Morgunblaðið - 20.05.2022, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
áttum við eftir að fylgjast að í
starfi og leik um langt árabil.
Pálína var í Hjálpræðishern-
um og var mjög virk í starfinu
þar. Hún var í hópi kvenna sem
sáu um starf eldri kvenna og
þar eins og annars staðar vann
hún af heilindum og trú-
mennsku. Það var því mjög
ánægjulegt að fá að taka þátt í
starfinu með henni og áttum við
þar margar góðar stundir sam-
an. En öllu er afmörkuð stund.
Fyrir nokkrum árum lést Hilm-
ar, maðurinn hennar. Eftir það
fór heilsu hennar fljótlega að
hraka og um leið fækkaði þeim
stundum sem hún gat átt með
vinahópnum. Á góðum degi fyr-
ir nokkrum vikum fórum við
saman að skoða nýja Herkast-
alann og hitta fólkið sem Pálína
hafði átt samleið með og var
það henni mikill gleðidagur. Nú
hefur Pálína kvatt þennan heim
og er genginn til fundar við
frelsara sinn Jesú Krist.
Um leið og ég kveð Pálínu
vinkonu mína með 23. Davíðs-
sálmi, sem okkur báðum var
svo kær, votta ég börnum henn-
ar og fjölskyldum þeirra samúð
og bið þeim blessunar Guðs um
ókomin ár.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir
nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér, sproti þinn og
stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjend-
um mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar
minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla
ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(Davíðssálmur 23)
Valgerður Gísladóttir.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í
skörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Komið er að leiðarlokum og
við kveðjum góða vinkonu og
saumaklúbbsfélaga, Pálínu
Imsland. Hún var gleðigjafi,
mikið jólabarn og ljómaði þegar
við hittumst hjá henni í desem-
ber. Allt fallega jólaskrautið
var smekklega sett upp og
annað sett til hliðar yfir hátíð-
ina. Pálína og hennar maður
Hilmar voru dugleg í Hjálp-
ræðishernum og unnu þar að
góðum málefnum alla tíð.
Ég sendi þér samúð mína
því sálin sem núna dó
svo lofsverð mun lengi sýna
ljósið sem þarna bjó.
Er lofum við ljósið bjarta
á leið sem er stundum myrk
þá þökkum við þessu hjarta
sem þráði að veita styrk.
Nú hjartað er hætt að tifa
en hlý eru okkar tár
því minningar munu lifa.
í meira en þúsund ár.
(KH)
Minning þín mun ávallt lifa í
gegnum daga dimma og bjarta.
Lífsklukkan mun þó áfram tifa
líkt og þín hlýja í okkar hjarta.
Samúðarkveðjur til barna og
fjölskyldna þeirra.
Guðný, Guðrún, Erna,
Friðbjört og Kristín.
Kæri Thorvald Imsland,
löngum samstarfsmaður á
Grund.
Eftir að hafa spjallað við þig
í starfi í svo fjöldamörg ár á
Grund þykir mér nú leitt að
frétta að móðir þín er dáin!
Hún sem vann á Grund og
líka pabbi þinn heitinn sem var
þar svo duglegur við að kaupa
ljóðabækur mínar og sögur, og
að syngja með mér í Grund-
arkórnum.
Auk þess hafði ég viðbót-
artaugar til ykkar af því þið
komuð frá Austurlandi þar sem
ég kenndi einu sinni.
Ykkur góðvinum Grundar-
starfsliðsins vil ég nú senda
kveðju mína og annarra, og
láta svo fylgja með kafla úr
málefnalegu ljóði mínu, sem
heitir Samstarfsstúlkur mínar
á elliheimilinu, og greini ég þar
frá vinnustaðaumhverfi mínu
sem þið þekktuð svo vel, en
þar yrki ég m.a. svo:
Þetta eru þó sömu vinkonurnar
og þær sem ég hefi við umönnun
verið kallaður með til að búa um
örendar kynsystur þeirra;
sem með jafn fallegan líkama
eru þó að kveðja fyrir elli sakir,
eftir að tíminn hafði skriplað
úr greipum þeirra, sem og makarnir,
skiljandi þær einar eftir í núinu,
sem við lifum þó öll mestmegnis í,
ósödd lífdaga, ung sem aldin!
