Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
✝
Þorvarður
Brynjólfsson
fæddist 4. maí 1938 á
Tungu við Reyð-
arfjörð. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Reykja-
vík 7. maí 2022.
Foreldrar hans
voru Brynjólfur Þor-
varðsson skrif-
stofumaður, f. 6.5.
1902 á Suðureyri í
Súgandafirði, d. 19.12. 1974 og
Ásta Beck Þorvarðsson, hús-
freyja og iðnverkakona, f. 14.9.
1913 á Sómastöðum við Reyð-
arfjörð, d. 22.2. 2011.
Systkini Þorvarðar eru al-
systkin Ragnheiður, f. 17.3. 1935,
d. 20.4. 1971, Anna, f. 19.7. 1939,
d. 28.5. 1998, Ásthildur, f. 13.8.
1944, Ríkharð, f. 2.1. 1946, Eirík-
ur, f. 28.12. 1950 og Stefán, f.
28.8. 1952, d. 11.7. 2019. Sam-
feðra Bryndís, f. 8.3. 1925, d.
19.8. 2002.
Þorvarður giftist eiginkonu
sinni, Dóru Skúladóttur við-
skiptafræðingi, f. 12.1. 1940, d.
11.6. 2018, þann 5. febrúar 1961.
Foreldrar Dóru voru Stefanía
Stefánsdóttir húsfreyja, f. 8.9.
1920 í Stóra-Lambhaga í Hraun-
um, d. 8.12. 2007 og Skúli Magn-
skertra, f. 29.1. 1963, eru a) Emil
Örn háskólanemi, f. 7.12. 2001 og
b) Dóra Björg nemi, f. 2.4. 2007.
4) Skúli Dór hagfræðingur, f.
13.1. 1977. Eiginkona hans er
Veronica, fædd Oduro, sérkenn-
ari heyrnarlausra, f. 14.4. 1978.
Dætur þeirra eru a) Myah
Sophia, f. 8.6. 2016 og b) Alana
Freya, f. 8.6. 2016.
Þorvarður flutti með foreldr-
um sínum frá Reyðarfirði í
Stykkishólm níu ára og síðar til
Reykjavíkur árið 1952 þar sem
fjölskyldan bjó við Óðinsgötu og
Þorvarður sótti nám í Mennta-
skóla Reykjavíkur. Hann lauk
stúdentsprófi árið 1957.
Fyrstu hjúskaparárin stundaði
Þorvarður nám í læknisfræði,
kandídatsárið var unnið á Eski-
firði og Flateyri og síðan fram-
haldsnám í heimilislækningum í
Danmörku 1970-1974. Þegar
heim var komið starfaði Þor-
varður sem heimilislæknir á Do-
mus Medica en 1977 réð hann sig
á fyrstu heilsugæslustöð höf-
uðborgarsvæðisins í Árbæ. Árið
1990 fluttu Dóra og Þorvarður
aftur utan, fyrst til Malmö í Sví-
þjóð og síðan til Sauda í Noregi.
Þau fluttu að lokum til Keflavík-
ur til að eyða ævikvöldinu nær
ættingjum og vinum. Ekki var
Þorvarður þó á því að hætta sem
læknir, hann starfaði á Heilsu-
gæslu Suðurnesja í hlutastarfi
vel fram á áttræðisaldur.
Þorvarður verður jarðsunginn
frá Lindakirkju í Kópavogi í dag,
19. maí 2022, kl. 15.
ússon frá Efri-
Hömrum í Ása-
hreppi, vörubifreið-
arstjóri, f. 1.7. 1915,
d. 27.6. 1995.
Börn Þorvarðar
og Dóru eru:
1) Brynjólfur tölv-
unarfræðingur, f.
27.12. 1962. Hans
börn með fyrrv. konu
sinni, Steingerði
Hreinsdóttur útibús-
stjóra, f. 24.7. 1970, eru a) Þor-
varður Hreinn, landvörður og
húsasmiður, f. 31.3. 1992 og b)
Urður Ýrr, blaðamaður og sirkus-
listakona, f. 26.2. 1994.
