Morgunblaðið - 10.05.2022, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Á síðasta kjörtímabili
var einu stærsta verkefni
Íslandssögunnar í sam-
göngumálum ýtt úr vör í
kjölfar undirritunar sam-
göngusáttmála, 29. sept-
ember 2019, og síðar
stofnunar á opinberu
fyrirtæki sem ber heitið
Betri samgöngur ohf. í
október ári síðar, 2020.
Verkefnið hefur gengið
undir heitinu Borgarlínan
eða Þunga-Borgarlínan. Hvernig er
svona stórt verkefni samþykkt til
framkvæmda?
Á kjörtímabilinu sat ég í svæðis-
skipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
sem heyrir undir SSH (Samtök sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu). Þetta er
mikilvægasta nefndin tengd skipulags-
málum á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Gott dæmi um afgreiðslu innan þess-
arar nefndar er að þegar sveitarfélög
liggja að hvort öðru, sbr. Reykjavík og
Mosfellsbær við Esjumela, ráðfæra
sveitarfélög sig saman um slíka skurð-
punkta ásamt því að halda sig almennt
innan vaxtamarka svæðisskipulagsins
fyrir höfuðborgarsvæðið sem lagt var
upp með árið 2015.
Um nefndina gilda
reglur. Þær reglur
árétta að ekki á að af-
greiða mál á fundi
nefndarinnar mæti
ekki a.m.k. einn af
tveimur fulltrúum
hvers sveitarfélags.
Komið hefur fyrir að
báðir fulltrúar Reykja-
víkur voru fjarverandi
og þurfti nefndin að
stöðva með athuga-
semd meðferð mála því
hvorugur fulltrúi höf-
uðborgarinnar var við-
staddur. Má þar m.a. geta fundar
nefndarinnar nr. 94 þann 19. júní 2020
en þar fór fram kynning og mál til um-
sagnar vegna Borgarlínu.
Enginn mætti frá höfuðborginni á
þennan fund en á fundinum voru þrír
viðamiklir dagskrárliðir varðandi að-
alskipulag Reykjavíkur. Var allt þetta
kynnt og kallað eftir umsögn nefnd-
arinnar, þ.m.t. Nýi-Skerjafjörður og
sértæk búsetuúrræði í Reykjavík.
Hið sama kom upp á 98. fundi 15.
janúar 2021 en þá mætti enn á ný eng-
inn frá Reykjavíkurborg. Á þeim
fundi var aðalskipulag Reykjavík-
urborgar til umræðu og óskað um-
sagnar ásamt Þróunaráætlun höf-
uðborgarsvæðisins frá 2020 til 2024.
Gerði ég ítarlega athugasemd á 99.
fundi nefndarinnar 5. mars 2021 þeg-
ar færi gafst að gera athugasemd við
fyrri fundargerð frá 15. janúar.
Á 102. fundi 17. september 2021 tók
svæðisskipulagsnefndin mál fyrir frá
Umhverfisstofnun varðandi friðun á
Blikastaðakró, strand- og hafsvæði
við Leiruvog í Mosfellsbæ sem liggur
milli Álfsness, Mosfellsbæjar og Geld-
ingarness. Í bæjarstjórn Mosfells-
bæjar gerði ég athugasemd þess efnis
að líkur væru á að friðunin lægi yfir
legu Sundabrautar. Núverandi oddviti
Sjálfstæðismanna taldi þær at-
hugasemdir mínar vera úr lausu lofti
gripnar og einhverja fásinnu. Um-
hverfisstofnun taldi málið afar brýnt
og gaf mjög stuttan frest svo þetta
gæti hlotið samþykki fyrir kosningar
til Alþingis 2021. Allt fyrir umbúðir
umfram innihald.
Frestur Umhverfisstofnunar var til
10. ágúst 2021 eða 32 dögum fyrr en
dagsetning á erindinu um sama efni
frá Umhverfisstofnun barst svæð-
isskipulagsnefnd höfuðborgarsvæð-
isins til rýningar, umsagnar og af-
greiðslu. Á 102. fundi nefndarinnar
bókuðu allir fulltrúar í nefndinni með
þessu fyrirkomulagi nema fulltrúi
Miðflokksins enda ferlið með miklum
ólíkindum og ekki til sóma skipulags-
nefnd af þessum toga og því síður Um-
hverfisstofnun sem fer offari og tekur
ekki tillit til annarra stjórnsýslustiga.
Síðar kom glöggt í ljós að afmörkun
friðunarinnar lá yfir legu Sundabraut-
ar. Reikna má með því að það hafi ver-
ið leiðrétt svo tryggja megi að affriða
þurfi ekki síðar stórt svæði svo ekki
verði tafir á lagningu Sundabrautar.
