Morgunblaðið - 10.05.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ
GARÐA
blaðið
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
– meira fyrir lesendur
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 27. maí
SÉRBLAÐ
Allt um garðinn, pallinn,
heita potta, sumar-
blómin, sumarhúsgögn
og grill ásamt ótal
girnilegum uppskriftum.
30 ÁRA Elías er úr Árbænum en
býr í Mosfellsbæ. Han er með meist-
aragráðu í geislafræði frá Háskóla
Íslands og starfar sem geislafræð-
ingur hjá Hjartavernd. Áhugamálin
eru að vera með fjölskyldunni og
spila á gítar. „Ég spila helst eitthvað
íslenskt eins og Bubba.“
FJÖLSKYLDA Elías er í sambúð
með Gerðu Jónu Ólafsdóttur, f. 1992,
fatahönnuði. Synir þeirra eru Tómas
Óli, f. 2017, og Emil Örn, f. 2021.
Foreldrar Elíasar eru Jóhannes
Eiríksson, f. 1961, framkvæmda-
stjóri hjá Eyjalind ehf., og Kolbrún
Lind Steingrímsdóttir, f. 1962,
sjúkraliði og starfar á sambýli. Þau
eru búsett í Árbænum.
Elías Jóhannesson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Mikill áhugi þinn á vissu málefni er
misskilinn sem áhugi á persónu sem veit
mikið um málefnið. Reyndu að taka ekki all-
ar heimsins áhyggjur inn á þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Misskilningur og tafir hafa sett svip
sinn á líf þitt að undanförnu. Það er góð
regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt
atvik setji ekki allt úr skorðum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú færð alltof lítinn tíma til að
sinna verkum þínum. Láttu það eftir þér að
vera þú sjálfur og hafðu ekki áhyggjur.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Maður má aldrei missa sjónar á tak-
markinu, jafnvel þótt eitthvað kunni að blása
á móti. Leitaðu þér ráðgjafar og haltu svo
þínu striki þar til árangur næst.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú getur mætt hvaða áskorun sem er
ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Mundu að
sýna öðrum þá tillitssemi, sem þú vilt sjálfur
njóta.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú þarft að hafa alla hluti á hreinu
áður en þú tekur ákvörðun í veigamiklum
málum. Lausn verkefnis þíns liggur nær þér
en þig grunar í fljótu bragði.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að gefa þér tíma til þess að
styrkja tengsl við aðra sem eru þér einhvers
virði. Farðu þér hægar og þá gengur dæmið
upp.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Allt hefur sinn stað og stund og
nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið
þegar það gefst. Haltu þig við áætlanir þínar
og fáðu alla þá í lið með þér sem þú getur.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Niðjar og ættingjar kunna að
verða of uppáþrengjandi. Einmitt þegar þú
ert alls ekki í skapi fyrir ótilgreinda og krefj-
andi manneskju stingur hún upp kollinum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Láttu vera að taka einhverja
áhættu ef þér finnst landið liggja illa. Vertu
bara sjálfum þér samkvæmur og gerðu ekk-
ert vanhugsað því þá mun allt fara vel.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það sem gerist í dag er að mestu
leyti eitthvað sem þú getur ekki ráðið við.
Láttu ekkert verða til að egna þig upp.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú þráir stöðugleika í samböndum
þínum en stöðugleiki er ekki mögulegur eins
og stendur. Reyndu að sýna umburðarlyndi
og þolinmæði.
meðferð langveikra barna. Ísland
varð fyrst Norðurlanda til að stofna
Íslandsdeild samtakanna sem var þá
nefnd: Norræna félagið um þarfir
sjúkra barna. Íslandsdeildin hlaut síð-
ar nafnið Umhyggja sem er vel þekkt
meðal allra íslendinga í dag fyrir gríð-
arlega mikilvæg störf í þágu lang-
veikra barna og fjölskyldna þeirra.“
Þá hóf Helga vinnu á sjúkrahúsinu
Vogi, SÁÁ þar sem hún starfaði í tvö
ár. „Á þeim tíma var talsverð aukning
á áfengis- og fíkniefnavanda unglinga
og æskilegt var að byggja upp
ákveðna meðferð fyrir þá unglinga
sem komu til innlagnar og fræða og
upplýsa foreldra þeirra.
Vinnan á Sjúkrahúsinu Vogi var
sérstaklega lærdómsrík og fróðleg og
stuðlaði að mikilvægri rannsóknar-
vinnu hjá mér sem fljótlega var birt í
Tímariti norrænna geðlækna.“
Áður hafði Helgu verið falið að vera
fulltrúi Íslands í norrænni rannsókn-
arnefnd barna- og unglingageðlækna
sem voru að gera samnorræna rann-
sókn á geðheilsu barna og unglinga.
Þessi vinna leiddi til þess að Helga
hóf doktorsnám í Turku í Finnlandi í
barna og unglingageðlækningum.
Helga lauk þaðan doktorsnámi árið
2002 eða fyrir 20 árum og doktorsrit-
gerð Helgu fjallar um Geðheilsu
barna og unglinga á Íslandi og var
fyrsta doktorsritgerð í sérgreininni á
Íslandi. „Það var vissulega áhugavert
að stuðla að því að auka vísindalega
þekkingu innan barna og unglinga-
sjúkrahúsi til þess að fleiri gætu nýtt
sér þekkinguna og þjónustuna án
þess að þurfa að vera inniliggjandi á
sjúkrahúsi eða í tengslum við spítala.“
Helga hóf fljótlega störf á Barna-
og unglingageðdeild eftir heimkom-
una og starfaði þar samfellt í 18 ár.
