Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
439.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
„Við erum á virku svæði og erum
vissulega að nýta þá auðlind sem
eldvirknin er. Hætta á eldgosi er því
eitthvað sem við þurfum að lifa við í
okkar umhverfi,“ segir Tómas Már
Sigurðsson, forstjóri HS Orku.
Gerðar voru aðgerðaáætlanir árið
2020.
„Við höfum farið yfir þær, svo er-
um við með fulltrúa í vísindaráði al-
mannavarna svo við erum í öflugum
samskiptum,“ segir Tómas Már. Að-
gerðirnar lúta að því að tryggja ör-
yggi fólks á svæðinu, tryggja af-
hendingu á heitu og köldu vatni til
viðskiptavina og vernda mannvirki,
fari allt á versta veg.
Upplýstu hótelgesti
Eftir að óvissustigi vegna jarð-
skjálftanna á Reykjanesskaga var
lýst yfir þann 15. maí hefur öryggis-
teymi Bláa lónsins farið yfir allar
sínar áætlanir og viðbúnað, að sögn
Helgu Árnadóttur, framkvæmda-
stjóra sölu-, markaðs- og þróunar-
sviðs Bláa lónsins.
„Starfsmenn og hótelgestir, sem
dvelja hjá okkur, eru upplýstir um
gang mála, en starfsemin er að öðru
leyti óbreytt. Ef til frekari viðbún-
aðar kemur erum við í nánum sam-
skiptum við almannavarnadeild rík-
islögreglustjóra og fylgjum
fyrirmælum þeirra í hvívetna.“
Þá bendir Helga á að mannvirki
Bláa lónsins séu byggð með það í
huga að eiga að geta staðist nátt-
úruvá sem þessa. Hún hefur því ekki
miklar áhyggjur af þeim.
thorab@mbl.is
Hagnýtingu á eldvirkni
fylgi hætta á eldgosi
Morgunblaðið/Eggert
Rólegt Starfsemi Bláa lónsins er
óbreytt þrátt fyrir skjálftavirkni.
- Fara yfir að-
gerðaáætlanir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er í gangi framhaldssaga og
erfitt að segja fyrir um efni næsta
kafla. Það hefði enginn trúað þessari
sögu ef við hefðum sagt hana fyrir
tíu árum,“ segir Páll Einarsson, pró-
fessor emeritus, spurður að því hvað
sé í gangi á Reykjanesi.
„Þetta er mjög flókin atburðarás
og kemur í beinu framhaldi af því
sem verið hefur í gangi frá því í des-
ember 2019, að minnsta kosti,“ segir
Páll. Hann rifjar upp að landris hafi
hafist undir Fagradalsfjalli eftir að
gosið lognaðist út af. Kvikan hafi
byrjað að safnast við botninn á jarð-
skorpunni þegar hún hætti að geta
komist upp á yfirborðið.
Eins og í byrjun árs 2020
Síðan hafi hafist nýtt landris um
síðustu mánaðamót undir fjallinu
Þorbirni og nágrenni þess. Sú þróun
sé endurtekning á því sem gerðist á
fyrri hluta árs 2020, þrisvar í röð
með hléum á milli. Samkvæmt til-
kynningu vísindaráðs almannavarna
er talið að kvikan safnist fyrir á 4-5
km dýpi og þar sé að myndast inn-
skot. Veldur kvikusöfnunin umtals-
verðri jarðskjálftavirkni.
Páll segir að sömu sviðsmyndir
eigi við nú og í að-
draganda gossins
í Geldingadölum
en erfitt sé að
meta hver sé lík-
legust til að
ganga eftir. Hann
veltir því þó fyrir
sér hvort þátta-
skil hafi orðið við
jarðskjálftann
sem varð í Þrengslunum á kjördag.
Hann stækki umtalsvert svæðið sem
er undir í þessu efni. Sviðsmynd sem
feli sér stóran skjálfta í Brenni-
steinsfjöllum sé því heldur líklegri
en áður. Tveir slíkir skjálftar, 6-6,5
stig, urðu þar á síðustu öld.
Gæti gosið utan svæðisins
Spurður um líkur á gosi segir Páll
að þannig sviðsmyndir komi einnig
til greina, í ljósi sögunnar. Þegar
kvika er að safnast fyrir séu ein-
hverjar líkur á því að hún komist
upp á yfirborðið. Páll segir að það
þurfi ekki endilega að verða í næsta
nágrenni Grindavíkur eða í Svarts-
engi, sem eru í útjaðri svæðisins sem
rís, því kvikan hafi tilhneigingu til að
leita útgangs fyrir utan. Nefnir hann
gosið í Holuhrauni sem og Kröflu-
elda á 8. og 9. áratugnum sem dæmi
um það.
