Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 13

Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Um 76% Finna segjast nú styðja aðild Finnlands að Atlantshafs- bandalaginu, samkvæmt niður- stöðum nýrrar skoðanakönnunar sem kynntar voru í gær. Hefur stuðningur Finna við NATO-aðild vaxið jafnt og þétt all- ar götur frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, en fyrir innrásina var innan við þriðjungur sem lýsti sig samþykkan slíkri að- ild. Þá sýnir könnunin að sífellt fleiri styðja nú aðildarumsókn landsins, en sambærileg könnun í mars benti til þess að þá væru um 60% Finna hlynnt aðild. Í könnuninni nú kom einnig fram að meirihluti var innan nær allra flokka við að Finnar sæktu um að- ild að bandalaginu. Finnska þingið ræðir nú kosti og galla slíkrar um- sóknar, en finnskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að 121 þingmaður af 200 væri nú hlynntur aðild, en einungis tíu á móti. Í Svíþjóð benda kannanir til að svipuð staða sé upp á teningnum, jafnvel þótt stuðningur Svía við aðild sé ekki jafnmikill og í Finn- landi. Sósíaldemókrataflokkurinn sænski lýsti því yfir í gær að hann myndi greina frá afstöðu sinni á sunnudaginn, 15. maí. Ákveði flokkurinn að styðja aðild- arumsókn er ljóst að skýr meiri- hluti er á sænska þinginu fyrir slíku, þar sem allir hægri flokkarnir hafa þegar lýst því yfir að þeir vilji að sótt verði um. Þá er talið að það verði erfitt fyr- ir Svíþjóð að standa hjá, ákveði Finnar að sækja um aðild að banda- laginu. AFP NATO Magdalena Andersson og Sanna Marín, forsætisráðherrar Svíþjóðar og Finnlands. Þrír fjórðu styðja NATO-aðild Finna - Sænskir jafn- aðarmenn ákveða sig um helgina Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti varði ákvörðun sína um að ráðast inn í Úkraínu í hátíðarræðu sinni í gær, en þá minntust Rússar þess að 77 ár voru liðin frá uppgjöf Þýskalands í síðari heimsstyrjöld. Sagði Pútín að rússneskir hermenn í Donbass- héruðunum tveimur væru að verja heimaland sitt líkt og forfeður þeirra hefðu gert í heimsstyrjöldinni. „Þið eruð að berjast fyrir móður- jörðina, fyrir framtíð hennar, svo enginn gleymi lærdómum síðari heimsstyrjaldar,“ sagði Pútín meðal annars í ræðu sinni, sem haldin var áður en hin árlega hersýning Rússa á Rauða torginu í Moskvu hófst. Tóku um 11.000 hermenn og 130 skriðdrekar og bryndrekar þátt í henni, en fyrirhugaðri flugsýningu var aflýst vegna veðurs. Engar stórar yfirlýsingar Pútín nýtti hins vegar ekki tæki- færið til þess að koma með stórar yfirlýsingar, en sérfræðingar í mál- efnum Rússlands höfðu sumir hverj- ir spáð því að hann kynni að lýsa formlega yfir stríði á hendur Úkra- ínu, sem aftur myndi greiða leiðina fyrir almennt herútboð í Rússlandi. Ekkert varð hins vegar af því, og þá lýsti Pútín ekki heldur yfir sigri í „sérstöku hernaðaraðgerðinni“. Pútín sakaði hins vegar stjórnvöld í Kænugarði og vesturveldin um að hafa lagt á ráðin um „innrás í sögu- legar lendur okkar“, þar á meðal í Donbass-héruðunum og á Krím- skaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þá fullyrti Pútín að Úkraínumenn hefðu jafnvel lagt á ráðin um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, sem hefði talist óviðunandi ógn við Rússland, en Úkraínumenn hafa hafnað slíkum