Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 4

Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég tel að þetta sé með stærri skrefum sem hafa verið tekin í úr- gangsmálum hér á landi, alla vega í langan tíma,“ segir Sigurður Hall- dórsson, forstjóri endurvinnslu- fyrirtækisins Pure North. Fyrirtækið hefur samið við tvö sveitarfélög um tilraunaverkefni til þriggja ára um flokkun og skil á endurvinnanleg- um úrgangi. Hugmyndin er að íbúar flokki sjálf- ir úrganginn, skili á móttöku- stöð fyrirtækisins og fái greitt fyrir. Þar með myndist viðlíka hvati og gefist hefur vel við skil á drykkjar- umbúðum. Kostar fólk lítið að vera sóðar í dag Þegar hefur verið samið við Kópa- vog og Reykjanesbæ og segir Sig- urður að fleiri sveitarfélög hafi sýnt þessu verkefni áhuga. „Hugmyndin er að fyrstu fimm móttökustöðvarn- ar verði reistar í september og við erum þegar byrjuð að huga að næstu fimm stöðvum. Markmiðið er að hámarka flokkunina og þar af leiðandi þeirra hráefna sem falla til bæði hjá fyrirtækjum og sveitar- félögum. Þetta er í takt við nýju reglugerðarbreytinguna sem tekur gildi um næstu áramót um meiri sérsöfnun. Við tökum hins vegar stærri skref og bjóðum upp á nýja þjónustu. Þá þarf ekki þetta fjög- urra tunnu kerfi við hvern húsvegg. Íbúum verður í staðinn boðið að skila til okkar endurvinnsluefnunum og spara á móti sorphirðugjöld,“ segir Sigurður. Hann segir að hráefnisverð sé að hækka um allan heim og sama gildi um endurvinnsluefni. Verðmæti séu í endurvinnsluefnunum og greiðslur til íbúa komi frá tekjum af þeim. Greiðslurnar verði ekki háar til að byrja með en þessi nálgun muni þó draga verulega úr förgun og skila töluvert meira af efnum til endur- vinnslu en nú er. „Kerfið í dag er þannig að það kostar þig lítið að vera sóði. Með þessu móti fær fólk umbun fyrir að flokka eftir kúnst- arinnar reglum. Þeir sem ekki gera það þurfa að borga meira.“ Plast endurunnið í Hveragerði Sigurður segir að heimsókn á grenndarstöðvar Pure North verði eins og öfug innkaupaferð í nútíma- verslun. Fólk skanni og vigti vör- urnar (endurvinnsluefnin) sjálft og fái greitt fyrir. „Plastefni verða endurunnin hjá Pure North í Hveragerði en fyrst um sinn verður öðrum efnum miðlað til vottaðra endurvinnslustöðva er- lendis. Kerfið verður gagnsætt svo fólk sér hvert hráefnið fer. Samhliða þessu höfum við hannað app sem fólk getur notað við innkaup. Í app- inu fær það upplýsingar um umbúð- ir hverrar vöru fyrir sig, hvort hægt sé að flokka þær og þá hvernig. Þú getur þá haft þann valkost að sneiða hjá ákveðnum vörum ef ekki er hægt að endurvinna umbúðirnar. Það skapar um leið þrýsting á fram- leiðendur að setja vöruna í umhverf- isvænar umbúðir.“ Markaðurinn taki svo við Pure North leggur áherslu á að 90% af þeim úrgangi sem fellur til sé hægt að endurvinna eða koma í ann- an farveg en förgun. Yfirbyggðar grenndarstöðvar fyrirtækisins, sem hver verður á bilinu 150-200 fer- metrar að stærð, þar sem efnum verði skilað forflokkuðum í mismun- andi efnisstrauma og greitt fyrir, muni draga verulega úr magninu sem fer í almennar ruslatunnur. Það dragi á móti úr förgunarkostnaði sveitarfélaga sem fari ört hækkandi. „Pure North lítur svo á að ef verkefnið „Fáum greitt fyrir það sem við hendum“ skilar þeim árangri sem vænst er þá sé kominn grundvöllur fyrir því að sveitarfélög þurfi ekki að koma að söfnun þess- ara efna, markaðurinn