Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Áratugum saman
hafa samgöngu-
ráðherrar sagt að ef
herflugvöllurinn færi
úr Vatnsmýri yrði
Reykjavík of góð! Og
áratugum saman hafa
þeir líka sagt að her-
flugvöllurinn fari ekki
úr Vatnsmýri fyrr en
jafngóður eða betri
staður finnist fyrir
miðstöð innanlandsflugsins. Og ára-
tugum saman hafa sérfræðingar
fundið hvert ákjósanlega flugvall-
arstæðið öðru betra.
Ríkið tók sér vald yfir borgar-
skipulagi, þróun byggðar og veiga-
miklum þáttum í stjórnkerfi
Reykjavíkurborgar með ólögmætri
yfirtöku herflugvallar Breta í
Vatnsmýri og lofthelginnar yfir öllu
nesinu vestan Elliðaáa hinn 6. júlí
1946. Ríkið afhenti þá Flugfélagi
Akureyrar lóð Reykvíkinga í
Vatnsmýri til leigufrírra afnota.
Um fjandsamlega, ólögmæta og
fordæmalausa landtöku var að
ræða.
Einn megintilgangur framboðs
E-lista Reykjavík, besta borgin er
að útskýra fyrir kjósendum í
Reykjavík að samkvæmt lögum er
vald þeirra yfir öllu landi undir
herflugvellinum í Vatnsmýri og yfir
öllu öðru skipulagi og landnotkun
innan borgarmarkanna algert og
óskorað þvert á það sem sam-
gönguyfirvöld ríkisins og leiðitamir
borgarfulltrúar og þingmenn lands-
málalista hafa sagt í áratugi.
Vald ríkisins er bæði formlaust,
siðlaust og óraunverulegt og á sér
enga stoð, hvorki í lögum né öðru
regluverki. Þetta er eingöngu
áhrifavald í krafti misvægis at-
kvæða. Áhrifavald yfir kjörnum
fulltrúum Reykvíkinga úr lands-
málaflokkum. Allir þessir kjörnu
fulltrúar eru ofurseldir valdboði
samflokksmanna sinna af lands-
byggðinni, sem ráða lögum og lof-
um á landsfundum. Þar er stefnan
mótuð m.a. gagnvart höfuðborginni
og herflugvellinum í Vatnsmýri.
Lögfræðiálit liggur fyrir um að
líklega séu möguleikar Reykvíkinga
löngu fyrndir á því að
krefja ríkið um skaða-
bætur fyrir það ólýs-
anlega tjón, sem land-
ránið hefur valdið
þeim í sívaxandi mæli
áratugum saman.
Sama lögfræðilega
mat tekur hins vegar
af allan vafa um að
það er ótvíræður rétt-
ur Reykvíkinga að
hefja hvenær sem er
töku lóðarleigu fyrir
land sitt undir her-
flugvellinum í Vatnsmýri eins og af
hverju öðru landi og lóðum í eign
Reykjavíkurborgar.
Enn fremur er það skýlaus krafa
kjósenda og útsvarsgreiðenda,
sjálfra eigenda borgarinnar, að
kjörnir borgarfulltrúar tryggi eðli-
lega rentu af eignum borgarbúa.
Líklega tók það Breta og Banda-
ríkjamenn varla nema 60 mínútur
að finna staði fyrir sína herflug-
velli, í Vatnsmýri 1941 og á Mið-
nesheiði 1943.
Samt hefur það tekið samgöngu-
ráðherrana meira en 60 ár að leita
að góðu flugvallarstæði og enn sér
ekki fyrir endann á þeirri leit. Nú
er t.d. verið að kanna veður í
Hvassahrauni þótt þar hafi verið
kannað veður árum og áratugum
saman og þótt þar séu fastar veð-
urstöðvar allt um kring. Og þótt
Vatnsmýri, Hvassahraun og Mið-
nesheiði séu flugtæknilega séð á
svipuðu eða sama veðursvæði. Og
e.t.v. gæti herflugvöllurinn farið
2032, 2040 eða bara einhvern tíma?
Og e.t.v. fer að gjósa á Reykjanesi.
Og hvað verður þá um byggðina í
Grindavík, Bláa lónið, Orkuveitu
Suðurnesja, Reykjanesbrautina og
öll vatnsbólin?
