Morgunblaðið - 10.05.2022, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Botsía kl. 10.
Postulínsmálun kl. 12.30.Tálgað í tré kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með
Milan kl. 10. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16.
Karlakórsæfing kl. 12.45. Brids kl. 12.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. S. 411-2600.
Áskirkja Við spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar
kl. 20, þetta er jafnframt síðasta spilakvöldið í bili. Hefjum spilakvöld
aftur um miðjan september. Nánar auglýst er nær dregur. Allir vel-
komnir, Safnaðarfélag Áskirkju.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjáns-
dóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kyrrlát stund
með tónlist, hugleiðingu og bæn. Eftir stundina er boðið upp á súpu
og brauð á vægu verði. Félagsstarf eldri borgara kl. 13. Svava
Kristín Ingólfsdóttir mezzó-sópran söngkona er gestur okkar. Verið
hjartanlega velkomin.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12.Thai chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV
kl. 13-13.10. Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bóka-
bíllinn kl. 14.45.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jóns-
húsi, kl. 11 stóla-jóga í Kirkjuhvoli, kl. 12.30-15.40 brids í Jónshúsi,l kl.
12.40 Bónus-rúta frá Jónshúsi, kl. 13 gönguhópur frá Smiðju, kl. 13
glernámskeið í Smiðju, kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleikfimi í Sjálandi, kl.
16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju.
Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til gamans gert, s.s. spilað, spjallað
og sungið. Að opna húsinu loknu er boðið upp á kaffi og meðlæti.
Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12. Kyrrlát
stund með fyrirbænum og altarisgöngu. Verið öll velkomin!
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Brids kl.
13. Helgistund kl. 14. Gönguhópur, lengri ganga kl. 14. Hádegismatur
kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Botsía kl. 10. Helgistund í Borgum kl. 10.30.
Spjallhópur í Listasmiðju kl. 13. Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 14.
Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Bútasaumshópur í
handverksstofu kl. 9-12. Hópþjálfun með Sólu í setustofu kl. 10.30-11.
Bókband í smiðju kl.13-16.30. Qi-gong með Veroniku í handverksstofu
kl. 13.30-14.30 og síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýs-
ingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.10. Kaffikrókur frá kl. 9. Pútt á Skóla-
braut kl. 10.30. Félagsvist á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðar-
heimilinu k. 14. Örnámskeið; roð / leður á neðri hæð félagsheimilis kl.
15.30. Skráning hafin á vorfagnað sem verður á Skólabraut fimmtu-
daginn 19. maí. Grillvagninn og skemmtun. Einnig er hafin skráning í
sumarferðina á Langjökul fimmtudaginn 16. júní. Uppl. og skráning í
síma 8939800.
intellecta.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Borðstandar
Sandblástursfilmur
alltaf - allstaðar
mbl.is
✝
Bjarney Jóns-
dóttir fæddist
16. maí 1927 í Sel-
koti í Þingvalla-
sveit. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 29. apr-
íl 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún Ein-
arsdóttir, f. 10.
október 1894 á Núpi
í Dýrafirði, d. 26.
september 1951, og Jón Bjarna-
son, trésmiður og bóndi, f. 8.
október 1888 í Reykjavík, d. 21.
október 1976.
Bjarney ólst upp í glöðum
systrahópi hjá foreldrum sínum,
fyrst í Selkoti, en frá 1936 í
Reykjavík. Systur hennar voru
fimm, þær Guðný, f. 1919, d.
1985, Kristrún, f. 1922, d. 2016,
Valgerður, f. 1924, d. 2006,
Bjarndís, f. 1934, og stúlka, f.
1936, d. 1936.
Hinn 30. nóvember 1947 giftist
2017. 2) Guðrún, f. 5. júlí 1954,
eiginmaður Sumarliði Jónsson, f.
27. október 1952. Dætur þeirra
eru a) Dagbjört Íris, f. 1973, gift
Guðjóni Páli Einarssyni, f. 1967,
börn þeirra Diljá Rún, f. 1999,
sambýlismaður Oliver Egesø, f.
