Morgunblaðið - 20.05.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 20.05.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandalag há- skóla- manna, BHM, birti í fyrra- dag nýja könnun um viðhorf al- mennings til kom- andi kjaraviðræðna. Niður- staðan er athyglisverð því að eins og segir í frétt BHM um könnunina þá er efnahags- legur stöðugleiki og kaup- máttaraukning efst í huga fólks þegar kemur að næstu kjarasamningum. Nánar til- tekið töldu 22% á vinnumark- aði að verkalýðshreyfingin ætti að leggja mesta áherslu á launahækkanir, 36% vildu að áherslan væri á aukinn kaup- mátt og flestir, eða 38%, nefndu að áherslan ætti að vera á stöðugt efnahags- umhverfi. Svörin bera þess merki að almenningur skynjar vel þær aðstæður sem nú eru uppi í efnahagsmálum, bæði hér á landi og erlendis. Fólk horfir á verðbólgumet margra áratuga falla í nágrannalöndum okkar og vexti byrjaða að þokast upp þar með frekari hækkanir framundan. Þá er vitað að að- stæður í heiminum eru með þeim hætti að veruleg hætta er á að framhald verði á verð- hækkunum. Þetta stafar ekki síst af miklum erfiðleikum í framleiðslu og flutningum vegna kórónuveiru- faraldursins, einkum í Kína, en einnig vegna hernaðar Rússa í Úkraínu sem hefur, fyrir utan dauðsföll og annan mannlegan harmleik, valdið miklum efnahagslegum skaða. Rætt er um hættu á hung- ursneyð víða um heim, meðal annars vegna eyðileggingar á matvælaframleiðslu í Úkra- ínu, og hækkandi matvæla- verð sem einnig mun ýta undir verðbólgu á Vesturlöndum þó að þar sé ekki talin hætta á al- varlegum matarskorti eins og í fátækustu löndum heims. Það er skynsamlegt mat á aðstæðum að næstu kjara- samningar ættu einkum að snúast um stöðugt efnahags- umhverfi og það er í raun sami hluturinn og að áherslan skuli vera á aukinn kaupmátt. Hverfi stöðugleikinn og fari verðbólgan úr böndum um- fram það sem orðið er þá skerðist hratt sá kaupmáttur sem náðst hefur að byggja upp á undanförnum árum. Þar var teflt á tæpasta vað gagnvart getu fyrirtækjanna til launa- greiðslna, og jafnvel vel það í sumum tilvikum, en þessi kaupmáttur gæti rýrnað hratt missi landsmenn tökin á almennri verðlagsþróun. Í þessu sam- bandi skipta kjarasamningar miklu máli. Hóf- legir kjarasamningar munu slá á verðbólguþrýstinginn og stuðla að auknum kaupmætti. Könnunin sýnir að almenn- ingur skilur vel þetta sam- hengi og staðreyndin er sú að margir, líklega flestir, innan launþegahreyfingarinnar gera það einnig. Í könnuninni var einnig spurt að því hvort al- menningi þætti „verkalýðs- hreyfingin sýna mikla eða litla ábyrgð í umfjöllun um efna- hagsmál og efnahags- samhengi“. Þar kom fram að á vinnumarkaði telja 26% að verkalýðshreyfingin sýni mjög eða fremur mikla ábyrgð en 34% telja hana sýna mjög eða fremur litla ábyrgð. 41% sagði bæði og. Þetta er áhyggjuefni fyrir verkalýðs- hreyfinguna og vísbending um að hún sé á villigötum í um- fjöllun um efnahagsmál, í það minnsta að verulegu leyti. Í því sambandi verður þó að gæta þess að setja ekki alla undir sama hatt. Líklegt er að þeir sem svara „bæði og“ horfi til þess að sumir talsmenn verkalýðshreyfingarinnar tala stundum, jafnvel iðulega, af fullkomnu ábyrgðarleysi um efnahagsmál og allt sem þeim tengist. Þeir láta sem miklar almennar launahækkanir hafi ekkert að segja um þróun efnahagsmála og virðast telja að þeirra eina hlutverk sé að gera nógu miklar kröfur á vinnuveitendur, alveg óháð getu atvinnulífsins eða efna- hagslegum aðstæðum al- mennt. Aðrir tala með allt öðrum og ábyrgari hætti. Í frétt BHM er til að mynda vitnað í orð formanns félagsins sem segir: „Niðurstöður þessarar könn- unar sýna að við þurfum öll að líta í eigin barm þegar kemur að undirbúningi fyrir næstu kjarasamninga. Við berum enda mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni þegar kemur að varð- veislu efnahagslegra lífsgæða á þessum umbrotatímum. Stöðugt efnahagsumhverfi til framtíðar og kaupmáttar- aukning er okkar stærsta verkefni.