Morgunblaðið - 20.05.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Nýlega ræddust
þeir við á Morgun-
vaktinni á Rás1 hjá
RÚV, Björn Þór Sig-
björnsson fréttamað-
ur og Vilhjálmur
Árnason prófessor, en
Björn Þór hafði
nokkrum dögum áður
komist á snoðir um
svonefnda framtíðar-
könnun á vegum for-
sætisráðuneytisins sem fór fram
um miðjan 9. áratug á síðastliðinni
öld. Þetta voru hinar forvitnileg-
ustu samræður hjá þeim skýr-
leiksmönnum en Vilhjálmur hafði
tekið þátt í könnuninni og starfað
fyrir starfshópa innan könnunar-
innar.
Upphafsmaður könnunarinnar
mun hafa verið forsætisráð-
herrann sjálfur, Steingrímur Her-
mannsson, en auk framkvæmda-
nefndar voru kallaðir til 40-50
ráðgjafar sem störfuðu í 16 starfs-
hópum með hin ólíkustu verkefni.
Ég átti því láni að fagna að lenda í
starfshópi um landkosti undir for-
ystu Vilhjálms Lúðvíkssonar fram-
kvæmdastjóra Rannsóknaráðs. Ég
hef ætíð minnst þessarar sam-
vinnu, bæði innan
hóps og milli hópa,
með ánægju og varð
málkunnugur æði
mörgum héðan og
þaðan úr þjóðfélaginu
sem ég svo rakst á
meira eða minna ára-
tugina síðan.
En fyrrnefnt sam-
tal varð til þess að
mér datt í hug að
rifja upp hvað ég
hefði eiginlega skrifað
í skýrslum fram-
kvæmdanefndar sem tókst að gefa
út áður en ráðgjafarnefnd lét af
störfum. Í litlum bæklingi sem
kallast „Auðlindir um aldamót;
Sérrit 3; Viðauki 1“ (1987) er
stuttur kafli um veðurfarssveiflur
og áhrif þeirra. Þar greini ég frá
vaxandi áhuga vísindamanna á
áhrifum koltvíildis í lofthjúpi jarð-
ar.
Ég velti nú fyrir mér hvort
þetta hafi verið í fyrsta sinn í nú-
tímaumræðu sem minnst var á
þessi mál hér á landi. Fram undan
voru ár æ fleiri vísbendinga um
hugsanlegar breytingar af völdum
mengunar í lofthjúpi, breytingar
af manna völdum, en það tók tím-
ann sinn að ná eyrum ráðamanna.
Ríkti ekki líka tregða hjá full-
orðnum vísindamönnum eins og
undirrituðum, tregða sem næsta
kynslóð vísindamanna var laus
við?
Bið ég nú Morgunblaðið um
birtingu á kafla mínum um koltví-
ildi í fyrrnefndum bæklingi, svo-
hljóðandi:
„Áhrif koltvíildis:
Ástæða er til að vekja athygli á
einni kenningu um orsakir veð-
urfarsbreytinga sem virðist njóta
æ meiri viðurkenningar. Það er
kenningin um áhrif aukins koltvíil-
dis (CO2) í andrúmslofti. Það hefur
aukist allt frá upphafi iðnbyltingar
og mest síðustu áratugina og mun
aukast mikið þá næstu. Skiptar
skoðanir eru um hve mikil aukn-
ingin er og raunar er einnig deilt
um sjálfa hitaaukninguna sem
hugsanlega fylgir í kjölfarið. En
nú er talið að hún gæti orðið um-
talsverð og jafnvel mjög mikil,
einkum á norðurslóðum.
Haustið 1985 var haldið al-
þjóðlegt vísindaþing um þátt tvíil-
dis og annarra svonefndra gróð-
urhúsaefna í veðurfarssveiflum.
