Morgunblaðið - 18.05.2022, Qupperneq 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
U S A TO D AY
92%
Radio Times
Total Film
Empire Rolling StoneLA Times
THE LEGACY CONTINUES
72%
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
U
ndir lok Prinsins erum við aftur á byrj-
unarreit nútímans eftir upprifjun
Kára Viðarssonar á dramatísku sumri
á unglingsárunum. Hann situr með
Tinnu, sem allt snerist um þessa mánuði þegar
þau voru sextán og menntaskólinn beið þeirra og
svo lífið allt. Kári vekur máls á því að það vanti
svolítið hennar sögu í söguna sem verið er að leiða
til lykta á sviðinu. Hún verður pínu hissa, sam-
sinnir þessu, en bendir honum svo á að hann sé
ekki hluti af hennar sögu. Ekki mikilvægur alla-
vega. Hann verður pínu hissa. En sér svo að það
er auðvitað hárrétt. Við horfum alltaf á heiminn
frá okkar eigin hóli, nema þegar við erum minnt á
að setja okkur í annarra spor, t.d. í leikhúsinu.
Ef Prinsinn væri skáldskapur, ef einhver hefði
sest niður og ákveðið að segja sögu af ótímabærri
og óvæntri óléttu í litlu sjávarþorpi um
árþúsundamótin síðustu, væri þetta saga Tinnu.
Saga barnungrar móður í vonlausu stríði við
þorpsmóralinn með ólíka, en á endanum álíka
gagnslausa, mögulega barnsfeður í jaðri sög-
unnar. Hetjusaga með hamingjuendi.
En Prinsinn er saga Kára. Saga um kvíðinn og
óframfærinn ungling sem er skotinn í sætu stelp-
unni í sjoppunni. Og baklásinn sem hann hleypur í
þegar hún hringir í hann einn daginn til að segja
honum að þau eigi von á barni. Framtíðin er í upp-
námi. Og leiðin að henni einfaldast ekki neitt þeg-
ar í ljós kemur að mögulega sé Kári ekki pabbinn.
Það er nógu mikið mál að máta sig í nýtt hlutverk
þótt ekki bætist við efasemdir um að það standi
þér yfirleitt til boða. Það er óhætt að segja að Kári
hafi ekki staðið sig frábærlega í þessum snúnu
aðstæðum. Saga hans er ekki hetjusaga.
Það er samt ekki bara framtíðin sem er í upp-
námi. Fortíðin sem verið er að rifja upp er öll í
óreiðu. Tímalínan gengur illa upp og mikilvægar
staðreyndir hafa ummyndast í áranna rás í huga
söguhetjanna. Sýningin veitir skemmtilega inn-
sýn í þessa vel þekktu aukaverkun tímans án þess
að leiða mikið af ósamkvæmninni til lykta.
Almennt ristir Prinsinn ekki djúpt, hvorki sem
sálarlífskönnun né samfélagsrýni. En segir á hinn
bóginn forvitnilega sögu sem hefur þann mikil-
væga kost að vera – með öllum fyrirvörum – sönn.
Og sem slík verðug þess að ræða, spegla sig í, og –
óhjákvæmilega – dæma um mannkosti þeirra sem
við sögu koma og hvort þessi tuttugu ár síðan
þessir atburðir urðu hafi skilað okkur nokkuð á
veg.
Það er létt, næstum kæruleysislegt yfirbragð
yfir útfærslu Maríu Reyndal á sýningunni, sem
gildir líka um búninga Guðnýjar Hrundar Sigurð-
ardóttur og hina mjög svo sannfærandi sjoppu
sem myndar umgjörðina, sem er verk Guðnýjar
og Egils Ingibergssonar. Samskipti við áhorf-
endur eru talsverð og vel útfærð, ekki síst þegar
áhorfendur eru látnir óska Kára til hamingju með
niðurstöðu úr faðernisprófi.
Þau Sólveig Guðmundsdóttir og Sverrir Þór
Sverrisson bregða sér í ýmis hlutverk með snögg-
um einföldum og snyrtilega formuðum búninga-
skiptum. Mömmur Kára og Tinnu fá skörp svip-
mót í fáum dráttum hjá Sólveigu, og Bjöggi, besti
vinur aðal, verður nákvæmlega eins og svoleiðis
drengir eiga að vera í meðförum Sverris, sem
vitaskuld er eins og fiskur í vatni við að leika sig
niður á unglingastigið, hokinn af reynslu. Eljarinn
Rúnar Bjarki hefði samt mátt vera aðeins skýrari
manngerð hjá höfundi, leikstjóra og þá að lokum
leikara.
Kári og Birna Pétursdóttir þurfa líka að túlka
unglinga og seilast í þann kunna klisjubanka sem
fullorðnir leikarar þurfa að eiga þegar þannig
stendur á. Eðli og endurlitsform sögunnar gerir
þetta óhjákvæmilegt og stíll sýningarinnar og
afstaða gerir hæfilega skopgervingu að rökréttri
nálgun. Þau komast enda ágætlega frá þessu.
