Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Í ágætri grein Hjartar J. Guðmunds- sonar í Morgunblaðinu 26.4. 2022, „Tveir ójafnir dómstólar“, um muninn á vægi EFTA- dómstólsins annars vegar og dómstóls Evrópusambandsins hins vegar, greinir hann frá því að fyrir liggi að EFTA- dómstóllinn og dómstóll Evrópu- sambandsins sitji engan veginn við sama borð þegar kemur að fram- kvæmd EES-samningsins. Þar halli verulega á vægi EFTA-dómstólsins. Þakkar hann því að ekki lá fyrir dómaframkvæmd af hálfu dómstóls Evrópusambandsins að EFTA- dómstóllinn dæmdi okkur í hag í Ice- save-málinu. Þótt vel hafi farið í Ice- save-málinu er það engin trygging fyrir því að EFTA-dómstóllinn dæmi okkur alltaf í hag umfram það sem kynni að vera ef við yrðum að hlíta niðurstöðu dómstóls Evrópu- sambandsins. Mismunandi lagagrunnur Lög Evrópuþjóða utan Bretlands hvíla á því sem á ensku kallast „code law“ þar sem sett lög (stjórnarskrá, almenn lög) ganga framar öðrum réttarheimildum. Svo þarf ekki að gilda þar sem á ensku er kallað „common law“ og því geta breskir dómstólar látið sett lög víkja fyrir al- mennum heimildum svo sem siðum og venjum. Að þessu leyti eigum við meira sameiginlegt með löndum Evrópusambandsins en Bretlandi. Úrganga Breta ætti því ef eitthvað að auðvelda dómaframkvæmd dóm- stóls Evrópudómstólsins. Niðurlag greinarinnar endar höf- undur á þessum orðum: „Hins vegar liggur að sama skapi fyrir að EES- aðildin mun áfram fela í sér sífellt meira framsal valds þótt enn vanti verulega upp á að það sé á pari við inngöngu í sambandið.“ Spurningin er: Hvenær verður framsal valds af okkar hálfu á pari við inngöngu í sambandið? Hvað gerum við ef Noregur ákveður að ganga í sambandið? Þótt Norðmenn hafi hingað til fellt tillögu um það er vert að minnast þess hvernig það bar að þegar þeir ákváðu að ganga í NATO. Valdaafsal Að vera þjóð meðal þjóða felst í því að taka virkan þátt í því sam- starfi þar sem vélað er um daglegt líf þjóðarinnar. Gangverk Evrópusam- bandsins er skilgreint með þrennum hætti; laga-, efnahags- og stjórn- málalega. Allir þessir þættir varða þátttöku okkar í EES-samstarfinu en við erum óvirkur aðili í laga- og stjórnmálahlutanum en virk aðeins að hluta til í efnahagsmálunum. Er það ekki valdaafsal að taka ekki þátt í að véla um hagsmuni okkar nema að litlu leyti? Evrópusambandið var stofnað til þess að tryggja frið í Evrópu, aðild- argulrótin er hagsmunir. Hver sú þjóð sem sækir um aðild á að hafa af því hag. Til að festa Evrópusam- bandið í sessi og tryggja fram- kvæmd þess er komið á löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi. Til að tryggja efnahagslega velferð varð að koma á margvíslegum félagslegum úrbótum. Þegar vélað er um málefni sambandsins koma aðilar allra þjóða að borðinu. Stríðið í Úkraínu er m.a. vegna þess að Rússlandsforseti telur sér stafa ógn af þeim réttindum, frelsi, öryggi og velferð sem þegnum Evrópusambandsins eru tryggð. Að telja hjásetu valdaframsal þeg- ar vélað er um framtíð okkar í Evr- ópusamstarfi verður að teljast hæp- in fullyrðing. Sem að framan greinir byggist lagagrundvöllur okkar sem og flestra þjóða Evrópu- sambandsins á sama grunni. Sigurður Lín- dal fjallar um það í bókinni um lög og lög- fræði í kaflanum um grundvöll laga hve mikið erlendir fræði- menn hafa fjallað um hvað hlutur Íslands er mikill í grundvelli laga- gerðarinnar. Hvers vegna ættu Íslendingar nú sem fyrr ekki að geta lagt sitt af mörkum við þróun löggjafar til gagns Evrópubúum? Innrás