Morgunblaðið - 10.05.2022, Page 29

Morgunblaðið - 10.05.2022, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. U S A TO D AY 89% 92% 81% Total Film Radio Times Empire Rolling StoneLA Times Colin Firth – Matthew Macfadyen – Kelly Macdonald THE LEGACY CONTINUES 72% BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams Á fram rúllar Marvel-færi- bandið og nú er það önnur kvikmyndin um Doctor Strange, skurðlækninn Stephen Strange sem varð að öflug- um seiðkarli í fyrstu myndinni frá árinu 2016 sem var bráðskemmtileg. Því miður er framhaldsmyndin, Doctor Strange in the Multiverse of Madness, eða Strange læknir í fjöl- heimi brjálseminnar, ekki eins skemmtileg og á köflum svo undar- leg að maður veit varla hvað er að gerast. Strange (Skrítinn myndi hann heita á íslensku) fer að þessu sinni á bólakaf í hinn svokallaða fjölheim Marvel, multiverse eins og hann heitir á ensku, sem er svo sem engin Marvel-uppfinning heldur fornar vangaveltur mannsins um hvað sé handan hins sýnilega heims og hvort mögulega séu heimarnir margir, jafnvel óteljandi og því mögulegt eða næsta öruggt að einhver þeirra sé alveg eins og sá sem við þekkjum. Myndin hefst á því að Strange er á flótta í einhvers konar furðuheimi með táningsstúlku, engu líkara en þau svífi um í geimnum. Þau reyna að ná til bókar einnar en tekst ekki og vaknar Strange þá upp við vond- an draum. Bókstaflega. Hann heldur að þetta hafi bara verið martröð en annað kemur fljótlega í ljós þegar hann kemur sömu stúlku, Americu Chavez að nafni, til bjargar á götum New York þar sem hún er ofsótt af risavöxnu og eineygðu kolkrabba- skrímsli. Einhvers konar galdrar eru þar á ferð og í ljós kemur að Wanda (ein af ofurkonum Marvel sem er allt að því ósigrandi í fjöl- kynngi sinni) er ábyrg. Wanda verð- ur fyrir vikið illmenni myndarinnar og af ákveðnum ástæðum þarf hún á kröftum Americu að halda. Gengur myndin svo meira og minna öll út á að koma í veg fyrir að Wanda nái Americu og er víða komið við á því ferðalagi, í ólíkum heimum þar sem finna má aðrar útgáfur af Strange og fleiri persónum Marvel. Virðist framleiðendum hafa verið mikið í mun að tengja þetta nýlega þema um fjölheiminn við fyrri myndir og sjónvarpsþætti Marvel, sem flestar ofurhetjur og fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra fræða gæti myndin reynst heldur illskiljanleg. Raimi með vont handrit Hinn annars ágæti leikstjóri Sam Raimi var fenginn til að leikstýra að þessu sinni og gerir svo sem ágæt- lega miðað við það sem hann hefur úr að moða, heldur óspennandi og húmorslausri sögu þar sem tölvu- teikningar skipa stærra hlutverk en raunverulegt fólk og umhverfi. Raimi hefur náð góðum árangri með fyrri ofurhetjumyndum sínum um Köngulóarmanninn, einkum þó fyrstu tveimur og er einnig þekktur fyrir ágætar hrollvekjur sínar, m.a. The Evil Dead og Drag Me to Hell. Ákveðinn hluti Doctor Strange in the Multiverse of Madness vísar skemmtilega til þeirrar fortíðar, hrollvekjumyndanna, en sem fyrr segir virðist handritið hafa reynst leikstjóranum fjötur um fót. Stærsti galli myndarinnar er flétt- an, söguþráðurinn. Að gera Wöndu að þeirri vondu er, til að byrja með, heldur óspennandi og einnig sú skýring að illska hennar sé drifin áfram af eldheitri móðurást. Ekki bætir úr skák að lausnin undir lokin er fulleinföld og þá búið að stefna öllum fjölheiminum í hættu, hvorki meira né minna, með manni og mús. Betur hefði farið á safaríkara plotti og nýju illmenni. Ágæt tilbreyting þó að illmennið er kona þar sem mik- ill skortur hefur verið á kvenkyns þrjótum í ofurhetjusögum. Ætla mætti að þessi Marvel-fjöl- heimur byði upp á endalausa mögu- leika og hugmyndir en þær eru þó heldur þunnar og löng tölvuteiknuð bardagaatriði, þar sem fólk er að skjóta rauðum eldkúlum út úr lóf- unum á sér eða búa til stóra eld- hringi, reyna á þolinmæðina. Í svona kjánalegum sagnaheimi er líka algjör nauðsyn að slá á létta strengi og því miður er lítið um gamanmál í þessari mynd. Hugurinn fór að reika hjá ofanrituðum í mesta tölvuteikni- hasarnum og þýðingin á Stephen Strange, Stefáni skrítna, þróaðist yfir í hugarleikfimi um hann Stebba sem stóð á ströndu og var að troða strý. Strý var ekki troðið nema Stebbi træði strý, eintreður Stebbi strý, tvítreður Stebbi strý … á með- an tilkynnti Cumberbatch að hann þyrfti að finna aðra útgáfu af sjálfum sér í öðrum heimi sem þyrfti að finna aðra útgáfu af sjálfum sér í öðrum heimi sem þyrfti að … Ekki er við leikarana að sakast að gagnrýnandi barðist stundum við að halda athygli, þeir standa sig ágæt- lega, sérstaklega Olsen, og eiga hrós skilið fyrir að halda andliti í mesta kjánaskapnum. Myndinni til tekna er hún litrík og gleður oft augað, til dæmis uppvakningsútgáfan af Strange með viðhangandi djöflum sem sjá má í stiklunni. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta nýjasta útspil Marvel vonbrigði þótt hörð- ustu aðdáendur fái eflaust sitthvað fyrir sinn snúð. Stebbi stóð á ströndu … Kúla Benedict Cumberbatch í hlutverki Doctor Strange að búa til eina af mörgum logandi kúlum myndarinnar. Laugarásbíó, Smárabíó, Sambíóin og Háskólabíó Doctor Strange in the Multiverse of Madness bbmnn Leikstjórn: Sam Raimi. Handrit: Michael Waldron og Jade Halley Bartlett. Aðal- leikarar: Benedict Cumberbatch, Eliza- beth Olsen, Rachel McAdams, Benedict Wong og Xochitl Gomez. Bandaríkin, 2022. 126 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Heimildarkvikmyndin This much I know to be true, sem fjallar um samstarf áströlsku tónlistarmann- anna Nicks Caves og Warrens Ellis og flutning þeirra á lögum af plöt- unum Ghosteen og Carnage, verður frumsýnd víða um lönd á morgun, 11. maí, og þar á meðal í Bíó Para- dís. Aðeins verða nokkrar sýningar á myndinni. Kvikmyndin er verk leikstjórans Andrews Dominiks sem áður gerði með Nick Cave kvikmyndina One more time with feeling (2016) sem fjallar um líf hans og verk í skugga fráfalls ungs sonar hans. This much I know to be true fjallar um listrænt sköpunarsam- starf Caves og Ellis og var kvik- mynduð vorið 2021 þegar þeir undirbjugu tónleikaferð og unnu að því að móta flutning laganna af plötunum tveimur með strengja- sveit og bakraddasöngvurum. Í kvikmyndinni kemur líka við sögu gamall vinur þeirra, söngkonan Marianne Faithfull. Kvikmynd um Cave og Ellis frumsynd Samstarfsmenn Nick Cave og Warren Ellis við slaghörpuna í senu í kvikmyndinni. Ljósmynd/Charlie Gray Elmar Gilberts- son tenór kemur í dag fram á síð- ustu hádegistón- leikum vetrarins í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleik- ara. Þá munu þau flytja lög eft- ir Donizetti, Verdi, Lehár og Ernesto de Curtis. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Elmar Gilbertsson Elmar syngur á hádegistónleikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.