Rétt er að árétta að Sundabraut er
langsamlega hagkvæmasta verkefnið í
samgöngumálum á Íslandi í dag með
ábata sem nemur frá 186 til 238 millj-
örðum fyrir samfélagið skv. greiningu
sem unnin var fyrir Vegagerðina ný-
lega.
Hvað stendur eftir? Það er að stofn-
anir fara offari og ráðherrar misbeita
valdi sínu af offorsi rétt fyrir kosn-
ingar. Sama má segja nú um fáeina
sveitarstjórnarmenn, t.a.m. meirihlut-
ann sem nú ríkir í Mosfellsbæ. Hvað
með rétt íbúa lögum samkvæmt?
Í reglum um framangreinda svæð-
isskipulagsnefnd er getið um fagráð
sem svæðisskipulagsstjóri getur kall-
að saman sér til ráðgjafar á milli
funda í nefndinni. Upplýsingar liggja
nú fyrir frá svæðisskipulagsstjóra
höfuðborgarsvæðisins. Fagráðið hef-
ur verið kallað saman en ekki hefur
verið haldið utan um fundargerðir
fagráðsins. Þær eru ekki til. Í fagráð-
inu sitja sérfræðingar og valinkunnir
fagmenn sveitarfélaganna sem meta
eiga verkefnin og tryggja gæðin.
Komandi kosningar ættu að fjalla
einmitt um framangreint, þ.e. fag-
mennsku í raun og sann, gæði þjón-
ustu og framferði kjörinna fulltrúa
gagnvart því verkefni sem þeir taka
sér fyrir hendur í umboði íbúanna,
skattgreiðenda. Þetta umboð fara
þeir með óslitið til fjögurra ára í senn.
Um þetta afkáralega ferli fékk
Borgarlínan að þjóta án hnitasettra
teikninga, faglegrar umfjöllunar,
rekstraráætlunar og annarra áhættu-
þátta sem eru enn í dag ógreindir.
Höfðu fjölmargir sveitastjórnarmenn
samþykkt þetta heimavið með bundið
fyrir bæði augun, án alls sem að
framan greinir og með því bitið höf-
uðið af skömminni.
Eftir Svein Óskar
Sigurðsson »Enginn mætti frá
höfuðborginni á
þennan fund en á fund-
inum voru þrír viðamikl-
ir dagskrárliðir varð-
andi aðalskipulag
Reykjavíkur.
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Höfundur er bæjarfulltrúi
Miðflokksins í Mosfellsbæ og situr
sem aðalmaður í svæðisskipulags-
nefnd höfuðborgarsvæðisins.
Engar fundargerðir fagráðs
Ávarp Volodímírs
Selenskís, forseta
Úkraínu, til alþing-
ismanna og íslensku
þjóðarinnar í gegnum
fjarfundabúnað sl.
föstudag við sérstaka
athöfn í þingsal Alþing-
is var sögulegt. Þetta
var í fyrsta skipti sem
erlendur þjóðhöfðingi
flytur ávarp í þingsal
Alþingis og markar tímamót.
Úkraínska þjóðin heyr nú ein varn-
arstríð til að verja fósturjörð sína,
sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og
þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu.
Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heim-
inum en engin vissa er því fyrir að
þau takmarkist við Úkraínu. Innrásin
er ógn við það alþjóðakerfi sem verið
hefur við lýði allan lýðveldistímann,
eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar
og byggir á virðingu
fyrir alþjóðalögum.
Ræða Selenskís
Úkraínuforseta er
áhrifamikil og mik-
ilvæg. Allir eru hvattir
til að lesa ræðuna, sem
er á vef Alþingis. Úkra-
ínuforseti bendir okkur
á að fleiri en 500.000
Úkraínumenn hafi nú
verið sviptir skilríkjum
sínum og fluttir á brott
til Rússlands með valdi.
Forsetinn sagði í
ræðu sinni m.a. eftirfarandi: Baráttan
nú snýst um frelsið, þetta land sem
við eigum með réttu, og um menn-
ingu okkar, en hún birtir þjóðareðli
okkar og greinir okkur frá nágrönn-
um okkar, og hún varðveitir þráðinn
sem liggur milli okkar, barnanna okk-
ar og þeirra kynslóða sem á undan
komu.
Í upphafi ræðu sinnar minnir
Úkraníuforseti okkur á að Úkraína
og Ísland tengist sterkum böndum, að
við höfum þekkst vel í meira en þús-
und ár og að forfeður okkar hafi átt
auðvelt með öll sín samskipti. Þessi
sterku bönd minna okkur á siglingar
norrænna manna á miðöldum til aust-
urs, upp fljótin sem renna í Eystra-
salt og niður þau til Svartahafs. Um-
fjöllun okkar um norræna
miðaldaheiminn takmarkast um of við
hinn vestnorræna heim sem Ísland
var hluti af. Það takmarkar skilning
okkar á mikilvægi víkingatímans og
íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan
Eymundar þáttur Hringssonar minn-
ir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu.
Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og
segir frá Íslendingum og öðrum nor-
rænum mönnum þar. Garðaríki var
upphaflega stofnað af Svíum og nor-
rænir menn og afkomendur fóru þar
lengi með völd. Kænuga er við Dnépr-
fljót á verslunarleiðinni á milli Skand-
inavíu og Miklagarðs (núverandi Ist-
anbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á
Atlantshafið en Svíar til austurs.
Svíþjóð og Finnland ræða nú inn-
göngu í NATO vegna innrásar Pútíns.
Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Ís-
lendingar hljótum að styðja einhuga
skjóta inngöngu þessara norrænu
vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að
tryggja öryggi sitt með inngöngu.
Með henni skapast forsendur til ná-
innar varnarsamvinnu Norðurlanda
innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýn-
ir mikilvægi aðildar Íslands að NATO
og Varnarsamningi okkar við Banda-
ríkin, sem eru grunnstoðir öryggis-
og varnarmálum okkar.
Úkraína er ekki aðildarríki NATO
en Íslandi á að standa þétt með vest-
rænum þjóðum í stuðningsaðgerðum
sínum með hinni hugrökku úkraínsku
þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við
eigum að taka vel á móti Úkra-
ínumönnum sem hingað leita og veita
aðstoð flóttamönnum sem streyma
frá Úkraínu til Póllands og annarra
ríkja Evrópu. Það gerum við með að
bjóða sérfræðiaðstoð og með að
senda fjármagn til alþjóðastofnana og
samtaka sem sinna móttöku flótta-
manna.
Ræða Selenskís, forseta Úkraínu,
minnir okkur á mikilvægi þess að Ís-
land sýni samstöðu með úkraínsku
þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga
máli sem varðar grundvöll lýðræðis,
mannréttinda og sjálfstæðis þjóða.
Það var vel við hæfi að hún var fyrsta
ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi
og er vonandi upphafið á nýrri hefð á
Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á
mikilvægi virkrar þátttöku okkur
sem sjálfstæðrar herlausrar smá-
þjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða.
Með ræðu sinni í þingsal Alþingis
færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar
sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og
frelsi. Það er boðskapur sem varðar
okkur öll.
Úkraínuforseti ávarpar Alþingi
Eftir Eyjólf
Ármannsson
Eyjólfur Ármannsson
» Það var vel við hæfi
að ræða Selenskís var
fyrsta ræða erlends
þjóðhöfðingja á Alþingi.
Höfundur er þingmaður fyrir Flokk
fólksins.
Formenn rík-
isstjórnarflokkanna
hafa brugðist við gagn-
rýni á bankasöluna
með svörum um að
„framkvæmdahliðin“
hafi klikkað. Bankasal-
an var samkvæmt
þessu góð alveg þar til
hún byrjaði. Bankasal-
an snýst um pólitík, lög
og siðferði. Sú ákvörð-
un að fara í lokað útboð var pólitísk.
Það var jafnframt pólitísk ákvörðun
að gera engar kröfur til kaupenda
aðrar en þær að þeir teldust fagfjár-
festar.
Pólitík, lög og siðferði
Rökin voru að það þjónaði al-
mannahagsmunum að fá inn fagfjár-
festa. Þeir fjárfestu til lengri tíma og
óvissa væri um hvernig verð á bréfum
myndi þróast vikurnar eftir sölu. Listi
yfir kaupendur segir aðra sögu. Við
þekkjum líka að þeir sem seldu
keyptu sumir sjálfir og á afslætti.
Gagnrýnt hefur verið að faðir fjár-
málaráðherra var í hópi rúmlega 200
kaupenda. Sú ákvörðun hans setti
fjármálaráðherra í þá stöðu að hafa
samþykkt kaup fyrir
hönd ríkisins þar sem
faðir hans var meðal til-
boðsgjafa. Fjár-
málaráðherra er jafn-
framt í þeirri stöðu að
hafa undirritað samning
þar sem faðir hans var
meðal kaupenda. Spurð-
ur á opnum fundi fjár-
laganefndar um mögu-
legt vanhæfi sitt sagði
fjármálaráðherra að
hann hefði aldrei hugleitt
hæfi sitt í þessu máli.
Hann hefði ekki þurft þess. Fjármála-
ráðherra hefur talað eins og hann sé
ábyrgðarlaus á 52,5 milljarða króna
sölu vegna „armslengdarreglu“. Lög-
in eru hins vegar skýr um að það er
ráðherra sem tekur ákvarðanir. Það
er reyndar líka skýrt af svörum
Bankasýslunnar á fundi fjárlaga-
nefndar eftir söluna. Fulltrúar fjár-
málaráðuneytis hefðu verið í þéttum
samskiptum við Bankasýsluna frá því
ákvörðun um útboð var tekin í janúar
og fram á söludag 22. mars. Arms-
lengdin var því ekki meiri en svo.
