Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Besta deild kvenna
Þróttur R. – Þór/KA................................. 4:1
Afturelding – Stjarnan............................. 1:3
Breiðablik – ÍBV ............................... frestað
_ ÍBV komst ekki til leiks vegna veðurs en
leikurinn fer fram í kvöld.
Staðan:
Selfoss 4 3 1 0 7:2 10
Þróttur R. 5 3 1 1 11:7 10
Breiðablik 4 3 0 1 11:2 9
Valur 4 3 0 1 8:2 9
Stjarnan 5 2 1 2 9:8 7
Keflavík 4 2 0 2 6:5 6
Þór/KA 5 2 0 3 6:11 6
ÍBV 4 1 1 2 4:4 4
Afturelding 5 1 0 4 7:14 3
KR 4 0 0 4 1:15 0
Markahæstar:
Brenna Lovera, Selfossi ............................. 5
Ana Paula Santos, Keflavík........................ 3
Danielle Marcano, Þrótti ............................ 3
Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni .......... 3
Margrét Árnadóttir, Þór/KA ..................... 3
Danmörk
B-deild, úrslitakeppnin:
Nyköbing – Horsens................................ 0:1
- Aron Sigurðarson lék fyrstu 83 mínút-
urnar með Horsens.
Helsingör – Lyngby................................. 1:2
- Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá
Lyngby á 74. mínútu og Frederik Schram
var varamarkvörður. Freyr Alexandersson
þjálfar liðið.
_ Horsens 60, Lyngby 59, Helsingör 55,
Hvidovre 53, Fredericia 50, Nyköbing 31.
Tvær umferðir eru eftir, tvö efstu liðin fara
upp í úrvalsdeildina.
B-deild, fallkeppnin:
Esbjerg – Fremad Amager .................... 2:3
- Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna-
hópi Esbjerg sem féll niður í C-deild með
þessum úrslitum.
_ Köge 37, Hobro 35, Fremad Amager 33,
Vendsyssel 32, Esbjerg 24, Jammerbugt
22. Tvö neðstu liðin eru fallin.
Svíþjóð
B-deild:
Skövde AIK – Örebro.............................. 0:0
- Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn
með Örebro.
Örgryte – Trelleborg .............................. 1:2
- Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar Ör-
gryte og stýrði liðinu í fyrsta sinn.
- Böðvar Böðvarsson lék ekki með Trelle-
borg vegna meiðsla.
_ Efstu lið: Brage 16, Halmstad 16, Eskil-
stuna 15, Trelleborg 14, Skövde AIK 14,
Öster 13, Utsikten 13, Örebro 13.
Noregur
Bikarkeppni kvenna, 2. umferð:
Loddefjord – Brann............................... 0:12
- Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á
hjá Brann og skoraði eitt mark en Berglind
Björg Þorvaldsdóttir er frá vegna meiðsla.
Fart – Vålerenga ..................................... 0:9
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék fyrri hálf-
leikinn með Vålerenga.
>;(//24)3;(
Dagný Brynj-
arsdóttir, lands-
liðskona í knatt-
spyrnu, hefur
framlengt samn-
ing sinn við
enska úrvals-
deildarfélagið
West Ham til
tveggja ára, eða
til sumarsins
2024. Hún hefur
spilað með liðinu í hálft annað
tímabil, frá því í janúar 2021, en
West Ham endaði í sjötta sæti úr-
valsdeildarinnar í vetur og komst
í undanúrslit bikarkeppninnar.
Í vetur lék Dagný 20 af 22
leikjum West Ham í úrvalsdeild-
inni, var í byrjunarliðinu í öllum
nema einum, og skoraði fjögur
mörk.
