Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 37

Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 37
100,0% 86,6% 87,4% Frjálsi Almenni LIVE Óhætt er að segja að síðustu ár hafi verið um margt sérstök og þar ber næst okkur í tíma að nefna heimsfaraldurinn svo og stríðsátök, nokkuð sem heimurinn vinnur enn úr. Við stjórnarmenn erum stolt af sjóðnum okkar og starfi okkar í stjórn hans. Árangur síðasta árs er ánægjulegur, nafnávöxtun deilda frá 7,5% til 20,7%. Til lengri tíma er árleg ávöxtun deilda góð og er hún síðustu 15 ár 7,9%-8,3%. Réttindastaða sjóðfélaga í trygg- ingadeild hefur farið vaxandi og er afar sterk. Samanburður á framtíð- arréttindum sjóðfélaga í Frjálsa, Al- menna lífeyrissjóðnum og Lífeyris- sjóði verzlunarmanna eftir 45 ár, sem birtur hefur verið af öðrum frambjóðanda til stjórnar Frjálsa í komandi kosningum, er því miður misvísandi og villandi. Enda sýnir saga síðustu 20 ára að réttinda- ávinnsla sjóðfélaga Frjálsa hefur verið meiri en fyrrgreindra sjóða. Gæta þarf þess í öllum samanburði að notast sé við sem réttmætasta framsetningu og forsendur, en í samanburði umrædds frambjóðanda er gert ráð fyrir að einn sjóðurinn nái 9,9% raunávöxtun á ári næstu 45 árin. Staðan er sú að sjóðfélagi sem átti 100 þús. kr. í mánaðarleg áunn- in réttindi árið 2002 og greiddi ekki frekari iðgjöld ætti í dag réttindi að fjárhæð 302 þús. kr. hjá Frjálsa en 227 þús. kr. í Almenna og 252 þús. kr. í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Réttindaávinnslan er mikilvægust Tökum annað dæmi um ávinnslu lífeyrisréttinda yfir 20 ára tímabil. Forsendur: . 28 ára sjóðfélagi þegar greiðslur hefjast árið 2002 . Árlegt iðgjald breytist í hlutfalli við vísitölu neysluverðs . Gert ráð fyrir einni greiðslu á ári sem nemur 300 þús. kr. og miðað er við meðalvísitölu neysluverðs hvers árs . Fyrsta ár: 2002, síðasta ár: 2021 Lokaréttindi m.v. meðalvísitölu 2021 . Taka ellilífeyris hefst við 70 ára aldur Þá má áætla réttindi í lok tímabils að teknu tilliti til réttindabreytinga sjóðanna á tímabilinu: Frjálsi: 3.160 þús. árleg réttindi eða um 263 þús. kr. á mánuði Almenni: 2.737 þús. árleg réttindi eða um 228 þús. kr. á mánuði LIVE: 2.762 þús. árleg réttindi eða um 230 þús. kr. á mánuði Þessi sjóðfélagi hefði úr 33 til 35 þúsund krónum meira að spila á mánuði ef hann væri sjóðfélagi Frjálsa en hinna sjóðanna. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins Í stjórn Frjálsa sitja í dag sjö ein- staklingar í aðalstjórn og öll erum við stjórnarmenn kosin af sjóð- félögum. Stjórnin samanstendur af fólki með ólíkan bakgrunn, fjöl- breytta menntun og starfsreynslu, fulltrúum margra aldurshópa. Breytingar og nýjungar Nú geta sjóðfélagar Frjálsa fylgst með lífeyrisréttindum sínum og sér- eignasparnaði í snjalltækjum (appi), sem er stórt skref til framtíðar og hefur vakið athygli fólks enn frekar á einu stærsta og mikilvægasta sparnaðarformi sínu. Stjórnin hefur lagt áherslu á gagnsæi í starfsemi og greinargóða upplýsingagjöf til sjóðfélaga. Þar er sjóðurinn í farar- broddi íslenskra lífeyrissjóða. Við höfum í stjórnarsetu okkar beitt okkur fyrir því að reglulega sé endursamið um kjör sjóðsins til lækkunar en rekstrarsamningur sjóðsins við rekstraraðila er að- gengilegur á vefsíðu sjóðsins. Valfrelsi Hugmyndafræði Frjálsa lífeyris- sjóðsins hefur frá upphafi gengið út á valfrelsi og slík er framtíðarsýn okkar sem þetta ritum. Að sjóð- félagar geti valið um hvort þeir greiði til sjóðsins og valið um fjár- festingarleiðir og þar með áhættu- stig lífeyrissparnaðar síns. Að auki hafa sjóðfélagar sveigjanleika við töku lífeyrissparnaðar. Í tengslum við stjórnarkjör er boðið upp á raf- rænar kosningar sem hluta af raf- rænni vegferð sjóðsins og er sjóð- félögum gert einfaldara að hafa áhrif á stjórn sjóðsins. Þeim stendur einnig til boða að mæta á ársfund- inn og kjósa með hefðbundnum hætti. Við undirrituð gefum áfram kost á okkur í stjórn Frjálsa lífeyr- issjóðsins til næstu þriggja ára. Við hvetjum alla sjóðfélaga til að nýta sér kosningarétt sinn í tengslum við ársfundinn 23. maí nk. Eftir Elías