Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
www.danco.is
Heildsöludreifing
Tempura rækja Kjúklingaspjót Vorrúllur-Grænmetis. 15 gr. Makkarónur
Vatnsdeigsbollur Pizza - Mini 30 g.
Grænmetisbollur Hamborgarar - Mini 22 gr. Kleinuhringir - Mini 22 gr.
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna,
mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
Ljúffengt...
...hagkvæmt og fljótlegt
Fjölbreytt úrval af
Einungis sala til fyrirtækja og verslana – Engin sala til einstaklinga
veisluréttum og fingramat 30 ÁRA Arndís ólst upp í Vestur-
byggð 6 í Laugarási í Biskups-
tungum og býr þar. Hún lauk flug-
þjónustunámi frá Keili og er með
B.Ed-gráðu í leikskólafræðum frá
HÍ. Áður en hún fór í fæðingarorlof
var hún stuðningsfulltrúi á miðstigi í
Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi.
FJÖLSKYLDA Arndís er trúlofuð
Stefáni. Sonur þeirra, óskírður, er f.
2022. Foreldrar Arndísar eru Jakob
Narfi Hjaltason, f. 1960, garðyrkju-
fræðingur og leiðsögumaður, starfar
hjá Guðmundi Tyrfingssyni sem bíl-
stjóri og leiðsögumaður, og Alice
Petersen, f. 1968 í Fraugede á Fjóni,
kennari í Kerhólsskóla. Þau eru bú-
sett í Vesturbyggð 6.
Arndís Anna Jakobsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér finnst þú geta fengið alla á þitt
band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi.
Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta
framtíðinni fyrir þér.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú átt það til að fara fram úr sjálfu þér
í fjárfestingum. Það kemur enginn að tóm-
um kofanum hjá þér.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur þurft að læra að standa á
eigin fótum. Reynsla þín, álit og skoðanir eru
algerlega einstakar, það finnur fólk og leitar
því til þín um aðstoð.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér getur orðið ágengt í vinnunni í
dag vegna þess að yfirmenn eru móttæki-
legir fyrir uppástungum þínum. Allt er komið
í hund og kött í nýlegu ástarsambandi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Sjáðu fyrir þér að þú hafir náð tak-
marki þínu, þá rætist það. Ekki kaupa
óþarfa, skáparnir hjá þér taka ekki endalaust
við.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það getur reynst erfitt að snúa
blaðinu við þegar deilur um viðkvæm mál-
efni hafa farið úr böndunum. Hafðu frið og
sátt að leiðarljósi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Jafnvel þótt þú hafir engan tíma, skaltu
finna tíma handa vinum þínum. Skoðaðu
vandlega hvað er í boði næsta haust. Þú
hættir ekki að hugsa um meira nám.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þér finnst engu líkara en allir
hafi myndað einhvers konar samsæri gegn
þér. Það er þó alger ímyndun. Kastaðu þér
út í djúpu laugina. Þú hefur gert það áður
með góðum árangri.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Rómantíkin blómstrar og þú
svífur um á bleiku skýi. Línur skýrast í deilu-
máli.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Vertu opin fyrir málamiðlunum í
dag. Gættu þess að tala ekki svo mikið sjálf
að aðrir komist ekki að. Þú ert að ná þér upp
úr lægð.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Fyrsta manneskjan sem þú lað-
ast að er ekki endilega sú eina rétta fyrir þig.
Þú hittir naglann á höfuðið varðandi góðan
vin.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefðir gott af því að breyta til á
einhvern hátt hvort sem er heima fyrir eða í
vinnunni. Taktu þér tíma fyrir áhugamál þitt.
æfingaleiki og keppnisferðir auk
þess að velja liðið hverju sinni og
sjá um innáskiptingar. Þá gefur
hann einnig öllum leikmönnum
einkunn fyrir hvern einasta leik og
leggur þær síðan saman fyrir
uppskeruhátíðina sem ávallt er
haldin heima hjá Garðari og Önnu
á haustin. Þar kunngerir hann
hver var bestur þetta árið, marka-
hæstur o.s.frv. Fylgir þessu eðli-
lega gríðarleg skriffinnska og
handskrifar Garðar allt sem og
reiknar út í höndunum. Tilraunir
til að tölvuvæða Garðar hafa mis-
tekist. Garðar fékk gullmerki
Gróttu árið 1987 og er heiðurs-
félagi frá árinu 2002. Hann sat auk
þess til margra ára í stjórn
UMSK.
Garðar stofnaði ekki eingöngu
Íþróttafélagið Gróttu. Hann stofn-
aði Taflfélag Seltjarnarness árið
1977 og var þar í stjórn, þar af
1984 og gegnir því starfi enn 36
árum síðar, að sjálfsögðu launa-
laust. Hann skipuleggur æfingar,
G
arðar Víðir Guðmunds-
son fæddist 19. maí
1942 í Reykjavík.
