Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
✝
María Jó-
hannsdóttir
fæddist 25. maí
1940 í Flatey á
Skjálfanda. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu
Lögmannshlíð 4.
maí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hann Ögmundsson,
f. 16. ágúst 1910,
d. 15. febrúar 1993, og Karól-
ína Jóhannesdóttir, f. 6. maí
1908, d. 20. október 1998.
Systkini Maríu eru: Gunnar
Brynjar, f. 18. ágúst 1935; Mar-
grét, f. 2. október 1937, d. 22.
nóvember 2018; drengur, f. 11.
júlí 1943, d. 20. september
1943. Jóhann eignaðist einnig
soninn Þráin, f. 16. ágúst 1965.
Þann 26. desember 1959 gift-
ist María Einari Erni Gunn-
arssyni á Akureyri þar sem þau
áni Viðari Finnssyni, f. 21. maí
1966. Börn þeirra eru: a) Einar
Rafn, f. 1993, eiginkona hans
er Halla Sif, f. 1990. Eiga þau
þrjú börn; Natalíu Margréti, f.
2014; Bríeti Maríu, f. 2018, og
Guðmund Darra, f. 2021. b)
Viðar Örn, f. 1996, unnusta
hans er Elísa, f. 1978. Börn
þeirra eru tvö; Frosti Björn, f.
2019, og Máney Jasmín, f. 2021.
c) Eva Rún, f. 2003.
María flutti með fjölskyldu
sinni frá Flatey til Akureyrar
árið 1944 þar sem hún bjó alla
tíð. Hún lauk námi við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi og
starfaði lengst af utan heimilis
samhliða uppeldi barna sinna
og heimilishaldi. Bókabúð Jón-
asar var vinnustaður Maríu um
árabil en starfsævinni lauk hún
sem heilsugæsluritari á Heilsu-
gæslustöð Akureyrar. María
tók um árabil þátt í kórastarfi
á Akureyri og söng meðal ann-
ars með kvennakórnum Gígj-
unum, kór Akureyrarkirkju,
Kvennakór Akureyrar og með
Kór aldraðra.
Útför Maríu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 20. maí
2022, kl. 13.
áttu heimili allan
sinn hjúskap. For-
eldrar hans voru
Gunnar Frið-
riksson, f. 24. sept-
ember 1908, d. 23.
ágúst 1967 og Sig-
ríður Helgadóttir,
f. 16. júní 1915, d.
12. júní 1998.
Börn Maríu og
Einars: 1) Arna
Borg, f. 7. maí
1960, gift Helga Magnússyni, f.
14. janúar 1949. Börn þeirra
eru: a) Hlín, f. 1987, d. 1988. b)
Magnús Örn, f. 1989, unnusta
hans er Sigrún Ösp, f. 1994. c)
Sunna María, f. 1991. d) Arnar
Þór, f. 1996, unnusta hans er
Edda Björg, f. 2000. 2) Birkir,
f. 29. janúar 1963, kvæntur
Önnu Sylvíu Sigmundsdóttur, f.
6. desember 1970. Sonur þeirra
er Steinar Nói, f. 2010. 3) Ey-
dís, f. 22. apríl 1970, gift Stef-
Í dag þegar við kveðjum
elsku móður mína hafa orðið
kaflaskil í sögu fjölskyldunnar
en tæp sjö ár eru síðan faðir
minn lést og gamla æskuheim-
ilið í Þingvallastræti 27, athvarf
fjölskyldunnar í rúm 60 ár, hef-
ur nú fengið nýja eigendur. Eft-
ir sitja dýrmætar minningarnar
sem munu lifa með okkur.
Mamma fæddist í Flatey á
Skjálfanda en flutti til Akureyr-
ar með fjölskyldu sinni þegar
hún var fjögurra ára gömul.
Hún var alla tíð stolt af því að
vera Flateyingur og rifjaði
gjarnan upp rómantískar sögur
af því hvernig foreldrar hennar
kynntust í eynni og hvernig lífið
var á þessum afskekkta stað.
