Morgunblaðið - 10.05.2022, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Skuldakrísan
mikla í Evr-
ópusam-
bandinu árið 2011
er í fersku minni,
enda varð mörgum
ekki svefnsamt þar
um langa hríð.
Hver „neyðarfundurinn“ eftir
annan með „æðstu mönnum
ESB“ var boðaður og stóð iðu-
lega fram á miðja nótt. Litlu
leiðtogarnir voru tímunum
saman við fundarborðið, en
kanslari Þýskalands og forseti
Frakklands sátu á lokuðum
fundum annars staðar.
Rétt eins og þá hefur trygg-
ingaálag á skuldabréf sumra
þjóða ESB nú hækkað í stökk-
um. En önnur breyting, sem
örlaði ekki á þá, er að verðbólg-
an hefur þotið upp í nærri 8% í
evrulöndum og Bandaríkj-
unum. Vextir hafa ekki elt
verðbólguna eða skotist upp
fyrir hana, sem oft er talin
þrautalækningin. Þeir eru enn í
kringum núllið í Evrópu og
fikra sig upp vestra. Ríkis-
stjórn Bidens lýsti því strax
yfir, er verðbólgan skrúfaði sig
upp, að þetta væri aðeins
stundarfyrirbæri sem óþarft
væri að beita vaxtalegu aðhaldi.
Powell seðlabankastjóri tók
undir það. En nú eru að renna
tvær grímur á báða, því að ekk-
ert lát er á. Og bent er á að sá
hluti af stjórnarstefnu forset-
ans og þingsins að láta prenta
dollarafjöll og láta dreifa úr
þeim í „verðug verkefni“ er all-
ur eftir. Því þótt búið sé að
samþykkja gjörninginn er
framkvæmdin komin skammt á
veg. Þegar ofurprentun pen-
inga og dreifing verður komin á
fulla ferð mun það fljótt ýta
undir enn óhagfelldari verð-
bólguþróun. Það gæti leitt til
þess að forsetinn yrði að gefa
Powell seðlabankastjóra bend-
ingu um að reyna að draga úr
áhrifum „góðverksins“, pen-
ingaprentunarinnar, með því að
hækka vexti svo að um munaði.
Óljóst er hvort hægri höndin
vestra viti hvað sú vinstri er að
gera, en það er einmitt hún sem
hefur slegið mest um sig eftir
að Biden datt inn í Hvíta húsið.
Sagt er að „dúfur“ fari nú
fyrir seðlabanka evrunnar og
haldi vöxtum enn við núllið og
gefi lítt eftir við peninga-
prentun, þótt orðað sé að slíku
verði að linna sem fyrst. Stund-
um var því haldið til haga að
stórríki ESB hafi verið fjögur,
Þýskaland, Frakkland, Bret-
land og Ítalía, vagga sambands-
ins og Rómarsáttmálans. En
um leið var hvíslað að helstu
áhrifalönd ESB væru, þegar á
reyndi, bara eitt, Þýskaland.
Frakkar töldu slíkt tal mikla
ögrun við sína virðingu en það
er talið mikilvægt verkefni að
halda utan um hana. En
raunsæismenn
benda á að margt
sé breytt. Bretar
hafi loks sloppið við
illan leik úr ESB
eftir að þjóðin gaf
fyrirmæli um það.
Ekki vantaði að
þeir þar í landi, sem selt höfðu
sál sína og hollustu til Brussel,
gerðu ekki allt sem þeir máttu,
og það sem þeir máttu alls ekki,
til að eyðileggja ákvörðun þjóð-
arinnar. En svikahrappar urðu
undir, þótt litlu hafi munað.
Enda gerðu „stóru samstarfs-
þjóðirnar“ allt til að eyðileggja
ákvörðun sjálfstæðrar þjóðar.
Litlu ríkin, sem eftir sitja,
horfðu sem þrumu lostin á
ósköpin, og gerðu sér nú grein
fyrir því, að þau fá engu ráðið
um slík örlög sín, fyrst sáralitlu
munaði að vilji bresku þjóð-
arinnar gengi eftir.
En af fyrrnefndum fjórum
„stórþjóðum“ hefur Ítalía
óþægilega stöðu. Hún hefur í
tvígang þurft að sæta þeirri
auðmýkingu að fá sendan for-
sætisráðherra frá Brussel í
pósti sem svo hefur farið fyrir
stjórn tæknikrata, eins og það
er kallað. Fyrstur var sendur
Mario Monti, einn af komm-
isserum í Brussel árið 2011, er
skuldakreppan skall á. Hann
sat í tvö ár. Átta árum síðar
sendi Brussel Mario Draghi til
að vera forsætisráðherra í
Róm, en hann hafði verið seðla-
bankastjóri evrunnar frá 2011
til 2019. Hann mun ekki geta
setið lengur en fram á mitt
næsta ár, því að þá verður orðið
óhjákvæmilegt að halda kosn-
ingar. Því eins og A.E. Pritch-
ard bendir á, í athyglisverðri
grein í The Telegraph, þá „hef-
ur Brussel ekki enn fundið leið
til að losa sig alfarið við kosn-
ingar á Ítalíu“.
