Morgunblaðið - 18.05.2022, Page 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
CHERRYBLOSSOMEAUDE TOILETTE
Umvefðu þig blómum
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Í dag fögnum við
hinum alþjóðlega
safnadegi, sem hefur
verið haldinn hátíðleg-
ur 18. maí ár hvert, á
vegum ICOM, Al-
þjóðaráðs safna, síðan
1977. Deginum er gefin
sérstök yfirskrift
hverju sinni. Í
ár er hún „Mikill er
máttur safna“ sem kann að vekja
okkur til umhugsunar um söfn og
þann mátt sem í þeim býr.
Söfn eru hús minninga, menningar
og lista. Fortíðar, nútíðar, framtíðar.
Sögu mannkyns og náttúru. Þau eru
spegill, skotspónn og suðupottur hug-
mynda og nýsköpunar. Fjársjóðsk-
istur, ferðamannastaðir, fræðslu-
miðstöðvar. Leiðarljós, vonarneisti,
griðastaður. Upphafspunktur, veg-
vísir, leiðarendi. Aðdráttarafl, at-
hvarf, almenningsrými. Þá eru þau
einnig vettvangur erfiðra skoð-
anaskipta, átaka og óþægilegra um-
ræðna.
Í þeim býr vald – mjúkt vald sem ef
til vill mætti bera saman við fjórða
valdið – þar sem söfn opna á umræðu
um margbreytileg og flókin málefni
sem snerta okkur öll. Í þeim er fjallað
um og horft gagnrýnum augum á
söguna, stöðu okkar í heiminum og
þau áhrif sem við höfum á umhverfi
okkar. Þau búa yfir mætti til að fræða
og upplýsa, til að skemmta og auka
skilning okkar, til að setja hlutina í
samhengi og varpa nýju ljósi á við-
teknar hugmyndir.
Þar upplifa gestir heiminn,
mennsku, menningu og náttúru í ólík-
ustu myndum og frá mismunandi tím-
um. Þá búa söfn til rými fyrir tilfinn-
ingar ekki síður en fyrir gagn- rýna
hugsun, fag- og fræðimennsku. Þau
eru lifandi, atvinnuskapandi og
heilsueflandi og þau varðveita dýr-
mætan, sameiginlegan arf okkar fyrir
komandi kynslóðir, sem eiga skilið að
hafa greiðan aðgang að þessum verð-
mætum, þar sem þau – jafnt hlutir
sem hugmyndir – krefjast sífelldrar
endurskoðunar í samfélagi sem breyt-
ist stöðugt með nýrri þekkingu.
Ábyrgð safna er þannig mikil, engu
síður en máttur þeirra. Mikilvægt er
að samfélög hlúi vel að söfnum sínum,
sem halda utan um allar þessar minn-
ingar, áþreifanlegar sem óáþreif-
anlegar. Því söfn staðna aldrei, heldur
vaxa þau með tímanum og þarfnast
stuðnings til þess að geta sinnt hlut-
verki sínu sem skyldi. Enda eru söfn-
in eign okkar allra og er það allra
hagur að huga vel að varðveislu sam-
eiginlegs menningararfs okkar til
framtíðar.
Í tilefni dagsins sendum við áminn-
ingu til allra landsmanna um að
hugsa vel um söfnin okkar, líkt og við
myndum hugsa um okkar eigin fjöl-
skyldualbúm. Ekki síst sendum við
þessa áminningu til sveitarfélaga
landsins. Þau eiga fjölmörg söfn um
land allt og bera ábyrgð á því að þau
dafni í sínum nærsamfélögum. Við
vitum öll að ef eitthvað kemur fyrir
okkar dýrmætustu minningar, fæst
slíkt tjón ekki bætt. Munum, heim-
sækjum og þökkum því fyrir söfnin í
nærsamfélagi okkar og allt í kringum
landið og sameinumst um að leysa
hinn mikla mátt safna úr læðingi.
Eftir Ólöfu Gerði
Sigfúsdóttur og
Hólmar Hólm
» Söfn eru hús minn-
inga, menningar,
lista. Fortíðar, nútíðar,
framtíðar. Sögu mann-
kyns og náttúru. Þau
eru spegill, skotspónn
og suðupottur hug-
mynda og nýsköpunar.