Það hefur ekki alltaf verið auð-
velt. Eftirminnileg er ferðin
sem fjölskyldan fór í út í Flatey
fyrir nokkrum árum sem segja
má að hafi verið hálfgerð píla-
grímsferð á æskuslóðir mömmu.
Hún hafði tekið saman fróðlegt
ágrip um fólkið sitt sem þar
hafði háð lífsbaráttuna og á
áhrifamikilli stund í gamla hús-
inu þeirra, Uppibæ, sagði
mamma okkur þessar ótrúlegu
sögur.
Mamma var sterkur persónu-
leiki sem með glaðværð sinni og
einlægni átti auðvelt með að
kynnast og umgangast fólk á
öllum aldri. Í uppvexti hennar
var mikið um tónlist og leiklist
sem fylgdi mömmu alla tíð og
naut hún þess innilega að fara á
tónleika og í leikhús. Hún hafði
fallega söngrödd og söng í
nokkrum kórum í gegnum tíðina
og hafði mikla ánægju af.
Mamma spilaði einnig á píanó
og til eru nokkur lög sem hún
samdi og tileinkaði fjölskyldu-
meðlimum.
Að rækta garðinn sinn kunni
mamma betur en margir, bæði í
eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu. Hún var með græna fingur
og naut þess að vinna í sínum
garði þar sem fjölærar,
blómstrandi plöntur voru henn-
ar uppáhald. Pabbi var aldrei
langt undan og sameinuðust þau
af mikilli eljusemi og metnaði í
að skapa yndislegan sælureit og
hlutu þau viðurkenningar fyrir
fallegan garð oftar en einu
sinni. Uppáhaldsstundir for-
eldra minna í garðinum í Þin-
góinu voru þó án efa þegar fjöl-
skyldan sameinaðist á pallinum
þar sem við höfum í gegnum tíð-
ina notið samveru í óteljandi
grillveislum með garðinn iðandi
af kátum krökkum. Og vissu-
lega var alltaf sól.
Mamma ræktaði líka sam-
skipti sín við fólk. Tilgerðarlaus
og af eðlislægri einlægni fylgd-
ist hún með samstarfsfólki, vin-
um og fjölskyldu, alltaf tilbúin
til að rétta hjálparhönd og
hvetja. Ömmuhlutverkið var
mömmu allra kærast. Hún naut
þess að umgangast barnabörnin
og rækta sambandið við þau.
Áhugasöm fylgdist hún með
námi þeirra og tómstundum og
virtist hafa endalausa þolin-
mæði og tíma. Fjölmörg eru
skiptin sem foreldrar mínir
héldu heimili fyrir okkur Helga
þegar við brugðum okkur af bæ.
Þetta voru gæðastundir fyrir
þau öll og með árunum duldist
engum að væntumþykjan og
vináttan á milli mömmu, pabba
og barnanna var einstök.
Mamma uppskar svo sannar-
lega þar eins og hún sáði.
Mamma flutti á hjúkrunar-
heimilið Lögmannshlíð haustið
2020 þegar erfitt var orðið fyrir
hana að búa á eigin heimili. Þar
naut hún sín vel og tók þátt í
heimilishaldi á meðan kraftar
leyfðu. Úr yndislegum hópi
starfsfólks eignaðist mamma
vinkonur sem önnuðust hana af
einstakri virðingu og umhyggju
sem hér er þakkað fyrir af heil-
um hug.
Þakklát fyrir allt kveð ég
elsku mömmu mína.
Blessuð sé minning hennar.
Þín dóttir,
Arna.
Elsku mamma mín.
Mér finnst skrýtið að kveðja
þig. Ég veit að hvíldin er þér
kærkomin, að þú færð loksins
að hitta pabba og að þú ert hætt
að þjást af sjúkdómnum sem tók
af þér svo margt. En einhvern
veginn var ég ekki alveg tilbúin.
Að koma til þín og hlýja sér á
höndunum í þínum höndum,
sem voru alltaf heitar og mjúk-
ar, að fá mömmufaðm, að hlæja
með þér að einhverri vitleys-
unni sem við vorum að rifja upp,
að gráta saman og bara að vera
hjá þér. Þetta er eitthvað sem
ég á eftir að sakna svo mikið.
