Morgunblaðið - 20.05.2022, Side 1
$'"%#("&!!&" #%$ !&!!
F Ö S T U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 117. tölublað . 110. árgangur .
TÍSKA, STRAUMAR
OG STEFNUR
SMARTLAND 40 SÍÐUR
_ Semja á um
krónutöluhækk-
anir og hagvaxt-
arauka í kom-
andi kjara-
samningum og
ná þarf sam-
stöðu um að
framlengja
lífskjara-
samninginn á
svipuðum nótum
og nú er byggt á. Þá er markmiðið
að tryggja kaupmátt launa, að því
er segir í kröfu stéttarfélagsins
Framsýnar, sem birt hefur verið á
vef félagsins.
Aðalsteinn Á. Baldursson for-
maður Framsýnar segir í samtali
við Morgunblaðið í dag að almenn
ánægja sé með þá leið sem farin
var í lífskjarasamningnum, og að
ná þurfi þríhliða samkomulagi
launþega, atvinnurekenda og
stjórnvalda með margvíslegum að-
gerðum. Segir hann alla hafa
miklar áhyggjur af verðbólgunni
og vaxtahækkunum. »2 og 14
Vilja semja um
krónutöluhækkanir
og hagvaxtarauka
Aðalsteinn Á.
Baldursson
Fjölmenni var á íbúafundi í Grindavík í gærkvöldi þar sem
farið var yfir stöðu mála vegna jarðskjálftanna sem skekið
hafa Reykjanesið síðustu daga.
Fjölluðu þar helstu sérfræðingar um stöðuna og horfur á
því hvort eldgos væri á næsta leiti, en nokkurt landris hefur
orðið undir Þorbirni, bæjarfjalli Grindavíkur.
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir í samtali
við Morgunblaðið í dag að hrinan nú hafi minnt bæjarbúa
óþægilega á hrinuna í aðdraganda síðasta goss. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Farið yfir stöðuna með íbúum Grindavíkur
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Sex dagar eru nú liðnir frá borgar-
stjórnarkosningum en eiginlegar
meirihlutaviðræður eru ekki enn
farnar af stað. Alls kyns þreifingar
hafa þó átt sér stað og allir flokkar að
tala við alla, þótt Dagur B. Eggerts-
son oddviti Samfylkingar svari víst
ekki enn símanum frá Hildi Björns-
dóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins.
Bæði hafa hins vegar rætt töluvert
við Einar Þorsteinsson oddvita
Framsóknar, en án þess að hann hafi
látið neitt uppi um hvort hann vilji
fremur horfa til hægri eða vinstri.
Af samtölum við borgarfulltrúa að
dæma hefur mörgum möguleikum
verið velt upp en óljóst hvaða hugur
fylgir máli. Einn viðmælandi blaðs-
ins orðaði það svo að í þeim póker
væri sýnt á ýmis spil en síðan segði
enginn neitt.
Eftir því sem næst verður komist
bíða stóru flokkarnir tveir þess að
Framsókn geri upp hug sinn, en úr
þeim herbúðum heyrist helst að Ein-
ari Þorsteinssyni liggi ekkert á.
Því eru ekki allir sammála og al-
gengt viðkvæði að hann geti ekki
beðið miklu lengur, það þurfi að fara
að reyna af alvöru.
Þeirrar óþolinmæði hefur orðið
vart hjá smáflokkunum. Sósíalistar
hafa viljað fá Vinstri-græn að borð-
inu aftur en í gær sagði Kolbrún
Baldursdóttir, oddviti Flokks fólks-
ins, að sér þætti möguleiki á sam-
starfi við Framsókn, Sjálfstæðis-
flokk og Viðreisn frábær. Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar
sagði hins vegar flokk sinn enn í
samfloti með Samfylkingu og Píröt-
um í þessum efnum, en innan úr Við-
reisn heyrist þó enn að fleira komi til
greina.
Komi ekki þeim mun skýrari
merki í dag er líklegast að eiginlegar
meirihlutaviðræður hefjist ekki fyrr
en eftir helgi.
Beðið eftir frumkvæði
frá Framsóknarflokki
- Óþolinmæði farið að gæta - Viðræður mögulegar eftir helgi
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhúsið Nóg er af borgarfulltrú-
um en meirihluti lætur á sér standa.
_ Þéttbókað er í hópferðir fyrir
ferðamenn yfir sumarmánuðina og
eru forsvarsmenn rútufyrirtækj-
anna prýðilega bjartsýnir á kom-
andi mánuði.
Þórir Garðarsson, stjórnar-
formaður Gray Line, segir í samtali
við Morgunblaðið í dag að nokkuð
vel sé bókað á tímabilinu frá júní og
alveg fram í september, og að þetta
hafi farið hraðar af stað en bjart-
sýnustu menn þorðu að vona í kjöl-
far heimsfaraldursins. Hallgrímur
Lárusson, forstjóri Snæland-
Grímsson, tekur í sama streng og
segir allt á réttri leið. »6
Morgunblaðið/Ómar
Gullfoss Það er líflegt ferðasumar fram
undan hjá hópferðaflutningafyrirtækjum.
Ferðasumarið 2022
fer vel af stað