Tryggvi V. Líndal.
✝
Kristján Jóns-
son fæddist á
Dunk í Hörðudals-
hreppi í Dalasýslu
28. október 1931.
Hann lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 5. maí 2022.
Foreldrar hans
voru Jón Laxdal, f.
7. desember 1891,
d. 19. janúar 1981
og Kristjana Ingi-
ríður Kristjánsdóttir, f. 12.
september 1902, d. 13. desem-
ber 1993.
Systkini Kristjáns: Unnur, f.
26. ágúst 1923, d. 29. apríl
1986, Svanlaug, f. 31. desember
1924, d. 8. janúar 1925, Gísli, f.
9. janúar 1926, d. 7. september
1994, Magnús, f. 18. október
1927, d. 9. október 2007, Gunn-
ar Aron, f. 14. nóvember 1934,
d. 4. maí 2011, Jónas Steinar, f.
20. maí 1938, Rögnvaldur, f.
27. apríl 1941, d. 30. mars
2013.
Seinni kona Kristjáns var
Edda Björk Þorsteinsdóttir, f.
28. október 1947, d. 31. júlí
2002. Hún átti fyrir dóttur
Grétu Björk Þorsteinsdóttur, f.
16. maí 1967, sem Kristján
gekk í föðurstað. Hennar maki
er Magnús Ingvarsson, f. 18.
júlí 1964.
Kristján ólst upp í Dölunum.
Ungur fór hann til Grindavíkur
þar sem hann stundaði sjó-
mennsku. Flutti síðan á Hellu
og reisti þar heimili fyrir fjöl-
skyldu sína á Heiðvangi 3 og
bjó þar í tæp 60 ár. Kristján
starfaði lengst af við versl-
unarstörf og var yfirmaður í
pakkhúsinu á Hellu. Hann
hafði mikinn áhuga á fjárrækt
en helsta áhugamál hans var
hestamennskan sem hann
stundaði af krafti alla tíð þar
til heilsan fór að gefa sig.
Hann þótti frábær söngmaður
og góður tenór. Kristján var
heiðursfélagi í Hestamanna-
félaginu Geysi.
Kristján verður jarðsunginn
frá Breiðabólsstaðarkirkju í
Fljótshlíð í dag, 20. maí 2022,
kl. 14.
Kristján kvænt-
ist Dýrfinnu Ósk
Andrésdóttur, f. 4.
október 1932, d. 9.
júní 1965. Börn
þeirra eru: Andrés,
f. 16. september
1954, maki Ingv-
eldur Pétursdóttir,
f. 23. janúar 1954;
drengur, f. 1955, d.
1955; Rúnar, f. 20.
október 1956, maki
Inga Kristín Sveinsdóttir, f. 14.
ágúst 1953; Kristjón Laxdal, f.
29. desember 1957, maki Guð-
ríður Hauksdóttir, f. 3. júní
1960; Magnús, f. 13. júní 1959,
maki Oddrún María Pálsdóttir,
f. 11. janúar 1962;. Dýrfinna, f.
14. maí 1960, maki Þórir Björn
Kolbeinsson, f. 28. febrúar
1955; Hjálmar Trausti, f. 8.
september 1962, maki Eygló
Huld Jóhannesdóttir, f. 1. októ-
ber 1964; Þorgerður, f. 26. maí
1964, maki Þorgeir Axelsson, f.
18. febrúar 1961.
Kyrrlát kvöldstund við Rangárbakka
kærleikur vorsins um jörðina fer
í rökkrinu stendur með reistan
makka
gæðingur rauður sinn meistara ber.
Teinréttur knapinn um taumana
heldur
túnin sín lítur í hinsta sinn
söngvatn sitt sýpur dýrðinni seldur
með hljómþýðum tón sækir roði í
kinn.
Minningar margar um huga hans
reika
auðmjúkur lyftir svo lúinni hönd
stoltur á svip bros um varirnar
leika
á sprettinum hverfur í draumanna
lönd.
Minning þín mun ávallt lifa í mínu
hjarta.