Það er svo sannarlega margs
að minnast og það er ekki hægt
að líta yfir farinn veg og rifja
upp þær minningar sem ég á um
þig öðruvísi en að pabbi komi
þar við sögu. Þið voruð einstak-
lega samhent hjón sem hlúðuð
vel að fólkinu ykkar. En þó
varst þú samt svo sjálfstæð. Þú
varst svo dugleg við allt sem þú
tókst þér fyrir hendur. Sauma-
skapur, prjón og hekl lék í
höndunum á þér. Eldamennsk-
an var list hjá þér svo ekki sé
minnst á baksturinn. Ég man
þegar við Stebbi giftum okkur.
Þú hristir glæsilegar veiting-
arnar fram úr erminni, ein og
óstudd. Að ógleymdum ferming-
um og skírnarveislum barnanna
okkar Stebba, þar sem þitt fal-
lega handbragð kom við sögu.
Grænu fingurnir þínir voru ein-
stakir, enda var garðurinn ykk-
ar pabba sannkallað listaverk.
Þú hlúðir endalaust að því lista-
verki og naust þess að brasa úti
í garði langt fram á kvöld. Þeg-
ar þú varst ekki í garðinum eða
að vinna, þá varstu á kóræfingu.
Ég held að þú hafir verið í öllum
þeim kórum sem hafa verið
stofnaðir á Akureyri síðustu
áratugina. Ekki nóg með það,
heldur spilaðir þú listavel á pí-
anóið, samdir lög og texta og
söngst með þegar þannig lá á
þér.
Það er margt sem kemur upp
í hugann á þessari stund;
Ég man þegar þú kenndir
mér að lesa. Ég man þegar þú
kenndir mér að prjóna. Ég man
þegar þú kenndir mér muninn á
réttu og röngu. Ég man þegar
ég fór á skíðanámskeið með þér.
Ég man eftir öllum okkar ferða-
lögum saman. Ég man alla
hvatninguna í gegnum mína
skólagöngu, hversu stolt þú
varst af mér. Og mér fannst svo
mikilvægt að þú fylgdist með
því sem ég var að gera, því það
gerðir þú svo sannarlega.
Ég man þegar börnin mín
fæddust. Þú mættir nokkrum
mínútum eftir að þau komu í
heiminn, með stóra og mjúka
ömmufaðminn og knúsaðir þau.
Ég man þegar þú og pabbi
báðuð mig um að koma í kapell-
una þegar þið endurnýjuðuð
hjúskaparheitin ykkar á gull-
brúðkaupsafmælisdaginn ykk-
ar. Það var mögnuð stund.
Svona gæti ég haldið áfram,
en læt hér við sitja.
Ég kveð þig í dag elsku
mamma og minningarnar um
þig lifa áfram hjá mér og mínu
fólki. Ég á eftir að sakna þín
óendanlega mikið en fagna því á
sama tíma að þú og pabbi eruð
aftur saman. Þú mátt endilega
gefa honum faðmlag frá mér.
Ég elska þig mamma og takk
fyrir allt sem þú gafst mér. Þín
Eydís.
Við fráfall Maríu Jóhanns-
dóttur, tengdamóður minnar,
minnist ég þess hve hjálpleg,
velviljuð og elskuleg hún var
gagnvart öllum. Gilti einu hvort
um var að ræða ættingja, vini
eða aðra samferðamenn. María
vildi öllum vel og var ávallt
reiðubúin að leggja öðrum lið.
María og Einar Örn Gunnars-
son voru samrýndustu hjón sem
ég hef kynnst um dagana. Far-
sælt hjónaband þeirra náði yfir
meira en hálfa öld þar til hann
féll frá í árslok 2015. Andlát
hans var okkur öllum mikið áfall
og hafði miklar breytingar í för
með sér fyrir Maríu. En hún
tókst á við lífið og tilveruna af
æðruleysi eftir sem áður.
