Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 13

Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022 NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist heita fullum stuðningi við umsóknir Finnlands og Svíþjóðar til inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Forseti Finnlands, Sauli Niinistö, og for- sætisráðherra Svíþjóðar, Magda- lena Anderson, hittust í Hvíta hús- inu í Washington í gær til að funda og Joe Biden hélt ræðu í rósagarði Hvíta hússins með þau sér við hlið. Sterk lýðræðisríki „Finnland og Svíþjóð styrkja NATO,“ sagði Biden í gær og bætti við að löndin hefðu fullkominn stuðning frá Bandaríkjunum til að komast í bandalagið. „Bæði löndin standast allar kröfur um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og vel það,“ sagði Biden við hóp blaðamanna sem hafði verið boðið til athafn- arinnar. „Svíþjóð og Finnland eru sterk lýðræðisríki, með sterkar her- varnir og góðan efnahag og ekki síst með sterka siðferðisvitund og viljann til að breyta rétt,“ bætti hann við. Svíþjóð og Finnland hafa sögu- lega haldið sig fjarri Atlantshafs- bandalaginu, ekki síst til að forðast viðbrögð frá Rússum. Núna hafa aðstæður breyst vegna innrásar Rússa í Úkraínu og bæði löndin í meiri hættu vegna nálægðar land- anna við Rússland. Biden sagði að Bandaríkin stæðu bak við bæði löndin gegn ógnum frá Rússum, því sú ógn væri „ógn við sameiginlegt öryggi okkar allra“. Tyrkland er eina land bandalags- ins sem hefur mótmælt umsókn Svía og Finna, en allar þjóðir sam- bandsins verða að vera samþykkar inngöngu nýrra ríkja. AFP/Mandel Ngan Washington Sauli Niinistö, Joe Biden og Magdalena Andersson. „Finnland og Sví- þjóð styrkja NATO“ - Fullur stuðningur í umsóknarferlinu Twitter til- kynnti í gær að fyrirtækið myndi setja við- vörun við pósta þar sem farið væri með rangt mál um stríð Rússa í Úkra- ínu, en það væri hluti af nýrri krísustefnu fyrir- tækisins um ósannar upplýsingar. Notendur sem ætla að smella á pósta sem setja fram rangar upp- lýsingar um stríðið fá viðvörunar- miðann upp fyrst, sem hylur póst- inn, og þurfa að smella á hann til að sjá póstinn, sagði Yoel Roth, yfir- maður deildar sem sér um traust og heilindi fyrirtækisins. Hann segir áform uppi um að sami háttur verði hafður á um aðrar krísur í heim- inum síðar. Aðaláherslan núna verður á upplýsingar sem koma frá ríkisstofnunum, fjölmiðlum og öðr- um sem hafa stóran lesendahóp. VIÐVÖRUN SETT Á PÓSTA Tékka á falsfréttum Twitter fer gegn falsfréttum. AFP/Amy Osborne Tuttugu og eins árs maður hóf skotárás í Lloyd-framhaldsskól- anum í Bremerhaven í gær og særði illa konu í starfsliðinu áður en lögreglu tókst að handtaka hann. Ekki lá ljóst fyrir hver ástæða skotárásarinnar var, en saksóknarinn Oliver Constien sagði í gær að allt benti til þess að árás- armaðurinn ætti við sálfræðilega erfiðleika að stríða. Fórnarlambið er nú á spítala með alvarlega áverka. Árásin varð klukkan níu um morguninn að staðartíma. Strax var brugðist við og lögreglan kom á staðinn stuttu síðar og náði mann- inum. Verið er að kanna hvort hann hafi eitthvað tengst konunni sem hann skaut. SKOTÁRÁS Í ÞÝSKALANDI Árásarmaður í haldi Árás Lloyd-framhaldsskólinn. AFP/Sina Schuldt Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Hinn 21 árs gamli Vadím Sjisjímarín mætti í gær til annars dags réttar- haldanna í Kænugarði þar sem hann er sakaður um stríðsglæpi gegn Úkraínu. Rússneski hermaðurinn hefur þegar játað sök sína, en 28. febrúar skaut hann hinn 62 ára Oleksandr Sjelipóv, sem var borg- aralega klæddur á reiðhjóli í bænum Tsjúpakívka í austurhluta Úkraínu aðeins fjórum dögum eftir að innrás Rússa hófst. Í réttarsalnum mætti hann ekkju Sjelipóvs sem spurði hann hvað maðurinn hennar hefði eiginlega gert á hlut hans og hvers vegna hann væri í Úkraínu. „Frá hverju ertu að bjarga okkur?