1996, dóttir Elína María, f. 2020,
og Einar Páll, f. 2004. b) Drífa
Ósk, f. 1978, sambýlismaður
Kristinn Helgi Sveinsson, f. 1978,
dætur þeirra eru Kristín Helga,
f. 2003, Eyrún, f. 2009, og María,
f. 2013. Fyrir átti Einar Pétur
eina dóttur, Ásdísi Berg, f. 28.
apríl 1942. Hún er gift Guðmundi
Rafnari Valtýssyni, f. 13. október
1937, og eiga þau þrjú börn og
átta barnabörn. Þau Bjarney og
Einar Pétur fóstruðu frá unga
aldri Baldur Arnvið, sonarson
sinn.
Bjarney gekk í Miðbæjarskól-
ann og Gagnfræðaskólann við
Lindargötu og vann m.a. sem
læknaritari fram að giftingu.
Eftir að börnin uxu úr grasi
stundaði hún verslunarstörf og
vann á saumastofu og í þvotta-
húsi meðfram heimilisstörf-
unum.
Útför Bjarneyjar fer fram frá
Áskirkju í dag, 10. maí 2022,
klukkan 13.
Bjarney Einari
Pétri Elíassyni vél-
stjóra, f. 19. júní
1921 á Flateyri í Ön-
undarfirði, d. 25.
júní 2015. Þau
bjuggu nær allan
sinn búskap í Sig-
túni 43 í Reykjavík
og eru börn þeirra
tvö: 1) Kristinn, f.
15. júlí 1948, fyrri
eiginkona Magnea
J. Matthíasdóttir f. 13. janúar
1953 (þau skildu). Sonur þeirra a)
Baldur Arnviður, f. 1970, kvænt-
ur Birte Harksen, f. 1970. Synir
þeirra eru Matthías, f. 1996, sam-
býliskona hans er Álfheiður
Edda Sigurðardóttir, f. 1996, og
Bjarki, f. 2001. Seinni eiginkona
Kristins er Margrét Hallsdóttir,
f. 12. ágúst 1949. Dætur þeirra b)
Bjarnheiður, f. 1982, og c) Líney
Halla, f. 1984, gift Sigurði Ægi
Jónssyni, f. 1984, synir þeirra eru
Jón Sölvi, f. 2012, og Elías Dór, f.
Elsku amma Eyja er jarðsett í
dag eftir stutt veikindi. Amma
Eyja sem alltaf var svo hress og
hugsaði ávallt svo vel um sjálfa
sig, passaði vel upp á hreyfingu
og mataræði og var heilsuhraust
alla sína ævi. Það leið ekki sá
dagur að amma færi ekki í
gönguferð um Laugarneshverfið
ef veður leyfði. Ég ólst upp í
sama húsi og amma og afi bjuggu
en þau bjuggu á efri hæðinni í
Sigtúni 43 og var því alltaf stutt
fyrir mig að hlaupa upp til þeirra
ef eitthvað bjátaði á, alltaf var
manni tekið opnum örmum, sama
hvað. Amma var einstaklega
elskuleg og hlý kona og var ekki
bara amma heldur minn besti
vinur. Ávallt reiðubúin að hjálpa
ef hún gat, svo var líka svo gam-
an hvað hún var þolinmóð að
hlusta og útskýra. Þær eru ótelj-
andi stundirnar sem við eyddum
saman, hvort sem það voru fjöru-
ferðir, gönguferðir, berjamór,
ferðalög, leikhúsferðir eða bara
að spjalla við eldhúsborðið. Við
áttum ótal margar skemmtilegar
stundir en amma gat alltaf komið
mér í gott skap. Hún var alltaf
mjög lagin við að finna það já-
kvæða og góða í öllu og öllum. Ég
flutti til Danmerkur árið 2016 og
höfðu því stundirnar okkar og
spjallið færst mikið til í símann
og stundum á spjaldið þegar
mamma fór í heimsókn upp. Allt-
af var hún kát og brosandi og
aldrei var langt í hláturinn. Þeg-
ar ég kom svo í heimsókn núna
eftir páska og heimsótti hana á
Vífilsstaði þar sem hún var í
hvíldarinnlögn var ekki langt í
fallega brosið hennar og já-
kvæðnina. Hún amma var svo
sannarlega fyrirmynd mín í einu
og öllu og hennar verður sárt
saknað. Elsku amma mín, ég er
sannfærð um að afi hefur tekið
vel á móti þér í sumarlandinu.
