Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 12
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hugbúnaðarfyrirtækið Púls Media
hefur skorið upp herör gegn þeirri
þróun undanfarinna ára að sífellt
meira auglýsingafé leitar til útlanda
vegna vinsælda
Facebook og
Google sem aug-
lýsingamiðla.
Eins og sjá má
á meðfylgjandi
korti er um millj-
arða króna að
ræða ár hvert.
Viðskiptin skila
Íslandi engum
skatttekjum.
Helgi Pjetur framkvæmdastjóri
Púls Media segir að aðeins um þriðj-
ungur af því birtingarfé sem innlend
fyrirtæki nota í vefauglýsingar endi
hjá innlendum auglýsingamiðlum.
Markmið Púls sé að hjálpa innlendu
miðlunum að ná fyrri styrk.
Vinna með níu miðlum
Lausnin er að hans sögn nýr aug-
lýsingamarkaður Púls í sjálfs-
afgreiðslu þar sem auglýsendur geta
keypt vefauglýsingar á níu íslensk-
um auglýsingamiðlum. Miðlarnir
eru Vísir.is, Já.is, Mannlíf, Kjarninn,
Fótbolti.net, Fasteignir.is, Akur-
eyri.net og fréttaöppin Púlsinn og
Lumman.
Helgi segir að eitt stærsta vanda-
málið hafi hingað til verið að ekki
hefur verið hægt að kaupa vef-
auglýsingar á innlendum miðlum í
sjálfsafgreiðslu líkt og hægt er að
gera hjá erlendu miðlunum. Lítil og
meðalstór fyrirtæki hafa nýtt sér þá
þjónustu í stórum stíl undanfarin ár
að sögn Helga.
Byrjaði fyrir ári
Helgi segir í samtali við Morg-
unblaðið að þróun Púls auglýsinga-
markaðarins hafi byrjað fyrir um
ári. „Við eigum sjálfir smáforritin
Púlsinn og Lummuna og vorum að
leita leiða til að gera snjallari aug-
lýsingar fyrir okkar miðla til að
einfalda sölustarfið. Við vildum
gera kerfi sem byggi til langtíma-
samband við auglýsendur,“ segir
Helgi.
„Þegar við skoðuðum þetta betur
og sáum sláandi tölur um útstreymi
auglýsingafjár úr landi datt okkur í
hug að sameina auglýsingamiðlana í
eitt kerfi þar sem fólk gæti þjónust-
að sig sjálft.“
Góðar viðtökur
Helgi segir að viðtökur hafi verið
góðar og nú þegar séu fyrirtæki
byrjuð að nýta sér þjónustuna.
Hann segir það hafa komið á
óvart hve miðlarnir voru móttæki-
legir fyrir kerfinu. „Þegar ég fór að
tala við miðlana voru þeir langflestir
til í að vera með og hjálpa til við að
laga ástandið á markaðnum.“
Helgi segir að einn helsti vandinn
við íslenska vefauglýsingamarkað-
inn sé hvað margar mismunandi
stærðir af auglýsingaborðum eru í
gangi hjá miðlunum. „Þetta eru 20-
30 mismunandi stærðir. Það þýðir
að það er mjög dýrt fyrir smærri
auglýsendur að laga auglýsingar að
hverjum miðli.“
Hann segir að Púls Media hafi til
einföldunar ákveðið að einbeita sér
að þremur algengustu vefborða-
stærðunum.
Flöt álagning
Um verðlagningu segir Helgi að
Púls Media sé með flata álagningu
en verð auglýsinga sé annars
ákvarðað í samstarfi Púls og miðl-
anna. Segir hann markaðslögmálin
spila þar inn í. Ef mikil eftirspurn er
eftir auglýsingasvæðum á ákveðnum
miðli hækki verðið, en ef hún er lítil
þá lækki verðið. Þannig sé Púls
Media eins og kauphöll sem laði að
sér kaupendur og seljendur.
„Bæði miðlar og auglýsendur fá
aðgang að allri tölfræði í viðmótinu
og sjá nákvæmlega hve mikið er
smellt á eða horft á auglýsingarn-
ar.“
Helgi segist vonast eftir örri
fjölgun viðskiptavina. „Í næstu út-
gáfu viljum við bæta við markhóp-
um. Þannig geti viðskiptavinir valið
t.d. íþróttaáhugafólk og auglýst
bara á þeim miðlum eða undirsíðum
sem fjalla um íþróttir.“
Hlaðvarps-, útvarps- og
umhverfisauglýsingar eru einnig á
teikniborðinu. „Við erum nú þegar
að vinna með Bestu deild karla og
kvenna og Billboard-skiltafyrirtæk-
inu við að birta snjallar auglýsingar
í borginni. T.d. getum við auglýst
leiki hjá KR í boltanum eingöngu í
Vesturbænum tveimur dögum fyrir
leik. Kerfið er beintengt við KSÍ og
uppfærast borðarnir sjálfvirkt ef
leikjum er t.a.m. frestað vegna
landsleikja og bikarkeppna.“
Uppfærslan fer þannig fram að
kerfið sækir gögn á miðlara auglýs-
andans og skiptir þeim út fyrir nýj-
ar upplýsingar á réttum tíma. „Von-
andi getum við sett þessa þjónustu
líka í sjálfsafgreiðslu með tímanum.“
Samkeppnishæft í verði
Spurður hvort Púls Media sé sam-
keppnishæft í verði við Google og
Facebook segir Helgi að svo sé.