Rússa í Úkraínu stafar ekki af ótta við árás NATO í Rúss- land eins og Pútín heldur fram; ástæðan er óttinn við gildin sem NATO og Evrópusambandið standa fyrir. Valur Gunnarsson lýsir því vel í bók sinni Bjarmalönd hvert hugur ungmenna stefnir; ungmenna sem tala rússnesku og eru af rússneskum foreldrum sem fluttu til Eystrasalts- ríkjanna eftir síðari heimsstyrjöld. Þau ætla ekki til Rússlands, hugur þeirra stefnir á að mennta sig og lifa í vestrænu ríki, ekki Rússlandi. Þá er því haldið fram að sama gildi um marga Rússa. Í nýlegu við- tali í TV-4 í Frakklandi sem og BBC-þættinum „Hardtalk“ taldi Mikhail Khodorkovsky, sem er rúss- neskur auðjöfur, að Pútín hefði með innrásinni í Úkraínu grafið eigin gröf vegna þess að rússnesk alþýða kysi að njóta þeirra gilda sem Evr- ópusambandið býður þegnum sín- um. Taldi hann Pútín geta gengið ansi langt þar til yfir lyki en hann gæti ekki staðið gegn þróuninni og myndi tapa að lokum. Hvenær og hvernig sem þessi ógnaröld endar mun afleiðingin verða öflugra Evrópusamband, sam- starf sem við Íslendingar eigum að taka fullan þátt í. Evrópusambandið – valdaafsal Eftir Bjarna Pétur Magnússon » Að telja hjásetu valdaframsal þegar vélað er um framtíð okkar í Evrópusam- starfi verður að teljast hæpin fullyrðing. Bjarni Pétur Magnússon Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. bjarnipmagnusson@gmail.com Maður nokkur minntist þess að hafa, þegar hann var fjög- urra eða fimm ára, setið við borð hjá langömmu sinni og ungri móð- ursystur. Var amman að kenna frænkunni að lesa. Að fornum sið benti gamla konan á bókstafina með bandprjóni. Dreng- urinn sat á móti nemandanum, fylgd- ist með kennslunni og varð með því móti fljúgandi læs. En æ síðan gilti hann einu, hvort heldur stafirnir sneru rétt við honum – eða voru á hvolfi. Að lesa sér til gagns Nú mun um þriðjungur drengja á Íslandi tæplega fær um að lesa sér til gagns að loknu grunnskólanámi. Það hlýtur að teljast bráðnauðsynlegt að ráða bót á þessu. Óska mætti, að Al- þingi og nýkjörnir sveitarstjórn- armenn gerðu sér grein fyrir því, hve brýnt þetta er. Og þá má ekki halda fast um pyngjuna. Vandkvæði í skól- anum Segir frá kennslu- konu, sem ávallt hafði staðið sig með ágætum í starfi. En eitt haustið var henni falinn hringl- andi vitlaus stráka- bekkur, sannkölluð vík- ingasveit. Drengirnir vildu ekkert læra, og virtust ekki heldur geta lært nokkurn skapaðan hlut. Var helst að sjá, að fæstir þeirra næðu húsdýragreind. Kennslukonan fylltist kvíða. Henni kom jafnvel í hug, að hún yrði rekin úr vinnunni. Greindarvísitalan Nú þurfti skólastjórinn til Ak- ureyrar. Með dynjandi hjartslátt og þurr í munni laumaðist kennslukonan inn á skrifstofu hans. Í skjalaskáp var spjaldskrá, þar sem greindarvísitala hvers nemanda var skráð við nafn hans. Kennslukonunni til furðu var svo að sjá, að ekkert vantaði upp á andlegt atgervi hópsins. Flestir höfðu skorað langt yfir meðalgreind. Fjórðungur þeirra hafði mælst með greindarvísitöluna 120 og yfir, nokkr- ir höfðu náð 130 og rúmlega það. Stækasti ólátabelgurinn sýndi sig að vera ofurgreindur – með vísitöluna 145. Tekið til varna Þann, sem hér potar í lyklaborð lösnum burðum, brestur kennslu- fræðilega þekkingu til þess að greina af nokkru viti frá þeirri byltingu, sem nú varð í skólastofunni. En þyngri verkefni voru lögð fyrir, leitað vekj- andi lesefnis, hertar kröfur til heima- náms, skyndiprófum fjölgað, sam- keppni gefið undir fótinn, viðurkenningar veittar og ömmur, af- ar og foreldrar