Þingið var haldið á vegum UNEP
(United Nations Environment
Programme), ICSU (International
Council of Scientific Unions) og
WMO (World Meteorological Org-
anization). Fulltrúar 30 þjóða voru
á ráðstefnunni. Í inngangsorðum
yfirlýsingar í lok ráðstefnunnar er
komist svo að orði: „Vegna síauk-
ins magns koltvíildis í lofthjúpi og
annarra gastegunda sem valda
gróðurhúsaáhrifum er nú talið að
aukning á meðalhita á jörðinni
verði meiri á fyrri helmingi næstu
aldar en nokkru sinni í sögu
mannkynsins.“
Í skýrslu frá ráðstefnunni er
greint frá því að aukning á með-
alhita við yfirborð jarðar sé áætl-
uð líklegust á bilinu 1,5-4,5°C.
Ennfremur er talið að áhrif koltví-
ildis og slíkra gastegunda muni
ráða mestu um veðurfarsbreyt-
ingar á næstu öld. Sérstaklega er
varað við bráðnun íss og þar af
leiðandi hækkun á sjávarborði um
20-140 cm. Hækkun um rúman
metra gæti valdið röskun og orðið
afdrifarík víða. – Hvað um hafn-
armannvirki o.fl. við strendur Ís-
lands?
Í ávarpi frá þinginu sem áður
var getið er skorað á vísindamenn
að vekja framkvæmdamenn og
ráðamenn til umhugsunar um þá
miklu veðurfarsbreytingu sem
virðist að dómi fræðimannanna
vera í aðsigi.
Rætist spáin um stóraukinn
meðalhita á næstu öld er einsýnt
að margs konar breytingar verði á
umhverfi í sjó og á þurru landi á
okkar slóðum. Lífsskilyrði fyrir
gróður og dýr verða önnur.
Vatnsbúskapur verður annar. Úti-
líf verður að einhverju leyti annað
í mildara loftslagi, jafnvel ferða-
þjónustan.
Frá þessu öllu liggja svo meira
eða minna sýnilegir þræðir inn í
merg og bein þjóðfélagsins – vist-
fræði mannfélagsins – sbr. töflu
hér á eftir um mismunandi stig
veðurfarsáhrifa. Hlýrra loftslag
hefði önnur áhrif á heilsufar
manna – og afkomu þjóðarinnar –
og hagvöxt.“
Svo mörg voru þau orð árið
1987.
Eftir Þór
Jakobsson » Viðamikil 16 starfs-
hópa framtíðarkönn-
un á vegum ríkisstjórn-
ar Íslands á 9. áratug
síðastliðinnar aldar
var markverð að
mörgu leyti og
mætti endurtaka.
Þór Jakobsson
Höfundur er veðurfræðingur.
Mengun í lofthjúpi – frá hugmynd til aðgerða
Næsta haust verða
sex áratugir liðnir síð-
an Kúbudeilan komst
í fréttirnar þegar
heimurinn rambaði á
barmi kjarnorkustyrj-
aldar. Að lokinni síð-
ari heimsstyrjöld
komu Bandaríkja-
menn og Sovétmenn
sér upp kjarnorku-
vopnabúrum. Nógu
mörg voru þessi vopn
á dögum Kúbudeilunnar 1962 til
að gjöreyða heiminum í kjarnorku-
vopnastríði. Fremstu sérfræðingar
bandarísku leyniþjónustunnar CIA
fóru ekki í grafgötur með niður-
stöður sínar þegar þeir töldu full-
víst að Sovétmenn hefðu komið sér
upp kjarnorkuvopnastöð á Kúbu.
Myndirnar sem bandarískir
flugmenn njósnavéla náðu af þess-
ari rússnesku herstöð urðu fljót-
lega kveikjan að Kúbudeilunni.
Sovésku kjarnaflaugarnar sem
deilt var um drógu 1.890 km og
gátu á 13 mínútum jafnað höf-
uðborg Bandaríkjanna við jörðu.
Þá náði kalda stríðið
hámarki. Frá lokum
síðari heimsstyrjaldar,
þegar Bandaríkja-
menn vörpuðu kjarn-
orkusprengjum á Jap-
an, hafði vantraust
milli stórveldanna
aukist jafnt og þétt.
