Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 22

Morgunblaðið - 18.05.2022, Side 22
Í LYON Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta fór allt í gang þegar ég lét umboðsmanninn minn vita að ég væri ólétt. Ég þurfti líka að hafa samband við styrktaraðilana og Puma er minn stærsti styrktaraðili. Ég var dálítið stressuð yfir því hvernig viðbrögðin þeirra yrðu en þau reyndust ótrúlega góð,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, við Morgun- blaðið eftir að heimildarmyndin „Do Both“, um endurkomu hennar eftir barnsburð, var kynnt í Lyon á mánudagskvöldið og sagt var frá í blaðinu í gær. „Þau sáu strax ákveðin tækifæri í því, á jákvæðan hátt, að ég væri ófrísk, og sögðu að reynsla mín gæti verið hvatning fyrir aðrar knatt- spyrnukonur sem spila í fremstu röð um að þær gætu komið aftur eftir að hafa eignast barn. Ég vissi líka um leið og ég sam- þykkti að vera með í þessari heimild- armynd að þá yrði pressa á mér um að gera hlutina almennilega. Reynd- ar set ég alltaf gríðarlega mikla pressu á sjálfa mig og vildi koma til baka jafnöflug og ég var áður, þann- ig að þetta fór vel saman. Auðvitað var ég fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig en sá að ef ég gæti um leið orðið öðrum konum hvatning þá væri það besta mál,“ sagði Sara sem tók virkan þátt í kynningu myndarinnar í Lyon og sat fyrir svörum að henni lokinni. Hún kvaðst hafa verið mjög fljót að fá viðbrögð við sinni vegferð og endurkomu frá öðrum knattspyrnu- konum. „Já, mín ólétta og endurkoma hafa strax haft áhrif. Ég hef fengið trillj- ón skilaboð frá ungum konum og svo erum við núna með annan leikmann í Lyon, Amel Majri, sem varð ólétt í október. Ég finn alveg að það er mikil hvatning fyrir hana að hafa séð mig koma til baka. Hún sá að þetta var mjög erfitt en líka að ég kom aft- ur sem sami leikmaður og í sama formi. Hjá mér hefur ekkert breyst annað en það að nú á ég yndislega fjölskyldu. Svo hafa aðrir leikmenn haft sam- band, eins og þýska landsliðskonan Melanie Leupolz sem spilar með Chelsea. Hún varð ólétt og ég óskaði henni til hamingju og sagði henni að hún gæti alltaf leitað til mín. Hún vildi fá svör við endalausum spurn- ingum. Auðvitað get ég deilt ýmsu til þeirra um mína reynslu en það hefur líka sín takmörk. Ég tel að hver ein- asta móðir þurfi að ganga í gegnum sína eigin reynslu. Þetta er ekki skipulagt eins og þegar fólk slítur krossband og á að byrja að hlaupa eftir fjóra mánuði. Þetta er líkaminn þinn, við erum allar ólíkar og endur- koman tekur lengri tíma hjá einni og styttri hjá annarri. Auðvitað er samt hægt að gefa fullt af góðum ráðum og gefa af sér í gegnum það sem þú hefur gengið sjálf í gegnum.“ Vel þekkt á Íslandi en nýtt fyrir leikmenn Lyon Sara eignaðist soninn Ragnar Frank með Árna Vilhjálmssyni, sambýlismanni sínum og knatt- spyrnumanni, þann 16. nóvember. Margar íslenskar landsliðskonur og samherjar Söru hafa áður haldið sín- um ferli áfram eftir að hafa eignast börn, svo sem Margrét Lára Viðars- dóttir, sem kemur nokkuð við sögu í heimildarmyndinni, Sif Atladóttir og Dagný Brynjarsdóttir. Sara segir að þær hafi haft áhrif á sig og hvernig hún nálgaðist málin. „Já, það var mikilvægt að sjá þær koma aftur í jafngóðu formi, ef ekki sem betri leikmenn, eftir barneign- irnar, þannig að