“ spurði ekkjan. Rússneski hermaðurinn, sem virðist vart af barnsaldri, leit út fyrir að vera mjög áhyggjufullur og sak- bitinn. Hann sagði að annar rúss- neskur hermaður hefði sagt sér að skjóta og hann hefði hlýtt því og tekið upp riffilinn og skotið hann mörgum skotum. „Ég veit að þú átt ekki eftir að fyrirgefa mér, en ég spyr þig samt: Geturðu fyrirgefið mér?“ spurði Sjisjímarín ekkjuna. Sækj- endur í málinu fara fram á lífstíðar- fangelsi yfir hermanninum, en mála- ferlin eru þau fyrstu sem sótt eru gegn Rússum vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Að minnsta kosti tólf látnir Að minnsta kosti tólf hafa látið lífið í loftárásum í Severodonetsk og fjörutíu eru særðir, að því er haft var eftir héraðsstjóra Luhansk í gær, en rússneski herinn hefur verið í sókn í austurhluta landsins til að tryggja sér Donbass-héraðið. Héraðsstjórinn Sergei Gaídaí sagði að tölurnar gætu hækkað því ekki væri búið að fara yfir allar rústirnar og árásirnar væru enn yfirstandandi. Rússar hóta nú Úkraínu að stöðva afhendingu raforku til landsins með því að stöðva stærsta kjarnorkuver Evrópu í Saporisjía nema þeir borgi þeim fyrir rafmagnið. Rússar náðu kjarnorkuverinu á fyrstu vikum inn- rásarinnar. Úkraínumenn hafa ekki virt Rússa viðlits í málinu og segja að þá skorti þekkingu til að standa við hótunina. Rússar segja að 1.730 úkraínskir hermenn hafi gefist upp í Asovstal- stálverksmiðjunni í Maríupol. Yfir- völd í Kænugarði vilja reyna að skipta á föngum við Rússa, en úkra- ínskir leppstjórar í Donetsk-hér- aðinu segja að einhverjir hermann- anna gætu farið fyrir dómstóla. Stuðningur beggja flokka Bandaríska þingið samþykkti í gær 40 milljarða dollara styrk til Úkraínu til að berjast gegn Rússum í stríðinu. Styrkurinn var samþykktur í öldungadeild þingsins með 86 at- kvæðum gegn 11, en öll mótatkvæðin komu frá repúblikönum, sem fóru gegn vilja Mitch McConnells, leið- toga þeirra í öldungadeildinni. Sagði hann samt að niðurstaðan væri af- gerandi og þverpólitísk. Flóttamenn frá Úkraínu eru farnir að snúa til baka, en að sögn pólskra stjórnvalda fóru meira en 28 þúsund Úkraínumenn í gegn um Pólland til Úkraínu síðasta miðvikudag að því er sagði í The Washington Post í gær. Meira en 3,4 milljónir hafa flúið til Póllands frá Úkraínu frá upphafi stríðsins en landamæraverðir segjast nú sjá breytingu. Margir yngri karl- menn í Úkraínu urðu eftir til að heyja stríðið við Rússa og nú vilja fjölskyld- ur þeirra koma til baka. Úkraína fær ekki flýtimeðferð Í austurhluta landsins eru hins vegar íbúar sundurskotinna borga hræddir um að komast aldrei aftur heim. Galina Chistyakóva frá þorp- inu Ruska Lozova norður af Karkív er ein af þeim. „Ef við komum og það eru bara rústir, hvert á ég þá að fara með fjölskylduna,“ sagði hún í viðtali við AFP-fréttastofuna. Meira en áttatíu flóttamenn frá þorpinu hafa gist í barnaheimili á svæði í norður- hluta Karkív sem enn hefur ekki lent í sprengjuregninu. Þúsundir annarra Úkraínumanna búa við sömu aðstæð- ur og lifa í voninni. Á sama tíma og reynt er að flýta umsóknum Svíþjóðar og Finnlands um inngöngu í Atlantshafsbandalag- ið, þótt ekki sé útséð um afstöðu Tyrkja, sem standa einir á móti, þá er ekki það sama upp á teningnum með inngöngu Úkraínu í Evrópusam- bandið. Þýski kanslarinn Olaf Scholz sagði í gær að það gæti tekið mánuði ef ekki ár. Utanríkisráðherra Úkra- ínu, Dmítró Kúleba, sagði þetta ann- ars flokks framkomu gegn landinu. „Geturðu fyrirgefið mér?“ - Réttarhöld í Kænugarði - Tólf látnir í Severodonetsk - Vilja selja rafmagn - 1730 hermenn gefist upp - 40 milljarða styrkur - Óttast að komast ekki heim AFP/Sergei Supinsky Kænugarður Rússneski hermaðurinn Vadím Sjisjímarín á öðrum degi réttarhaldanna í gær, en hann er 21 árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.