Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 22

Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 22
22 FRÉTTIR Ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 MX 11.995 kr. / St. 36-42 FRELSAÐU TÆRNAR 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 39-49 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 41-47 MX 11.995 kr. / St. 36-41 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í vesturhluta Bandaríkjanna má finna merkilega borg sem virðist ekki hafa ratað nógu vel á kortið hjá íslenskum ferðalöngum. Er löngu tímabært að bæta þar úr, því Las Vegas hefur upp á svo ótal- margt að bjóða. Það er dæmigert fyrir Bandaríkin að nánast úti í miðri eyðimörk- inni, syðst í Nevada, skuli hafa orðið til glitrandi borg neonljósa þar sem hægt er að upplifa allar lífsins lystisemdir. Einstakt and- rúmsloft einkennir borgina og ekki að furða að Las Vegas hafi verið nýtt sem sögusvið margra ódauðlegra Hollywood-kvik- mynda. Sumir hafa lýst Las Vegas sem Disneylandi fyrir fullorðna enda líta margir á borgina sem stað til að sleppa fram af sér beislinu, en Las Vegas snýst um meira en risavaxin spilavíti og villt næturlíf, og er t.d. leitun að heppilegri áfangastað fyrir þá sem vilja öðru fremur njóta lífsins lystisemda og hafa gaman af því að vera til. Leikvöllur fyrir lífskúnstnera Ljósmynd / Neon Museum Safn sem nýtur sín best þegar sólin er sest Ljósaskiltin í Las Vegas eru í senn merkilegur hluti af sögu borgarinnar og endurspeglun á bandarískri hönnunar- menningu, tísku og tíðaranda í gegn um árin. Norður af spilavítaklasanum er að finna einstakt safn, The Neon Mu- seum, þar sem gömlu skiltin eru varðveitt. Best er að heimsækja safnið um eða eftir sólsetur en leiðsögumenn fylgja gestum um þetta litríka útisafn og segja þeim söguna á bak við valin skilti. Ljósmynd / Bliss Wedding Chapel Elvis beint í hjartastað Virðist varla hægt að finna þá kvik- mynd sem gerist í Las Vegas þar sem ekki bregður fyrir hjónavígslu- athöfn með Elvis Presley-eftir- hermu. Það er tiltölulega auðvelt fyrir pör að láta gefa sig saman í Nevada og með smá undirbúningi geta íslenskir ferðalangar látið pússa sig saman undir neonljós- unum með löglegum hætti. En það er líka hægt að fá Elvis (eða hefðbundinn vígslumann, vilji fólk það frekar) til að einfaldlega end- urnýja hjúskaparheitin og kallar það ekki á nein sérstök leyfi eða eyðublöð – bara rómantík. Nýjasta kapellan í Las Vegas er Bliss Wedding Chapel og er ósköp falleg og hlýleg, rétt norður af þétt- asta hótelsvæðinu. Alls kyns pakkar eru í boði og upplagt að biðja um að bílstjóri sæki parið upp á hótel á hvítri limósínu. Allt er gert til að hafa athöfnina i samræmi við óskir parsins, en ef Elvis er fenginn sem vígslumaður syngur hann nokkur vel valin lög og skapar rómantíska stund sem gleymist seint. Ljósmynd / Cirque du Soleil Hrífandi ævintýri og sirkusatriði sem fá hárin til að rísa Samhliða opnun Bellagio-hótelsins árið 1998 var vígður nýr sýningarsalur sem síðan þá hefur hýst Cirque du Soleil-sýninguna „O“. Er þetta langlífasta sýning kanadíska fimleikahópsins heimsfræga, ef undan er skilin sýningin Mystére sem er hýst af Treasure Island- hótelinu ögn norðar í Vegas. Það er ekki að ástæðulausu að húsfyllir er á öllum sýningum, dag eftir dag, enda sjónarspilið engu líkt og listræn upplífun sem bæði skemmtir og fær hárin til að rísa. Þeir sem vilja upplifa enn meira af kanadísku göldrunum hafa úr fleiri sýningum að velja því Circque du Soleil er með samtals sjö ólíkar sýningar í gangi í Vegas. Ljósmynd Denise Truchello Spilagaldrar með Matt Franco Það gengur ekki að heimsækja Las Vegas án þess að fara á sýningu töframanns. Matt Franco er tiltölulega nýkominn til borgarinnar en þessum geðþekka unga manni skaut fyrst upp á störnuhimininn í hæfileika- keppninni America’s Got Talent fyrir hálfum áratug og hafa galdrarnir bara batnað síðan þá. Franco heldur spilagaldrasýningu á LINQ-hótelinu á besta stað í Las Vegas og gerir ótrúlegustu hluti með spilunum. Þykir töfrasýningin hans í dag sú besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Gestir eiga eftir að skemmta sér vel en líka klóra sér í kollinum lengi á eftir til að reyna að átta sig á hvernig Franco fór að því að gera sum töfrabrögðin. - Las Vegas býr að einstöku skemmtanalífi og veitingastöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.