2) Stefanía María, löggildur
endurskoðandi, f. 8.11. 1964.
Eiginmaður hennar er Malcolm
William Biggart, löggildur endur-
skoðandi, f. 12.5. 1965. Þeirra
börn eru a) Vala Katherine líf-
efnafræðingur, f. 18.7. 1996 og b)
Ari Scott verkfræðingur, f. 5.4.
1998.
3) Ragnheiður Ásta verkfræð-
ingur, f. 2.8. 1971. Sambýliskona
hennar er Þórunn Guðjónsdóttir,
sjónvarps- og kvikmyndagerð-
arkona, f. 17.12. 1969. Hennar
börn með fyrrv. konu sinni Brynju
Brynleifsdóttur, sérkennslu- og
tölvuráðgjafa blindra og sjón-
„Krakkarnir í Tungu voru svo
góðir krakkar, alltaf svo ljúf og
góð.“
Þetta var einkunnin sem
Stúlla frænka, sem gerst mátti
þekkja, gaf þeim systkinum mín-
um sem lifðu fyrsta æviskeiðið í
Tungu í Reyðarfirði. Þetta voru
Gagga, Þorvi og Anna. Við Ást-
hildur vorum of ung fyrir svona
einkunn þegar við fluttum frá
Reyðarfirði. En nú eru þau öll
farin, rétt eins og yngsti bróð-
irinn, Stefán.
Í dag kveðjum við Þorva sem
var alltaf stóri bróðir. Átta ár
voru milli okkar þannig að nánd-
in var ekki mikil en alltaf var
hann stóri bróðir og fyrirmynd.
Á menntaskólaárum sótti
hann leshringi í Kommúnistaá-
varpinu sem Einar Olgeirsson
hélt um langt árabil fyrir
menntaskólanemendur. Þetta
þykir kannski ekki góð latína í
dag, en er það ekki eðlilegt, jafn-
vel gott, að ungt fólk efist um
hreyfiöfl samfélagsins, þó
draumur og veruleiki hafi ekki
endilega farið saman. Alltént
varð Þorvi sannfærður sósíalisti
og félagsheimili Æskulýðsfylk-
ingarinnar í risinu á Tjarnargötu
20 mikill samkomustaður. Aldrei
komst ég í leshring en endur-
ómur þaðan plantaði róttækni í
litla bróður. Pabba og mömmu
þóttu stundum nóg um þaulsetur
okkar þarna í risinu.
Þorvi hafði hug á að komast til
Sovétríkjanna til háskólanáms
fiskiðnfræði og ég minnist sjálfs-
námsbókar í rússnesku heima en
það gekk ekki upp og læknis-
fræðin varð fyrir valinu.
Hann starfaði á nokkrum
stöðum og ef fólk sem leitað hafði
til hans vissi um tengsl okkar
stóð ekki á góðum umsögnum að
fyrra bragði. Um nokkurt skeið
var hann við heilsugæsluna í
Borgarnesi og mér er minnis-
stætt viðbragð fullorðins manns,
sem oft þurfti að leita þangað,
þegar ég sagði að Þorvi væri að
fara. Það hreinlega þyrmdi yfir
hann, það hafði verið svo gott að
fara til hans, Þorvarður er svo
athugull, sagði hann.
Aldursmunur og fjarlægð
gerði dagleg samskipti stopul, en
eitt áttum við þó sameiginlega,
við vorum báðir í sveit hjá
frændfólki okkar á Sómastöðum.
Þorvi náttúrulega fyrst og ég tók
svo við. Nýlega var umræða um
sveitadvöl barna á heldur nei-
kvæðum nótum en við vorum
sammála um að betri sumur
hefðum við ekki getað átt. Systk-
inin Hans og Gunna voru önd-
vegis fólk, Hans Framsóknar-
maður en Lúðvík var maður
Gunnu svo talsvert var rætt um
pólitík og stundum hvessti nokk-
uð. Sómastaðir voru og eru stórir
í minningunni. Við hliðina á ál-
verinu er þetta allt afskaplega
lítið en enn stendur steinbærinn
gamli sem afi okkar reisti, end-
urgerður af miklum myndarskap
og þegar við Þorvi og Ásthildur
komum þar fyrir fáum misserum
klökknaði Þorvi við minningarn-
ar, hér var rúmið hans Bjössa
frænda, hérna svaf ég. Svona var
minningin góð
Vinna þurftum við eftir því
sem aldur og þroski leyfðu og
þar lærðust vinnubrögð sem nú
eru horfin við heyskap og
skepnuhirðingu og sá sjóndeild-
arhringur sem umhverfið mark-
aði. Svo kynntist maður öðru
frændfólki þar fyrir austan, enda
frændgarður stór.
Ljúflyndi ykkar verði kunnugt
öllum mönnum, segir Páll postuli
einhvers staðar. Ljúflyndi góðu
krakkanna í Tungu þurfti ekki að
gera kunnugt. Það bara var
þeirra eðli.
Ríkharð.
Þorvarður
Brynjólfsson
Á fallegum vor-
degi kvaddi Gunnar
afi, saddur lífdaga
og tilbúinn að
kveðja. Við systkin-
in vorum mjög rík af öfum og
ömmum í uppvextinum og verður
því skrýtið að geta ekki lengur
sagst eiga afa á lífi. En lífið heldur
áfram og afi kominn til ömmu og
verða örugglega tekin nokkur
dansspor þegar þau hittast ef við
þekkjum þau rétt.
Að eiga afa sem lifði og hrærð-
ist í kringum gönguskíðin voru
viss forréttindi og þegar komið
var á Hlíðarveginn var það yfir-
Gunnar Pétursson
✝
Gunnar Pét-
ursson fæddist
31. mars 1930.
Hann lést 4. maí
2022. Útför hans
fór fram 14. maí
2022.
leitt fyrsta spurn-
ingin hvort við hefð-
um ekki farið á skíði
í dag, hvernig færið
var og hvað var und-
ir skíðunum. Má
ekki bjóða ykkur
vöfflur og súkkulaði
kom svo í kjölfarið
og því gat enginn
neitað. Hann fylgd-
ist vel með afkom-
endunum á skíðun-
um og var hann afar stoltur af
Grænagarðsgenginu sem tyllti
sér oftar en ekki á pall á hinum
ýmsu mótum. Afi hreyfði sig alla
tíð mjög mikið og var hann í hópi
fyrstu Íslendinganna sem sendir
voru á vetrarólympíuleika í Osló
árið 1952 til að keppa í skíða-
göngu. Hann tók líka 5 sinnum
þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð, síð-
ast árið 2002 en þá var hann 72ja
ára. Daginn sem hann varð 80 ára
keppti hann í sprettgöngu við Sig-
urð Arnar (langafabarn sitt) á
Skíðavikunni og fannst það ekk-
ert tiltökumál. Hér á Ísafirði
mátti sjá bílinn hans með göngu-
skíðum á toppnum næstum allt
árið því að á meðan snjór var á
Breiðadalsheiði fór hann þangað
og gekk. Þegar ekki var hægt að
fara á skíði þá fór hann í göngu-
túra eða hjólaði og var varla sú
stund sem hann sat og slakaði á.
Alltaf að gera eitthvað.
Hlíðarvegurinn var alltaf opinn
fyrir okkur systkinin, hvort sem
það var að koma í hádegismat eða
gista milli vakta. Stutt var að
skjótast úr vinnu í hádeginu á
Hlíðarveginn og afi oftar en ekki
tilbúinn með eitthvað þegar
amma var að vinna. Skyr með
rjóma, egg og rúgbrauð með kæfu
var oftar en ekki á boðstólum og
þar var sko ekkert í boði að vilja
ekki borða eitthvað sem manni
fannst ekki gott. Allir þurftu að
smakka.