Eins og staðan er nú virðist
augljóst að þrír flokkar hægra
megin við miðju munu sameig-
inlega verða sigurvegarar
næstu kosninga á Ítalíu. Flokk-
urinn Bræður Ítalíu, undir for-
ystu Meloni, verður stærstur
með 22% atkvæða, Norður-
bandalagið, sem Matteo Salvini
stýrir, er með 15% atkvæða og
flokkur Berlusconis er með
11% atkvæða. Kosningakerfi
landsins tryggir þessum flokk-
um traustan meirihluta verði
þetta úrslitin. Það er svo einkar
skemmtilegt afbrigði að Ger-
ogia Meloni, sem er formaður
Bræðra Ítalíu, er reyndar
myndarleg og röggsöm kona!
Allir leiðtogarnir þrír hafa illan
bifur á ESB. En eins og vindar
blása nú til fjárhagslegra efna á
Ítalíu er ekki líklegt að þeir
telji að nú sé besti tíminn til að
sleppa úr evrunni, og hvað þá
að losna algjörlega úr ESB-
fangavistinni eins og þeir vilja
helst.
Tveir áratugir liðnir
og fátt breyst til
batnaðar, nema síð-
ur sé, í bandalagi
um stöðnun}
Sömu óefni og úrræði
N
æstu helgi eru kosningar til
sveitarstjórna út um allt land.
Þar bjóða fram ýmsir flokkar og
fólk með mismunandi hug-
myndir og markmið fyrir næstu
kjörtímabil. Ég mæli auðvitað með því að fólk
setji x við P alls staðar þar sem það er í boði – í
Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði, Ísa-
fjarðarbæ, Reykjanesbæ og Akureyrarbæ. Pír-
atar taka einnig þátt í öðrum framboðum, xÁ í
Árborg, A-lista Framtíðarinnar á Seltjarnar-
nesi, G fyrir Garðabæjarlistann í Garðabæ og
xO fyrir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ.
Ef fólk á í erfiðleikum með að velja flokka
eða fólk til þess að kjósa í þessum komandi
kosningum þá eru nokkur atriði sem gott er að
hafa í huga – atriði sem útiloka nokkra valkosti
umsvifalaust.
Kosningarnar í ár fara fram í skugga sölunnar á Ís-
landsbanka. Í því felst óþægileg áminning um til hvers
sumir flokkar vilja vera við völd – eða hverju sumir flokkar
eru tilbúnir til þess að fórna til þess að halda völdum. Þeir
flokkar sem sitja saman ríkisstjórn bjóða fram í hinum
ýmsu sveitarfélögum landsins.
Í öllum kosningum felst valdabarátta, því með atkvæð-
um fólks fá flokkarnir völd. Það sem við ættum að vilja í
lýðræðissamfélagi er að kjörnir fulltrúar fari vel með þau
völd sem við veitum þeim. Til að byrja með að kjörnir
fulltrúar beri virðingu fyrir lýðræðinu – við ættum að
hafna öllum flokkum og frambjóðendum sem virða ekki
lýðræðislegar niðurstöður, ekki síst hvað varðar þjóðar-
atkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá frá
2012.
Við ættum einnig að hafna flokkum sem
selja vinum og vandamönnum almannaeignir.
Það ætti ekki að þurfa að segja það einu sinni.
Flokkar sem nýta opinbert vald til persónu-
legs ávinnings eiga ekkert erindi í almanna-
þjónustu.
Eftir að búið er að útiloka flokka sem fara
illa með völd er gott ráð að skoða hvernig þeir
flokkar sem eru við völd hafa staðið sig. Þar
mæli ég með að skoða uppgjör Pírata frá því
kjörtímabili sem er að líða (https://youtu.be/
QjyEWQweIkA) og stefnumál í hinum ýmsu
sveitarfélögum (https://piratar.is/xp/
sveitarstjorn/). Stefnur Pírata eru umfangs-
miklar og metnaðarfullar og ekki mögulegt að
fjalla um þær í stuttri grein.
Valið er auðveldara í ár heldur en oft áður því núverandi
ríkisstjórnarflokkar ættu ekki að vera á lista yfir mögu-
lega valkosti í þetta skiptið af augljósum ástæðum. Það er
einfaldlega spurning um gildismat og prinsipp. Ef flokkar
komast sífellt upp með að svíkja grundvallarafstöðu sína
þá þýðir það að annaðhvort hafa þeir flokkar ekki þá af-
stöðu eða geta ekki fylgt henni. Hvers vegna ættum við þá
að treysta þeim? Traust er lykilatriði í stjórnmálum.
Traust til þess að atkvæðið okkar sé í öruggum höndum
allt kjörtímabilið. X við P fyrir Pírata og heiðarleg stjórn-
mál. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Heiðarleg stjórnmál
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
S
trætó hefur ekki tekið
ákvörðun um hvort dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur í
máli Teits Jónassonar ehf.
gegn Strætó bs., sem var kveðinn
upp 2. maí síðastliðinn, verði áfrýjað.
