Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Kringlan | Glerártorg | Skeifan | Sími 588 0640 | casa.is FLOTTAR ÚTSKRIFTAR GJAFIR Design Letters skartgripir í miklu úrvali. Lukkutröll 5.790,- stk. Kay Bojesen stúdentshúfa á apa – 2.990,- Kay Bojesen api H: 20 cm 18.990,- Design Letters Favourite bolli 3.290,- Specktrum Crush Couple kertastjaki Clear/Pink – 7.990,- Specktrum Crush Single kertastjaki Pink – 5.590,- Fjárhagur Snorrastofu er í jafnvægi þrátt fyrir um 30% samdrátt í tekjum í kórónuveirufaraldri. Tekjur af ferðaþjónustu eru mikilvægur liður í rekstri Snorrastofu. Þær minnkuðu verulega í far- aldrinum, eins og hjá öðrum fyrirtækjum og stofn- unum sem veita ferðafólki þjónustu. Bergur Þor- geirsson forstöðumaður segir að brugðist hafi verið við með sparnaði, sérstaklega í mannahaldi, en tekur fram að það hafi tekist án þess að segja upp starfsfólki. Þar hafi eðlileg starfsmannavelta komið til. Bergur segir ekki útlit fyrir auknar fjárveitingar frá ríkinu. Það komi fram í samningaviðræðum um nýjan samning. „Það er ekki bjart fram undan í þessu því við þurfum að leita annarra leiða til að fjármagna starfsemina, fjölga umsóknum í alls konar sjóði, og í því liggur mikil vinna sem ekki nýtist þá í annað,“ segir Bergur. Nú sér fyrir endann á stóra goðafræðiverkefninu. Unnið er að útgáfu á sjöunda og síðasta bindinu um rannsóknirnar. Jafnframt er unnið að tveimur minni verkefnum um norræna goðafræði. Af öðrum rannsóknarverkefnum nefnir Bergur að nú sé að hefjast verkefni um Harald harð- ráða og hvernig hann birtist í ýmsum heimildum. Það er unnið í samvinnu við Edinborgarháskóla. Ráðstefnuhald er að hefjast aftur eftir faraldur. Síðar í þessum mánuði verður þriggja daga ráðstefna um bandaríska rithöfundinn Henry David Thoreau, sem hafði mikinn áhuga á Snorra Sturlusyni. Er það stærsta verkefni Snorrastofu á þessu sviði í ár. Ýmislegt verður um að vera í Reykholti í sumar. Nefna má fornbíladag 4. júní, málþing um gamla bíla, varðveislugildi þeirra og sagnfræði, auk þess sem fornbílar verða til sýnis á staðnum. Tekist hefur að halda sjó SAMDRÁTTUR Í FARALDRI Snorrastofa Rannsóknir og þjónusta við ferða- fólk er í nánu sambýli við Reykholtskirkju. Morgunblaðið/Sigurður Bogi VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Snorrastofa er að hefja frumhönnun á nýt- ingu austurálmu gamla héraðsskólahússins í Reykholti til sýninga sem tengjast sögu Snorra Sturlusonar. Forstöðumaður Snorrastofu segir að ýmsar hugmyndir séu uppi, meðal annars um betri tengingu Snorra- laugar og þeirra gesta sem þangað koma við Snorrasýninguna og bygg- ingu virkisveggja um fornminjasvæðið í anda Reykholts á tímum Snorra Sturlusonar. Boðin lóð í Borgarnesi Farið er í þessa vinnu í kjölfar þess að varaeintakasafn Lands- bókasafnsins hefur sprengt húsnæðið í Reykholti utan af sér og ákveðið hefur verið að flytja það annað. Ekki hefur verið ákveð- ið hvert en sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur boðið fram án endurgjalds lóð í Borg- arnesi. Eftir að skólahald lagðist af hefur austur- álma héraðsskólahússins verið notuð fyrir varaeintakasafnið. Í norðurálmu er hátíð- arsalur og stúdíóherbergi fyrir fræði- og listamenn á vegum Snorrastofu. Móttaka og sýning Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu telur að húsnæðið sem losnar sé tilvalið sem sýningaraðstaða. Nefnir að miklar kröfur hafi verið gerðar til geymslu- húsnæðis