Enginn veit
efni næsta kafla
- Ris á tveimur svæðum á Reykjanesi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Geldingadalir Hraun flæddi í nokkrar áttir frá eldgosinu í Geldingadölum.
Páll Einarsson
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
Fjölmenni var á íbúafundi í Grinda-
vík í gærkvöldi, þar sem farið var
yfir stöðu mála vegna óvissustigsins
sem lýst hefur verið yfir vegna jarð-
hræringa síðustu daga á Reykjanes-
skaga.
Fannar Jónasson bæjarstjóri
Grindavíkur var fundarstjóri, en
hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að fundinum hefði verið ætlað
að svara spurningum á borð við
hversu líklegt væri að eldgos myndi
hefjast við Grindavík.
Sagði hann að Grindvíkingum liði
misilla með jarðskjálftahrinuna, sem
hefði kveikt á gömlum minningum
um erfiða tíma þegar langvarandi
jarðskjálftahrina skók bæinn á síð-
asta ári. „Þannig að fólki líður ekk-
ert vel með það þegar það byrjar
svona hrina á nýjan leik,“ sagði
Fannar og bætti við að það væri
spurning hversu lengi hún myndi
vara. „Þannig að það er auðvitað
ekkert þægilegt við að búa við þess-
ar aðstæður, en annað er ekki í
boði,“ sagði Fannar og bætti við að
hann væri tiltölulega rólegur yfir
þessu og að flestir tækju þessu með
jafnaðargeði.
Bogi Adolfsson, formaður björg-
unarsveitarinnar Þorbjarnar, sagði
við Morgunblaðið að meðlimir sveit-
arinnar væru komnir með mikinn
reynslubanka. „Fólk ætti nú að vera
orðið pínu vant þessu, því miður.
Það er kannski það versta við þetta.
Að treysta á þetta er orðið nánast
eins og það sé til nammi í sjopp-
unni,“ sagði Bogi.
Gæti valdið miklu tjóni
„Hraungos á vondum stað getur
valdið miklu tjóni,“ sagði Magnús
Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð-
ingur, sem var frummælandi á íbúa-
fundinum. Hann sagði hins vegar að
litlar líkur væru á að slíkt gos ylli
manntjóni.
Í máli Magnúsar Tuma kom fram
að síðasta eldgosið á Reykjanes-
skaga fyrir gosið í Geldingadölum
hefði verið árið 1240 og því hefðu
engin eldgos orðið á Reykjanesskag-
anum í tæplega átta hundruð ár.
Hann benti einnig á að ekki væri
hægt að spá fyrirfram hvernig slíkt
eldgos gæti æxlast. Sagði Magnús
Tumi að gossprungur síðustu 15.000
ára næðu ekki til sjávar á skaganum
síðan ísa leysti og benti á að sam-
kvæmt jarðfræðinni ætti eldgos ekki
að ná til Grindavíkur.
Hann sagði einnig að ómögulegt
væri að vita hvenær eldgos myndi
hefjast. Jarðskjálftahræringar síð-
ustu daga gætu þess vegna hætt í
dag.
Halldór Geirsson jarðeðlisfræð-
ingur fór yfir þau gögn sem tengd-
ust kvikusöfnun á Reykjanesi. Sagði
hann að kvika hefði verið að safnast
saman undir Fagradalsfjalli á miklu
dýpi eftir goslok og þenslan verið
stöðug síðan þá. Hann segir að það
sem er í gangi á Svartsengi núna sé
eins konar framhald af því sem
gerðist 2020.
Kom fram í máli Halldórs að ekki
væri mikil kvika í jörðinni og ef eld-
gos hæfist yrði það lítið. Vel væri
fylgst með öllum breytingum og
ómögulegt væri að segja fyrir um
hvað myndi gerast. „Ef kvikunni líð-
ur vel á þessu dýpi þá verður hún
þar,“ sagði Halldór.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri
Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu
Íslands, sagði að búast mætti við því
næstu daga og mánuði að jarð-
skjálftahrinan héldi áfram. Myndi
virknin halda áfram á svipuðum
slóðum við Þorbjörn og Svartsengi
og líklegt væri að það styttist í
næsta stóra jarðskjálfta.
Benti Kristín hins vegar á að áhrif
af stórum skjálfta austur af Kleif-
arvatni yrðu meiri á höfuðborgar-
svæðinu en í Grindavík.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íbúafundur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur var frummælandi og fór yfir stöðu og horfur.
Fólk orðið fullvant
því að jörð skjálfi
- Fjölmenni á íbúafundi í Grindavík vegna óvissuástandsins
Óvissustig á Reykjanesskaga