ásökunum. Engu að síður sagði Pútín að Rússland hefði neyðst til þess að láta til skarar skríða að fyrra bragði. Pútín tók fram að Rússland vildi ekki víkka út átökin, og sagði mik- ilvægt að allt yrði gert til að „hryll- ingur alheimsstríðs komi ekki aftur fyrir“. Slett á sendiherrann Rússar héldu upp á daginn víða um veröld, en það skyggði á gleði þeirra þegar rauðri málningu var kastað á Sergei Andreev, sendiherra Rússlands í Póllandi, þegar hann hugðist leggja blómsveig að minnis- varða um sigur Rauða hersins í Varsjá. Heyrðust mótmælendur kalla sendiherrann fasista. María Sakaróva, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, sagði að „aðdáendur ný-nasisma hefðu aft- ur sýnt ásjónu sína“ með árásinni á sendiherrann. Andreev sagði að hann hefði ekki orðið fyrir skaða, þar sem „málning- in“ hefði verið einhvers konar síróp, en hann kallaði á mótmælendur að hann væri stoltur af landi sínu og forseta. Ætti að draga þá fyrir herrétt Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, flutti einnig ræðu í tilefni sigurdagsins til breskra hermanna við herminjasafnið í Lundúnum, þar sem hann sakaði Pútín, hershöfð- ingja hans og innsta hring um að „endurspegla fasismann og einræðið sem birtist fyrir 77 árum“. Sagði Wallace valdhafa í Kreml hafa endurtekið skyssur alræðisríkj- anna á 20. öld með innrásinni í Úkra- ínu. „Fyrir þá og fyrir Pútín getur enginn sigurdagur verið, bara van- sæmd og öruggur ósigur í Úkraínu,“ sagði Wallace. Þá sagðist hann vilja gagnrýna sérstaklega fáránleika þess að sjá rússneska hershöfðingja borðalagða í hátíðarbúningum, sligaða af heið- ursorðum. „Yfirherstjórn þeirra hef- ur brugðist þeirra eigin hermönnum svo illa, að þeir ættu að vera dregnir fyrir herrétt,“ sagði Wallace. Bætti hann við að Rússar gengju nú ört á háþróuð skotfæri sín, þar sem íhlutirnir kæmu frá vesturveld- unum, og að herráð Rússa vissi að þeir væru að verða undir. „Pútín verður að mistakast í Úkraínu,“ sagði Wallace. Umsóknin gæti tekið áratugi Emmanuel Macron Frakklands- forseti flutti einnig ræðu í tilefni dagsins, þar sem hann sagði líkleg- ast að það myndi taka ár ef ekki ára- tugi fyrir Úkraínu að uppfylla skil- yrði aðildar að Evrópusambandinu. Lagði hann því til að sett yrði á lagg- irnar pólitísk samtök lýðræðisríkja í Evrópu, þar sem ríki eins og Úkra- ína, Moldóva og Georgía gætu fundið nýjar leiðir til samvinnu við hin ríki Evrópu, meðal annars í varnar- og öryggismálum. Macron sagði eftir ræðu sína, að Bretar gætu vel átt heima í slíkum samtökum, þrátt fyrir að þeir hefðu yfirgefið ESB. Macron var þá stadd- ur í Berlín, þar sem hann fundaði með Olaf Scholz Þýskalandskansl- ara. Scholz sagði hugmyndir Macr- ons mjög áhugaverðar. Varði ákvörðun sína um innrás - Pútín lýsti ekki yfir formlegu stríði á hendur Úkraínu í hátíðarræðu sinni - Gerðu aðsúg að sendi- herra Rússlands í Póllandi - Wallace segir ósigur Rússa öruggan - Macron leggur til ný samtök AFP Hátíðahöld í Moskvu Vladimír Pútín Rússlandsforseti leggur hér blóm við gröf óþekkta hermannsins í Moskvu. Mótmæli Rauðri málningu var kastað á Sergei Andreev, sendiherra Rúss- lands í Póllandi, þegar hann hugðist minnast sigurdagsins í Varsjá. Stríð í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.