brýndir til þess að fylgjast grannt með skólagöngu hinna óendanlega dýrmætu afkom- enda sinna og hvetja þá til dáða. Skáparnir í íþróttahúsinu Í ræðustólnum um vorið var skóla- stjórinn líkastur hamingjusömum unga á páskaeggi, þegar hann óskaði kennslukonunni til hamingju, skýrði frá afbragðsgóðum árangri hennar og framförum nemendanna. Og þeg- ar búið var að drekka kaffið beiddi hann hana finna sig inn á kontór, enda forvitnaði hann að komast að því, hverjum göldrum hún hefði beitt við kennsluna á liðnum vetri. Hlaut hún þá að skýra honum frá því, hversu hún hefði laumast í skáp hans, séð hinar háu greindarvísitölur drengjanna og ákveðið að breyta um stefnu, herða tökin. „En, elskan mín góða,“ sagði þá skólastjórinn, „þetta eru ekki greindarvísitölur. Þetta eru númerin á skápunum þeirra í íþrótta- húsinu!“ Var ekki einhvern tíma sagt, að ár- angur væri einn hundraðshluti hæfi- leikar og 99 hundraðshlutar vinna? Lestur Eftir Gunnar Björnsson » Óska mætti, að Al- þingi og nýkjörnir sveitarstjórnarmenn gerðu sér grein fyrir því, hve brýnt þetta er. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Þeir eru á ferðinni spýtukarlarnir. Annar er í einhvers konar bestun en hinn í far- sæld. Hvor í sínu horni samstarfsins skrifa þeir einhvern tilbúning sem stenst enga skoðun. Og á meðan stækkar nefið. Í viðtölum kemur sama ruglið, titrandi röddu, enda ekki verið að fara rétt með. Ekki líst mér á. Það er von að það þurfi að hlaupa á milli flokka. Höfum þetta á hreinu. Ekki þarf að leita nema í fjölmiðla eða fund- argerðir til að sjá að það voru sjálfstæðismenn sem stóðu að stækkun leikskólans Álfheima og gerðu að sex deilda skóla. Til stóð að setja bygginguna í útboð í maí 2018 en það dróst fram í júní. Öll hönnunarvinna og teikningar voru klárar og eftirlit. Meira að segja tilboðin voru klár, en þá tók nýr formaður framkvæmda- og veitu- stjórnar, annar spýtukarlanna, sig til og tekur einhliða ákvörðun um að hætta við. Kastaði allri vinnunni út um gluggann og senni- lega 30-35 milljónum króna í leið- inni. Eftir þetta var ekkert gert í heilt ár í leikskólamálum, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir mínar um stöðu mála á þeim vettvangi. Í september 2019 skrifaði ég grein þar sem ég upplýsti að 52 börn væru á biðlista eftir leikskóla- plássi. Þá datt þeim í hug að mætti setja upp lausar skólastofur á bílaplanið við Álfheimana. Enn ein skyndireddingin. Á þessum tíma kallaði ég eftir því að byggð- ur yrði nýr leikskóli sem fyrst. Vinnan hófst, en eins og áður tók ferlið alltof langan tíma, eink- anlega vegna þess að meirihlutinn var ekki búinn að skipuleggja hlut- ina eða hafa festu á hlutunum. Loks var þessi skóli tekinn í notk- un 2021, ári of seint að mínu mati. Sama má segja um Stekkjaskóla, en það er varla hægt að minnast á það ógrátandi. Hálfur milljarður í lausar kennslustofur. Enda farið alltof seint í þá framkvæmd líka. Vinnubrögðin og fjárútlátin í því verkefni eru stórundarleg. Það verður að horfa fram í tímann og gera áætlanir og standa við þær. Talandi um áætlanir Það þýðir ekki að horfa fram hjá þeirri staðreynd að það vantar heitt vatn til að mæta þeirri þörf sem komin er upp hvað varðar nýbyggingar í Ár- borg. Ástæðan fyrir því að við erum þó ekki í verri stöðu er vegna þess hvernig við sjálfstæðismenn héldum á hlutunum í veitumálum. Á okkar tíma boruðum við fimm vinnsluholur. Það þurfti kraft og þor og framtíðarsýn til að ráðast í þetta. Við boruðum í Ósabotnum, Laugardælum og fyrir