muni sjá um þessa flokka,“ segir í kynningu fyrirtækisins. Borga fólki fyrir að flokka ruslið Endurvinnsla Stöðvar Pure North verða 150-200 fermetrar að stærð. Þær fyrstu verða teknar í gagnið í haust. Sigurður Halldórsson - Tilraunaverkefni í sveitarfélögum um flokkun og skil á endurvinnanlegum úrgangi - Íbúar fá greitt fyrir að skila flokkuðum úrgangi á móttökustöð - Sparar sorphirðugjöld og verðmæti eru betur nýtt Öryggismálin voru í öndvegi á Þingvöllum á þriðjudag er starfsfólk þjóðgarðsins fór yfir starfið fram undan. Farið var yfir skipulag starfsins komandi sumar, fróðleiksmolum varpað fram og viðbragðsáætlun kynnt. Haldið var öryggisnámskeið með áherslu á brunavarnir bæði innanhúss en ekki síst gróðurelda. Einar Á.E. Sæmundsen þjóð- garðsvörður undirritaði nýja viðbragðsáætl- un við gróðureldum innan þjóðgarðsins og Brunavarnir Árnessýslu héldu námskeið fyrir starfsfólk. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti á Syðri- Leirum og áhöfn hennar kynnti m.a. starfs- fólki hvernig best er að taka á móti þyrl- unni. Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigð- isstofnun Suðurlands kynntu sín störf, en samkomulag um viðveru sjúkraflutninga- manns á Þingvöllum í sumar hefur verið endurnýjað. Öryggismálin voru í öndvegi á starfsdegi Ljóamynd/Einar Á.E. Sæmundsen Veikleikar fæðuframleiðslukerfis Ís- lendinga liggja í framleiðslu plöntu- afurða. Þetta segir í greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands, sem fylgir tillögum í 16 liðum um aðgerð- ir til að auka fæðuöryggi Íslands. Svandís Svavarsdóttir matvælaráð- herra kynnti tillögurnar og greinar- gerð á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stærstu sóknarfærin liggja í að framleiða meira korn, bæði til mann- eldis og fóðurs fyrir búfé, og í að auka hlutdeild innlendrar fram- leiðslu grænmetis. Framleiðsla á öðrum plöntuafurðum til manneldis eins og t.d. ávöxtum, hnetum og baunum er fjarlægari draumur vegna hnattstöðu landsins,“ segir m.a. í umfjöllun um fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfall einstakra fæðu- flokka. Bent er á að í fæðusjálfstæði þjóða felist að land geti nýtt sér kosti alþjóðlegra viðskipta á sérhæfingu og vöruúrvali en á sama tíma notið öryggis sem felist í því að geta fært neyslu sína yfir á matvæli sem fram- leidd eru í heimalandinu þegar ógnir steðja að svo sem vegna stríðs- ástands, heimsfaraldra eða umhverf- isslysa. Í tillögunum er m.a. fjallað um neyðarbirgðir. Lagt er til að stjórn- völd beri kostnað en semji um fram- kvæmdina við innflytjendur varanna og að til greina geti komið að hafa samvinnu við nágrannaþjóðir, eink- um Norðurlöndin um neyðarbirgðir. Mælt er með að Ísland verði sem fyrst metið með aðferðum Global Fo- od Security-mælikvarðans á fæðuör- yggi, sem notaður er á heimsvísu. Ein af meginstoðum hans er aðgengi að fæðu en Norðurlöndin ná ekki efsta fjórðungi landa á þann mæli- kvarða. Finnland, Svíþjóð, Danmörk og Noregur eru þar nr. 26, 40, 43 og 47 af 113 löndum, m.a. vegna óstöð- ugleika í landbúnaðarframleiðslu og viðkvæmrar kornframleiðslu. Segir um þetta að Ísland myndi væntan- lega lenda enn neðar á þennan kvarða en hin Norðurlöndin vegna erfiðra náttúrulegra skilyrða.“ omfr@mbl.is Veikleikar Íslendinga eru í framleiðslu plöntuafurða - Tillögur til að auka fæðuöryggi kynntar í ríkisstjórninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.