„Starfið þar var fjölskyldumiðað og í
beinu framhaldi af því sérnámi sem
ég var í á geðdeild Strong Memorial
sjúkrahúss. Fjölskyldan var í fyrir-
rúmi og greining vandamálaáttuð og
áhersla lögð á að fyrirbyggja og
lækna samskiptavanda innan fjöl-
skyldna með margvíslegu móti.“
Á þeim árum var Helgu falið að
vera fulltrúi Íslands í samnorrænni
nefnd sem Helga starfaði í um 20 ára
skeið. „Markmið þessarar nefndar
var að stofna regnhlífarsamtök heil-
brigðisstétta innan Norðurlanda til að
stuðla að aukinni velferð og bættri
H
elga Hannesdóttir
fæddist 10. maí 1942 í
Reykjavík og ólst upp í
foreldrahúsum í mið-
bæ Reykjavíkur og bjó
þar í 30 ár.
Helga var í Miðbæjarskóla og naut
þeirrar gæfu að hafa sama kennara
allan grunnskólann. Síðan fór Helga í
landspróf við Vonarstræti og í
Menntaskólann í Reykjavík og lauk
þaðan stúdentsprófi árið 1962 frá
máladeild. „Það voru mikil forrétt-
indaár að vera í MR en þar eignaðist
ég ævilanga vináttu margra skólafé-
laga minna. Við höfum hist reglulega
og alltaf jafn gaman að rifja upp gaml-
ar minningar menntaskólaáranna og
kynnast því hvernig æviferill okkar
hefur þróast eftir útskrift úr MR.
Helga fór síðan í nám í læknadeild
HÍ og lauk kandídatsprófi árið 1969.
„Í útskriftarhópnum voru aðeins tvær
konur þetta ár, Helga og Bergþóra
Ragnarsdóttir sem síðar varð svæf-
ingalæknir. Það eru breytt kynja-
hlutföll í dag innan læknadeildar þar
sem konur eru nú í meirihluta við út-
skrift úr deildinni.“
Að því loknu hóf Helga sérnám í
Rochester í New York-ríki. „Í fyrstu
ætlaði ég í sérnám í barnalækningum
en valdi síðan geðlækningar og sé ekki
eftir því. Strong Memorial Hospital,
University of Rochester varð fyrir
valinu en þar hafa margir íslenskir
læknar verið í sérnámi í læknisfræði
og einnig í tónlistarnámi við Eastman
School of Music sem tengist háskólan-
um. Spítalinn var þá talinn einn af 10
bestu háskólasjúkrahúsum í Banda-
ríkjunum enda sérnám þar mjög eftir-
sótt. Helga dvaldi í Rochester í fimm
ár. Þau ár voru afar lærdómsrík,
ógleymanleg en erfið.“
Þegar heim kom hóf Helga störf á
geðdeild Landspítala. „Þá var í bygg-
ingu ný geðdeild Landspítala við
Hringbraut sem mikill fengur var að
fá og gjörbreytti nýja geðdeildin öllu
viðhorfi til geðlækninga í landinu. Það
voru talsverð viðbrigði að koma heim
frá Bandaríkjunum og fara að vinna á
Landspítala.“ Helga stundaði jafn-
framt geðlækningar á eigin stofu,
Lækninga og sálfræðistofunni. „Mér
þótti mikilvægt að geta stundað bæði
skjólstæðinga á einkastofu og á
geðlækninga, háskóla HÍ og geð-
deildar Landspítala sem síðar hefur
leitt til aukinna rannsókna í sérgrein-
inni og háskólaþekkingar. Niðurstöð-
ur doktorsritgerðarinnar sýndu fram
á að íslensk börn höfðu þá bestu geð-
heilsu barna á Norðurlöndum.“
Síðan starfaði Helga á geðdeild
Borgarspítalans í Fossvogi sem
tengdist síðar geðdeild Landspítala
við samruna spítalanna. Þar starfaði
Helga sérstaklega við samráðskvaðn-
ingar fyrir geðdeildina síðustu árin
þar til Helga hætti störfum á Land-
spítala árið 2012.
Helga hefur unnið að ýmsum rann-
sóknum í geðlæknisfræði og flutt er-
indi um niðurstöður þeirra víða er-
lendis og birt margar greinar í viður-
kenndum fræðiritum. Helga hefur
einnig gegnt ýmsum félagsstörfum
t.d. verið tvisvar formaður í Félagi ís-
lenskra barna- og unglingageðlækna,
einnig kennt læknanemum til margra
ára og kennt í Hjúkrunarskóla Íslands
og Þroskaþjálfaskólanum. Helga hef-
ur setið í ýmsum opinberum nefndum
tengdum starfi hennar. Helga sat í
Barnaverndarráði Íslands í 4 ár.
Helga er heiðursfélagi í Banda-
ríska barna- og unglingageðlækna-
félaginu og í Félagi íslenskra barna-
og unglingageðlækna og var sæmd
heiðursdoktorsnafnbót við Háskól-
ann í Turku fyrir doktorsritgerð
hennar árið 2002.
„Ég hef alla tíð haft ánægju af úti-
vist og skógrækt og dáð öræfi Íslands
Helga Hannesdóttir geðlæknir – 80 ára
Stórfjölskyldan Myndin er tekin í tilefni af 90 ára afmæli fjölskyldugarðsins í Fossvogi árið 2020.
Geðheilsa barna best á Íslandi
Afmælisbarnið Helga.
Til hamingju með daginn
Mosfellsbær Emil Örn Elíasson fædd-
ist 28. desember 2021 kl. 11.07 á
Landspítalanum. Hann vó 2.800 g og
var 41,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Elías Jóhannesson og Gerða Jóna
Ólafsdóttir.
Nýr borgari