„Auglýsingar fyrir þrengri mark-
hópa ættu að vera ódýrari hjá okkur
en þeim útlensku. Þeir eru ódýrastir
í mjög breiðum markhópum, en
verða dýrari þegar hópurinn þreng-
ist.“
Að lokum segir Helgi að minni
fyrirtæki sem ekki hafi mikið fé til
að eyða í hönnun geti notfært sér
sniðmát sem Púls Media útvegar.
Þannig geti fyrirtæki sjálf búið til
auglýsingar með einföldum og auð-
veldum hætti.
Vilja hjálpa miðlum að ná fyrri styrk
- Milljarðar leita til útlanda - Sjálfsafgreiðsla á auglýsingum á vefsíðum - Í samstarfi við Bestu
deildina um auglýsingar sem uppfæra sig sjálfar - Miðlarnir móttækilegir - Of margar stærðir
Þróun vefauglýsingatekna
2003-2020, ma. kr. Íslenskir vefmiðlar Facebook og Google
'03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
Heimild: Púls Media/Hagstofan
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
Helgi Pjetur
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Fjárfestingar eru ekki bara fyrir
efnað fólk, heldur verður fólk efnað
ef það byrjar að fjárfesta.
Þetta sagði Camilla Anderson,
fjárfestir og frumkvöðull frá Noregi,
sem í gær hélt fyrirlestur á vegum
nýsköpunarnefndar FKA á Nýsköp-
unarviku sem nú stendur yfir.
Anderson hefur mikla reynslu af
fjárfestingum og stofnun fyrirtækja.
Sjálf hefur hún stofnað átta fyrir-
tæki og komið að stofnun fjörutíu.
Hún hefur að mestu fjárfest í tækni-
greinum, en einnig í öðrum verkefn-
um – allt frá brugg- og veitingahús-
um og súkkulaðigerð yfir í önnur
nýsköpunarfyrirtæki.
Skapa mótvægi við karla
Anderson sagði mikilvægt fyrir
konur að vera ófeimnar við fjárfest-
ingar í fyrirtækjum. Hún rakti dæmi
af norskum fjárfestingarsjóðum sem
aðeins eru ætlaðar konum og hafa,
með góðum árangri, fjárfest í verk-
efnum og fyrirtækjum sem stýrt er
af konum. „Svona sköpum við mót-
vægi við karlana, með því að fjár-
festa sjálfar,“ sagði Anderson.
Hún sagði að konur væru aðeins
20% stjórnarmeðlima í Noregi og
hlutfall kvenna sem eiga í skráðum
fyrirtækjum var innan við þriðjung-
ur árið 2021. Á sama tíma hefðu fjár-
festingasjóðir kvenna sýnt 35%
meiri ávöxtun en karla.
Sum verkefni misheppnast
Anderson sagði þó að fjárfesting-
ar væru ekki alltaf dans á rósum og
hagnaður af þeim væri ekki sjálfgef-
inn. Hún tók dæmi af eigin reynslu,
en fyrir rúmum áratug hafði hún
stofnað tæknifyrirtæki sem vann að
forriti fyrir farsíma. Fyrirtækið náði
samningi við Nokia, sem þá var með
83% markaðshlutdeild farsíma í
heiminum, en á sama tímapunkti
kynnti Apple nýjan snjallsíma til
sögunnar, iPhone. Fyrirtæki hennar
endaði á því að tapa tíu milljónum
evra.
„Tæknin breytist og við þurfum að
taka mið af því,“ sagði Anderson.
„Lærdómurinn af þessari sögu er
helst sá að við getum ekki alltaf veðj-
að á eða valið okkur sigurvegara. Við
höfum ekki alltaf forsendur til að
meta hvað framtíðin felur í sér og því
er mikilvægt að fjárfesta frekar í
mörgum verkefnum. Sum þeirra
munu misheppnast en önnur munu
heppnast mjög vel. Það sem við vit-
um þó er að peningarnir vaxa ekki
með því að sitja á bankabók þar sem
verðbólga étur upp verðmæti þeirra,
heldur með fjárfestingum í fyrir-
tækjum og sjóðum.“
Hvatti konur til að fjár-
festa sjálfar í fyrirtækjum
- Rakti sögur af
vel heppnuðum fjár-
festingum kvenna
Fjárfestingar Anderson segir fjárfestingar kvenna færa þeim völd og áhrif.
Hagnaður Landsvirkjunar nær
fjórfaldaðist á milli ára á fyrsta
fjórðungi þessa árs, og nam um
115,2 milljónum bandaríkjadala
(um 14,7 milljörðum króna), en var
31 milljón í fyrra. Tekjur ríkis-
fyrirtækisins námu á tímabilinu
164,8 milljónum dala (rúmlega 21
milljarði króna) en voru 103,7
milljónir dala árið áður og jukust
því um 26%.
Á árshlutauppgjöri Landsvirkj-
unar kemur fram að tekjur af raf-
orkusölu námu 163,7 milljónum
dala fyrstu þrjá mánuði ársins, en
voru 110,4 milljónir á sama tíma í
fyrra. Rekstrar-
gjöld námu 70,2
milljónum dala
og jukust um
rúmlega þrjár
milljónir dala á
milli ára.
Hörður Arn-
arson, forstjóri
Landsvirkjunar,
segir í uppgjör-
inu að meðal-
verð til stórnotenda án flutnings
sé nú hærra en það hefur áður
verið, eða 41 dollari á megavatt-
stund.
Landsvirkjun hagnast
á fyrsta ársfjórðungi
Hörður
Arnarson
20. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 132.0
Sterlingspund 164.05
Kanadadalur 102.98
Dönsk króna 18.665
Norsk króna 13.601
Sænsk króna 13.27
Svissn. franki 132.46
Japanskt jen 1.0231
SDR 176.79
Evra 138.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.3956