslensku vori Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Hundurinn Raven naut sín í snjónum sem féll til jarðar í gær. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Snjór Þæfingur var á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi í gærdag. Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, lést í gær, 93 ára gamall. Ólafur fæddist í Brautarholti á Kjal- arnesi hinn 11. nóv- ember 1928, sonur hjónanna Ástu Ólafs- dóttur og Ólafs Bjarna- sonar. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1948 og kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1957. Hann stundaði framhaldsnám í læknisfræði í Svíþjóð, Danmörku og Englandi og var við- urkenndur sérfræðingur í lyflækn- ingum, hjartasjúkdómum, farsóttum og í embættislækningum. 1961 gekk hann að eiga Ingu-Lill Marianne (d. 2013) og varð þeim fimm barna auðið: Ástu Sólveigar hjúkrunarfræðings, Ingibjargar hjúkrunarfræðings, Bjarna Ólafs lögreglufulltrúa, Páls lögmanns og Gunnars Alexanders hagfræðings, en fyrir átti hann tvo syni, þá Ólaf héraðsdómara og Grím Ólaf fram- kvæmdastjóra. Barnabörn Ólafs eru 17 og barnabarnabörn níu. Ólafur fékk stöðu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 1961 og var þar aðstoðaryfir- læknir þegar hann þekktist boð árið 1967 um að snúa heim til Ís- lands og verða fyrsti forstöðumaður Rann- sóknarstöðvar Hjarta- verndar. 1972 hlaut hann skipun sem land- læknir. Þar starfaði hann í 26 ár á við- burðaríkum tímum þar sem heilbrigðisþjón- usta í landinu var í örri þróun, þar til hann lét af embætti 1998. Auk þess leysti landlæknir af sem heilsugæslulæknir og gegndi ótal trúnaðarstörfum öðrum. Ólafur sat í mörgum nefndum og ráðum, m.a. í almannavarnaráði, fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO) 1973- 1998, formaður læknaráðs 1972-1998, formaður stjórnar Hjúkrunarskóla Íslands 1974-1986, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni 1999-2003 og formaður Fé- lags eldri borgara 2003-2005. Ólafur var sæmdur stórriddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1998, varð heiðursdoktor við lækna- deild HÍ 1998 og heiðursfélagi í Læknafélagi Íslands 1998. Andlát Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.