Um þetta leyti hófu
Bandaríkjamenn og
Sovétmenn kjarn-
orkuvopnakapphlaup
til að vera við öllu
búnir. Bandaríska
flotanum tókst að
koma í veg fyrir að Sovétmenn
næðu til hafnar á Kúbu með tæki
og tól í eldflaugastöðina sem ráða-
menn í Washington höfðu áhyggj-
ur af. Að morgni 16. október 1962
fékk Kennedy forseti upplýsingar
um sovésk kjarnorkuvopn á Kúbu
og kallaði nánustu samstarfsmenn
sína til fundar í Hvíta húsinu.
Dagana 18. og 19. október þetta
sama ár tókust fulltrúar herráðs-
ins á um hvernig ætti að bregðast
við þessum tíðindum. Þeim vildu
ráðgjafar hersins svara með loft-
árásum á Kúbu og innrás í kjölfar-
ið, sem Kennedy neitaði að sam-
þykkja á þeim forsendum að
sovéskir ráðamenn gætu með ófyr-
irséðum afleiðingum svarað í sömu
mynt.
Hugmyndir um hafnbann voru
líka kannaðar þegar þess var kraf-
ist að vopnaflutningar til Kúbu
yrðu umsvifalaust stöðvaðir. Hug-
myndum Kennedys um skipa- og
hafnbann við Kúbu svaraði Krúst-
sjov, þáverandi forseti Sovétríkj-
anna, með þeim skilaboðum að
sovésk kjarnorkuvopn yrðu ey-
landinu til varnar ef á það yrði
ráðist. Í kjölfarið skipaði Fidel
Castro her sínum að vera í við-
bragðsstöðu þegar 511 orrustu-
flugvélar í Bandaríkjunum voru
tilbúnar til flugs.
Dagana 23. og 24. október um-
kringdu bandarísk herskip Kúbu
þegar sovésk skip hlaðin efnum til
eldflaugasmíða sigldu til eyj-
arinnar og köstuðu akkerum
skammt frá. Síðan sneru þau við.
Tekist hafði að koma í veg fyrir
átök án þess að hættan væri liðin
hjá. Tveimur dögum seinna voru
nokkrar kjarnorkuflauganna til-
búnar til notkunar þegar banda-
ríski herinn var settur í viðbragðs-
stöðu. Á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í New York
ræddu fulltrúar Kúbu rétt lands
síns til að vopnast og verjast
nokkru áður en upp komst um
kjarnorkuvopnavæðinguna.
Krústsjov hafði ekki varnir
Kúbu að leiðarljósi í málinu. Hann
ætlaði sér að jafna stöðu stórveld-
anna í vopnakapphlaupinu með
gjöreyðingarvopnum nærri strönd-
um Bandaríkjanna. Um miðjan
október bárust fréttir af kjarn-
orkuvopnum á Kúbu þegar ægileg-
asta pólitíska hættuástand 20. ald-
ar skall á. Þá töldu margir
kjarnorkuvopnastyrjöld óumflýj-
anlega. Að loknum 13 sólarhringa
samningaumleitunum tókst Kenn-
edy að þvinga Krústsjov til að láta
af áætlunum sínum þegar ró
komst á.
Þessi friður var nú ekki alveg
skilyrðislaus þegar báðir deiluað-
ilar urðu að gefa eftir. Í telex-
skeyti sagðist Krústsjov reiðu-
búinn að flytja eldflaugarnar frá
Kúbu ef Bandaríkjamenn lofuðu að
ráðast ekki á landið. Um leið
krafðist leiðtogi Sovétríkjanna
þess að Bandaríkjamenn færu með
kjarnavopn sín frá Tyrklandi. Á
sama tíma var bandarísk njósnavél
skotin niður yfir Kúbu. Þeirri árás
neitaði Kennedy að svara þrátt
fyrir hvatningu frá yfirmönnum
hersins. Þess í stað lofaði hann op-
inberlega að flytja eldflaugarnar
frá Tyrklandi. Það sama sam-
þykktu Rússar þegar hættan á
kjarnorkustyrjöld var liðin hjá.
Að deilunni lokinni náðu stór-
veldin samningum um takmörkun
kjarnorkuvopna til að minnka
hættuna á gjöreyðingarstyrjöld.