Áþreifanleg reiði
Reiðin í samfélaginu er áþreifanleg.
Þess vegna er skiljanlegt að Hildur
Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík, tali nú um að
bankasalan valdi henni miklum von-
brigðum. Augljóslega hafi eitthvað
verið að í sölunni. Hún hefur sagt að
það skipti miklu í málum af þessum
toga að um þau ríki traust. Það er ein-
mitt kjarni máls. Traust er t.d. rauður
þráður í lagasetningu um fjármálafyr-
irtæki í kjölfar hrunsins. Það er þess
vegna með ólíkindum að ríkisstjórnin
hafi ekkert tillit tekið til þess að al-
menningur verður að geta treyst ferli
við sölu á tugmilljarða ríkiseign. Þar
eru heilbrigð samkeppni, jafnræði að-
ila, gagnsæi og hagkvæmni mikilvæg-
ustu þættirnir.
Óeining innan ríkisstjórnar?
Ráðherranefnd um efnahagsmál
ræddi aðferðafræði sölunnar á fund-
um sínum. Þar sitja forsætisráðherra,
fjármálaráðherra og viðskiptaráð-
herra. Þegar viðskiptaráðherra tjáði
sig opinberlega fyrst eftir söluna var á
henni að skilja að óeining hefði verið
innan ríkisstjórnar. Þar sagði hún:
„Ég var ekki hlynnt þeirri aðferða-
fræði sem varð ofan á við söluna á
bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt
útboð en ekki að bréfin yrðu seld til
valins hóps fjárfesta. Þessum sjón-
armiðum mínum kom ég skýrt á fram-
færi í aðdraganda útboðsins.“ Önnur
leið hafi verið valin og því miður fátt
sem kæmi á óvart í þessu máli og hver
útkoman varð. Hún taldi jafnframt að
ekki væri hægt að skella skuldinni al-
farið á stjórnendur Bankasýslunnar
og miður að málið væri einfaldað
þannig. Ábyrgðin hlyti að vera stjórn-
málamanna sem tóku ákvörðun í mál-
inu. Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, tjáði sig
í kjölfarið og sagði að ábyrgðin væri
alfarið Bankasýslunnar. Síðar hefur
viðskiptaráðherra bætt við að öll ráð-
herranefndin hafi haft efasemdir hvað
varðar söluaðferð.
Spurningar til forsætisráðherra
Ríkisstjórnin hefur talað um að
velta öllum steinum við í þessu máli.
Það verður þá að gilda um stóru stein-
ana líka. Ég lagði nýlega fram skrif-
lega fyrirspurn á Alþingi til forsætis-
ráðherra með ósk um skrifleg svör.
Þau ættu að berast á allra næstu dög-
um skv. þingskapalögum. Það hefur
mikla þýðingu að fá skýr svör um póli-
tískar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar
sjálfrar. Með hvaða rökum hafnaði
forsætisráðherra sjónarmiðum við-
skiptaráðherra um að hún væri mót-
fallin þeirri aðferð að selja bréf til val-
ins hóps fjárfesta? Með hvaða rökum
féllst forsætisráðherra á þá aðferð
sem fjármálaráðherra lagði til? Hefur
forsætisráðherra skoðun á því hvort
fjármálaráðherra hefði átt að víkja
sæti við meðferð þessa máls á ein-
hverju stigi vegna sjónarmiða um
vanhæfi? Hvers vegna var látið hjá
líða að fara að skilyrðum laga um
sölumeðferð eignarhluta ríkisins í
fjármálafyrirtækjum? Þar kemur
fram að gæta skuli að því að skilyrði
sem tilboðsgjöfum eru sett séu sann-
gjörn, þeir njóti jafnræðis og að efla
skuli virka og eðlilega samkeppni á
fjármálamarkaði. Gott verð á nefni-
lega ekki að þurfa að þýða að vönduð
vinnubrögð og almannahagsmunir
víki. Hagsmunaárekstrarnir sem við
blasa draga auðvitað úr trausti til
pólitískra ákvarðana ríkisstjórn-
arinnar sem voru teknar í aðdrag-
anda sölu. Og fyrir vikið er auðvitað
traust ríkisstjórnarflokkanna þriggja
laskað.
Ef velta á öllum steinum við í þessu
máli þá má ekki líta alveg fram hjá
stóru steinunum.
Mikilvægi þess að velta líka við stóru steinunum
Eftir Þorbjörgu S.
Gunnlaugsdóttur »Ríkisstjórnin hefur
talað um að velta öll-
um steinum við til að
upplýsa um ferlið við
bankasöluna.
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Höfundur er þingmaður Viðreisnar.