Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
✝
Ásgeir J. Guð-
mundsson hús-
gagnasmiður fædd-
ist í Hafnarfirði 9.
febrúar 1935. Hann
lést 10. maí 2022.
Ásgeir var næst-
yngstur fjögurra
systkina hjónanna
Matthildar Sigurð-
ardóttur húsmóður,
f. 30. júlí 1901, d. 18.
janúar 1987, og
Guðmundar Kr. Guðmundssonar
bifreiðastjóra, f. 2. nóvember
1898, d. 24. júní 1971. Jónína
Guðmundsdóttir lifir bróður sinn
en Halldór S. Guðmundsson og
Sigríður Guðmundsdóttur eru
látin.
Björgu Harðardóttur og synir
þeirra eru Sindri Freyr og Fann-
ar Páll.
Ásgeir ólst upp í Hafnarfirði
og lauk húsgagnasmíðanámi frá
Iðnskólanum í Hafnarfirði en það
hóf hann 16 ára gamall. Þau hjón-
in stofnuðu árið 1956 húsgagna-
fyrirtækið Á. Guðmundsson á Ei-
ríksgötu 9 í Reykjavík, til húsa í
dag í Bæjarlind 8-10 í Kópavogi,
sem þau ráku saman alla tíð. Ás-
geir var virkur í Samtökum iðn-
aðarins um árabil, sat í stjórn
Meistarafélags húsgagnasmiða
og í stjórn Útflutningssamtaka
húsgagnaframleiðenda. Hann
var sæmdur fálkaorðu fyrir störf
sínu í þágu iðnaðarins. Einnig
gegndi hann trúnaðarstörfum
fyrir hestamannafélagið Gust í
Kópavogi og var sæmdur gull-
merki Landssambands hesta-
mannafélaga (LH).
Útför Ásgeirs fer fram í
Digraneskirkju í dag, 19. maí
2022, kl. 11.
Ásgeir giftist 21.
maí 1955 Maríu Sig-
mundsdóttur, f. 3.
desember 1933, d.
23. desember 2006.
Börn þeirra eru Sig-
mundur, Guðmund-
ur, Þóra og Ásgeir.
Sigmundur er gift-
ur Kristínu Ottesen
og börn þeirra eru
Gísli, Svavar, María
og Eva. Kona Guð-
mundar er Jónína Ninný Magn-
úsdóttir, börn Guðmundar af
fyrra hjónabandi eru Ásgeir
Haukur og Kristín Helga. Þóra
er gift Þorvaldi Gíslasyni og dæt-
ur þeirra eru Tinna og Freyja.
Ásgeir er giftur Berglindi
Í dag kveð ég hinstu kveðju
elskulegan tengdaföður minn Ás-
geir J. Guðmundsson. Ég hitti Ás-
geir fyrst árið 2008, en stuttu áður
lágu leiðir okkar Guðmundar son-
ar hans saman. Við Ásgeir urðum
strax góðir vinir og fljótlega
myndaðist skemmtilegur húmor
og léttleiki í okkar samskiptum.
Hann kom oft til okkar í mat og
undanfarin ár var fastur liður að
hann væri hjá okkur Gumma um
áramót og oft um jól. Ásgeir unni
tónlist og elskaði að dansa, þannig
að um leið og Ásgeir steig í hús þá
var ég fljót að setja á tónlist, helst
Hauk Heiðar og félaga því þá hitti
ég í mark. Meðan við Gummi vor-
um að undirbúa matinn, þá sat Ás-
geir og hlustaði en átti erfitt með
að sitja kyrr, dansinn kallaði á
hann. Við ferðuðumst einnig tölu-
vert saman erlendis og Ásgeir var
góður ferðafélagi, hress og
skemmtilegur.