Birna skapar sérlega aðlaðandi, skýran og sann-
færandi karakter úr Tinnu. Velta má fyrir sér
hvort hún sé gerð of sterk og sjálfsörugg – það er
alltaf ljóst að engin drusluskömmun er að fara að
buga þessa ungu konu. Ef þetta væri sagan henn-
ar hefðum við séð fleiri hliðar og meira ferðalag,
geri ég ráð fyrir.
Kári nýtur auðvitað þeirrar forgjafar að vera
„hann sjálfur“, og er satt að segja talsvert afhjúp-
andi við að sýna sjálfhverfu og -elsku unglingsins
sem hann eitt sinn var. Eyðurnar sem þrátt fyrir
allt eru í frásögninni, ósvöruðu spurningarnar,
viðbrögðin og ákvarðanirnar sem eru látin ókrufin
– allt snýr þetta að honum, þetta er sagan hans.
Hann deilir henni með okkur af talsverðu hug-
rekki og skilur eftir ótal umhugsunarefni um
hvernig við erum sem samfélag, sem einstak-
lingar, sem strákar, sem stelpur. Prinsinn svarar
þeim fæstum en það er ekkert að því. Til þess eru
áhorfendur.
Raunasaga úr sjávarþorpi
Saga unglings Prinsinn er saga um kvíðinn og óframfærinn ungling sem er skotinn í sætu stelpunni í
sjoppunni. Og baklásinn sem hann hleypur í þegar hún segir honum að þau eigi von á barni.
Þjóðleikhúsið
Prinsinn bbbnn
Eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson. Leikstjóri:
María Reyndal. Leikmynd: Guðný Hrund Sigurðardóttir
og Egill Ingibergsson. Búningar: Guðný Hrund Sigurð-
ardóttir. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Hljóðhönnun: Úlfur Eld-
járn og Ásta Jónína Arnardóttir. Lýsing: Jóhann Friðrik
Ágústsson. Leikarar. Birna Pétursdóttir, Kári Viðars-
son, Sólveig Guðmundsdóttir og Sverrir Þór Sverris-
son. Þjóðleikhúsið sýnir í samstarfi við Frystiklefann á
Rifi. Frumsýning á Rifi miðvikudaginn 27. apríl 2022
og í framhaldinu sýnt í maí á Ísafirði, í Borgarnesi,
Reykjanesbæ, á Akureyri og Egilsstöðum. Rýnt í
sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 12.
maí 2022.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Day 3578 nefnist
nýtt tónleikhús-
verk, byggt á
tónlist Fabúlu,
þ.e. Margrétar
Kristínar Sigurð-
ardóttur, sem
frumsýnt verður
í Gamla bíói í
dag. Verkið segir
af Maloru, fyrr-
verandi stórstjörnu sem hvarf af
sjónarsviðinu á hátindi frægðar
sinnar. Af einhverjum ástæðum
hefur hún lokað sig inni í
ímyndunarheimi og á hverjum degi
endurtekur hún sama leikinn. „Í
dag er dagur 3.578 og hún dragnast
á fætur. Hvað er ímyndun og hvað
er raunveruleiki og hefur þessi
leikur tilgang?“ segir í tilkynningu.
Guðmundur Elías Knudsen leik-
ur ástmann Maloru og Unnur Birna
Björnsdóttir hliðarsjálf hennar.
Sviðsetning er í höndum Söru Marti
Guðmundsdóttur og Völu Ómars-
dóttur. Auður Ösp Guðmundsdóttir
sér um leikmynd og búninga og
Egill Ingibergsson er höfundur
ljósa og kvikra mynda. Að auki
koma fram Jökull Jörgensen bassa-
leikari, Björn Thoroddsen gítar-
leikari og Jón Geir Jóhannsson
trommuleikari.
Day 3578 frumsýnt
Fabúla
Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag
og allt að 37.000 söfn í 158 löndum
taka þátt í honum. Að þessu sinni er
þema dagsins „Mikill er máttur
safna“. Horft er til hlutverks safna í
átt að sjálfbærni, nýsköpun og
fræðslu. Íslensku safnaverðlaunin
verða afhent í Safnahúsinu í dag en
tilnefnd eru Gerðarsafn, Byggða-
safnið í Görðum, Hönnunarsafn Ís-
lands, Minjasafnið á Akureyri og
Síldarminjasafn Íslands. Af við-
burðum dagsins má nefna að boðið
verður upp á leiðsögn um safn-
geymslur Gerðarsafns og Náttúru-
fræðistofu Kópavogs kl. 12.15.
Morgunblaðið/RAX
Gerðarsafn Tilnefnt til Safnaverðlauna.
Safnadegi fagnað