Takk fyrir samfylgdina og alla
ástina, við hittumst í sumarland-
inu þegar minn tími kemur.
Bless í bili og skilaðu kveðju til
afa Einars.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín
Dagbjört (Dagga).
Elsku amma. Ég er enn að ná
áttum yfir því að þú sért farin frá
okkur úr þessari jarðvist. Þó svo
þú hafir náð þessum háa aldri er
þetta samt alveg jafn sárt. Það
erfiðasta við síðustu dagana þína
var að fá ekki að heimsækja þig
eins oft og mig langaði til, en mér
til huggunar fékk ég að halda í
hönd þína alveg fram að loka-
stundu.
Það voru ekki allir jafn heppn-
ir að eiga svona yndislega ömmu
og það voru forréttindi að fá að
alast upp í sama húsi og þú. Ég
þurfti ekki að fara í leikskóla eða
frístund þar sem ég gat alltaf
stólað á það að koma til þín þar
sem þú tókst á móti mér með
bros á vör.
Ég hef verið spurð að því und-
anfarið hvernig kona þú varst og
ég var fljót að svara því. Þú varst
hlý, klár, alltaf tilbúin að taka á
móti mér sem og öðrum, hækk-
aðir aldrei róminn og kenndir
okkur svo margt. Ef ég þurfti
ráðleggingar gat ég alltaf leitað
til þín, en þú sagðir mér aldrei af-
gerandi hvað ég átti að gera
heldur hjálpaðir mér að finna
bestu niðurstöðuna. Einnig
varstu ótrúlega þolinmóð að að-
stoða mig í gegnum námið þegar
ég kom upp í leit að aðstoð.
Eitt af því skemmtilegasta
sem þú gerðir var að vinna í
garðinum og sjá til þess að blóm-
in þín væru þau fallegustu í göt-
unni. Þessu áhugamáli náðir þú
að smita mig af og dreymdi mig
alltaf um að eignast garð og
sanka að mér alls konar mismun-
andi blómum. Þegar ég eignaðist
loksins minn garð hlakkaði ég
mest til að fá þig í heimsókn eða
taka mynd af blóminu svo ég
gæti heimsótt þig og rætt um
nýju plöntuna.
Ég á eftir að sakna þess svo
mikið að ná ekki að hitta þig til
að taka spjall um heima og
geima. Bið að heilsa afa í sum-
arlandinu. Við sjáumst þar síðar
meir.
Þín
Drífa.
Það var alltaf skemmtilegt að
kíkja í heimsókn til ömmu okkar
því oftar en ekki voru teknir
fram kubbarnir, steinarnir og lit-
irnir okkur til gamans og gátum
við dundað okkur í langan tíma.
Amma var alltaf brosandi, síkát
og mikil barnagæla sem gaman
var að vera kringum.
Elsku amma, takk fyrir allar
samverustundirnar, brosin og
hlátrasköllin.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
Leggjum svo kinn við kinn,
komdu með faðminn þinn.
Hátt yfir hálsinn minn,
hönd þína breið.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa)
Við eigum eftir að sakna þín.
Diljá Rún, Kristín Helga,
Einar Páll, Eyrún, María og
Elína María.
Elsku amma okkar. Maður
trúir ekki að þú sért farin frá
okkur. Þú varst besta kona sem
ég hef kynnst og ert mín mesta
fyrirmynd. Þú varst alltaf svo já-
kvæð, glöð og tókst alltaf á móti
okkur með fallegasta brosið þitt.
Þú náðir ekki aðeins að verða
langamma heldur líka langa-
langamma. Ég man síðast þegar
við hittumst í heimsókn á Íslandi
hvað þú varst glöð að sjá litlu
dömuna og ég er svo ánægð að
þið hafið náð að kynnast. Er svo
þakklát að hafa fengið að eiga
góðar stundir með þér. Við eig-
um eftir að sakna þín rosalega
mikið elsku amma okkar. Þú
mátt knúsa afa Einar frá mér og
Elínu Maríu.
Þín
Diljá.
Loksins fékk elsku amma að
fylgja afa yfir í sumarlandið. Ég
á svo ótalmargar góðar minning-
ar um þau. Við Bjarnheiður syst-
ir fórum reglulega í heimsókn í
Sigtúnið þegar við vorum litlar,
sérstaklega þegar þurfti að
draga fram óargadýrið ryksug-
una heima hjá okkur, skilst mér.