“ Þetta eru hárrétt skilaboð inn í komandi kjaraviðræður og verða vonandi ekki aðeins leiðarljós BHM heldur verka- lýðshreyfingarinnar í heild sinni. BHM hefur birt at- hyglisverða könnun um afstöðu almenn- ings til kjaramála} Um komandi kjaraviðræður Í vikunni lagði ég tillögur fyrir ríkis- stjórn sem miða að því að efla fæðu- öryggi á Íslandi. Hugtakið hefur hlot- ið meiri þunga síðustu mánuði vegna stríðsreksturs á mikilvægum land- búnaðarsvæðum í Úkraínu. Sú heimsmynd sem var fyrir hálfu ári, um hnökralaust fram- boð á ódýrri kornvöru, er fyrir bí í fyrirsjáan- legri framtíð. Þessi breyting hefur þegar skap- að erfiðar aðstæður fyrir búfjárrækt hérlendis sem og erlendis þar sem hún byggist á þessu stöðuga framboði. En það voru þegar blikur á lofti til lengri tíma vegna áhrifa loftslagsbreyt- inga á ræktunarskilyrði víða um heim. Þurrkar drógu úr uppskeru í Kanada á síðasta ári, ógn- arhiti gerir það í dag suður á Indlandi og svona mætti lengi telja. Allt er þetta í takti við það sem vísindamenn á sviði loftslagsmála hafa sagt árum saman, að með auknum styrk koldíoxíðs í and- rúmslofti gerist veður enn vályndari. Við uppskerum eins og við sáum Tillögurnar sem ég kynnti ríkisstjórn voru unnar af Landbúnaðarháskóla Íslands og fela í sér 16 liði sem teknir verða til frekari skoðunar og þær verða byggðar inn í þá stefnumörkun sem þegar á sér stað í mínu ráðu- neyti. Sérstaklega má vekja athygli á því hlutverki sem afkoma bænda hefur í fæðuöryggi. Undir það má taka, stjórnvöld taka almennt ekki ákvarðanir um verð á afurð- um, sem ásamt kostnaði við framleiðslu eru grundvall- arþættir sem ákvarða afkomu. Það gera aðrir aðilar á þessum markaði. En stjórnvöld geta haft mik- il áhrif í gegnum stýritæki hins opinbera í landbúnaði, búvörusamninga og tolla- umhverfi. Sá rammi sem búvörusamningar marka setur stefnu og þróun landbúnaðar til lengri tíma. Því er full ástæða til að velta fyrir sér hvort þetta stýritæki sé að ná markmiðum stjórnvalda. Fáir akrar og slegin tún Í greinargerð með tillögunum er bent á að innlend akuryrkja leggi aðeins til um einn hundraðasta af því korni sem nýtt er á Íslandi. Það er óásættanlegur árangur þegar það ligg- ur fyrir að hér er hægt að rækta korn, hvort sem er til manneldis eða til fóðurgerðar. Raunar var stunduð kornrækt á Íslandi um aldir, en vegna breytinga í atvinnuháttum varð hagkvæmara að flytja það eingöngu inn. Fyrir liggja skýrslur og stefnur um að auka skuli akuryrkju. Til stað- ar eru rannsóknarinnviðir, þekking og reynsla bænda af því hvernig eigi að rækta korn við norðlægar aðstæður. Það sem þarf er aðgerðaáætlun sem virkjar þann kraft sem ég tel að búi í möguleikum akuryrkju. Greina þarf þá markaðsbresti sem komið hafa í veg fyrir að kornrækt eflist af sjálfu sér þannig að á næstu árum fari af stað metnaðarfull uppbygging í akuryrkju á Íslandi. Að þessu verður unnið á komandi misserum. Þannig verði bleikir akrar stærri hluti af landslagi íslenskra sveita. Svandís Svavarsdóttir Pistill Eflum fæðuöryggi Höfundur er matvælaráðherra. svandis.svavarsdottir@mar.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is S endiherrar Svíþjóðar og Finnlands afhentu á mið- vikudag Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins (NATO) aðildarumsókn sína að bandalaginu, sem var vel tekið, enda uppfylla þau öll aðildarskilyrði þess og ríkur vilji til þess að hraða umsóknarferlinu. Einn sagði þó þvert nei, en það var Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Og þar við situr nema hann verði sannfærður um annað. Ekki þarf að eyða mörgum orð- um í það hversu fullkomlega mis- heppnuð árás Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á Úkraínu hefur reynst. Sá yfirgangur átti að lækka rostann í Úkraínu og vera öðrum grannríkjum til viðvörunar, skáka Atlantshafsbandalaginu (NATO) og treysta stöðu Rússlands á alþjóða- vettvangi. Raunin