Þín
Þorgerður.
Undanfarna daga hafa
margir vottað mér samúð
vegna fráfalls Kristjáns Jóns-
sonar tengdaföður míns.
Flestir hafa hnykkt á orðum
sínum með að þar færi höfð-
ingi, mikill maður og minn-
isstæður, gleðigjafi og fleiri
orðum í þeim dúr. Orð sem
lýsa velvild, trausti og aðdáun.
Slíkar umsagnir eru ekki
keyptar, þær fást eingöngu
með hegðun og trausti sem
slíkur einstaklingur vekur hjá
samferðamönnum sínum.
Kristján fæddist í Dölunum.
Á vertíð í Grindavík hitti hann
Dýrfinnu Ósk og flutti með
henni í Fljótshlíðina og síðar
að Hellu. Reistu þau hús sem
rúmaði alla. Sú gleði sem því
fylgdi var þó dempuð af veik-
indum Dýrfinnu sem lést úr
heilaæxli 9. júní 1965.
Eftir stóð Kristján einn með
7 börn og vandamenn hjálpuðu
til eftir getu. Samt fóru 3 börn
í fóstur og elstu drengirnir í
sveit á sumrin. Ráðnar voru
ráðskonur sem stoppuðu mis-
lengi. Síðust þeirra var Edda
Björk Þorsteinsdóttir sem
varð seinni kona hans og gekk
hann Grétu dóttur hennar í
föðurstað. Sorgin kom aftur og
Edda lést eftir stutt veikindi
2002.
Kristján var hraustur og
nautsterkur og byrjaði að
vinna í kaupfélaginu og varð
pakkhússtjóri. Stýrði viðskipt-
um við bændur og gekk í alla
vinnu. Hagur margra bænda
og fjárráð gátu verið erfið og
ýmsir minnast samninga við
Kristján sem reyndi að vera
sanngjarn og aðstoða gegn
skilvísi.
Eins og þessi upptalning
bendir til var Kristján starf-
samur. Hann rak rollubúskap
fyrir heimilið og svo voru
hestarnir – hans stóri gleði-
gjafi. Hann var góður hesta-
maður, glöggur á hross, tamdi
sjálfur og reið mikið út. Tók
þátt í starfi hestamannafélags-
ins. Kristján þótti mikill gleði-
gjafi, hress og upplífgandi og
hafði glæsilega söngrödd.
Hann kunni flesta texta og
hópuðust menn að honum og
sungu hástöfum.
Undirritaður kynntist
Kristjáni þegar ég kvæntist
dóttur hans Dýrfinnu 1998.
Kristján tók mér opnum örm-
um og eftir að hafa deilt með
mér sönggleði sinni, áttum við
endalausar ánægjustundir við
söng. Mér er minnisstætt þeg-
ar Kristján hélt upp á áttræð-
isafmæli sitt og vinir hans í
Árbæ, Gunnar Jóhannsson og
Vigdís, fengu Kristján Jó-
hannsson til að syngja nokkur
lög í afmælinu. Kristján kall-
aði tengdapabba upp á svið og
bað hann að syngja með sér
„Ég berst á fáki fráum“ og rak
svo upp stór augu þegar sá
gamli fylgdi honum í hverri
nótu!
Samband Kristjáns og konu
minnar Dýrfinnu var einstak-
lega sterkt og fallegt allt frá
því hún missti móður sína 5
ára gömul. Passaði hún vel
upp á að sleppa pabba sínum
ekki langt frá sér. Síðustu 2-3
árin sótti hann meir og meir
stuðning til okkar hjóna og
flutti loks til okkar haustið
2021 því á elliheimili vildi
hann ekki fara. Hann var mjög
ánægður hjá okkur og áttum
við félagarnir góðar stundir
við söng og spilamennsku en
þau mæðginin nutu nærveru
hvort annars. Hjartað var ekki
sterkt og í apríllok fékk hann
lungnabólgu og hjartabilun og
lagðist á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands og lést þar í faðmi
fjölskyldunnar.
Kæri vinur. Við Dýrfinna
þökkum þér samfylgdina og
einstaklega ánægjulegan tíma
hér í Árbyrgi, þín er sárt
saknað.
