Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 16

Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Litla jólabúðin var stofnuð fyrir 20 árum og sérhæfir sig í sölu á jólavörum, bæði íslensku handverki og innfluttum jólavörum. Aðalviðskiptavinir eru erlendir ferðamenn auk íslendinga sem versla mest fyrir jólin. Sala er nokkuð jöfn árið um kring. Ársvelta var um 80 mkr. fyrir Covid, en dróst saman árin 2019-2021 samhliða fækkun ferðamanna. Sala það sem af er þessu ári er sambærileg við árið 2018. Verslunin er í tæplega 100 fm. leiguhúsnæði á Laugavegi 8 auk lagerrýmis í kjallara. Stöðugildi eru að jafnaði 2 auk einhverrar viðveru eigenda. Mjög gott tækifæri fyrir tvo samhenta einstaklinga eða hjón. Rekstur Litlu jólabúðarinnar er til sölu Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergþórsdóttir | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf brynhildur@kontakt.is | 868 8648 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt stofnmat fyrir útsel verður unnið í haust og fyrir landsel á næsta ári, en báðum þessum verk- efnum hafði áður verið frestað. Vís- bendingar eru um að útsel hafi fjölgað við landið, en landselur virð- ist sveiflast í kringum lág- marksgildi, að sögn Söndru M. Granquist, deild- arstjóra líffræði- rannsóknadeildar Selaseturs Ís- lands og sérfræð- ings hjá Hafrannsóknastofnun. Ým- islegt fleira er á döfinni hvað við kemur rannsóknum á atferli sels og einnig hegðun ferðamanna við sela- látur. Hættan metin minni en áður Samkvæmt mati á stofnstærð út- sels 2017 taldi stofninn þá 6.300 dýr og hafði fjölgað um 2.100 dýr frá árinu 2012. Við þessa fjölgun breyttist flokkun útsels á válista spendýra og er hann nú metinn í nokkurri hættu en var áður metinn í hættu samkvæmt skilgreiningu Náttúrufræðistofnunar. Sandra segir að spennandi verði að sjá niðurstöður þessa mats þar sem fimm ár séu liðin frá því síð- asta. Þá hafði útsel fjölgað og á þeim tíma sem liðinn sé hafi fleiri útselir sést á Vatnsnesi. Talning útsels fer fram með þeim hætti að flogið er yfir látur í októ- ber þegar hann kæpir. Látur útsels eru aðallega við Breiðafjörð, í Öræfum, í Surtsey og á Norðvest- urlandi. Landselur notar að hluta sömu látur, en hann kæpir hins vegar frá miðjum maí og fram í miðjan júní. Í ferð starfsmanns Hafrannsóknastofnunnar á Vatns- nes í vikunni mátti sjá tvo unga kópa. Samkvæmt talningum á landsel 2020 voru um 10.300 dýr talin vera í stofninum, en það er 69% færri dýr en 1980 þegar fyrstu talningar fóru fram. Matið sýnir um 9% fjölgun í stofninum frá árinu 2018 þegar sambærilegt stofnstærðarmat var síðast unnið. Samkvæmt stjórnunarmark- miðum stjórnvalda fyrir landsel við Ísland skal lágmarks-stofnstærð vera 12.000 selir. Landselur var metinn sem tegund í bráðri hættu á válista sem var birtur 2018 en hefur verið uppfærður sökum fjölgunar samkvæmt síðustu talningunni 2020 og er nú metinn í hættu. Til að fylgjast með atferli selanna hafa verið settar upp myndavélar á sex stöðum á landinu. Við greiningu mynda má afla upplýsinga um fjölda dýra, hvenær þeir liggja uppi á landi og fleira tengt atferli þeirra. Af öðrum gögnum og vettvangs- ferðum starfsmanna Hafrannsókna- stofnunar og Selaseturs er reynt að meta áhrif ferðamanna á selina og verður gögnum safnað í sumar eins og síðustu ár. Í þeim efnum segir Sandra að verkefnið sé unnið þver- faglega og reynt sé að leggja fræði- legt mat á hvað sé best fyrir selina og hvað veiti ferðanmönnum mesta ánægju. Ekki sé víst að þeir hags- munir fari alltaf saman. Hvernig þekkir urtan kópinn sinn af hljóðunum? Á