Og allan þennan tíma, í meira en
70 ár, hefur starfandi samgöngu-
ráðherra hverju sinni dregið lapp-
irnar og um leið dregið kjörna full-
trúa Reykvíkinga af listum
landsmálaflokkanna á asnaeyrunum
til ómetanlegs tjóns fyrir íbúa
Reykjavíkur og aðra landsmenn,
sem líklega ættu að hugsa sinn
gang. Sterkar vísbendingar eru
nefnilega um það að landsbyggð-
arflóttinn á undangengnum áratug-
um hefði orðið verulega minni en
ella án herflugvallar í Vatnsmýri.
Frambjóðendur landsmálaflokk-
anna til borgarstjórnar hinn 14.
maí nk. halda uppteknum hætti.
Herflugvöllurinn fari úr Vatnsmýri.
Ekki spurning um hvort heldur
hvenær, það þurfi bara fyrst að
finna annan jafngóðan stað eða
betri.
E-listinn Reykjavík, besta borgin
vill rjúfa þetta þrátefli aulaskapar
og valdbeitingar þegar í stað. Víta-
hringur innistæðulauss yfirgangs
samgönguyfirvalda annars vegar
og hins vegar botnlausrar og ósið-
legrar undirgefni kjörinna fulltrúa
Reykvíkinga hefur leitt af sér ólýs-
anlegar hörmungar árum og ára-
tugum saman. Allir þættir sam-
félags og mannlífs í Reykjavík eru
undir og mælirinn er löngu fullur.
Þegar borgarar svíkja föð-
urlandið undir erlend yfirráð kall-
ast það landráð eða föðurlandssvik.
Í því ljósi er e.t.v. ekki óeðlilegt að
bláeygir reykvískir kjósendur
spyrji hvað megi þá kalla það þeg-
ar kjörnir fulltrúar Reykvíkinga
svíkja borgina sína undir yfirráð
ráðamanna Akureyringa og sam-
herja þeirra á landsbyggðinni?
Viðvarandi undirlægjuháttur
kjörinna fulltrúa Reykvíkinga af
landsmálalistum áratugum saman
er oft nefndur list hins mögulega.
Hinir kjörnu hafa of lengi og of oft
ástundað makk í skúmaskotum og í
reykfylltum bakherbergjum. Þeir
hafa látið ríkið og nágrannasveit-
arfélögin í Kraganum teyma sig á
asnaeyrunum og tekið skaðlegar
skipulagsákvarðanir á færibandi.
Reykjavík má ekki
verða of góð
Eftir Örn
Sigurðsson »Ríkið afhenti Flug-
félagi Akureyrar
lóð Reykvíkinga í
Vatnsmýri til leigu-
frírra afnota. Um fjand-
samlega, ólögmæta
og fordæmalausa
landtöku var að ræða.
Örn Sigurðsson
Höfundur er arkitekt,
áhugamaður um borgarskipulagið,
í 2. sæti á E-lista.
arkorn0906@gmail.com
Margir spekingar
eru háværir um hlýn-
un jarðar af manna-
völdum og er rama-
kvein þeirra orðið
leiðinlegt í ljósi
þeirra upplýsinga
sem finnast í frásögn-
um virtra vísinda-
manna.
Ef íslenska sjón-
varpið er fyrir Ís-
lendinga sem upplýsingamiðill er
farið fram á það við stjórnendur
þar að sýndur verði sjónvarps-
þáttur sem bar nafnið Veðurfars-
breytingar á liðnum öldum (þulur
Ómar Ragnarsson) og sýndur var í
sjónvarpi árið 1998-2000.
Sjónvarpsþáttur þessi sýnir
mjög athyglisverðar rannsóknir á
veðri á jörðinni í mörg hundruð
þúsund ár og þeim sveiflum er
orðið hafa í hitastigi samkvæmt
mælingum á borkjarna úr Græn-
landsjökli. Samkvæmt þessum
borkjarnarannsóknum hefur hita-
stig á jörðinni sveiflast um meira
en 10 gráður frá tíma til tíma án
tilkomu mannsins.
Í þætti þessum er gerð grein
fyrir stöðu rannsókna á breyt-
ingum á veðurfari á jörðinni og
hugmyndum um hugsanlegar or-
sakir þeirra. Sveiflur þær sem orð-
ið hafa á veðurfari á jörðinni á síð-
ustu milljónum ára hafa ekki getað
orðið vegna aðgerða mannsins og
því erfitt að sjá að maðurinn sé
orðinn stjórnandi veðurs á jörð-
inni.
Sjónvarpsþáttur þessi er mjög
athyglisverður með viðtölum við
fjölda vísindamanna sem allir telja
að fara þurfi varlega í fullyrðingar
um áhrif mannsins og
gjörða hans á veð-
urfarið. Fram kemur í
viðtölum við vís-
indamennina að mikl-
ar veðurfarssveiflur
geta orðið á nokkrum
áratugum og hafi orð-
ið án aðstoðar manns-
ins í gegnum hundruð
þúsunda ára.
Það verður því að
teljast hættulegt það
ramakvein sem komið
hefur frá sjálfskipuðum spek-
ingum um að maðurinn sé orsaka-
valdur að hlýnun jarðar þegar
engar sannanir liggja fyrir um
hættulegar gjörðir mannsins. Er
þetta ramakvein spekinganna farið
að hafa áhrif á börn er óttast
framtíð sína vegna ósannra frá-
sagna spekinganna.
Ef sjónvarpið fæst til að sýna
þennan þátt frá árunum 1998-2000
ætti það að vera skylduverkefni í
skólum að börn horfi á hann ef það
minnkaði ótta þeirra gagnvart
þeirri „hamfarahlýnun“ sem spek-
ingarnir hafa blásið upp.
Þessi orð eiga ekki að minnka
varnaðarorð er varðar bætta um-
gengni mannsins á jörðinni en
subbugangur mannsins með dreif-
ingu á rusli er óviðunandi. Er full
ástæða til að hvetja til betri um-
gengni.
Hlýnun jarðar
Eftir Kristján
Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
» Athyglisverður
sjónvarpsþáttur um
breytingar á veðurfari
jarðar í mörg hundruð
þúsund ár.
Höfundur er fv. skipstjóri.
Öll átök sem valda
styrjöldum milli landa
eru vegna mismun-
andi skoðana ráðandi
afla í hvoru landi fyrir
sig. Oftast er um
hagsmunabaráttu að
ræða í einhverri
mynd.
Sú styrjöld sem nú
er háð milli Rússlands
og Úkraínu er að
mínu mati af til-
tölulega litlu tilefni, sem er þetta:
Þegar það spurðist að forseti
Úkraínu óskaði eftir inngöngu í
NATO urðu rússnesk yfirvöld
ókvæða við. Þau gátu ekki hugsað
til þess að erlent hernaðarbandalag
NATO kæmi með fótinn að landa-
mærum sínum. Óskuðu því Rússar
þess við stjórnvöld Úkraínu að þau
lýstu yfir hlutleysi, þannig að eng-
in breyting yrði á landamærum
ríkjanna. Þessu hafnaði forseti
Úkraínu illu heilli, sem orsakaði
það að Rússar hófu innrás í land
þeirra.
Í þessu tilfelli eru orsök og af-
leiðing stríðsins ekki síður forseta
Úkraínu að kenna. Önnur lönd sem
eiga landamæri að Rússlandi;
Finnland, Eystrasaltslöndin og
fleiri, hafa haft viðskipti við Rússa
án þekktra erfiðleika.
Rússar hafa í nokkrum tilfellum
verið okkur hliðstæðir. Þeir voru
þeir fyrstu sem viðurkenndu út-
færslu okkar í landhelgismálinu en
engin af nágrannalöndum okkar,
ekki einu sinni hinar Norður-
landaþjóðirnar, viðurkenndu rétt
okkar.
Þegar við áttum í stríði við
Breta í þorskastríðunum lokuðu
Bretar á öll viðskipti við okkur og
sendu herskip til að verja ólögleg-
ar fiskveiðar sínar í lögsögu okkar.
Þá keyptu Rússar af okkur allan
þann fisk sem Bretar
settu bann á.
NATO gerði ekkert
okkur til stuðnings í
átökum við Breta, þótt
í NATO-sáttmálanum
standi að sé ráðist á
eitthvert ríki sem í
NATO er, þá sé það
árás á bandalagið.
Pentagon í Banda-
ríkjunum er miðstöð
hernaðarmála og er
stjórnað af herfor-
ingjum og eigendum
hergagnaframleiðslu í BNA. Þar er
utanríkisstefna BNA mótuð, sem
felst í því fyrst og fremst að koma
á ófriði til að geta selt vopn, því
vopnaframleiðsla er stór atvinnu-
grein í BNA.
Blaðapressan í BNA og aðrir
fjölmiðlar, sjónvarps- og útvarps-
stöðvar eru svo til öll í eigu auð-
jöfra og þar er stundaður áróður
til að heilaþvo almenning. Það er
þekkt úr sögu Mið- og Suður-
Ameríku hvernig BNA hafa komið
fram við þau. Morðið á Alliende
forseta Síle t.d. er staðfesting þess.
Þegar auður einhverra hópa eða
þjóðar er bundinn við framleiðslu á
vopnum er ekki traustvekjandi að
eiga við þá samskipti.
Atlantshafsbandalaginu (NATO)
er stjórnað af BNA og utanríkis-
stefnu BNA er stjórnað af Penta-
gon og Pentagon er stjórnað af
auðjöfrum og vopnaframleiðendum
svo það er ekkert undarlegt þótt
NATO ausi nú vopnum frá BNA til
Úkraínu.
Orsök og afleiðing
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson
» Skoðun mín á
stríðinu milli Rússa
og Úkraínumanna.
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldri borgari.
hafsteinnsig@internet.is
Hamingjuleitin tek-
ur á sig margar mynd-
ir. Sumir leita að henni
í fjölskyldu- og vina-
tengslum, aðrir í
áhættusömum æv-
intýrum, trúar-
brögðum, ástinni og
veraldlegum gæðum.
Það hefur lengi verið
ljóst að erting ákveð-
inna heilastöðva með
rafskautum eða efnum framkallar
upplifun af sælu. Upplifun sem er
svo mögnuð að margir neytendur
missa áhugann á að leita hamingj-
unnar á öðrum stöðum. Þeir telja sig
hafa höndlað hina fullkomnu sælu.
Uppgötvun vellíðunarstöðva í heil-
anum hefur ýtt undir vonir um
möguleika á þróun efna sem örva
þessar stöðvar án neikvæðra auka-
verkana. Hugmyndin um „vellíð-
unarpillu“ án aukaverkana er skilj-
anleg, en þversögn. Því er nefnilega
þannig farið að stöðugt sæluástand
verður fljótlega viðmiðunarástand,
hið hversdagslega ástand. Sæluá-
hrifin vara bara tímabundið.
Sæla
Þegar einhver upplifir æðstu
mögulega sælu verður það viðmið-
unarástandið. Vegna þess að ekki er
til nein meiri sæla er
þetta ástand óþolandi
til lengdar. Þetta er
þversögn sælunnar. Ef
hversdagurinn er
byggður á hinni full-
komnu sælu er ekki
lengur mögulegt að
upplifa þá jákvæðu
breytingu sem er for-
senda sæluupplifunar.
Það er ekkert eftir.
Eina leiðin til að upp-
lifa aftur sælu er að
fara í fráhvarf og hrapa niður sælu-
stigann. Það er afskaplega óþægi-
legt. Nái viðkomandi að staldra við
nógu lengi á neðstu þrepum sælu-
stigans til að skapa nýtt hversdags-
ástand, á viðkomandi ef til vill ennþá
möguleika á eðlilegu lífi?
Ríkidæmi
Þetta er ekki ósvipað því sem ger-
ist þegar fólk reynir að verða ríkt.
Sá sem á ekki neitt verður ríkur um
hríð þegar hann eignast eina geit.
En fljótlega er hann bara maður
sem á eina geit og þráir að eignast
tvær. Eignist hann tvær og þrjár og
fjórar verður hann glaður. Á ein-
hverjum tímapunkti hættir hann að
vera fátækur, en hann verður aldrei
ríkur. Ríkidæmi er nefnilega svipað
alsælu að því leytinu til að það felst í
breytingu frá einu þrepi yfir á ann-
að. Það er því hægt að verða ríkur,
en ekki að vera ríkur. Meðan þú get-
ur eignast meira ertu aldrei ríkur.
Hamingja
Þótt sæla og ríkidæmi geti verið
hluti af því að höndla hamingjuna
tímabundið, þá er hamingjan allt
annað og meira. Ólíkt sælu og ríki-
dæmi getur hamingja verið viðvar-
andi. Hamingjusamur einstaklingur
upplifir innri ró og sátt við hlutskipti
sitt. Að leita að hamingju í ríkidæmi,
völdum og sælu getur í versta falli
hindrað okkur í að höndla hamingj-
una. Innhverf íhugun, núvitund, bæn
og þakklæti eru leiðir margra til
hamingju. Traust djúp vinátta virð-
ist einnig stuðla að hamingju. Er
mögulegt að fólk með krabbamein
geti verið hamingjusamt? Já, rann-
sóknir sýna það. Þótt við getum orð-
ið en ekki verið rík og alsæl, þá er
mögulegt að verða og vera ham-
ingjusamur.
Hamingjan góða
Eftir Ásgeir R.
Helgason
» Þótt við getum orðið
en ekki verið rík
og alsæl, þá er mögulegt
að verða og vera
hamingjusamur.
Ásgeir R. Helgason
Höfundur er dósent í sálfræði við
HR og sérfræðingur hjá
Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is