Ásgeir var einstakt snyrti-
menni, allt svo huggulegt í kring-
um hann. Bíllinn hans alltaf ný-
þrifinn, heimilið og sumarhúsið
fallegt, snyrtilegt og öllu vel við
haldið. Allt í röð og reglu á skrif-
stofu hans í Á. Guðmundsson, en
þangað kom hann daglega þangað
til á síðasta ári þegar heilsan var
farin að gefa sig. Ásgeir og Maja
stofnuðu Á. Guðmundsson árið
1956, en strax á unglingsaldri
byrjuðu tveir eldri synirnir að
vinna í fyrirtækinu og reka það í
dag. Honum var annt um fyrir-
tækið, sem hann hafði byggt upp
af elju og dugnaði ásamt eigin-
konu og sonum, fylgdist með og
átti þar athvarf. Ásgeir var frum-
kvöðull og flott fyrirmynd.
Þegar ég kem inn í fjölskyld-
una, þá er eitt og hálft ár síðan Ás-
geir missti Maju sína, en ég fann
strax hvað hennar var sárt saknað
af allri fjölskyldunni. Ég skynjaði
söknuðinn hjá Ásgeiri, og þegar
minnst var á hana var tár á
hvarmi. Hefði svo gjarnan viljað
kynnast þessari sómakonu. Ás-
geir var mjög félagslyndur og
hafði yndi af gleðskap og manna-
mótum. Hestamennska hafði átt
hug þeirra hjóna og var Ásgeir
enn virkur í hestamennsku þegar
ég kynntist honum. Elsa systir
mín sem einnig er mikil hestakona
talaði lofsamlega um Ásgeir og
Maju um leið og ég sagði henni að
ég væri nýbúin að kynnast
Gumma syni þeirra. Hún hafði
kynnst þeim löngu áður en ég kom
inn í fjölskylduna, sagði að þau
væru öðlingsfólk, það voru góð
meðmæli inn í nýja sambandið
mitt.
Að leiðarlokum minnist ég
elsku Ásgeirs með hlýju og þakk-
læti fyrir samfylgdina og góð
kynni. Ég sendi allri fjölskyldunni
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Sérstakar þakkir og samúðar-
kveðjur til Aðalheiðar (Öllu) vin-
konu Ásgeirs sem reyndist honum
og okkur svo vel síðustu árin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Jónína Ninný Magnúsdóttir.
Nú er komið á fimmta áratug
síðan ég hitti Ásgeir fyrst, þegar
ég byrjaði að heimsækja Þóru
dóttur hans. Ég hafði auðvitað
tekið eftir þessum manni í hest-
húsahverfinu í Gusti, enda fór
hann sjaldnast með veggjum.
Frá fyrsta degi tók Ásgeir mér
vel og með okkur þróaðist vin-
skapur og traust. Hann stóð þétt
við bakið á okkur litlu fjölskyld-
unni þegar við tókum okkar fyrstu
skref út í lífið og aðstoðaði í einu
og öllu. Seinna reyndist hann
dætrum okkar vel og með þeim
tókst einnig mikill vinskapur.
Ásgeir var dugnaðarforkur
sem byggði ásamt Mæju upp
stöndugt fyrirtæki sem enn, tæp-
um 70 árum seinna, er rekið á
sömu kennitölu. Hann var fylginn
sér, framsýnn og lausnamiðaður
og óhræddur við að taka erfiðar
ákvarðanir. Það var áhugavert að
hlusta á hann segja frá upphafs-
árum sínum í rekstri, hvernig
kaupin gerðust á eyrinni þegar
kom að fyrirgreiðslu bankanna og
fleira í þeim dúr. Það var ekki
sjálfgefið að ungur piltur úr Hafn-
arfirði næði að koma undir sig fót-
unum. En það tókst honum svo
sannarlega með elju, miklu skapi
og dugnaði.
Bestu stundir okkar Ásgeirs
tengjast hestamennskunni en því
áhugamáli deildum við frá fyrsta
degi. Hann hafði sem ungur mað-
ur verið í sveit í uppsveitum Borg-
arfjarðar og naut þess að segja
sögur frá þeim tíma, sumar heyrði
maður oft. Hann þekkti vel til og
kynnti mig fyrir mörgum falleg-
um og skemmtilegum reiðleiðum
á þeim slóðum. Við forum í tugi
ferða víðsvegar um landið og
deildum þeim áhuga að skoða leið-
ir og spá í hvert ætti að fara næst.
Í þessum ferðum var hann hrókur
alls fagnaðar og söng og sagði sög-
ur.
Fyrir 16 árum eignuðumst við
saman jörðina Grímarsstaði og þá
tók við mikil uppbygging. Ásgeir
dró ekki af sér þegar kom að því
að gera upp og taka til hendinni.
Þetta voru góðir tímar og oft glatt
á hjalla þegar sest var niður að
loknu góðu dagsverki. Hann var
mikið snyrtimenni og naut þess að
taka til hendinni. Þá áttum við
góðar stundir, hvort sem var við
heyskap eða önnur sveitastörf.
Svo ekki sé talað um þegar hryss-
urnar köstuðu, þá var nú gaman.
Þegar Ásgeir varð áttræður,
fórum við Þóra með hann að
Steinanesi í Arnarfirði, þar sem
faðir hans var fæddur. Þangað er
einungis fært sjóleiðina og siglum
við þangað út í einmuna veður-
blíðu. Það er ógleymanleg ferð
enda hafði hann talað um það ár-
um saman að þangað langaði hann
að koma.
Nú er komið að leiðarlokum og
ég kveð góðan vin og tengdaföður
og þakka samfylgdina.
Þorvaldur Gíslason.
Elsku besti afi Geiri.
Ég kveð þig í dag með trega og
söknuði. Það huggar mig að vita
að elsku amma Maja tekur fagn-
andi á móti þér syngjandi og dans-
andi í sumarlandinu.
Hjartað mitt er fullt af stolti og
þakklæti og verð ég alltaf þakklát
fyrir okkar góða og nána sam-
band. Við vorum alltaf miklir vinir
alveg fram á þinn síðasta dag.
Þú og amma voruð best saman
og er ég þakklát fyrir að eiga ykk-
ur sem fyrirmyndir. Það var alltaf
gaman að koma til ykkar í Hraun-
tunguna og man ég helst eftir þeg-
ar við frænkurnar fengum allar að
gista hjá ykkur. Við vorum þá oft-
ast í eins náttfötum sem þið keypt-
uð fyrir okkur í útlöndum.
Í seinni tíð eftir að amma fór frá
okkur alltof snemma áttum við það
til að fara tvö saman út að borða.
Það var alltaf gaman að fara með
þér, við gátum spjallað um allt
mögulegt og skemmt okkur vel.
Einu kröfurnar þínar voru að þú
fengir steik að borða. Þú áttir það
síðan til að reyna að plata þjóninn
að þú værir með einni yngri.
Ég minnist beggja ferðanna
okkar saman til Tenerife á afmæl-
inu þínu og pabba. Við áttum svo
góðar stundir þar saman enda allt-
af söngur, dans og gleði í kringum
þig. Þú varst nefnilega alltaf til í
að hafa gaman og bauðst upp í
dans við öll tækifæri.
Ég lofa þér, elsku afi minn, að
varðveita í hjarta mínu allar góðu
minningarnar okkar saman. Ég er
þakklát fyrir allt sem þú kenndir
mér og þá góðu fyrirmynd sem þú
hefur að geyma. Það var alltaf
gott að leita til þín og þú hvattir
mig áfram í öllu því sem ég tók
mér fyrir hendur.
Ég mun reyna eftir bestu getu
að halda áfram að gera þig stoltan
og mun sjá til þess að þegar Kiddi
minn verður eldri fái hann að
kynnast þér nánar í anda.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði, elsku afi minn, og elska þig
meira en þessi fáu orð fá lýst.
Takk fyrir allt, þú varst bestur.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði.
Þín
Kristín Helga.
Elsku afi Geiri, hetjan mín og
fyrirmynd, er farinn í sumarland-
ið. Það er ótrúlega sárt og erfitt að
skrifa niður kveðjuorð til þín, vit-
andi að við komum ekki til með að
hittast í bráð. Þú varst alltaf hrók-
ur alls fagnaðar. Það skipti engu
hvert þú komst, það var alltaf
gaman að vera í kringum þig.
Afi var töffari af gamla skólan-
um. Hann hafði einstaklega gam-
an af dansi og söng. Oft á ferðalög-
um erlendis átti hann það til að
taka lagið eða létt dansspor, við
mikinn fögnuð viðstaddra. Afi,
með breiða brosið, hláturinn og
húmorinn, náði að kalla fram bros
og sameina fólk á gleðistundum.
Afi kenndi mér svo margt og á ég
honum margt að þakka. Ég á eftir
að sakna heimsókna þinna, sakna
þín í vinnunni, brandaranna þinna
og símtala. Þú varst alltaf hress og
skemmtilegur, tilbúinn að segja
mér sögur og gefa okkur góð ráð.
Takk fyrir allar minningarnar.
Ég mun gera mitt allra besta til
þess að halda minningu þinni á
lofti. Ég mun segja dætrum mín-
um sögur af þér og ömmu Maju.
Það sem ég hef mér til huggunar
núna er að vita að þú og amma er-
uð loks sameinuð í sumarlandinu.
Það hafa eflaust verið miklir fagn-
aðarfundir með söng og dansi
fram á nótt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku afi minn, ég kveð þig með
miklum söknuði.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú
hefur kennt mér.
Ég er stoltur að bera nafn þitt.
Hvíl þú í friði.
Þinn
Ásgeir Haukur
Guðmundsson.
Elsku afi minn, það er erfitt að
lýsa með orðum öllum þeim til-
finningum og minningum sem
streyma fram þegar ég sest niður
til að skrifa um þig minningarorð.
Hinsta kveðja. Kaflaskil sem ég
vissi alltaf að myndi koma að, en
var búin að kvíða. En allt hefur
endi og það er góð áminning um
hversu mikilvægt það er að lifa líf-
inu, skapa minningar og vera
óhræddur við að grípa þau tæki-
færi sem gefast.
Ásgeir
Guðmundsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu okkar,
BJARNEYJAR JÓNSDÓTTUR,
Sigtúni 43, Reykjavík,
sem lést 29. apríl og var jarðsungin 10. maí.
Kristinn Einarsson Margrét Hallsdóttir
Guðrún Einarsdóttir Sumarliði Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN JACOBSEN
rithöfundur,
lést á Skjóli laugardaginn 30. apríl.
Þröstur Júlíus Karlsson
Sigrún Stella Karlsdóttir
Harpa Karlsdóttir
Guðrún Glódís Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma, systir
og mágkona,
HILDIGUNNUR SIGRÚN
GUÐLAUGSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Suðurhólum 4,
lést laugardaginn 7. maí.
Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 25. maí klukkan 13.
Rafn Atli Hermannsson Halldóra Dröfn Arnviðardóttir
Ernir Atli Hermannsson
Ásta Margrét Guðlaugsdóttir Einar Ingi Ágústsson
Þórunn Björk Guðlaugsdóttir
Erna Guðlaugsdóttir Guðmundur Gunnarsson
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN FINNSSON
hæstaréttarlögmaður,
lést sunnudaginn 15. maí
á hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Útför hans verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 9. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Kristín Jónsdóttir Ásbjörn Sigþór Snorrason
Kristbjörg Tinna Ásbjörnsd. Páll Kristjánsson
Jón Ásbjörnsson
Tindur Orri Ásbjörnsson
Ylfa Hrönn Ásbjörnsdóttir
Styrmir Ási, Jón Flóki og stúlka Pálsdóttir
Ástkær móðir okkar, sambýliskona og
stjúpmóðir,
ELÍN BJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
kennari,
lést fimmtudaginn 12. maí
á Landspítalanum.
Guðjón Ari Logason
Eva Björg Logadóttir
Ólafur J. Stefánsson
Bára Björg Ólafsdóttir
Ragnar Ólafsson
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og frændi,
ODDUR HELGI BRAGASON,
er látinn. Útförin fer fram í Garðakirkju miðvikudaginn 25. maí
klukkan 13.
Gunnhildur Rós Oddsdóttir
Eyjólfur Bragason Hrönn Kjærnested
Auður Bragadóttir
og fjölskylda