Ólöf Gerður er formaður og Hólmar
Hólm er ritari stjórnar Íslandsdeildar
ICOM, Alþjóðaráðs safna.
holmarholm@gmail.com
Mikill er máttur safna
Hólmar HólmÓlöf Gerður Sigfúsdóttir
Í mínum huga er það svo óend-
anlega þakkarvert að fá að vera
vígður lífinu á ævinnar göngu upp
á hvern einasta dag.
Á milli fyrsta og síðasta and-
varps manneskjunnar er heil ævi,
löng eða stutt eftir atvikum eða
eitthvað þar á milli.
Vígður lífinu með sigurtákninu
bæði á enni og brjósti, ristur í lófa
frelsarans, skráður í lífsins bók,
heldur líf mitt í ferðalag. Ferð
sem aldrei tekur enda. Eilífðar
ferð í gegnum ævina, að hinu síð-
asta andvarpi. Í gegnum dauðans
dyr. Inn til lífsins ljóma með Jesú
um eilífð hjá Guði.
Einhliða samningur
Höfundur lífsins hefur gert
samning við þig. Samningurinn er
einhliða og óuppsegjanlegur af
hans hálfu. Hann er gjöf Guðs til
þín.
Mótframlag þitt er ekkert. Þú
þarft bara að taka við samn-
ingnum í einlægni, af auðmýkt og
með þakklæti.
Hinn almáttugi eilífi Guð hefur
fyrirgefið þér allar þínar syndir
og misgjörðir í eitt skipti fyrir öll.
Hann vill gefa þér frið í hjarta og
hefur heitið því að vera með þér
alla þína ævidaga og gefa þér ei-
líft líf að þeim loknum. Það er á
þínu valdi að rifta samningnum ef
þú vilt ekki þiggja hann og halda
honum í gildi.
Að vera sítengdur við lífið
Ekkert fær þig hrifið úr frels-
arans fangi sem foreldrar þínir
forðum af einskærri ást færðu þig
í. Þú varst nefndur með nafni og
nafnið þitt var letrað í lífsins bók
með frelsarans hendi. Himnesku
letri sem ekki fæst afmáð og ekk-
ert strokleður fær þurrkað út. Þér
var heitið eilífri samfylgd í skjóli
skaparans.
Því þegar þú ómálga og ósjálf-
bjarga klæddur hvítum skrúða
varst borinn af umhyggju og kær-
leika af þeim sem elska þig mest
upp að brunni réttlætisins til að
laugast í vatni og anda, þá varstu
tengdur við lífið.
Sambandið er þráðlaust, upp-
sprettan eilíf, þú ert sítengd/ur.
Gjaldið hefur verið greitt í eitt
skipti fyrir öll, af honum sem er
uppsprettan og viðheldur
straumnum. Af honum, sem er líf-
ið sjálft. Hann hefur krýnt þig náð
og miskunn og gert þig að erf-
ingja eilífðarinnar.
Þú eilífi faðir sem fatar mig,
fæðir og endurnærir. Hvers vegna
ætti ég að velja eða vilja flýja frá
þér og afneita þér?
Komdu vitinu fyrr mig. Hjálp-
aðu mér að taka skrefin út í dag-
inn. Í áttina til þín, til móts við líf-
ið.
Með kærleiks-, friðar- og sum-
arkveðju.
– Lifi lífið!
Þakkar-
vert að
vera vígð-
ur lífinu
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Skítafýlan frá fiskbræðslu hér á ár-
um áður og hávaðamengun af flugi á
mærum Keflavíkur og Ytri-Njarð-
víkur í dag er keimlík, spurning um
efnahag, svo maður lætur sig hafa
það. Það er hins vegar allt annað mál
þegar drynjandi orustuþotur æða
yfir byggðina með ærandi hávaða. Á
stundum með hangandi sprengjur á
kviðnum. Bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar verður að beita sér í þessu
máli. Annað er óþolandi.
Ásgeir R. Helgason
Orustuþotur
með yfirgang
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Atvinna
Velvakandi
Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.