Fyrsta árið mitt í grunnskóla
röltum við Bjarnheiður systir til
þeirra eftir skóla, fórum með afa
að ná í ömmu í vinnuna á lag-
ernum í Hagkaupum, borðuðum
hádegismat og dunduðum svo
hjá þeim fram eftir degi. Þá var
litað og klippt í alls kyns renn-
inga (eins og amma kallaði papp-
ír), spilað á spil, hlustað á snæld-
ur, hestarnir á túninu hinum
megin við götuna gjarna heim-
sóttir, Drífa frænka fengin með í
playmo-leik og þónokkuð margar
skálar af skyri með ömmu-
skammti af sykri runnu ljúflega
niður. Þegar við systur fengum
að gista í Sigtúninu vó hlýjan og
gæskan í afa og ömmu á móti
fiðrildunum í maganum og við
sofnuðum yfirleitt vandræðalítið
út frá tifinu í langafaklukku í
borðstofunni. Seinna þegar ég
var táningur varð það fastur lið-
ur í tilverunni að koma við í Sig-
túninu á leið heim úr trompet-
tíma á föstudögum; fá
skógarberjate, brauð og kex og
spjalla svo lengi við ömmu í nota-
legheitum inni í stofu (afi sat hjá
okkur og rabbaði með af og til, en
lokaði eyrunum að mestu, sáttur
og slakur). Svo eru það matar-
minningarnar um skötu, jóla-
hangikjöt og -súkkulaði, ömmu-
kæfu, sunnudagslamb og smurt
brauð í fjöruferð og berjamó.
Amma var einstaklega hlý og
góð. Hún var mjög hógvær og
gerði gjarna lítið úr því sem hún
hafði að bjóða. Talaði til dæmis
kímin um að hennar vinsælasta
terta, kaffitertan, væri ósköp
ómerkileg og hafði sífellt áhyggj-
ur af því að (barna)barnabörn-
unum myndi leiðast hjá sér. Sem
þó var að sjálfsögðu aldrei raun-
in, því alltaf var nóg við að vera.
Þó ekki væri nema hinir ótal-
mörgu sófapúðar í stofunni sem
Elías Dór þreyttist aldrei á að
hrúga saman á ýmsa vegu þegar
hann heimsótti langömmu sína,
eða gömlu miðarnir af dagatals-
kubbinum sem Jón Sölvi bróðir
hans greip og bjó til pínulitla
báta og skutlur.
Amma hafði mikinn áhuga á
jurtum og blómum og fékk útrás
fyrir þann áhuga með til dæmis
garðrækt í Sigtúninu og göngu-
ferðum um Grasagarðinn. Hún
heklaði líka heilmikið, saumaði út
og prjónaði, þar til hún sagðist
vera orðin of „löt“ fyrir hannyrð-
ir. Hún hafði alltaf gaman af að
lesa og gerði það eins lengi og
sjónin leyfði. Hún var líka dugleg
að hreyfa sig, gekk flest sem hún
þurfti og fór reglulega í göngutúr
inn í Laugardal meðan heilsan
leyfði.
Það var mjög erfitt að þurfa að
taka mörg löng heimsóknarhlé
síðustu tvö árin og mig grunar að
þau hafi tekið verulega á ömmu,
að geta ekki hitt fólkið sitt sem
henni þótti svo vænt um. Símtöl
koma ekki almennilega í staðinn
fyrir gott knús og að sitja saman
yfir tebolla, sérstaklega þegar
ellin færist yfir. En nú er amma
komin til hans afa, foreldra
sinna, eldri systra og mága, það
held ég verði fagnaðarfundir. Við
hin sitjum eftir og njótum minn-
inganna með þakklæti í hjarta
fyrir mörg góð ár með sérlega
góðhjartaðri konu.
Líney Halla.
Bjarney
Jónsdóttir
Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar og ömmu
okkar,
SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
sérkennara frá Seli í Grímsnesi.
Kristján Sigtryggsson
Aðalbjörg Skúladóttir Árni Kristinn Skúlason
Halldóra Þórdís Skúladóttir Kristján Pálmi Ásmundsson