það var hvatning fyrir mig að vita að þetta væri hægt. En svo virkar eitt fyrir einn og ann- að fyrir hinn. Ég var svo heppin að geta æft mikið fram á sjöunda og áttunda mánuð, en margar hafa þurft að hætta eftir fimm mánuði. Ég leitaði til þeirra, ekkert rosalega mikið samt vegna þess hve ein- staklingsbundið þetta er. En bara það að vita að á Íslandi séu margar knattspyrnukonur, og íþróttakonur almennt, sem hafa eignast börn og komið til baka sem jafngóðir íþrótta- menn, ef ekki betri, skipti miklu máli. Ég hef séð margar íslenskar konur koma til baka og spilað með sumum þeirra, en fyrir þær hérna úti er það alveg nýtt að knattspyrnu- kona í fremstu röð eignist barn og komi aftur.“ Hvernig voru viðbrögð liðsfélag- anna í Lyon? „Auðvitað var þetta smá sjokk fyrir liðið, þetta var í fyrsta sinn í sögu Lyon sem leikmaður þess varð ófrískur. Almennt er ekki mikið tal- að um þessi mál innan liðanna, að sjálfsögðu eru þau rædd almennt og velt vöngum yfir barneignum og stofnun fjölskyldna eftir að ferlinum lýkur. Það var því mikil óvissa hjá liðsfélögunum, þær vissu ekki hvort Besta mál ef ég get verið öðrum konum hvatning - Ég er sami leikmaður og áður og nú á ég yndislega fjölskyldu Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson Fjölskylda Sara Björk Gunnarsdóttir ásamt syni sínum Ragnari Frank Árnasyni og unnustanum og knattspyrnu- manninum Árna Vilhjálmssyni á frumsýningu heimildarmyndarinnar „Do Both“ í Lyon í Frakklandi á dögunum. NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Fyrir úrslitakeppnina í NBA- deildinni spáði undirritaður að Phoe- nix Suns og Milwaukee Bucks kæm- ust í lokaúrslitarimmuna í deildinni þar sem þessi lið vissu hvað til þess þyrfti – sérstaklega að mæta með rétt keppnisskap og hugarfar í alla leiki keppninnar. Skemmst er frá því að segja að síð- ustu leikirnir í átta liða úrslitunum á sunnudag sýndu enn einu sinni að best er fyrir mann að hafa smá auð- mýkt þegar til spádóms í íþróttum kemur. Hluti af skilgreiningu á orð- inu íþrótt er hugmyndin um „vanda- mál með útkomu“, þ.e. að við vitum ekki útkomu keppninnar fyrirfram. Þetta er eitt af því sem laðar marga að íþróttakeppni. Í nútímaþjóðfélagi eru íþróttir eitt af því fáa þar sem við getum aldrei vitað fyrir fram hvað gerist. Engar skoðanakannanir hjálpa okkur að segja fyrir um úrslitin fyrir fram. Jafnvel bestu sérfræðingar verða oft að játa að spár eru bara það. Spár. Mýs og menn sjá ekki inn í framtíðina Í leikjunum á sunnudag kom sigur Boston Celtics gegn Milwaukee á heimavelli ekki sérstaklega á óvart. Undirritaður spáði fyrir rimmuna að þessi lið væru jöfn og allt gæti gerst. Stórtap Phoenix gegn Dallas Maver- icks (123:90) á heimavelli var annar handleggur. Sá leikur sýndi enn á ný að í íþróttum getur allt gerst. Margt getur haft áhrif á úrslitin. Þjálfari Phoenix, Monty Williams, viðurkenndi það eftir leikinn. „Við völdum rangan dag til þess að spila okkar versta leik á keppnistíma- bilinu. Þetta er nákvæmlega það sem get- ur gerst í sjöunda og lokaleik í rimmu liða í NBA deildinni. Bestu plön „músa og manna“ – eins og ljóð- skáldið Robert Burns orðaði það fyrir löngu – geta farið út um þúfur í ein- stökum leik“. Þessi úrslit þýða að nýtt lið verður krýndur meistari á þessu keppnistímabili og að öll fjögur liðin sem