Morgunblaðið - 18.05.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 18.05.2022, Síða 28
Hljómsveitin ADHD mun leika tónlist af öllum hljóm- plötum sínum, sjö talsins, 6. til 12. júní á Skuggabaldri sem er til húsa í Pósthússtræti 9. Á hverju kvöldi mun sveitin leika eina plötu fyrir hlé og eftir hlé mun hún svo kynna efni af væntanlegri plötu sinni, 8. Áður en hljómsveitin hefur leik munu veitingamenn á Hosíló reiða fram sérstakan matseðil sem unninn er í sam- starfi við hljómsveitina og byggður á hljóðheimi og til- finningareisu hverrar plötu fyrir sig, eins og segir í til- kynningu. Verða því haldnir sjö ólíkir tónleikar með sjö ólíkum matseðlum sjö kvöld í röð. Sjö tónleikar, sjö matseðlar hillu hjá vini sínum. Hann hafi fengið hana lánaða, samið lög við ljóð eftir hann og gefið út plötu með þeim. KFUM hafi keypt helm- ing upplagsins og selt til styrktar starfseminni. „Þá kynntist ég Lauf- eyju Geirlaugsdóttur, eiginkonu Sigurbjörns, en hún stjórnaði KFUM-kórnum í nokkrum lögum á disknum, og ef ég hefði ekki farið í Vatnaskóg á sínum tíma hefði sennilega aldrei orðið af þessum útgáfum.“ Inga Dóra Jóhannsdóttir hannaði útlit disksins, sem Hugverka- útgáfan gefur út. Jóhann spilar á kassagítar, rafmagnsgítar og bassa í lögunum. Snorri Snorrason leikur á orgel, Þórir Úlfarsson á píanó og Rakel Björt Helgadóttir á horn. Páll Rósinkranz, Regína Ósk og Sigríður Guðnadóttir syngja sín þrjú lögin hvert, Jóhann og Snorri, sem sá um upptökur, syngja eitt lag og Fósturvísarnir, sem eru hóp- ur úr Karlakórnum Fóstbræðrum, syngja í átta lögum og þar af einir eitt lag, en eitt laganna er leikið án söngs. „Þetta er látlaus framsetn- ing,“ segir Jóhann. Ekki er algengt að geisladiskar komi út um þessar mundir en Jóhann vildi það frekar en að gefa út eitt og eitt lag til flutnings hjá streymisveitum. „Þetta er skemmtilegur minjagrip- ur, skjalfesting á því sem hefur verið gert,“ segir Sigurbjörn. Penninn Eymundsson og Kirkju- húsið eru með diskinn í sölu en auk þess má panta hann hjá Jóhanni sjálfum (jhelga@gmail.com) eða hjá KFUM (kfum@kfum.is), sem selur hann til styrktar byggingu nýs matskála í Vatnaskógi, en á næsta ári verða 100 ár frá því KFUM hóf þar starfsemi. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Jóhann Helgason sendi frá sér geisladiskinn Lifi lífið á dögunum. Öll lögin eru eftir Jóhann við tíu ljóð eftir Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfund, og eitt eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, föð- ur hans. Jóhann segir að upphaf verksins megi rekja til þess að í desember 2020 hafi hann séð auglýsingu frá tónmenntasjóði kirkjunnar um styrki sem stæðu til boða vegna efnis sem tengdist kirkjunni. Hann hafi ákveðið að sækja um, hafi munað eftir því að hafa séð ljóð Sigurbjörns í Morgunblaðinu, hafi náð sér í allar bækur hans, samið lög við tvö ljóðanna og sent með umsókninni. „Ég fékk ekki styrk en í janúar var ég kominn með sjö lög, hafði samband við Sigurbjörn, sagði honum frá þessu og spurði hvort hann væri sáttur við að ég gæfi út geisladisk með lögum við ljóð hans. Hann tók því vel og disk- urinn kom út sumardaginn fyrsta.“ Í fyrsta sinn á plötu Lög við ljóð eftir Sigurbjörn hafa áður verið gerð og meðal annars verið flutt af kirkjukórum, en þetta er í fyrsta sinn sem lög við ljóð hans koma út á plötu. Þess má geta að Gissur Páll Gissurarson söng lag eftir Jóhann í Júróvisjón um árið án þess að komast áfram en grein eftir Sigurbjörn í Morgunblaðinu veitti tónskáldinu innblástur við samningu lagsins. „Þetta er frá- bært, lögin hafa tekist vel hjá honum og þau falla vel að ljóð- unum,“ segir Sigurbjörn um disk- inn. „Jóhann er mjög hæfileika- ríkur og fær en um leið hlédrægur og hógvær snillingur. Mikið er í hann varið og frá honum kemur mjög vönduð tónlist.“ Þegar Jóhann var 12 ára fór hann í Vatnaskóg með frænda sín- um. Hann minnist þess að þá hafi séra Friðrik Friðriksson verið áberandi í samfélaginu. „Mamma talaði mikið um hann og hann var mikið í blöðunum í tengslum við KFUM, Vatnaskóg, Val og Fóst- bræður.“ Löngu síðar hafi hann séð bók með ljóðum séra Friðriks í Jóhann á nýjar slóðir - Diskur með lögum við tíu ljóð eftir Sigurbjörn Þorkelsson Ljósmynd/Hreinn S. Hákonarson Ánægja Sigurbjörn Þorkelsson með diskinn og Jóhann Helgason. Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is ÞAR SEM VÍSINDI OG NÁTTÚRA KOMA SAMAN MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir Puma, sinn helsta styrktaraðila, strax hafa séð jákvæð tækifæri í því að hún hafi orðið ófrísk þar sem reynsla hennar af því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn á hæsta stigi í kjölfar barnsburðar gæti orðið öðrum knattspyrnukonum í fremstu röð mikil hvatning. Sara Björk kveðst fyrst og fremst hafa snúið sterk aftur fyrir sjálfa sig en sá að ef hún gæti um leið orðið öðrum konum hvatning þá væri það hið besta mál. » 22-23. Sara Björk telur það jákvætt ef hennar reynsla nýtist öðrum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.