Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 ✝ Guðlaugur Ket- ill Ketilsson fæddist í Bolung- arvík 24. október 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. apríl 2022. Foreldrar hans voru Ketill Magn- ússon sjómaður og smiður, f. 16.8. 1885, d. 25.1. 1962, og Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir, f. 23.7. 1893, d. 11.7. 1988. Systkini Guðlaugs eru Elín Lovísa, f. 1912, d. 1920, Sum- arlína, f. 1914, d. 1944, Þórunn, f. 1916, d. 1962, Magnús Ágúst, f. 1918, d. 1983, Lovísa, f. 1921, d. 2020, Friðrik Guðmundur, f. 1923, d. 2008, Vilhjálmur Guð- mundur, f. 1926, d. 1939, Karl, f. 1927, d. 1927, Elías Þórarinn, f. 1928, Skúli, f. 1930, d. 2015, Lilja Fanney, f. 1932, d. 2014, Sigríður Hulda, f. 1936. Eiginkona Guðlaugs er Ingi- björg Rafnsdóttir f. 26.12. 1943. Þeirra börn eru: 1) Erna Björg, f. 24.11. 1964, gift Herði Sig- urbjarnasyni. Börn þeirra eru Agla, f. 1988, gift Salvari Georgssyni. Börn þeirra eru Rú- rik, f. 2012, Ernir, f. 2014, Erpur, f. 2019. Atli f. 1990, sambýlis- Guðlaugur var vinnumaður í sveit sem barn, bæði í Bakkaseli og Neðri-Bakka í Langadal. Á 16. ári stundaði Guðlaugur skak- veiðar með bróður sínum Elíasi. Árin 1953-1954 var hann vél- stjóri á ms. Hugrúnu sem var vöruflutningaskip. Eftir að hann hafði lokið námi í vélvirkjun starfaði hann sem bifreiðastjóri og viðgerðarmaður hjá Bifreiða- stöð Þórðar Þ. Þórðarsonar á Akranesi. Frá árinu 1969 kenndi Guð- laugur við Iðnskólann á Akra- nesi. Hann kenndi sérgreinar málmiðnaðarmanna ásamt raf- magnsfræði. Við stofnun Fjöl- brautaskólans var Guðlaugur ráðinn kennari í málm- iðngreinum og kenndi hann þar til ársins 1984. Árið 1979 stofn- aði Guðlaugur Vélaverkstæði Guðlaugs Ketilssonar. Þar vann hann meðfram kennslu fyrstu ár- in en svo alfarið frá 1984. Guðlaugur var í bygginga- nefnd Akraness í átta ár og stjórnarmaður í Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar í sjö ár. Hann hefur verið félagi í Rót- arýklúbbi Akraness frá 1983 og tvisvar verið forseti klúbbsins. Hann var félagi í Samfylking- unni og var áður í Alþýðubanda- laginu. Hann sat í eitt ár í bæj- arstjórn Akraness á vegum þess. Útför hans fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 10. maí 2022, klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat kona hans er Þór- unn Emma Sigurð- ardóttir. Barn þeirra er Aron Gauti, f. 2020. Breki, f. 1996. 2) Rafn Hafberg, f. 28.7. 1968. Kvæntur Lísu Sigríði Greips- son. Börn þeirra eru Greipur, f. 1999, Ingibjörg, f. 2001. 3) Birkir, f. 10.8. 1973. Kvæntur Sif Davíðs- dóttur. Börn þeirra eru Alex- andra Ýr, f. 1988, sambýlis- maður Bogi Hrafn Guðjónsson. Börn þeirra eru Ísak Máni, f. 2010, Viktoría Sif, f. 2014. Telma Rut, f. 1993. Vaka Lind, f. 1994. Lísa, f. 2006. Erna Karen, f. 2011. 4) Katla, f. 20.12. 1980. Gift Ólafi Sævarssyni. Börn þeirra eru Ylfa Örk, f. 2000, Björk, f. 2005, Aníta, f. 2006, Erin, f. 2014. Guðlaugur gekk í Barnaskóla Bolungarvíkur og síðar í Ungl- ingaskóla Bolungarvíkur í tvo vetur. Hann tók vélstjórapróf (pungapróf) á Ísafirði 18 ára. Tvítugur flutti hann til Akraness og lauk þar vélvirkjanámi hjá Vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts 1958. Hann lauk vélstjóranámi frá Vélskólanum í Reykjavík 1960 og rafmagnsdeild skólans 1961. Pabbi réð mig í vinnu snemma eða um 12 ára, þá fór ég um allt Akranes á reiðhjóli og rukkaði fyrirtæki og trillukarla, sumir borguðu strax og aðrir seinna. Ég fékk 1% af tölu reiknings borgað frá pabba, ég þurfti reyndar að læra að reikna það út hve mikið 1% er af tölunni sem stóð á reikn- ingnum. Það var auðvelt því pabbi kenndi mér það auðvitað. Síðar vann ég á vélaverkstæðinu frá fermingu og betri kennari finnst ekki en pabbi, sennilega einn þolinmóðasti og geðbesti maður sem ég þekki. Sama hvað ég var að gera þá kunni hann allt og lét mig gera sjálfan, þannig gat ég smám saman gert þetta sjálfur. Maður byrjaði að þekkja alla sem áttu viðskipti við vélaverkstæði Guðlaugs Ketilssonar sem það hét fyrst, og flestir sögðu: „Ef Gulli getur það ekki getur það enginn!