Hann ólst upp aðal-
lega við Hverfisgötu,
gekk í Laugarnesskóla og síðar í
gagnfræðaskóla verknáms í Braut-
arholti. Hann var sendill hjá Sam-
vinnutryggingum og þá versl-
unarmaður og verslunarstjóri hjá
Ziemsen í Hafnarstræti. Þaðan lá
leiðin í Litaver og Málarann en
hann var verslunarstjóri í báðum
búðunum.
Þegar Garðar bjó á Seltjarnar-
nesi var þar gríðarleg uppbygging.
Á árunum 1960-1970 fluttu mörg
hundruð manns á nesið nánast á
hverju ári, flest ungt fólk með
börn. Garðar hafði þá verið
knattspyrnudómari fyrir Val í á
annan áratug og sá fljótlega að
þótt börnin væru úti mestallan
daginn þá vantaði skipulagt
íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Hann
dreif í því að hóa krökkunum sam-
an á æfingar á fyrirframákveðnum
tímum og svo fór að hann stofnaði
Íþróttafélagið Gróttu 24. apríl
1967. Voru þá u.þ.b. 130 strákar
farnir að æfa undir handleiðslu
Garðars og má segja að hann hafi
verið upptekinn nánast öll kvöld
við æfingar og keppni. Anna
María, kona hans, studdi hann
ávallt með ráðum og dáð og saum-
aði hún m.a. Gróttumerkið í fyrstu
búninga Gróttu.
Þó að megnið af þeim sem æfðu
knattspyrnu í þá daga væru
drengir voru líka nokkrar stúlkur
sem voru áhugasamar. Og Garðar
leyfði þeim að vera með á æfing-
um, sem segir allt sem segja þarf
um framsýni hans. Ein þessara
stúlkna, Erna Lúðvíksdóttir,
komst síðar í landsliðið bæði í fót-
bolta og handbolta og bjó þá að
því að hafa fengið að æfa með
strákunum. Þó að Garðar stofnaði
Gróttu hafði hann engan tíma til
að gegna formennsku, en sættist á
að sitja í stjórn félagsins.
Garðar þjálfaði marga flokka í
Gróttu í áratugi og tók aldrei
greiðslu fyrir. Hann tók síðan að
sér þjálfun eldri flokks Gróttu árið
formaður í 10 ár. Félagið hélt uppi
öflugu skákstarfi á Seltjarnarnesi
áratugum saman og eignaðist m.a.
Íslandsmeistara árið 1983, Hilmar
Karlsson. Garðar lét ekki staðar
numið hvað skákina varðar því
hann hefur verið formaður skák-
félags eldri borgara, Ása, frá 2012
og er enn að. Þar hittast menn að
minnsta kosti einu sinni í viku og
tefla auk þess að njóta samvista.
Garðar sat í stjórn Skáksambands
Íslands um nokkurra ára skeið.
Garðar var knattspyrnudómari í
20 ár frá 1967 til 1987. Hann byrj-
aði sem aðstoðardómari en varð
fljótlega dómari og dæmdi hundr-
uð leikja á þessum árum. Hann
náði svo langt að vera aðstoð-
ardómari í landsleik Íslands og
Hollands árið 1978. Garðar dæmdi
alla tíð fyrir Val og þó að hann sé
Gróttumaður í húð og hár á Valur
alltaf pláss í hjarta hans. Garðar
sat í stjórn knattspyrnudómara fé-
lags Íslands um árabil.
Garðar þótti snemma efnilegur
söngvari. Hann var þess vegna
fenginn til að syngja með hljóm-
sveit Aage Lorange í Silfurtungl-
inu árið 1957 þegar hann var að-
eins 15 ára gamall. Hann söng
einnig árið 1959 með hljómsveit
Árna Ísleifssonar. Eftir þetta söng
hann með fjölmörgum hljóm-
sveitum næstu árin. Má þar nefna
hljómsveit Skapta Ólafssonar,
Rondo-kvartettinn, Garðar og
Tóna, Garðar og Gosa, Pónik og
Garðar, Geisla og JJ-kvartettinn
sem hann söng með árin 1967 og
1968. Garðar tók þátt í Rokk 93,
Rokkstjörnum Íslands, Laugar-
dagskvöldi á Gili, American Graf-
fiti, Rokki og róli í 50 ár og Frum-
herjum rokksins svo nokkrar
sýningar séu nefndar. Hljómsveit-
arferill hans hófst aftur með
hljómsveitum eins og Rokk-
bræðrum, sem gáfu út plötu,
Burknum og Garðari, Þremur gæj-
um og Stuðbandinu svo nokkrar
séu nefndar.
Garðar er góður leiðbeinandi,
ávallt mjög stundvís og alger
reglumaður alla tíð. Hans störf
hafa stuðlað að betra samfélagi og
Garðar V. Guðmundsson, fyrrverandi verslunarmaður – 80 ára
Hjónin Garðar og Anna María á 50 ára afmæli Gróttu.
Á fullu í skákinni og boltanum
Afmælisbarnið Garðar.
Til hamingju með daginn
Laugarás Óskírður Stef-
ánsson fæddist 8. mars 2022
kl. 22.18 á Landspítalanum í
Reykjavík Hann vó 3.594 g og
var 54 cm langur. Foreldrar
hans eru Arndís og Stefán.
Nýr borgari