Dagný áfram
hjá West Ham
Dagný
Brynjarsdóttir
HANDKNATTLEIKUR
Fyrsti úrslitaleikur karla:
Hlíðarendi: Valur – ÍBV ...................... 19.30
KNATTSPYRNA
Besta deild kvenna:
Hlíðarendi: Valur – KR........................ 17.15
Kópavogur: Breiðablik – ÍBV .................. 18
Selfoss: Selfoss – Keflavík ................... 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Árbær: Fylkir – Fjölnir ....................... 19.15
Seltjarnarnes: Grótta – HK................. 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Víkin: Víkingur R. – Grindavík ........... 19.15
Lengjubikar kv., úrslitaleikur C-deildar:
Sauðárkrókur: ÍA – Völsungur ................ 19
Í KVÖLD!
Georgía og Spánn tveir mótherj-
anna og sá þriðji verður Úkraína
eða Norður-Makedónía, en þessar
fjórar þjóðir eru rúmlega hálfnaðar
með sinn undanriðil. Líklega myndi
einn sigur í sex leikjum koma Ís-
landi á HM ef þetta gengur allt eft-
ir.
Tólf Evrópuþjóðir komast í loka-
keppni HM þar sem 32 lið leika en
hún fer fram í Japan og á Filipps-
eyjum í febrúar 2023. Spánverjar
eru ríkjandi heimsmeistarar þann-
ig að íslenska liðið á afar áhuga-
verða leiki fyrir höndum.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ísland á raunhæfa möguleika á að
komast í fyrsta skipti í lokakeppni
heimsmeistaramóts karla í körfu-
knattleik í kjölfar þess að Alþjóða-
körfuknattleiksambandið, FIBA,
ákvað í gær að vísa rússneskum
landsliðum úr mótum á vegum sam-
bandsins.
Ísland er í riðli með Rússlandi í
undankeppninni og hefur íslenska
liðið unnið bæði Holland og Ítalíu
heima en tapað fyrir Rússlandi og
Ítalíu úti. Nú strikast leikir Rússa
út, þrír sigurleikir, en Rússar höfðu
unnið heimaleiki sína gegn Íslandi,
Ítalíu og Hollandi. Þetta þýðir að
Ísland, Ítalía og Holland fara öll í
úrslitariðilinn, sem fram fer í
ágústmánuði, en þar verður spilað
um sætin á HM. Ísland fer allavega
með tvo sigurleiki með sér þangað
og gæti bætt þeim þriðja við, takist
liðinu að vinna lokaleikinn gegn
Hollandi á heimavelli 1. júlí.
Þá yrði staða Íslands afar vænleg
því fjögur lið af sex í úrslitariðl-
inum komast á HM. Þar verða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HM Sigurinn gegn Ítölum kann að
reynast gríðarlega dýrmætur.
Möguleiki á að komast á HM
ÞRÓTTUR R. – ÞÓR/KA 4:1
1:0 Danielle Marcano 11.
2:0 Murphy Agnew 22.
3:0 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir 26.
3:1 Margrét Árnadóttir 43.
4:1 Murphy Agnew 58.
M
Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti)
Danielle Julia Marcano (Þrótti)
Murphy Alexandra Agnew (Þrótti)
Katla Tryggvadóttir (Þrótti)
Sæunn Björnsdóttir (Þrótti)
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Dómari: Arnar Þór Stefánsson – 7.
Áhorfendur: 163.
AFTURELD. – STJARNAN 1:3
0:1 Jasmín Erla Ingadóttir 31.
1:1 Sigrún Gunndís Harðardóttir 34.
1:2 Jasmín Erla Ingadóttir 87.
1:3 Katrín Ásbjörnsdóttir 90.
MM
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
M
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)
Ingibjörg Lucía Ragnarsdóttir (Stjörn.)
Chanté Sandiford (Stjörnunni)
Sigrún Gunndís Harðardóttir (Afture.)
Jade Gentile (Aftureldingu)
Dómari: Jakub Marcin Róg – 7.
Áhorfendur: Á að giska 205.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/
fotbolti.