Þórir Björn Kolbeinsson.
Frá unga aldri hefur Krist-
ján Jónsson föðurbróðir minn
verið hluti af lífi mínu. Ég
man þegar Kristján kom með
Díu í heimsókn, þegar amma
hringdi í mömmu til að til-
kynna að Día væri dáin, þegar
amma hringdi og sagðist koma
með einn úr krakkahópnum
með sér í sveitina, þegar
Kristján kom með Magga lít-
inn sex ára snáða til okkar
sem varð einn af okkur systk-
inum, þegar Kristján kom með
krakkahópinn í heimsóknir,
þegar Kristján kom með Eddu
og Grétu Björk, þegar Edda
dó. Þá óttaðist ég að Kristján
fyndi ekki gleðina aftur. Sem
betur fer átti hann gleði eftir,
eignaðist góða vinkonu um
stund. Heimili Kristjáns og
Eddu stóð mér alltaf opið sem
ég nýtti mér til fulls á ung-
lingsárum, þau munaði ekki
um enn einn unglinginn. Eftir
að ég varð fullorðin gift kona
var Kristján hluti af okkar
sorgar- og gleðistundum, alltaf
var Kristján nálægur. Nú er
lífshlaupi Kristjáns lokið, hann
fékk ekki auðveld spil á hendi,
hann ákvað að spila út frá
þeim með gleði og söng. Ég
veit að það er gaman núna í
himnaríki því þar sem Krist-
ján er þar er gaman. Við Ing-
ólfur sendum börnum, tengda-
börnum, barnabörnum og
langafabörnum Kristjáns okk-
ar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Kveðjum frænda og vin
með þakklæti.
Inga Jóna Gísladóttir.
Í dag verður borinn til graf-
ar í Breiðabólsstaðarkirkju-
garði í Fljótshlíð föðurbróðir
minn, Kristján á Hellu eins og
hann var alltaf kallaður í
minni sveit. Langar mig að
minnast hans í nokkrum orð-
um. Flutti hann ungur úr Döl-
um austur á Hellu og bjó sér
þar gott heimili alla tíð síðan.
Það var tilhlökkunarefni þegar
fjölskyldunnar á Hellu var von
í heimsókn, beðið í eftirvænt-
ingu eftir því að sjá bíl koma
niður Harrastaðaveginn og
gjarnan hlaupið niður á veg í
þeirri von að fá far heim sem
brást ekki. En í uppvextinum
og minningunni var Kristján
frændinn fyrir austan sem
kom í heimsókn á sumrin. Þó
fór Blönduhlíðarfjölskyldan,
man ég, sumarið 1970 í heim-
sókn austur, var það töluvert
ferðalag á þeim tíma. En
kynnin og samskiptin jukust
mikið þegar við hjónin, nýgift
og rétt um tvítugt, fluttum
austur á Hellu þar sem við
bjuggum í tvö góð ár. Ómet-
anlegt var fyrir okkur að hafa
innhlaup hjá þeim Kristjáni og
Eddu í Heiðvanginum en þar
var maður heimagangur þann
tíma sem við bjuggum þar.
Síðan er ég viss um að frænd-
skapurinn við hann hafi hjálp-
að mér mikið í starfi mínu sem
kennari í þorpinu. Allir þekktu
Kristján og að ég tel af góðu
einu. Ekki spillti svo fyrir að
ég hafði nokkurn áhuga á
hestum en frændi var virkur
og virtur hestamaður og átti
alltaf góða hesta og bauð hann
mér oft á hestbak. Við munum
líka þegar hann kom stundum
á sunnudagsmorgnum og tók
son okkar, tveggja ára, með
sér í gegningarnar, var það vel
þegið af öllum. En nú er níutíu
ára lífsgöngu lokið, ekki alltaf
þrautalausri, en hann má vera
stoltur af því sem hann afrek-
aði á langri ævi. Ég þakka
honum frændsemi og vináttu
og ekki má gleyma söngnum
sem var honum ástríða og
ávallt gleði þegar brostið var í
söng á góðum stundum.
Fjölskyldu og afkomendum
er vottuð samúð á erfiðri
stund. Minningin um kæran
frænda lifir.
