Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 9. M A Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 116. tölublað . 110. árgangur .
19.-22. maí
Sigraðu
innkaupin
VILJA VEKJA
ÁHUGA STRÁKA
Á HJÚKRUN
DÝRIN GLEÐJA
Í KRAKKAKOTI
HAFA LENGI
VITAÐ HVOR
AF ÖÐRUM
DAGLEGT LÍF 12 GRANT OG WAINWRIGHT 60ENDURLÍFGUN 2
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þreifingar milli borgarstjórnarflokka
héldu áfram í gær, nema hvað Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri Samfylk-
ingarinnar hefur ekki tekið símann
frá Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálf-
stæðismanna.
Þeir flokkar eiga það þó sameig-
inlegt að lítast mátulega á að Einar
Þorsteinsson í Framsókn verði borg-
arstjóri. Í herbúðum beggja er bent á
að rík hefð sé fyrir því og pólitískt
hyggilegt að borgarstjóri komi úr
stærsta flokknum í meirihluta.
Mál manna er að stutt sé í að Einar
geri upp hug sinn um við hvern hann
vilji hefja meirihlutaviðræður við.
Smáir en knáir flokkar
Kostir til meirihlutamyndunar eru
ekki margir, en þar kann mikið að
velta á afstöðu smærri flokka í borg-
arstjórn. Útilokunarstjórnmál Pírata
og Sósíalista þrengja stöðuna, líkt og
ákvörðun Vinstri grænna um að taka
ekki þátt í meirihlutaviðræðum að svo
stöddu, sem útilokar auðvitað ekkert
síðar. Sósíalistar henda það á lofti og
hvetja nú Vinstri græn til þess að
koma í samstarf til vinstri.
Sagt er að Vinstri græn telji frá-
leitt að ganga gegn skýrum skila-
boðum kjósenda og reyna að fram-
lengja líf fráfarandi meirihluta.
Tilraun Dags til blokkarmyndunar er
líka sögð hafa farið í taugar fram-
sóknarmanna og Viðreisn hefur þurft
að taka fram að samflotið hafi aðeins
átt að vera fyrstu dagana og bindi
ekki hendur Viðreisnar, sem geti vel
horft til hægri, en í gær sagði Þórdís
Lóa Þórhallsdóttir að samstarf við
Framsókn væri ekki ólíklegt. Það var
ekki sagt að þarflausu.
Smáflokkar skapa sér stöðu
- Viðreisn lítur einnig til hægri - Sósíalistar vilja Vinstri græn aftur að borðinu
- Stutt í ákvörðun Framsóknar um við hverja skuli hefja meirihlutaviðræður
Ljósmynd/Guðmundur Kr. Gíslason
Meirihluti Meðan allt lék í lyndi hjá
fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta. MKosningar »2,6 og 10
_ Heimsminjaskrifstofan í París tel-
ur að notkun gjárinnar Silfru til köf-
unar sé í sjálfu sér ekki ósamrým-
anleg stöðu Þingvalla sem
heimsminjastaðar. Hins vegar verði
að reka starfsemina innan þeirra
marka sem staðurinn þolir.
Lagt hefur verið til út frá tillögum
ráðgjafarsamtaka að markmið um
hámarksfjölda gesta verði rökstutt
frekar en gert hefur verið. »6
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Silfra Köfun í gjána undirbúin.
Köfun getur gengið
á Þingvöllum
Allt var á suðupunkti að Hlíðarenda þegar oddaleikur Vals og
Tindastóls í körfuknattleik karla fór þar fram í gærkvöldi,
enda hafa stuðningsmenn beggja liða mátt bíða lengi eftir Ís-
landsmeistaratitlinum. Mikið jafnræði var með liðunum fram-
an af leiknum, og var jafnt í hálfleik, 36:36. Valsmenn náðu
hins vegar að síga fram úr Tindastól í fjórða leikhluta og
tryggja sér langþráðan titil, en karlalið Vals varð síðast Ís-
landsmeistari árið 1983. Urðu lokatölur 73:60 fyrir heima-
menn á Hlíðarenda. »55
Langri bið lokið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon