Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 32
Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar
nýlega skaltu láta verða að því.
Þangað er heillandi að koma,
stórbrotið landslag, gott vegakerfi,
góður matur og rómuð gestrisni
eyjaskeggja.
Ferðaskrifstofa eldri borgara býður sérferð fyrir eldri
borgara til Færeyja dagana 22.-26. ágúst. Flogið frá
Keflavík með Atlantic Airways og gist á hinu glæsilega
Hótel Brandan 4* Fararstjóri: Gísli Jafetsson.
Innifalið í verði: Flug báðar leiðir frá Keflavík til Færeyja.
Gisting á Hótel Brandan 4* í 4 nætur, morgunverður og
kvöldverður alla daga. Auk þess skoðunarferðir til Götu,
Klaksvíkur, Fuglafjarðar, Gásadals og víðar. Heimsókn í
Norðurlandahúsið og einnig að Kirkjubæ þar sem
hádegisverður er snæddur í elsta timburhúsi sem búið
er í í Evrópu.
*Aukagjald fyrir einbýli: 39.500 kr.
FÆREYJAR
með flugi 22.-26. ágúst
Verð kr. 199.900 á mann m.v. gistingu í tvíbýli*
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Hótel Brandan
Sérferð
eldri borgara
Það er mikil
stemning í
okkar ferðum
Verðlaun voru afhent um helgina í Bíó Paradís í árlegri
samkeppni um stuttmyndir sem kennd er við leikstjór-
ann Sólveigu Anspach (1960-2015). Þetta var í fimmta
skipti sem keppnin er haldin og eru veitt tvenn verðlaun
fyrir stuttmyndir eftir konur, myndir á íslensku og
frönsku. Dómnefnd valdi annars vegar íslensku stutt-
myndina „Ég er bara að ljúga er það ekki“ eftir Önnulísu
Hermannsdóttur og býður sendiráð Frakklands henni í
júní á kvikmyndahátíðina Côté Court. Þá var besta stutt-
myndin á frönsku valin „Y’a pas d’heure pour les femm-
es“ eftir kanadíska leikstjórann Sörru El Abed.
Myndir Önnulísu og El Abed hlutu
verðlaun Sólveigar Anspach
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Fram er einum sigri frá sæti í lokaúrslitum Íslandsmóts
kvenna í handbolta eftir 20:18-útisigur á ÍBV í öðrum
leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi. Karen Knúts-
dóttir skoraði helming marka Fram og Hafdís Renötu-
dóttir varði 14 skot í markinu. Sunna Jónsdóttir skor-
aði sjö fyrir ÍBV. Þá jafnaði KA/Þór í 1:1 í einvígi sínu
gegn Val með 26:23-heimasigri. Aldís Ásta Heimis-
dóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu sex mörk
hvor fyrir KA/Þór. Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Thea
Imani Sturludóttir gerðu fimm hvor fyrir Val. »27
KA/Þór og Fram fögnuðu sigri
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Yasmin Ísold Rósa Rodrigues, 11 ára
nemandi í Kársnesskóla, bar sigur úr
býtum í örsögukeppni Vatnsdropans
sem haldin var í Bókasafni Kópavogs
á Barnamenningarhátíð nýverið.
Yasmin er sem von er ánægð með
árangurinn og segir það hafa verið
mjög skemmtilegt að taka þátt í
keppninni.
„Sagan fjallar um strák sem vildi
vera stelpa en mátti það ekki. Hann
byrjaði þá að mótmæla. Systkini hans
voru alltaf að hlæja að honum af því
að hann vildi vera í kjól og með sítt
hár. En það var afi hans sem hann
treysti. Svo fékk hann að verða stelpa
í endann og þegar hún dó eftir sextíu
ár þá var hún orðin mjög fræg hjá
transfólki,“ segir höfundurinn ungi.
„Ég á vin sem er trans. Hún fædd-
ist sem stelpa en er rosalega mikið
með strákum og búin að klippa hárið
á sér og svoleiðis.“ Það veitti henni
innblástur.
Yasmin var dugleg að skrifa þegar
hún var yngri. „Ég hef aðeins minni
tíma núna, en ég er stundum að
skrifa.“ Hún leggur bæði stund á fim-
leika og fótbolta svo hún hefur í nógu
að snúast en segist þó ætla að halda
áfram að skrifa.
Í verðlaun hlýtur Yasmin ferð fyrir
tvo til Óðinsvéa í Danmörku þar sem
hún fær að heimsækja safn H.C.
Andersens. Hún er sem von er farin
að hlakka til ferðarinnar.
Vatnsdropinn er alþjóðlegt barna-
menningarverkefni sem Kópavogur
er stofnandi að og er í samvinnu við
H.C. Andersen-safnið í Danmörku,
Múmín-safnið í Tampere í Finnlandi
og Undraland Ilon Wikland í Haap-
salu í Eistlandi.
Morgunblaðið/Eggert
Vinir Yasmin Ísold hefur lengi haft gaman af því að skrifa sögur en þessa dagana fer mikill tími í íþróttir.
Skrifaði sögu um strák
sem vildi verða stelpa
- Yasmin Ísold, sigurvegari örsögukeppni Vatnsdropans
Hér er smá brot úr örsögu Yasminar, „Strákurinn sem breytir heiminum“:
„En það var ein manneskja sem hann treysti alltaf á, það var afi. Afi var
traustur og mjög góður. Hann fór alltaf á miðvikudögum að tala við afa.
Afi sagði: Vertu það sem þú vilt, ekki láta aðra stjórna þér, vertu þú sjálf.
Þá gerði Lúkas það, hann fór til mömmu sinnar og pabba og sagði: Mamma
og pabbi, má ég breyta nafninu mínu í Lára Björk? Þá sagði mamma: Nei
því miður, það eru lög í landinu sem segja að ef maður fæðist sem strákur
verður maður að vera strákur. En það er ósanngjarnt, sagði Lúkas. Ef mig
langar að vera stelpa þá má ég það alveg.“
Vertu það sem þú vilt, vertu þú sjálf