Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 42

Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Starfsfólk veitinga- og afþreying- arfélagsins Gleðipinna hefur ákveð- ið að styðja við starf SOS- barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS- barnaþorpum víðsvegar um heim- inn. Það þýðir að hver staður sem tilheyrir Gleðipinnum styrkir eitt barn í SOS-barnaþorpi. Rúrik Gíslason, einn af velgjörð- arsendiherrum SOS-barnaþorpanna á Íslandi, afhenti Guðrúnu Hilm- arsdóttur, Gunnu á Stælnum, upp- lýsingar um styrktarbarn American Style í Skipholti. 400 starfsmenn frá um 20 þjóðlöndum „Gleðipinnafjölskyldan okkar er stór og fjölbreytt en hjá okkur starfa um 400 starfsmenn frá um 20 þjóðlöndum. Það er því afar við- eigandi að taka þátt í starfi SOS- barnaþorpanna með þessum hætti, enda starfa þau í 137 löndum víðs vegar um heiminn. Það er tákn- rænt að Gunna á Stælnum taki á móti fyrsta styrktarbarninu, en hún er elsti starfsmaður Gleðipinna, hefur stýrt American Style í Skip- holti í 25 ár og alið upp fjöldann allan af íslenskum fyrirmynd- arbörnum,“ segir Jóhannes Ás- björnsson, talsmaður Gleðipinna. Jóhannes fór einmitt nýverið ásamt Rúrik Gíslasyni, mági sínum, til Afríku að kynna sér starf SOS- barnaþorpanna og heimsóttu þeir styrktarbörn sín í Malaví. Afrakst- urinn má sjá í þættinum Rúrik og Jói í Malaví á Sjónvarpi Símans. Muni veita starfsfólki mikla ánægju „SOS-mömmur hafa í 73 ár verið máttarstólpinn í starfsemi SOS- barnaþorpanna og að afhenda Gunnu á Stælnum fyrstu upplýs- ingamöppuna var sérstaklega ánægjulegt svona nálægt mæðra- deginum. Þessi stuðningur Gleði- pinna mun ekki aðeins hafa jákvæð áhrif á líf þessara 18 barna heldur einnig keðjuverkandi áhrif á kom- andi kynslóðir, það er, afkomendur þeirra til framtíðar. Við erum sann- færð um að það muni veita starfs- fólki Gleðipinna mikla ánægju að fylgjast með uppvexti styrkt- arbarna sinna um ókomin ár,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýs- ingafulltrúi SOS-barnaþorpanna á Íslandi. Á tíunda þúsund SOS- foreldrar á Íslandi Með þessum stuðningi komast Gleðipinnar í hóp svokallaðra Vel- gjörðarfyrirtækja SOS og vilja þannig hvetja viðskiptavini sína sem og starfsmenn til þess að ger- ast SOS-foreldrar en það er gert með afar einföldum hætti á sos.is. Á tíunda þúsund Íslendinga eru SOS-foreldrar sem framfleyta barni í SOS-barnaþorpi með mánaðarlegu framlagi og fylgjast með uppvexti barnsins í gegnum bréf og myndir. SOS-barnaþorpin eru stærstu óháðu hjálparsamtök heims sem einblína á börn án foreldraumsjár og ósjálfbjarga barnafjölskyldur. Gleðipinnar styðja SOS-barnaþorpin Gleðilegt samstarf Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS, af- henti Jóhannesi Ásbjörnssyni, talsmanni Gleðipinna, möppurnar með upp- lýsingum um öll styrktarbörnin átján. Fallegt framtak Rúrik Gíslason, einn af velgjörðasendiherrum SOS Barna- þorpanna, afhenti Gunnu á Stælnum fyrstu upplýsingamöppuna, með upp- lýsingum um styrktarbarn American Style í Skipholti. Microplane-rifjárnin þykja al- mennt séð þau vönduðustu í veit- ingabransanum enda vandfundinn sá matreiðslumaður sem ekki lum- ar á nokkrum slíkum í verkfærak- istunni. Nú berast þau gleðitíðindi að þeirra vinsælasta rifjárn sé að koma í fleiri litum. Um er að ræða eina þá fallegustu litapallettu sem sést hefur lengi og má fastlega búast við því að fagurkerar og annað smekkfólk muni slást um eintak. Alls eru litirnir 11 talsins og eru þeir allir komnir til landsins. Rif- járnið sem um ræðir hentar ein- staklega vel fyrir hvítlauk, engi- fer, súkkulaði, sítrusbörk, kanilstangir, múskat og fleira. Rif- járnið er laserskorið úr ryðfríu stáli og er flugbeitt sem tryggir að hráefnið er rifið af nákvæmni án þess að rifna eða kremjast og eng- in þörf er á að beita afli. Handfangið er hannað með vinnuhagræði í huga, það er mjúkt viðkomu og verður ekki sleipt. Neðst á þjölinni eru svo litlir plastfætur svo þjölin rennur ekki til sé henni tyllt niður. Microplane-rifjárnin fást í Kokku og kosta 3.890 krónur. Vinsælasta rif- járnið í nýjum litum Fagurbleikur Eldhúsið er leikvöllur skilningarvitanna og því ekki úr vegi að leika sér með liti. Fagrir litir Nýja litapal- lettan er undurfögur eins og sjá má en rif- járnin fást í Kokku á Laugavegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.