eftir eru geta gert tilkall til titilsins. Boston orðið óstöðvandi Í lokarimmu Austurdeildarinnar eru nú tvö lið sem eiga ýmislegt sam- eiginlegt. Boston og Miami Heat eru Dallas kemur öllum á óvart AFP Lykilmaður Slóveninn Luka Doncic hefur farið á kostum í úrslitakeppninni fyrir Dallas en hann hefur skorað 32 stig að meðaltali og tekið tíu fráköst. - Luka Doncic verður vandamál 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 Mjólkurbikar kvenna 2. umferð Augnablik – Haukar................................. 1:4 ÍH – FH..................................................... 0:6 England Southampton – Liverpool ........................ 1:2 Staðan: Manch. City 37 28 6 3 96:24 90 Liverpool 37 27 8 2 91:25 89 Chelsea 36 20 10 6 73:31 70 Tottenham 37 21 5 11 64:40 68 Arsenal 37 21 3 13 56:47 66 Manch. Utd 37 16 10 11 57:56 58 West Ham 37 16 8 13 59:48 56 Wolves 37 15 6 16 37:40 51 Leicester 36 13 9 14 57:57 48 Brighton 37 11 15 11 39:43 48 Brentford 37 13 7 17 47:54 46 Newcastle 37 12 10 15 42:61 46 Crystal Palace 36 10 15 11 47:43 45 Aston Villa 36 13 5 18 49:50 44 Southampton 37 9 13 15 42:63 40 Everton 36 10 6 20 39:59 36 Leeds 37 8 11 18 40:78 35 Burnley 36 7 13 16 32:50 34 Watford 37 6 5 26 33:75 23 Norwich City 37 5 7 25 23:79 22 B-deild, umspil, seinni leikur: Notthingham F. – Sheffield Utd. . 4:4 (vsp.) _ Nottingham F. vann samanlegt 6:5 og mætir Huddersfield í úrslitum. Ítalía C-deild, umspil, fyrri leikur: Monopoli – Catanzaro ............................. 1:2 - Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Catanzaro. Grikkland PAOK – Panathinaikos........................... 2:0 - Sverrir Ingi Ingason lék fyrstu 61 mín- útuna fyrir PAOK og lagði upp mark. AEK Aþena – Olympiacos ...................... 2:3 - Ögmundur Kristinsson lék fyrstu 90 mínúturnar í marki Olympiacos. >;(//24)3;( Ítalía 8-liða úrslit, annar leikur: Dethrona Tortona – Venezia ............. 70:58 - Elvar Már Friðriksson var ekki í leik- mannahópi Dethrona Tortona. _ Staðan í einvíginu er 1:1. >73G,&:=/D Mikið breyttu Liverpool-liði tókst með naum- indum að bera sigurorð af Southampton, 2:1, þegar liðin mættust á St. Ma- ry’s í Southamp- ton í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum í bik- arúrslitaleiknum gegn Chelsea síð- astliðinn laugardag. Í gær byrjuðu hlutirnir erfiðlega fyrir Liverpool þar sem Nathan Redmond kom heimamönnum yfir á 13. mínútu með þrumuskoti sem fór af James Milner og þaðan upp í samskeytin. Á 27. mínútu jafnaði Takumi Minamino metin með frá- bæru skoti upp í markhornið nær. Sigurmark Liverpool skoraði svo Joel Matip á 67. mínútu þegar Kyle Walker-Peters skallaði boltann í höfuð Kamerúnans þaðan sem hann sigldi upp í markhornið. Liverpool er því einu stigi á eftir toppliði Manchester City fyrir loka- umferð deildarinnar sem fer fram næstkomandi sunnudag. gunnareg- ill@mbl.is Hetja Matip skor- aði sigurmarkið. Liverpool minnkaði for- skot City KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Laugardalur: Þróttur R. – Þór/KA..... 17.30 Kópavogur: Breiðablik – ÍBV .................. 18 Varmá: Afturelding – Stjarnan........... 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Fimmti úrslitaleikur karla: Hlíðarendi: Valur – Tindastóll (2:2) .... 20.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.