bókasafnsins með tilliti til bruna- varna, raka og loftræstingar. Lítið þurfi að gera til að koma því í önnur not. Það sé helst lagfæringar á aðgengi fyrir hreyfi- hamlaða. Húsið er á fjórum hæðum. Hugmyndin er að vera með móttöku á jarðhæðinni og sýn- ingar á þremur efri hæðunum. Fyrsta hæð- in er við hlið Snorralaugar sem margir ferðamenn sækja heim, allt að 200 þúsund á ári. Vantað hefur betri tengingu sýning- arinnar í Snorrastofu við Snorralaug- arsvæðið. Bergur segir upplagt að nota þá hæð fyrir kaffihús, bókabúð og minja- gripaverslun, á svipaðan hátt og nú er að hluta í móttöku Snorrastofu. Á annarri hæðinni mætti koma fyrir grunnsýningu um Snorra Sturluson, ef til vill endurbættri sýningin sem nú er í Snorrastofu. Bergur segir að fornminjasvæðið sem grafið var upp í Reykholti sé í framhaldi af annarri hæðinni. Því hafi komið upp sú hugmynd að opna þar út og gera virkisvegg í kringum fornminjasvæðið, eins og rannsóknir benda til að hafi verið í Reykholti á tímum Snorra. Á þriðju og fjórðu hæðinni mætti að hans sögn hafa fyrirlestrarsali þar sem hægt yrði að veita fræðslu og hafa sýningu á því hvernig verk Snorra hafa verið notuð í tón- list, bókmenntum, kvikmyndum og hönnun. Nefnir í því sambandi Game of Thrones, Lord of the Rings, verk Willams Morris, rithöfundar og listamanns, og tónlist Rich- ards Wagners. Höfðar til margra „Ég tel að þetta efni ætti að höfða til Ís- lendinga og erlendra ferðamanna, jafnt ungra sem eldri. Þetta er dauðafæri fyrir Snorrastofu,“ segir Bergur Þorgeirsson um nýju sýningaraðstöðuna. Hann segir að verið sé að sækja um styrki til að vinna að frumhönnun og við- skiptaáætlun nýs sýningarpláss með það að markmiði að gera starfsemina sjálfbæra fjárhagslega. Dauðafæri fyrir Snorrastofu - Áhugi á að koma upp nýrri Snorrasýningu þegar varaeintakasafnið hverfur úr héraðsskólahúsinu - Kemur á tengslum við Snorralaug - Hugmynd um að reisa virkisvegg um fornminjasvæðið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reykholt Vonast er til að hægt verði að koma upp stærri og veglegri sýningu um líf og starf Snorra Sturlusonar þegar varaeintök Lands- bókasafnsins fara úr austurálmu héraðsskólahússins sem hér blasir við. Sýningin yrði í beinum tengslum við Snorralaug og fornminjasvæðið. Bergur Þorgeirsson Flugfélagið Niceair, sem áformar millilandaflug frá Akureyri í sumar, er komið í samstarf við Umhyggju, félag langveikra barna, sem felst í því að bjóða langveikum börnum og fjölskyldum þeirra sérstök kjör á ut- anlandsferðum með félaginu. Frá þessu samstarfi er greint á vef Umhyggju. Þar er lýst mikilli ánægju með samkomulagið en sam- kvæmt því geta langveik börn flogið frítt með Niceair á alla áfangastaði og foreldrar og/eða forráðamenn fá 50% afslátt í sömu ferð. Áfanga- staðir Niceair í sumar eru Kaup- mannahöfn, Tenerife og London en næsta vetur stendur til að fljúga til Kaupmannahafnar, London og Man- chester. Stefnt er að jómfrúfluginu í næsta mánuði. Niceair hefur fest kaup á Airbus A319-vél með 150 flug- sætum. Framkvæmdastjóri Niceair er Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Hann er meðal stofnenda, auk ýmissa norðlenskra fyrirtækja á borð við KEA, Höld, Kaldbak, Nor- landair og Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. Langveik börn fljúga frítt með Niceair Flugfélag Vél frá Niceair fer senn í sitt fyrsta millilandaflug frá Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.