Morgunblaðið - 18.05.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ný fræðsluskilti um fuglalíf við Urriðavatn voru
vígð með formlegum hætti, en skiltin má finna
víðs vegar í kringum vatnið.
Skiltin eru samstarfsverkefni Toyota á Íslandi
og Garðabæjar og kynntu þeir Gunnar Ein-
arsson bæjarstjóri Garðabæjar og Úlfar Þor-
móðsson forstjóri Toyota skiltin. Fjölbreytt
fuglalíf er við vatnið, og munu skiltin eflaust
koma sér vel fyrir fuglaskoðara og aðra gesti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fræðsluskilti um fuglalíf
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn slitu viðræðum við Bæj-
arlistann á Akureyri í gærkvöldi.
Bæjarlistinn er með þrjá fulltrúa en
hinir tveir flokkarnir með tvo fulltrúa
hvor.
Heimir Örn Árnason, oddviti og
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
segir ástæðu slitanna vera þá að
flokkarnir hafi ekki náð saman. Innt-
ur eftir því hver helstu ágreiningsefn-
in voru segir hann að það hafi verið
svo margt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn deili sambærilegri
sýn og muni þeir því fylgjast að í
framhaldinu.
Að sögn Huldu Sólveigar Jóhanns-
dóttur, bæjarfulltrúa Bæjarlistans,
hófu fyrrnefndir flokkar viðræður við
Miðflokkinn og Samfylkinguna á bak
við Bæjarlistann. Hana grunar að
þeir hafi aldrei ætlað sér í samstarf
við Bæjarlistann, enda óttist þeir
styrk hans.
Kópavogur kemur í ljós í dag
Í Kópavogi hélt meirihlutinn, en
Framsóknarflokkurinn bætti við sig
og hefði getað snúið sér í ólíkar áttir.
Óformlegt samtal hófst milli B- og
D-listans, sem funduðu í gærkvöldi og
ætla sér að funda aftur í dag. Ásdís
Kristjánsdóttir, oddviti og bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir
samtalið ganga vel, en þau séu enn að
fara yfir málefnin og máta þau saman.
Gengur vel í Hveragerði
Í Hveragerði ganga viðræður milli
Okkar Hveragerðis og Fram-
sóknarflokksins vel, að sögn Jóhönnu
Ýrar Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa og
oddvita Framsóknarflokksins. Hún
var einmitt stödd á fundi með oddvita
Okkar Hveragerðis þegar blaðamað-
ur náði af henni tali.
Boðar fréttir fyrir helgi
Búast má við fréttum þegar nær
dregur helgi, að sögn Halldóru Fríðu
Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa og odd-
vita Framsóknarflokksins í Reykja-
nesbæ. Þar hélt meirihlutinn velli eft-
ir kosningar og því eðlilegt að hennar
mati að óformlegt samtal eigi sér stað
milli flokkanna sem saman mynduðu
þann meirihluta, þ.e. Framsóknar-
flokksins, Samfylkingarinnar og
Beinnar leiðar. „Við erum bara að
fara yfir síðasta kjörtímabil og máta
málefnin.“
Margir í meirihluta í Mosó
Framsóknarflokkurinn, Viðreisn,
Vinir Mosfellsbæjar og Samfylkingin
munu hefja viðræður á næstu dögum
um mögulega meirihlutamyndun í
Mosfellsbæ. Samanlagt náðu fram-
boðin inn sjö kjörnum fulltrúum af
ellefu.
Meirihluti Vinstri grænna og Sjálf-
stæðisflokksins, sem hefur verið í
bæjarstjórn í tæpa tvo áratugi, var
felldur í nýafstöðnum kosningum og
Framsóknarflokkurinn bætti við sig
fjórum bæjarfulltrúum. Þannig var
pálminn í hendi oddvita Framsókn-
arflokksins, Höllu Karenar Kristjáns-
dóttur, sem þótti eðlilegast að snúa
sér frá föllnum meirihluta. Ef flokk-
unum tekst að mynda umræddan
meirihluta verður Sjálfstæðisflokkur-
inn þó einn í minnihluta.
Endurtalið í Garðabæ
Talið verður upp á nýtt í Garðabæ í
dag. Verður það gert að ósk Garð-
arbæjarlistans, enda munaði örfáum
atkvæðum að þeir næðu inn manni til
viðbótar. Nánar tiltekið þriðja mann-
innum, sem kæmi til með að vera á
kostnað sjöunda manns Sjálfstæðis-
flokksins sem hlaut 49,1 prósent at-
kvæða, en sjö af ellefu kjörnum
fulltrúum í Garðabæ.
Lítið er að frétta úr Hafnarfirði, en
óformlegar þreifingar eru hafnar þar
milli Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins um áframhaldandi
samstarf.