BESTA DEILDIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Þróttur úr Reykjavík vann sinn
stærsta sigur á tímabilinu til þessa
þegar liðið tók á móti Þór/KA í efstu
deild kvenna í knattspyrnu, Bestu
deildinni, á Þróttaravelli í Laugardal
í 5. umferð deildarinnar í gær.
Þróttarar léku á als oddi í leikn-
um, sérstaklega í fyrri hálfleik þar
sem þeir skoruðu þrjú mörk, en Ak-
ureyringar áttu aldrei möguleika
gegn sprækum Þrótturum.
Eftir smá óstöðugleika í fyrstu
umferðunum virðast Þróttarar vera
að finna taktinn, bæði varnar- og
sóknarlega og þetta var annar sig-
urleikur liðsins í röð.
_ Murphy Agnew fór mikin fyrir
Þróttara og skoraði tvívegis í leikn-
um en hún hefur skorað þrjú mörk í
deildinni í fimm leikjum og er
markahæst í liði Þróttara ásamt
Danielle Marcano.
_ Þór/KA hefur fengið á sig ellefu
mörk í deildinni í sumar en aðeins
Afturelding og KR hafa fengið fleiri
mörk á sig.
Stjarnan sterkari í lokin
Stjarnan skoraði tvö mörk á loka-
mínútunum þegar liðið heimsótti
Aftureldingu á Malbikstöðina að
Varmá í Mosfellsbæ. Sigurinn var
lífsnauðsynlegur fyrir Stjörnuna,
ætli liðið sér að blanda sér í toppbar-
áttuna, en Garðbæingar höfðu að-
eins unnið einn leik í deildinni fyrir
leik gærdagsins.
_ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði
sitt 70. mark í efstu deild en hún hef-
ur leikið með Stjörnunni, KR og
Þór/KA á ferlinum. Þá skoraði Jas-
mín Erla Ingadóttir sitt 20. mark í
efstu deild.
_ Sigrún Gunndís Harðardóttir
skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Þróttarar í
toppbaráttu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugardalur Þróttarinn María Eva Eyjólfsdóttir sækir en Akureyringurinn
Saga Líf Sigurðardóttir verst þegar Þróttur vann Þór/KA 4:1 í gær.
- Stjarnan tryggði sér sigur með
tveimur mörkum undir lokin að Varmá
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varmá Katrín Ásbjörnsdóttir framherji Stjörnunnar og Chyanne Dennis
miðvörður Aftureldingar í háloftabardaga í Mosfellsbæ í gærkvöld.
Eintracht Frankfurt fagnaði sigri í
Evrópudeild UEFA í knattspyrnu
eftir sigur gegn Rangers í víta-
keppni í úrslitaleik í Sevilla á Spáni
í gær.
Joe Aribo kom Rangers yfir á 57.
mínútu eftir mikinn vandræðagang
í vörn Eintracht Frankfurt.
Aribo slapp einn í gegn eftir
vandræðagang í vörn Eintracht
Frankfurt og hann gerði engin mis-
tök þegar hann lagði boltann
snyrtilega fram hjá Kevin Trapp í
marki þýska liðsins.
Rafael Santos Borré jafnaði hins
vegar metin fyrir Eintracht Frank-
furt á 69. mínútu þegar Filip Kostic
átti frábæra sendingu frá vinstri.
Borré var fyrstur að átta sig í
vítateig Rangers, teygði sig í bolt-
ann, og kom honum fram hjá Allan
McGregor í marki Rangers af
stuttu færi.
Hvorugu liðinu tókst að skora í
framlengingunni og því var gripið
til vítaspyrnukeppni. Þar fagnaði
Frankfurt 5:4 sigri þar sem Kevin
Trapp reyndist hetja þýska liðsins.
AFP
Meistarar Leikmenn þýska félagsins Eintracht Frankfurt fagna sigri í Evr-
ópudeildinni eftir dramatískan sigur gegn Rangers í vítakeppni á Spáni.
Eintracht Frankfurt
Evrópudeildarmeistari