síðasta ári voru kynntar niður- stöður rannsóknar þar sem fram kom m.a. að landselsbrimlar við Ís- landsstrendur virtust gefa frá sér lengri og lægri hljóð á fengitíma en landselir við Danmörku og Svíþjóð. Var talið að ástæðurnar gætu verið möguleg ógn í umhverfi þeirra, en hér sé mun meira af mögulegum rándýrum í sjónum, eins og háhyrn- ingum og útselum. Með lengri og lægri köllum freisti landselsbrimlar hér við land þess hugsanlega í senn að ná eyrum urta á fengitímanum og um leið að draga úr hættunni á því að verða fyrir árásum. Til að mæla mökunarköll landsela nýttu vísindamenn sérstakan upp- tökubúnað sem látinn var liggja í sjó nærri látrum í tiltekinn tíma. Nýtt verkefni sem tengist hljóðum sela er að fara af stað hjá meistara- nema hjá Selasetrinu. Nú verða hljóðsamskipti selanna tekin upp í selalátrum, meðal annars með það í huga að reyna að fá svör við því hvernig urtan þekkir kópinn sinn af hljóðunum. Stofnmat og atferli sela rannsakað - Fjölgun útsels, en landselur sveiflast í kringum lágmarksgildi - Myndatökur og hljóðrannsóknir Ljósmynd/Selasetur Íslands Í látri Innan við vikugamall útselskópur. Nokkurra vikna fara kóparnir úr fósturhárunum og fá gráleitan lit. Sandra M. Granquist Stöðugleiki og aukinn kaupmáttur er efst í huga launafólks í komandi kjarasamningum samkvæmt niður- stöðum könnunar sem BHM fékk Maskínu til að gera meðal þjóð- arinnar. Tæplega 40% svarenda segja hreyfinguna eiga að leggja mesta áherslu á stöðugt efnahags- umhverfi í næstu samningum en 22 til 25 prósent segja launahækkanir eiga að vera meginmarkmiðið, sem leggja eigi mesta áherslu á. Svörin leiða einnig í ljós að 33 til 36% vilja að verkalýðshreyfingin leggi mesta áherslu á aukinn kaupmátt í kom- andi kjarasamningum. Haft er eftir Friðrik Jónssyni formanni BHM í tilkynningu frá bandalaginu að niðurstöður þess- arar könnunar sýni að samtök á vinnumarkaði þurfi öll að líta í eigin barm þegar kemur að undirbúningi fyrir næstu kjarasamninga. „Við berum enda mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni þegar kemur að varðveislu efnahagslegra lífsgæða á þessum umbrotatímum. Stöðugt efnahagsumhverfi til framtíðar og kaupmáttaraukning er okkar stærsta verkefni,“ segir Friðrik. Í könnuninni var einnig reynt að varpa ljósi á þekkingu og viðhorf til samtaka á vinnumarkaði. „Um 41- 46% aðspurðra segjast jákvæð gagnvart heildarsamtökum launa- fólks en aðeins um 7-12% sögðust vera neikvæð í afstöðu sinni. Sam- tök atvinnulífsins eru öllu umdeild- ari samkvæmt könnuninni en 31% sagðist vera jákvætt gagnvart sam- tökunum í könnuninni en 27% lýstu sig neikvæð. Athygli vekur hversu mörg lýsa sig hlutlaus í afstöðu sinni gagnvart samtökum á vett- vangi vinnumarkaðar. Er það ákveðið áhyggjuefni sé horft til samfélagslegs mikilvægis samtak- anna,“ segir í greinargerð um nið- urstöðurnar. Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeim fyndist verkalýðshreyf- ingin sýna mikla eða litla ábyrgð í umfjöllun um efnahagsmál og efna- hagssamhengi sagðist um fjórð- ungur aðspurðra sem eru á vinnu- markaði telja hreyfinguna sýna mikla ábyrgð en um 34% segja hreyfinguna sýna litla ábyrgð. Um 40% lýsa sig hlutlaus gagnvart þessari spurningu. Mikilvægustumálin í komandi kjarasamningum Skv. könnun Maskínu fyrir BHM á meðal almennings Launahækkanir Stöðugt efnahagsumhverfi Aukinn kaupmáttur Annað Heimild: BHM Á vinnumarkaði Ekki á vinnumarkaði 22% 36% 38% 25% 33% 39% Vilja stöðugleika - Stöðugt efnahagsumhverfi og kaup- máttur ofar í huga en launahækkanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.