“ Vá hvað þetta eru stór orð ef mað- ur spáir í það, en þetta er satt. Ég fór með pabba til Kanada og Tulsa í Oklahoma, hann var að leita að bíl. Hann var mjög duglegur að gera svona hluti, flytja inn bíla og fittings að utan. Keyrðum saman frá Tulsa til New York, sem nam nánast tveimur hringjum í kring- um Ísland. Þarna vorum við tveir saman og lentum í alls konar æv- intýrum. Svo fórum við saman á námskeið til Ringsted í Dan- mörku því pabbi keypti japanskan CNC-rennibekk um 62 ára gam- all, auðvitað lærði pabbi vel á hann og framleiddi mjög mikið fyrir allt og alla. Svo bilar allt og auðvitað gat bekkurinn bilað. Flestir þurfa mann að utan til að gera við svona bekk. Þeir hjá Jamazaki Mazak (bekkurinn) sögðu við pabba í sím- ann, mjög hissa: „Gulli, þú bara gerir allt sjálfur!“ Pabbi dúxaði í vélstjórnarskólanum, hann var í 3. bekkjar prófi í stærðfræði og vildi fá að reyna við 4. bekkjar próf, hann var ekki búinn með próftím- ann. Einkunn 10 fyrir 3. bekk og 9,7 fyrir 4. bekk! Ég fór í minni skólagöngu með lausnir frá pabba betri en kenndar voru í skólanum. Já, Gulli good var einstakur og munu minningarnar lifa með mér. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þinn Birkir. Elsku pabbi er farinn frá okkur eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. Ég var svo heppin að fá hann sem pabba. Ég er líka þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann í lífi mínu svona lengi. Hann var einfaldlega sá allra besti. Pabbi var fyrirmynd mín í lífinu. Hann var svo réttsýnn, skarpgreindur og hjálpsamur og var alltaf mættur ef eitthvert okk- ar stóð í einhverjum framkvæmd- um. Hann var líka svo ótrúlega þolinmóður og gaf manni enda- lausan tíma við að leiðbeina manni um alla hluti. Ósérhlífni og seigla eru orð sem lýsa honum vel. Pabbi kunni allt og gat allt. Fyrir honum voru allir jafnir. Ég leyfi þessum orðum að duga í bili. Ég sakna þin elsku pabbi og við pössum upp á mömmu fyrir þig. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Þín dóttir, Erna. Elsku besti pabbi minn. Ég á engin orð til að lýsa því hversu sárt það er að þú skulir vera far- inn frá okkur eftir stutt veikindi. Þú sem varst alltaf svo unglegur bæði í útliti og í þér, alltaf svo flottur hjá Lillu þinni. Þú varst líka svo klár, kunnir allt og vissir allt, gast gert við allt. Ég var alltaf mjög stolt af því að vera dóttir Gulla Ket. eða Gulla Good eins og við systkinin kölluðum þig. Ég var alltaf viss um að þú yrðir 100 ára miðað við hvernig þú varst. Þú hefur greinilega ekki ætlað þér að verða svona ekta gamalmenni. Þegar þú fékkst þær fréttir í jan- úar að þú værir með ólæknandi krabbamein þá gerðir þú lítið úr því, huggaðir okkur með því að þú hefðir átt frábært líf, værir ánægður með það sem þú hefðir afrekað og stoltur af fjölskyldunni sem þið mamma áttuð saman. Þú hélst samt áfram að vinna á verk- stæðinu þínu eins og þú gast þrátt fyrir veikindin. Húmorinn var alltaf til staðar. Í febrúar sagðirðu mér að þú værir loksins orðinn ellilífeyrisþegi þar sem þú værir orðinn 67 ára (þú varðst það fyrir 20 árum). Heiðarlegri mann var líka erfitt að finna, þú hringdir hinum megin á landið til að láta vita að það gleymdist að rukka þig fyrir tvo eftirrétti þegar þú varst að fara yfir reikninginn þegar heim var komið. Þessi saga lýsir þér svo sannarlega vel. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér. Þú fórst alltaf með mig í siglingu á sjómannadaginn, í skrúðgöngur og á ýmsa viðburði í bænum. Ég kaus frekar að vinna á verkstæðinu með þér á sumrin en að fara í vinnuskólann. Þú skiptir aldrei skapi. Þegar ég var 17 ára kom ég til þín á verkstæðið og sagði þér að ég væri búin að klessa bílinn minn. Þá sagðir þú bara: „Ég kíki á þetta á eftir,“ og hélst áfram að setja saman altern- atorinn. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur fjölskyldunni ef þess þurfti. Ef eitthvað bilaði þurfti aldrei neinn að bíða neitt, það var allt lagað á núll-einni. Þú hjálpaðir okkur Óla mikið í fram- kvæmdunum í nýja húsinu okkar, settir upp eldhúsið með Rabba og varst með í að flísaleggja það í mars. Þú varst líka góður afi, kenndir afastelpunum þínum að spila, reikna og lesa. Þú lagðir fyr- ir þær stærðfræðipróf og gafst þeim einkunn og kvittaðir svo undir. Þú varst svo einstakur, hjálp- samur, góður, heiðarlegur, fynd- inn, skemmtilegur, klár, frábær og dýrmætur. Besta uppskrift að pabba sem til er og ég er svo ótrú- lega þakklát fyrir þig elsku pabbi. Elska þig mest, sjáumst síðar – þín Katla. Elsku afi minn, það er ótrúlega sárt að þurfa að kveðja þig. Afi Gulli minn sem átti að vera eilífur, en eftir sitja dýrmætar minningar um harðduglegan og hjálpsaman mann sem vissi allt og allt gat. Ég minnist þín með þakklæti og stolti, ég var stolt að vera afabarn- ið þitt og þú komst ávallt fram við mig sem og aðra á jafningja- grundvelli. Þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða mig, sama hvað bjátaði á, og ég gat alltaf stólað á þig, hvort sem það tengdist því að sækja og draga bílinn minn sem bilaði í miðju hringtorgi eða kenna mér heilu stærðfræðidæmin. Ég hef alltaf verið með stjörnur í aug- unum yfir þér og þinni vitneskju og kunnáttu. Ég valdi alltaf að ferðast með þér og ömmu í bíl þegar við fórum í útilegur og sama hvort við ferðuðumst um Vest- firði, Vesturland, Norðurland eða Austurland þá gastu lýst helstu staðháttum og örnefnum á leið okkar. Mín uppáhaldsminning um okkur er þegar ég vann tvö sumur með þér á verkstæðinu þínu. Ég sakna þín og mun ávallt sakna þín elsku hugmyndaríki og hæfileika- ríki afi minn. Hjartans þakkir fyr- ir allt sem þú hefur kennt mér, þú varst sannur vinur í raun. Þín Ylfa. Mér finnst ennþá svo óraun- verulegt að hugsa til þess að þú sért ekki með okkur lengur elsku afi. Við vitum öll að okkar tími mun koma einn daginn og að við munum missa ástvini á leiðinni. En í einfeldni minni lifði ég í þeirri trú að þú yrðir einn af þeim sem myndu lifa til 100 ára. Það kom bara ekkert annað til greina í mín- um huga. Ég hugga mig þó við þá tilhugsun að nú ertu sameinaður fjölskyldunni frá Jaðri á ný. Ég var aldrei jafn stolt og þeg- ar kom að því að tilkynna ein- hverjum hverra manna ég væri, og ég gat sagt þeim að ég væri elsta barnabarnið hans Gulla Ket. Allir vissu hver Gulli Ket. var auð- vitað. Fyrir mér varst þú sá klárasti, sá úrræðabesti og það var hrein- lega ekkert sem þú vissir ekki eða kunnir ekki. Þú varst og ert mín helsta fyrirmynd í lífinu, og vissu- lega ein ástæða þess að ég valdi að læra verkfræði. Og mögulega líka ástæða þess að ég held upp á allt og ekkert, því ég veit það verða not fyrir það einhvern tímann. Því þú hafðir þann einstaka hæfileika að sjá notagildi í nánast öllu, og geta lagað hvað sem var með ein- hverju sem þú sérsmíðaðir. Þess- um hæfileikum þínum var þér líka mikið í mun að miðla áfram, því þó að þú vildir allt fyrir alla gera, þá vildirðu líka að viðkomandi væri viðstaddur, svo að næst gæti sá hinn sami lagað þetta sjálfur. Eins og þegar þú réðst mig, unglings- stelpuna, í sumarvinnu á verk- stæðinu. Ég hélt að sumarvinnan fæli í sér þrif og frágang á verk- stæðinu, en nei, þú settir mig í al- vöruvinnu, og kenndir mér á rennibekkinn í staðinn, og saman hlustuðum við á gufuna allan dag- inn. Nokkuð sem ég er svo inni- lega þakklát fyrir í dag að hafa fengið að upplifa. Ég vildi óska þess að við hefð- um getað fengið örlítið lengri tíma saman. Svo margar sögur sem ég átti eftir að heyra og svo margt sem ég átti eftir að læra af þér. Eitt af því seinasta sem við ræddum saman um voru máls- hættir. Ég sagði þér frá máls- hættinum sem ég fékk sem mér fannst svo viðeigandi: „Sá lifir leiðu lífi sem lifir aðeins fyrir sig.“ Því þú afi lifðir aldeilis ekki leiðu lífi, og þú lifðir alls ekki bara fyrir þig. Þú gafst þig allan í að vera eiginmaður, faðir, afi og langafi og vera alltaf til staðar fyrir þína. Við fjölskyldan vitum hvað þú elskaðir okkur mikið og hvað þú varst stoltur af okkur öllum. Börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Og ég vona að þú hafir vitað hvað þú varst elskaður. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Agla. Þegar ég minnist afa þá minn- ist ég þess hvað ég er heppin að vera í Gulla Ket-ættinni, rauðu ættinni. Í rauðum bol og með rauða derhúfu merkt Gulli Ket. Hann afi var ríkur maður því hann átti nána og stóra fjölskyldu. Ætt- armótin voru á tveggja ára fresti og það voru skemmtilegustu við- burðirnir. Við sungum og dönsuð- um saman. Það var líka fjör í öll- um útilegum því afi spilaði við hvert tækifæri á harmonikuna. En hann afi var líka ótrúlega klár og hjálpaði flestum í stærðfræði þegar við barnabörnin þurftum að læra fyrir stærðfræðipróf. Hann gerði það með glöðu geði. Frá því að ég var lítil minnist ég þess að gista oft hjá ömmu og afa á Garða- brautinni. Alltaf rétt fyrir mat lagðist hann á gólfið, lokaði aug- unum og hlustaði á fréttir. Ég sat í sófanum og starði á hann. Afi var þekktur fyrir að kunna á nýjustu tækni í tölvum og síma. Hann var algjör táningur þegar kom að því. Hann átti nýjustu Apple-tölvurn- ar og þá elstu. Hver heimsókn til afa og ömmu byrjaði á því að setj- ast niður með afa fyrir framan tölvuna til að sýna mér myndirnar frá nýjustu útlandaferðinni og hlusta á sögurnar. Skemmtileg- ustu minningarnar mínar eru frá verkstæðinu hans, þar sýndi hann mér allar græjurnar og ég horfði á hann og pabba vinna. Lyktin af verkstæðinu situr sterk í minni mínu því mér leið svo vel hjá hon- um. En þegar ég varð eldri var okkar helsta áhugamál að ræða um pólitík saman. Því hann trúði að allir væru jafnir og ég tók hann til fyrirmyndar í því. Ég dáði hann fyrir að vera svona góður maður og hvað hann elskaði ömmu mikið. Elsku afi okkar, þú varst einstak- ur og mun ég alltaf minnast þess- ara góðu minninga sem ég á um þig. Hvíldu í friði. Þín Vaka Lind. Guðlaugur Ketill Ketilsson - Fleiri minningargreinar um Guðlaug Ketil Ket- ilsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN KARLSSON vélvirki, áður Hamrabergi 12, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 12. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Karl Kristinsson Linda María Ólafsdóttir Elfa Kristinsdóttir Viðar Ófeigsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær og elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KNÚTUR EGILSSON, lést föstudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13. maí klukkan 15. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjávarhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun. Slóð á streymi: https://promynd.is/gudmundur Hlekk á steymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat Athöfnin verður túlkuð á táknmál. Bryndís Guðmundsdóttir Árni Sigfússon Magnús Guðmundsson Kajsa Arena Ragnheiður E. Guðmundsd. Gunnar Salvarsson Guðjón Gísli Guðmundsson María Guðrún Guðmundsd. Steingrímur Sigurgeirsson barnabörn og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÓLAFSSON, læknir og fyrrv. landlæknir, lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 13. maí klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: https://youtu.be/Y4tcd3Yr5q4 Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat Ólafur Ólafsson Magnfríður S. Sigurðardóttir Ásta Sólveig Ólafsdóttir Ágúst Kárason Ingibjörg Ólafsdóttir Bjarni Ólafur Ólafsson Margrét Sigmundsdóttir Páll Ólafsson Sigríður Dóra Gísladóttir Gunnar Alexander Ólafsson Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Grímur Ólafur Eiríksson Bryndís U. Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN EINARSSON rennismíðameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 2. maí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 13. maí klukkan 13. Einar Þór Guðmundsson Sigríður Hellen Sveinsdóttir Allan Muller Hjördís Erla Sveinsdóttir Alexander Eyjólfsson Páll Baldvin Sveinsson Berglind Sigurðardóttir Geir Grétar Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.