Þremur mánuðum áður en Ken-
nedy var myrtur undirrituðu bæði
stórveldin samninga um að banna
kjarnorkuvopnasprengjutilraunir í
andrúmslofti jarðar.
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Þremur mánuðum
áður en Kennedy
var myrtur undirrituðu
bæði stórveldin samn-
inga um að banna
kjarnorkuvopna-
sprengjutilraunir í
andrúmslofti jarðar.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Kúbudeilan 60 ára
Búast má við að
fjárfestingarumhverfið
verði krefjandi fyrir
lífeyrissjóði á næstu
misserum. Hér eru
einkum fjögur atriði
sem blasa við: Breytt
heimsmynd í kjölfar
innrásar Rússa í
Úkraínu, mikil og
óviss verðbólga, hækk-
andi vextir og lengri
meðalævi.
Sú breytta heimsmynd sem blas-
ir við í kjölfar innrásar Rússa í
Úkraínu varðar m.a. það að búast
má við að fjárfestar muni ekki leng-
ur njóta góðs af „arði friðarins“ (e.
peace dividend). Er hér um að
ræða arð í óeiginlegri merkingu en
við lok kalda stríðsins gátu ríki
dregið úr útgjöldum til hernaðar og
varnarmála. Nú blasir við að þetta
gangi til baka og í
staðinn komi einhvers
konar „átakaskattur“.
Í fjárfestingar-
umhverfi getur þetta
einnig birst sem
hækkun áhættuálags í
ávöxtunarkröfu sem
gerð er til fjárfestinga.
Slík hækkun ávöxt-
unarkröfu hefur svip-
uð áhrif og vaxta-
hækkun.
Meiri verðbólga sem
hætta er á að vari
lengur en spár gera ráð fyrir. Verð-
bólgan er afleiðing af: Samspili
truflana á framleiðslu og í vöru-
flutningum tengdum Covid-19-
faraldrinum, eftirspurnar eftir
varningi í stað þjónustu á tímabili
faraldursins, örvunaraðgerða seðla-
banka og stjórnvalda um heim all-
an, skyndilegrar aukningar í eft-
irspurn þegar hilla tók undir
mildari útgáfu faraldursins og svo
skellsins sem varð í tengslum við
innrás Rússa í Úkraínu. Það er
ekki eingöngu verðbólgan sjálf sem
er vandamál heldur einnig óvissan
um það hvernig hún komi til með
að þróast. Gera má ráð fyrir að
verðbólguóvissan hækki ávöxtunar-
kröfu umfram álag vegna verðbólg-
unnar sjálfrar.
Þá kemur að viðbrögðum seðla-
banka sem draga úr peninga-
prentun og hækka vexti. Það verð-
ur mismunandi eftir löndum
hvernig aðgerðirnar birtast því
útgangspunkturinn er mismunandi.
Einnig má gera ráð fyrir að opin-
ber fjármál verði aðhaldssamari í
því skyni að stemma stigu við halla-
rekstri.
Loks má nefna lengri meðalævi.
Hérlendis birtist hún í breyttum
forsendum fyrir því hversu lengi líf-
eyrissjóðir þurfi að greiða lífeyri til
sjóðfélaga eftir starfslok. Því fylgja
meiri skuldbindingar að óbreyttum
eignum og möguleg skerðing rétt-
inda. Lengri meðalævi ættu þó að
geta fylgt fleiri ár á vinnumarkaði
og meiri lífeyrissparnaður.
Huga þarf að fjárfestingarstefnu
lífeyrissjóða vegna þessara breyt-
inga og gæta að áhættustýringu.
Eftir Yngva
Harðarson » Vegna breyttrar
heimsmyndar,
mikillar verðbólgu,
hækkandi vaxta og
lengri meðalævi má
búast við krefjandi
fjárfestingarumhverfi
lífeyrissjóða.
Yngvi Harðarson
Höfundur er hagfræðingur og
framkvæmdastjóri Analytica og
er í framboði til stjórnar Frjálsa
lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosn-
ing stendur yfir til hádegis 22.5. nk.
yngvi@analytica.is
Áskoranir í fjárfestingum lífeyrissjóðaViðskipti