Strætó bs. var dæmt til að greiða
Teiti Jónassyni ehf. rúmlega 205
milljónir króna með vöxtum auk þess
að greiða 5,1 milljón í málskostnað.
Áfrýjunarfrestur er fjórar vikur frá
dómsuppkvaðningu. Jóhannes Svav-
ar Rúnarsson, framkvæmdastjóri
Strætó bs., segir að málið verði
væntanlega lagt fyrir stjórnarfund í
næstu viku.
Strætó birti útboðslýsingu
vegna verksins sem um ræðir í febr-
úar 2010. Þar kom fram að það næði
til aksturs almenningsvagna á 13
leiðum á höfuðborgarsvæðinu. Sjö
fyrirtækjum var boðið að taka þátt í
útboðinu í samræmi við undangengið
forval.
Strætó ákvað að taka tilboði
Hagvagna hf. annars vegar og tilboði
Kynnisferða ehf. hins vegar. Síðar
kom í ljós að vagnar Hagvagna hf.
uppfylltu ekki kröfur forvals- og út-
boðsgagna. Strætó afhenti fyrir-
tækinu vagna svo það gæti staðið við
skuldbindingar sínar.
Teitur Jónasson ehf. höfðaði mál
á hendur Strætó og varð niðurstaðan
sú að brotið hefði verið gegn megin-
reglu við umrætt útboð. Viður-
kenndur var réttur Teits Jónassonar
ehf. til skaðabóta úr hendi Strætó
vegna missis hagnaðar sem hann
hefði notið ef tilboðinu hefði ekki ver-
ið hafnað. Dómur héraðsdóms nú
sneri því að upphæð bótanna.
Sátu ekki allir við sama borð
Iceland Excursions Allrahanda
ehf. (Allrahanda) fór einnig í mál
gegn Strætó vegna sama útboðs.
Fram kom í frétt um dóm
héraðsdóms í því máli í Morgun-
blaðinu 20. júní 2016 að dómurinn
hefði talið ljóst af gögnum málsins að
hefði verið farið að kröfum forvals-
og útboðsgagna undanbragðalaust
hefði þurft að vísa flestum og jafnvel
öllum innanbæjarvögnum Hagvagna
frá. Strætó bs. þótti því hafa brotið
gegn meginreglunni um jafnræði
bjóðenda sem og meginreglu um
gagnsæi innkaupaferlisins og
gagnsæi valforsendna. Þá sagði dóm-
urinn að það að Strætó bs. skyldi
skipta á strætisvögnum við Hag-
vagna hf. undirstrikaði að bjóðendur
í útboðinu hefðu ekki setið við sama
borð.
Stætó var gert að greiða Allra-
handa 100 milljónir króna að álitum
vegna missis hagnaðar á fjögurra ára
samningstíma. Hæstiréttur staðfesti
þann dóm.
Opinber útboð almennt kærð
Jóhannes, framkvæmdastjóri
Strætó bs., segir að síðasta aksturs-
útboð Strætó bs. hafi ekki verið
kært, en flest hafi verið kærð.
„Ef þú horfir almennt á tölfræði
útboða þá er næstum hvert einasta
útboð hjá opinberum aðilum kært.
Það virðist vera almenna reglan.
Sum málanna vinnast og önnur
tapast,“ segir Jóhannes.
Hann segir Strætó finna
fyrir dómsniðurstöðu eins og
þeirri sem kveðin var upp 2.
maí, enda um mjög mikla
peninga að ræða.
„Það kom okkur á óvart
að við töpuðum málinu. Við
vorum með ákveðin máls-
rök sem ekki náðu í
gegn,“ segir Jó-
hannes.
Útboð 2010 hefur
reynst Strætó dýrt
Strætó bs. bauð út akstur al-
menningsvagna 2010 í fjórum
verkhlutum. Teitur Jónasson
ehf. sendi tilboð og eins Allra-
handa ehf. en fengu ekki. Bæði
fyrirtækin fóru í mál. Dæmt var
í máli Allrahanda 2016 í héraðs-
dómi og nú í máli Teits Jónas-
sonar. Hvers vegna tók þetta
svo langan tíma?
„Fyrirtækin fóru mismunandi
leiðir. Teitur Jónasson höfðaði
viðurkenningarmál á skaða-
bótaskyldu. Það fór fyrir
Hæstarétt. Síðan höfðuðu
þeir þetta skaðabótamál
sem var dæmt í núna,“
segir Jóhannes S. Rún-
arsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó.
Þá frestaðist málið
endurtekið vegna
kórónuveiru-
faraldurs-
ins.
Langur
málarekstur
ÚTBOÐ ÁRIÐ 2010
Jóhannes
Svavar
Rúnarsson
Morgunblaðið/Eggert
Strætó Útboð á akstri frá árinu 2010 hefur reynst byggðasamlaginu dýrt.