Afi var mikill áhugamaður um
kartöflurækt og það dugði sko
ekki að hafa einn garð í bænum,
heldur voru fjórir garðar sem til-
heyrðu fjölskyldunni. Á vorin
fengu barnabörnin símtal frá afa
þar sem við vorum boðuð í að
setja niður útsæðið og svo aftur á
haustin að taka upp kartöflurnar.
Það var ekki alltaf gleðilegt að fá
þessi símtöl en við létum okkur
hafa það og hjálpuðum til á hverju
ári. Hann sinnti ekki bara kart-
öflurækt heldur fór hann til berja,
tók slátur, gerði kæfu og bakaði
rúgbrauð. Berin sultaði hann og
saftaði og geymdi uppi á lofti og
voru margir árgangar af saft þar,
sumir aðeins farnir að gerjast en
það var látið liggja á milli hluta.
Jóladagurinn var alltaf hjá
ömmu og afa á Hlíðarveginum.
Sveitahangikjöt, svið og laufa-
brauð voru alger nauðsyn og höf-
um við haldið í þann sið þó svo að
mörgum þyki það undarlegt að
hafa svið á jóladag og ekki allir til-
búnir að smakka. En sumum hlut-
um má einfaldlega ekki breyta.
Minning um góðan mann yljar
og kveðjum við Gunnar afa með
söknuði og minnumst hans með
hlýju í hjarta.
Sigríður Laufey, Guðbjörg
Rós og Pétur Albert.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GYLFI JÓNSSON,
fv. vörubílstjóri,
Gullhömrum 11,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 12. maí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 25. maí
klukkan 11.
Viðar Gylfason Drífa Skúladóttir
Sigurjón Gylfason Anna Rakel Sigurðardóttir
Halldór Gylfason Halla Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLVEIG EINARSDÓTTIR,
áður Erluási 82,
lést á Hrafnistu Hraunvangi að kvöldi 15.
maí. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 23. maí klukkan 13.
Bestu þakkir til starfsfólks á Ölduhrauni fyrir góða umönnun.
Helgi Björn Einarsson
Ragnheiður Helgadóttir Runólfur Bjarnason
Matthildur Helgadóttir
Harpa Helgadóttir Árni Örn Jónsson
ömmu- og langömmubörn
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ÞORSTEINN JÓNASSON,
fyrrverandi bóndi
í Koti í Svarfaðardal,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 11. maí.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 21. maí klukkan 13.30.
Anna Lísa Stefánsdóttir
Ingunn Magnúsdóttir Ari Már Gunnarsson
Guðrún Magnúsdóttir Atli Þór Friðriksson
Heiða Magnúsdóttir Sigurður Ingvi Rögnvaldsson
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
DÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Sléttuvegi 19,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólteigi
þriðjudaginn 3. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Magnús Magnússon
Ágúst Magnússon Hrafnhildur Haraldsdóttir
Heiða Magnúsdóttir
Hlíf Magnúsdóttir
Brynja Magnúsdóttir Brynjar Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýlismaður, faðir, bróðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN ÁSGEIRSSON,
netagerðarmeistari og
eyjajarl, Akureyjum,
varð bráðkvaddur í Akureyjum
miðvikudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 24. maí klukkan 15. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans geta
styrkt áframhaldandi uppbyggingu í Akureyjum.
Kt.: 200691-2459, rn.: 0370-22-44854.
Streymt verður frá athöfninni á www.akureyjar.is.
Einnig má nálgast streymi á mbl.is/andlat.
Anna Gunnarsdóttir
Hallfríður Jóhannsdóttir Morten Teigen
Jón Einar Jóhannsson Lina Zabelo
Jón Páll Ásgeirsson
J. Aðalheiður Vilhjálmsdóttir Ágúst Ásgeirsson
Jóhann Vilhjálmsson
fjölskyldur og aðrir aðstandendur