María bjó yfir margvíslegum
hæfileikum. Til viðbótar við að
vera myndarleg húsmóðir og
mikil ræktunarkona hafði hún
fallega söngrödd og lék á hljóð-
færi. María söng í ýmsum kór-
um um áratuga skeið. Hún las
mikið allan þann tíma sem ég
þekkti hana og var því vel að sér
um margvísleg málefni enda
kom hún frá listrænu menning-
arheimili. Hún og Einar fylgd-
ust ávallt vel með og voru for-
vitin um þjóðfélagsumræðuna
og lífið í kringum sig.
Börnin okkar Örnu löðuðust
að Maríu og Einari frá fyrstu
tíð, rétt eins og önnur barna-
börn þeirra, enda voru þau
barngóð og skemmtilegir fé-
lagar allra barnanna. Það var
ávallt mikið tilhlökkunarefni
þeirra að hitta afa og ömmu á
Akureyri. Sem betur fer náði
fjölskyldan að hittast oft þótt
búseta væri á mismunandi
landshornum. Nú minnumst við
þessara stunda með þakklæti og
rifjum upp ánægjulega atburði.
Síðustu árin voru Maríu erfið
vegna veikinda sem hún glímdi
við. Frá haustinu árið 2020 naut
hún umönnunar á Lögmanns-
hlíð, því frábæra hjúkrunar-
heimili á Akureyri. Þar sinnti
úrvalsfólk henni af fagmennsku
og hlýju. Það ber að þakka að
leiðarlokum.
Blessuð sé minning elsku-
legrar tengdamóður minnar,
Maríu Jóhannsdóttur, sem nú
er horfin yfir á annað tilverustig
þar sem hún hefur fengið hlýjar
móttökur.
Helgi Magnússon.
Í dag kveðjum við systkinin
eina af okkar allra bestu konum,
hana ömmu Maju. Það gerum
við með mikinn söknuð í hjarta
en þökkum um leið fyrir að nú
sé hún laus úr fjötrum illvígs
sjúkdóms. Og bíði okkar eitt-
hvað eftir þessa jarðvist þá er
öruggt að afi Einar hefur tekið
vel og innilega á móti ömmu.
Ömmu Maju minnumst við
sem glaðlyndrar félagsveru.
Geislandi og fögur, lítil og létt á
fæti, með smitandi hlátur og
gjarnan raulandi enda mjög
músíkölsk. Amma var barngóð
kona og naut þess að vera um-
kringd börnum sínum, barna-
börnum og langömmubörnum
og virtist alltaf hafa einstakt að-
dráttarafl. Sem börn vissum við
systkinin fátt betra en að kom-
ast til ömmu og afa á Akureyri í
Þingóið góða. Þar var alltaf líf
og fjör og fullt hús af frænd-
systkinum sem náðu vel saman.
Í minningunni var garðurinn á
kafi í snjó á veturna sem gaman
var að leika í og byggja snjóhús
á milli ferða í Hlíðarfjall (og
ekkert jafnaðist á við heima-
gerðu kleinurnar á stundum
milli stríða). Á sumrin var aldrei
minna en 20 stiga hiti og bikiní-
veður, enda alltaf besta veðrið
fyrir norðan. Ófáar grillveisl-
urnar voru haldnar á pallinum
með leikjum og krikketi í garð-
inum og á þeim stundum, um-
kringd stórfjölskyldunni, voru
amma og afi sannarlega í essinu
sínu.
Á unglingsárum var ekki síð-
ur gott að komast norður í ein-
staklega notalega andrúmsloftið
sem einkenndi Þingóið. Afi og
amma voru enn útivinnandi
framan af en eftir að þau hættu
að vinna dútlaði afi við skáktölv-
una, kapla og krossgátur og
amma prjónaði, spilaði á píanóið
á söng. Á vorin og sumrin nostr-
uðu þau við ævintýragarðinn
sinn sem geymdi tjörn, gróður-
hús, flaggstöng, himinháar
aspir og pallinn glæsilega sem
afi smíðaði með ömmu sem
handlangara.
Amma var mikil vor-kona og
klæjaði í puttana að komast í
beðin að sinna plöntunum. Nú-
tímalegur og umburðarlyndur
hugsunarháttur ömmu var ein-
kennandi og fannst henni allt
sem barnabörnin tóku sér fyrir
hendur æðislegt og spennandi.
Hún gladdist yfir hvers konar
flakki og ferðalögum og minnti
reglulega á að nægur tími væri
fyrir fasta vinnu og barneignir
síðar (sjálf orðin þriggja barna
móðir þrítug).
Amma sýndi okkur alltaf
stuðning í því sem við tókum
okkur fyrir hendur og hvort
sem það var verknám á fæðing-
ardeildinni á Akureyri eða
keppnisferðir norðan heiða var
gistingin alltaf klár og heitt á
könnunni í Þingóinu.
Í lok árs 2015 féll afi Einar
frá eftir stutt veikindi og var
erfitt fyrir okkur öll að fylgja
ömmu í gegnum þann mikla
missi. Þau byrjuðu saman á
unglingsárum, voru alla tíð ein-
staklega samrýnd hjón og
dreymdi um að eiga saman
langt ævikvöld.
Síðustu ár hefur tekið á að
fylgjast með ömmu glíma við
alzheimersjúkdóminn en þrátt
fyrir hann glataði hún aldrei
sínum hlýja persónuleika. Flest
orð höfðu týnst úr minni hennar
en „fallegt“, „yndislegt“ og
„elskan“ voru orð sem alltaf
voru á sínum stað rétt eins og
einlægt bros og hlýtt faðmlag.
Nú kveðjum við ömmu á
þessum fallega vordegi, með
miklu þakklæti fyrir allar ómet-
anlegu minningarnar. Við höld-
um áfram að passa blómin,
syngja og njóta sólarinnar eins
og henni einni var lagið.
Góða nótt amma Maja.
Magnús, Sunna og Arnar.
Vina mín, úr öllum áttum
unaðssöngvar berast mér.
Leysir sólin fönn úr fjöllum,
faðmar blærinn lönd og ver.
Vorsins dís í veldi sínu
vermir allt sem kól og dó.
Hlýjar vonin huga mínum,
hjartans vina, sofðu í ró.
(Jóhannes Friðlaugsson.)
Með þessu ljóði eftir afa okk-
ar viljum við minnast elsku
Maríu frænku okkar sem við
kölluðum alltaf Dídí, litlu systur
hans pabba, sem alltaf tók á
móti okkur með brosi, hlýju og
áhuga á því sem við vorum að
fást við í lífinu.
Við komum oft í Þingvalla-
strætið sem börn, í minningunni
var Dídí alltaf brosandi og kom
með vísdómsorð sem voru góðar
ábendingar út í lífið. Þau Einar
áttu þar fallegt heimili þar sem
gott var að heimsækja. Seinni
ár voru heimsóknirnar færri en
minningarnar tengjast flestar
garðinum fallega, þvílíkur
Edenslundur sem óx upp um-
hverfis heimilið og Dídí sinnti af
einstakri natni.
Því miður fór Dídí sömu leið
og Gréta frænka og amma, fékk
þennan þunga sjúkdóm sem
breytti lífi fjölskyldunnar allrar.
Blikið hvarf smám saman úr
augunum, en sérstaklega dýr-
mætt er nú að hafa náð sam-
verustund á ættarmótinu í
fyrra, þar sem Dídí sat með
okkur stutta stund í sólinni,
glöð og kát á fallegum sumar-
degi.
Elsku Arna, Birkir, Eydís og
fjölskyldur. Við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hanna, Lína, Sædís
og fjölskyldur.
María
Jóhannsdóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Okkar kæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÖGMUNDUR EINARSSON,
Árskógum 1b, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn
6. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju
mánudaginn 23. maí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin og
Nýrnafélagið.
Magdalena Jónsdóttir
Kristín Ögmundsdóttir Gunnar Haraldsson
Einar Ögmundsson Kristín Þóra Gunnarsdóttir
Davíð Jón Ögmundsson Eva Dögg Þorgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður og besti vinur minn,
pabbi, tengdapabbi, afi og langafi,
PÉTUR H. BJÖRNSSON,
er látinn.
Útför fer fram í kyrrþey að hans ósk.
Sigurdís Sigurbergsdóttir
María Björk Örn Sævar
Hanna Kristín Knútur Þór
Pétur Steinn Hanna Mjöll
barnabörn og barnabarnabörn