utan á. Á okkar tíma var gerður samningur um hitavatnsréttindin í Stóra- Ármóti. Vorið 2018 átti í raun bara eftir að skrifa undir samning um réttindi í Oddgeirshólalandi. Þeim samningi hefur ekki enn verið komið á, og samningsstaða sveitarfélagins nú miklu verri en þá. Sinnuleysi núverandi meiri- hluta í þessum málaflokki er gríð- arlegt áhyggjuefni og lýsir sér best í þeirri stöðu sem við horfum upp á núna. Holan sem var tekin í gagnið 2019 var klár vegna okkar und- irbúnings. Hvað hefur núverandi meirihluti gert? Dregið lappirnar og látið bora eina holu; lottóhol- una svokölluðu, nema hvað, hún skilar ekki nema rétt rúmum átta sekúndulítrum. Þeir stóðu nefni- lega fyrir framan myndavélarnar brosandi og gortuðu sig af lottó- vinningnum sínum en áttuðu sig ekki á því að á miðanum var bara ein tala rétt. Að halda því fram að byggja þurfi nýjan miðlunargeymi til að leysa þessi mál er eins og með alla aðra útreikninga þessara manna – út í loftið. Talandi um útreikninga Nú blasir slæm staða bæj- arsjóðs við öllum sem sjá vilja. Sumir spýtukarlarnir stinga hins vegar hausnum í sandinn. Stað- reyndirnar tala sínu máli. Í tíð núverandi meirihluta í Árborg hafa skuldirnar vaxið úr 11 millj- örðum í 22. Hversu dýrt var þetta fótboltahús eiginlega? Og þetta gerist á meðan við vorum rukkuð fyrir hæstu fasteignagjöld lands- ins og útsvarið í toppi. Ekki halda því svo fram að þessi skuldaaukning sé vegna þess að það hafi verið svo mikið framkvæmt. Nú eru fjármagns- gjöldin orðin um 850 milljónir króna, 7,5 prósent af tekjum bæj- arfélagsins fara í að greiða þau. Í heimilisbókhaldinu er þetta eins og að það þyrfti ein mánaðar- launin til að borga vextina af yf- irdráttarheimildinni. Hver gerir svona lagað? Og svo halda þeir því fram að vaxtakostnaðurinn verði lægri á þessu ári, lækki næstum um 200 milljónir! Hvers konar töfrabrögð eru þetta, á meðan skuldirnar aukast og vext- irnir hækka? Rekstur A-hlutans er ekki sjálf- bær undir þessum kring- umstæðum, enda skuldahlutfallið nú orðið 181 prósent. Rekstr- artapið var 2.480 milljónir. Hækk- un á eignarsjóðnum upp á 613 milljónir, sem er bókhaldsbrella, breytir þar engu um. Þetta er glapræði. Það þarf breytt hug- arfar varðandi opinbera fjármuni og rekstur sveitarfélags og stofn- ana þess. Þetta eru peningar fólksins sem býr hérna. Það þarf að fara betur með þá. Meirihlut- inn skautar sífellt fram hjá þeirri staðreynd og heldur að það sé ótakmarkað til af peningum. Eina leiðin til að snúa hlutunum við er að setja upp plan og halda sig við það. Fá fólkið sem starfar hjá sveitarfélaginu til að koma með í þessa vinnu. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég er búinn að skrifa margt um þessi mál í gegnum tíð- ina og oftar en ekki fengið yfir mig skítkast og læti, en læt það ekki á mig fá. Svona strengja- brúður skipta mig engu máli, sannleikurinn kemur alltaf í ljós. Ég treysti á að fólk kjósi skyn- samlega, skoði þá kosti sem uppi eru og velji það fólk til valda sem horfist í augu við raunveruleikann og þorir að taka á málum með heiðarleikann að leiðarljósi. Setj- um x við D á kjördag. Góðar stundir og takk fyrir mig. Nú stækkar nefið Eftir Gunnar Egilsson »Ekki þarf að leita nema í fjölmiðla eða fundargerðir til að sjá að það voru sjálfstæð- ismenn sem stóðu að stækkun leikskólans Álfheima og gerðu að sex deilda skóla. Ǵunnar Egilsson Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna í Árborg. gunni@icecool.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.