Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
577-1515 •
Fleiri tilkynningar um nauðganir
og heimilisofbeldi bárust lögreglu
á fyrstu þremur mánuðum ársins
en á sama tímabili á síðasta ári.
Þannig var tilkynnt um 59 nauðg-
anir sem er 17% aukning frá síð-
asta ári. Tilkynnt var um 610 tilvik
heimilisofbeldis eða ágreinings á
milli skyldra eða tengdra aðila og
er það 19% aukning. Alls voru til-
kynnt 176 kynferðisbrot á þessu
tímabili.
Þessar upplýsingar koma fram í
tölfræði embættis ríkislögreglu-
stjóra. Tölurnar eru gefnar út árs-
fjórðungslega, í samræmi við
áherslur dómsmálaráðherra um
aukna vitundarvakningu um kyn-
ferðisbrot og kynbundið ofbeldi,
segir í tilkynningu frá ríkislög-
reglustjóra.
Fram kemur að meðalfjöldi til-
kynntra kynferðisbrota til lögreglu
á fyrstu þremur mánuðum ársins,
burtséð frá því hvenær þau áttu
sér stað, var um tvö brot á dag.
Mörg mál vegna maka
eða fyrrverandi maka
Flest tilvik heimilisofbeldis, tvö
af hverjum þremur málum, eru
vegna maka eða fyrrverandi maka.
Þeim málum þar sem um er að
ræða fyrrverandi maka fækkar
raunar á milli ára.
Í um fjórðungi heimilisofbeldis-
mála er um að ræða fjölskyldu-
tengsl, svo sem ofbeldi á milli
barna og foreldra. Slíkum málum
hefur fjölgað undanfarin ár, bæði
þar sem foreldrar beita börn sín
ofbeldi og öfugt. Ríkislögreglu-
stjóri vekur þó athygli á því að töl-
urnar eru tiltölulega lágar og því
viðkvæmar fyrir sveiflum.
Þegar litið er til ágreiningsmála,
það er að segja mála þar sem lög-
reglan kemur á vettvang en eng-
inn grunur er um brot, þá hefur
skráningu fjölgað miðað við fyrri
ár, sérstaklega í þeim tilvikum þar
sem um er að ræða ágreining á
milli maka eða fyrrverandi maka.
Tilvikin voru 320 fyrstu þrjá mán-
uði ársins á móti 226 á sama tíma-
bili í fyrra.
Fleiri tilkynningar um
nauðgun og ofbeldi
- Tilkynnt um
610 tilvik heimilis-
ofbeldis og ágrein-
ings skyldra
Morgunblaðið/G. Rúnar
Ofbeldi Tvö kynferðisbrot voru að
jafnaði tilkynnt á dag á tímabilinu.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Eftirleikur sveitarstjórnarkosning-
anna um helgina hófst með þreif-
ingum þegar á kosninganótt, en nú
er víða að komast mynd á helstu
möguleika til meirihlutamyndunar í
þeim sveitarfélögum, sem eru án
meirihluta. Staðan er hins vegar við-
kvæm og þeir stjórnmálamenn, sem
þó gefa kost á viðtölum, tala flestir í
véfréttastíl.
Í Dagmálum í dag ræða tveir
blaðamenn Morgunblaðsins um hið
fréttnæmasta úr kosningunum, stöð-
una í helstu sveitarfélögum og hvað
megi lesa úr kosningunum.
Þar beinast flestra augu að höf-
uðborginni, þar sem meirhluti Sam-
fylkingarinnar undir stjórn Dags B.
Eggertssonar borgarstjóra féll aðr-
ar kosningarnar í röð.
Flestum ber saman um að þar sé
Einar Þorsteinsson oddviti Fram-
sóknar í lykilstöðu og geti unnið
hvort heldur er til hægri eða vinstri.
Það er hins vegar ekki vandalaust að
berja saman meirihluta og mikið
getur oltið á smæstu flokkunum.
Meirihlutar
í brennidepli
- Eftirmál kosninganna í Dagmálum
Morgunblaðið/Ágúst Óliver
Pólitík Gísli Freyr Valdórsson og Andrés Magnússon ræða ástand og horfur.
Alls voru 56.921 erlendur rík-
isborgari skráður með búsetu hér á
landi 1. maí síðastliðinn og hefur
þeim fjölgað um 1.942 frá 1. desem-
ber í fyrra eða um 3,5%. Í nýút-
komnum tölum Þjóðskrár kemur
fram að úkraínskum ríkisborgurum
hefur fjölgað um 236,8% frá 1. des-
ember sl. og voru þann 1. maí sl.
805 úkraínskir ríkisborgarar
skráðir í þjóðskrá. Þá hefur sömu-
leiðis átt sér stað umtalsverð fjölg-
un ríkisborgara frá Venesúela eða
um 44,4%. Eru nú 657 einstaklingar
með venesúelskt ríkisfang búsettir
hér á landi. „Pólskum ríkisborg-
urum fjölgaði á ofangreindu tíma-
bili um 317 einstaklinga og voru
21.508 talsins um síðustu mán-
aðamót eða 1,5% landsmanna og
rúmenskum ríkisborgurum hefur
fjölgað um 202 eða um 7,3%,“ segir
í frétt Þjóðskrár.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flóttafólk frá Úkraínu Margir hafa
sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi.
805 skráðir
frá Úkraínu
- 56.921 erlendur
ríkisborgari búsettur
á Íslandi