Jónatansson, Elínu Þórðardóttur og Jón G. Kristjánsson » Árangur síðasta árs er ánægjulegur, nafnávöxtun deilda frá 7,5% til 20,7%. Elías Jónatansson Höfundar eru sitjandi stjórnarmenn og frambjóðendur til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins á ársfundi 23. maí næstkomandi. Jón Guðni KristjánssonElín Þórðardóttir Góð lífeyrisréttindi í Frjálsa lífeyrissjóðnum Réttindi í lok tímabils sem hlutfall af réttindum Frjálsa 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Púttað Kylfingar hafa á síðustu dögum flykkst út á golfvellina sem margir eru orðnir iðjagrænir. Á Urriðavelli var líf og fjör þegar ljósmyndari leit þar við og kylfingar vönduðu púttin. Kristinn Magnússon Ég skil mjög vel hvað Hjörtur J. Guð- mundsson talar um í grein sinni „Hefur augljósa yfirburða- stöðu“ sem birtist í Morgunblaðinu 16. maí sl. Hann segir að EFTA-dómstóllinn hafi verið annars flokks dómstóll frá upphafi þar sem hann sé bundinn af lögum (grein 6 EEA) um að taka mið af dómum dómstóls Evrópusambandsins (ECJ), en hins vegar sé ekkert skriflegt sam- komulag um að ECJ tæki mið af dómum EFTA-dómstólsins. Sú staðreynd að bæði dómstóll Evrópu- sambandsins, aðallögmaður dóm- stólsins og héraðsdómstóll Evrópu- sambandsins hafa vísað í og fetað í fót- spor EFTA-dómstóls- ins margoft á tíma- bilinu frá 1994 til 2017 hafi einungis verið þeim í sjálfsvald sett. Ég deili ekki þessari skoðun. Lagaskylda tryggir ekki jafnræði eða gagnkvæma virð- ingu. Gagnkvæm virð- ing krefst þekkingar, skilnings og trausts sem er byggt á vönd- uðum röksemdafærslum. Allt til ársins 2017 gekk þetta fyrirkomulag mjög vel, en frá árinu 2018 hefur dómskerfi Evrópusambandsins ein- ungis vísað í dóma frá fyrri tíma. Það vekur þann grun að ástæðan tengist því að gæðum EFTA- dómstólsins hafi hrakað. Og hver sem dæmir norska ríkinu í vil trekk í trekk og hunsar allar máls- meðferðarreglur ætti ekki að vera hissa á því að ECJ líki ekki vinnu- brögðin og hætti allri samræðu við EFTA-dómstólinn. Ég tek sem dæmi mál E-8/17 sem er mál skíða- kappans Henriks Kristoffersens. Þar var meðalhófsreglan túlkuð skíðamanninum í óhag án fullnægj- andi stuðnings og dæmt norska skíðasambandinu og norska ríkinu í vil. Síðan er mál norska ríkisins gegn Fosen I (E-16716), þar sem Páli Hreinssyni dómara, sem var veikur, var skipt út fyrir núverandi yfirdómara, Benedikt Bogason, en niðurstaða EFTA-dómstólsins í málinu hugnaðist ekki norska rík- inu. Þá flaug Per Christiansen EFTA-dómari til Óslóar og bað norska hæstaréttinn að setja málið fram að nýju og braut þar trúnað um rökræður dómaranna þar sem þeir vega og meta alla þætti málsins til að komast að niðurstöðu. Hæsti- réttur Noregs tók málið upp. Í mál- inu Fosen II var síðan dómnum hnekkt. Og þegar búið var að koma ásættanlegri niðurstöðu í hús með þessu fyrirkomulagi tilkynnti ís- lenskur forseti EFTA-dómstólsins fyrir fram hvernig málið leit út frá hans sjónarhorni í greinargerð. Síð- an má nefna NAV-dómana frá 30. júní 2021 (E-15/20 og E-13-20) sem norsku prófessorarnir Tarjei Bekk- endal og Mads Andenas lýstu yfir að væru óviðunandi, vegna þess að borgurum sem nýttu frelsi sitt til frjálsra ferða væri hegnt að ósekju, eða nýjasta dæmið um Telenor (E-12/20) þar sem rannsókn Evr- ópsku geimferðastofnunarinnar ESA á átta ára tímabili var dæmd lögleg. Sekt upp á 212 milljónir evra var keyrð í gegn og ekkert litið til mannréttindasáttmála Evrópu. Mál- ið var víst á mörkum þess að fyrn- ast. Einnig er hægt að nefna önnur mál. Þá má benda á það að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, er alltaf til taks fyrir íslensk stjórn- völd sem hafa tilnefnt hann aftur og aftur sem sérstakan sérfræðing fyr- ir þóknun og það hefur einnig skað- að orðspor EFTA-dómstólsins. Eftir Carl Baudenbacher » Lagaskylda tryggir ekki jafnræði eða gagnkvæma virðingu. Gagnkvæm virðing krefst þekkingar, skiln- ings og trausts sem er byggt á vönduðum röksemdafærslum. Carl Baudenbacher Höfundur er fv. forseti EFTA-dómstólsins. Raunverulega ástæðan fyrir skorti á samræðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.