hefur verið mjög á aðra leið. Úkraína hefur reynst eiga í fullu tré við innrásarherinn, sem bendir til þess að rússneski herinn hafi verið stórkostlega ofmetinn um margra ára skeið. Dómgreindarleysi Kremlarbænda í bland við skefja- leysi og villimennsku í garð al- mennra borgara, að ógleymdu gá- leysislegu tali um beitingu kjarnorkuvopna, hefur ekki aðeins einangrað Rússland gagnvart Vest- urlöndum, heldur sameinað þau og blásið nýju lífi í NATO. Áþreifanlegasta afleiðingin utan Úkraínu er þó sú að bæði Finn- ar og Svíar hafa skipt um skoðun. Neitunarvaldið í NATO Atlantshafsbandalagið er mögulega best heppnuðu alþjóða- samtök sögunnar og fagnaði nýverið 73 ára afmæli sínu. Velgengni NATO hefur að miklu leyti mátt rekja til þess að það heldur sig við þrönga en ákaflega veigamikla varnarhagsmuni, sem kristallast í því að árás á hvert og eitt ríki þess skoðast sem árás á þau öll og bandalagsríkin hafa skuld- bundið sig til sameiginlegra varna og samstöðu í ófriði. Einmitt vegna þess hve hagsmunirnir eru ríkir eru allar ákvarðanir teknar í samein- ingu: Þar hefur hvert og eitt ríki neitunarvald og því beitir Erdogan nú til þess að aftra sögulegri aðild norrænu ríkjanna tveggja, einmitt þegar ófriðarskýin hrannast upp yfir Moskvu. Þvermóðska Erdogans Erdogan fer ekki dult með ástæður þess að hann segir nei. Hann segist hafa áhyggjur af því að Svíar og Finnar séu einfaldlega ekki á „sömu síðu“ í öryggismálum og styðji hryðjuverkamenn. Þar vísar Erdogan fyrst og fremst í afstöðu þeirra til sjálfstæð- ishreyfinga Kúrda, en vænn hluti Kúrdistans liggur innan landamæra Tyrklands. Þar er hin vopnaða kommúnistahreyfing PKK Tyrkjum sérstakur þyrnir í augum. Ekki þeim einum þó, því bæði Evrópu- sambandið og Bandaríkin skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Finn- ar og Svíar hafa hins vegar veitt mörgum félögum í PKK hæli og hafa hafnað framsalskröfum Tyrkja á 30 félögum í PKK. Þá hafa þar fengið hæli ýmsir fylgjendur klerksins Fethullahs Gul- ens, sem Erdogan segir hafa staðið á bak við valdaránstilraunina 2016, sem gerði Tyrklandsforseta kleift að herða tök sín á landstjórninni til muna og losa sig við fjölmarga and- stæðinga og gagnrýnendur. Það er þó ekki allt, því Finnar og Svíar fordæmdu einnig herleið- angur Tyrkja árið 2019 inn í hið stríðshrjáða Sýrland og hafa beitt Tyrkland refsiaðgerum síðan. Ekki er að efa að fjölmörg NATO-ríki voru sammála, en þögðu til þess að styggja bandamanninn ekki. Erdogan vill að Svíar og Finnar láti af öllum refsiaðgerðum gegn Tyrklandi og hætti að veita félögum í PKK hæli, en Tyrkir telja löndin „gróðrarstíu“ hryðjuverkamanna samtakanna. Norðurlandaþjóðirnar tvær kunna að geta komið eitthvað til móts við þá, en framsalskrafan er þeim erfið, enda réttarfar í Tyrk- landi ekki rómað. Julianne Smith, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, telur þó að unnt sé að finna lausn á vand- anum og gaf í gær í skyn að Banda- ríkin myndu hlutast um það með sérstökum hætti, þar sem fullt tillit yrði tekið til öryggishagsmuna Tyrkja. Hún kvaðst bjartsýn á að lausn fyndist og tók undir yfirlýs- ingar Hvíta hússins í þá veru. Sauli Niinisto Finnlandsforseti sagði í gær að Finnar væru reiðu- búnir til viðræðna við Tyrki um aðildarumsóknina og Magdalena Andersson forsætisráðherra Svía tók í sama streng. Erdogan lét hins vegar engan bilbug á sér finna og því er frekari viðræðna um málið beðið með eftirvæntingu. Meðan Finnar og Svíar eru enn utan NATO hafa mörg aðildarríkin, þar á meðal Ís- land, sagt að geri Pútín sig breiðan við löndin tvö, þá muni þau fá fullan stuðning, með herliði ef þörf krefur. NATO og þumal- skrúfa Erdogans AFP/Kenzo Tribouillard Nei Tayyip Erdogan í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Andstaða Tyrkja við aðild Finna og Svía verður rædd á komandi leiðtogafundi NATO í lok júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.