Viðræðum slitið á Akureyri
- Framsókn og D-listi í Kópavogi fara áfram yfir málefnin í dag - Dregur til tíðinda í Reykjanesbæ
fyrir helgi - Endurtalning í Garðabæ - Sjálfstæðisflokkurinn einmana í Mosfellsbæjarminnihluta
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Akureyri Næstu meirihlutaviðræður á Akureyri verða líklega á milli Fram-
sóknarflokks, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Verðandi og nýbökuðum foreldrum
stendur til boða vöggugjöf frá
Lyfju sem er unnin með Ljós-
mæðrafélagi Íslands. Um er að
ræða pakka með pela, snuðum,
ýmsum kremum og vítamínum,
lekahlífum og barnatannbursta, svo
eitthvað sé nefnt, að verðmæti tíu
þúsund króna.
Þá fylgir einnig bæklingur með
gagnlegum greinum fyrir nýbakaða
foreldra.
Er þetta í þriðja skipti sem Lyfja
gefur vöggugjafir sem þessa og að
sögn Sigurlaugar Gissurardóttur,
vefstjóra Lyfju, verða þær veglegri
með hverju árinu. Þar að auki er
markmiðið að gefa öllum nýburum
á Íslandi svona vöggugjöf.
Gefa aftur í haust
Í byrjun vikunnar gaf Lyfja tvö
þúsund vöggugjafir sem kláruðust
á innan við sólarhring. Var því
ákveðið að annar eins skammtur
yrði gefinn í haust. Þannig mun
Lyfja hafa gefið fjögur þúsund
vöggugjafir í ár, en á síðasta ári
fæddust rúmlega fjögur þúsund
börn á Íslandi.
Foreldrar geta nálgast gjafirnar
með því að panta þær á vefsíðu
Lyfju og sækja svo í næstu verslun,
eða þá óska eftir heimsendingu.
„Það er greinilegt að foreldrar
kunna vel að meta Vöggugjöfina og
nú vinnur starfsfólk Lyfju hörðum
höndum að því að afhenda Vöggu-
gjöfina í verslunum Lyfju um land
allt.“
Sigurlaug segir að Lyfja geri ráð
fyrir einni gjöf á hvert barn en við-
urkennir að fyrirtækið geti ekki
fylgst með því hvort einungis ný-
bakaðir foreldrar séu að nýta sér
þessa gjafmildi. „Við bara treystum
fólkinu.“
Vöggugjafirnar kláruðust
- Lyfja og Ljós-
mæðrafélagið
settu saman gjafir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nýburi Markmiðið er að allir nýbak-
aðir foreldrar fái vöggugjöf.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ-
fellsbæ, sagði í gær að Guðríðar- og
Langabrekkuhópurinn muni gera
kröfu um að þeim verði bætt það tjón
sem þau hafa orðið fyrir vegna þjófn-
aðarins á styttunni af Guðríði Þor-
bjarnardóttur eftir Ásmund Sveins-
son.
Styttan er aftur komin á Snæfells-
nesið en hefur ekki verið sett upp á
ný. Kristinn sagði að ýmis kostnaður
hefði fylgt þessu auk tíma, sem hann
hefði varið í málið. „Það er eiginlega
ótrúlegt að þurfa að finna gögn til að
sanna eignarhaldið á styttunni en ég
þurfti að gera það,“ sagði Kristinn, en
það þarf m.a. að láta útbúa nýjar fest-
ingar fyrir styttuna.
Kristinn sagði
einnig að í upphafi
hefðu þau verið
tilbúin til að láta
gott heita ef fólk
bæðist afsökunar
og skilaði styttunni
eftir að hafa náð
þeirri athygli sem
það vildi. „En það
vildi ekkert við okk-
ur tala. Við buðum fram hinn vangann
en því var ekki vel tekið og nánast lát-
ið eins og það kæmi okkur ekkert við
að verkinu væri stolið af okkur. Við-
brögð þeirra við okkar málaleitan
fannst okkur mjög sérstök og þess
vegna ætlum við ekki að gefa eftir.“
Munu krefjast bóta
vegna tjónsins
- Þóttu viðbrögðin mjög sérstök
Kristinn Jónasson
Fjögur verkefni hlutu í gær Vísinda-
og nýsköpunarverðlaun Háskóla Ís-
lands, sem veitt voru við hátíðlega
athöfn. Veitt voru verðlaun fyrir
bestu hugmyndirnar í fjórum flokk-
um, Heilsa og heilbrigði, Tækni og
framfarir, Samfélag og Hvatning-
arverðlaun. Auk þess var sigurveg-
ari keppninnar valinn úr hópi verð-
launahafa úr ofangreindum
flokkum.
Þau Vivien Nagy, doktorsnemi í
lyfjafræði, og Már Másson prófessor
fengu verðlaunin í flokknum Heilsa
og heilbrigði, sem og heildar-
verðlaunin fyrir aðferð, sem kemur í
veg fyrir alvarlegar sýkingar á yf-
irborði sílíkongræðslna og gerviliða.
Nánar má lesa um verðlaunin og
verðlaunahafa á mbl.is.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Verðlaunahafar Vivien Nagy, Már Más-
son og Jón Atli Benediktsson rektor sem
veitti verðlaunin.
Fjögur verkefni
verðlaunuð