Kristján Þormar Gíslason.
Í dag er kvaddur hinstu
kveðju aldinn höfðingi og góð-
vinur, Kristján Jónsson á
Hellu, eða Stjáni eins og hann
var kallaður meðal vina sinna.
Hann hafði lifað langa ævi
þegar að kallinu kom, fyllt níu
tugi ára. Lengst af bjó hann
að góðri heilsu utan síðustu
mánuðina sem hann bjó í
skjóli dóttur sinnar og tengda-
sonar. Stjáni flutti sem ungur
maður að Hellu með fjölskyldu
sína og þar var starfsvettvang-
ur hans í pakkhúsi Kaup-
félagsins Þórs, lengst af sem
forstöðumaður, allt þar til
hann fór á eftirlaun. Um tíu
ára skeið vorum við samstarfs-
menn og það var ánægjulegt
að fylgjast með hversu vel
hann rækti sitt starf, hafði
metnað fyrir góðri afkomu
sinnar deildar og var í góðu
sambandi við viðskiptavinina.
Stjáni hafði skemmtilega nær-
veru og létta lund. Enda var
það svo að þegar hann fór á
mannfagnaði safnaðist fólk
gjarnan í kringum hann og
vini átti hann marga á öllum
aldri. Hann stundaði hesta-
mennsku af krafti allt fram á
níræðisaldurinn. Þegar honum
fannst jafnaldrar sínir farnir
að daprast fór hann að stunda
útreiðar með okkur nokkrum
strákum, sem vorum um fjórð-
ungi aldar yngri en hann sjálf-
ur, en gjarnan var það samt
svo, að hann var mesti strák-
urinn í hópnum. Um áratuga
skeið fór þessi hópur árlega að
heimsækja góðvini í Odda-
hverfi á páskum og þá var
jafnan glatt á hjalla og brostið
í söng. Stjáni var afburðasöng-
maður og kunni ógrynni af
lögum og textum. Fyrir nokkr-
um árum þegar hann var kom-
inn nokkuð yfir áttrætt vorum
við báðir staddir í sextugsaf-
mæli góðs vinar. Þegar vel var
liðið á samkvæmið stóð gamli
maðurinn upp og söng einsöng
kvæðið um Dísu. Það mátti
heyra saumnál detta meðan á
flutningnum stóð og að honum
loknum var vel fagnað. Þótti
þetta ótrúlega vel gert hjá svo
öldruðum manni. Stjáni gat
verið stríðinn og stundum varð
hann fyrir slíku sjálfur. Fyrir
margt löngu var hjá honum
uppátækjasamur sumarstrák-
ur í pakkhúsinu. Sá ákvað einn
daginn að eyða hádegishléinu
sínu í að hrekkja karlinn. Þeg-
ar Stjáni var farinn heim í
mat, tók stráksi sig til og
smalaði nokkrum rollum úr
nágrenninu inn í pakkhúsið og
þaðan inn á skrifstofuna hjá
Stjána. Faldi sig að því loknu
á bak við stæðu af fóðurpokum
og beið átekta. Um eittleytið
mætti Stjáni með gest sem
hann ætlaði að sýna skrifstof-
una sína, en þar blasti við
þeim ófögur sjón. Það var vott
í veðri, rollurnar rennandi
blautar og búnar að gera þarf-
ir sínar út um allt gólf og ekki
sáust handa skil fyrir gufu.
Þennan daginn fannst Stjána
þetta langt frá því að vera
sniðugt uppátæki. En þegar
frá leið var þessi atburður oft
rifjaður upp á góðum stundum
og þá hló hann manna hæst að
tiltækinu. Ég vil við leiðarlok
þakka Stjána fyrir samfylgd-
ina. Börnum hans og fjölskyld-
um þeirra sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Einarsson.
Kristján Jónsson
líka bíða eftir sér. Hann var
ekki tilbúinn frekar en við hin
að kveðja.
Elsku Stína, Árni, Gunni,
Raggi, Lilja Sif og barnabörn,
ég og mín fjölskylda sendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur en líka þakklæti fyrir að
geta talið okkur til vina svo góðs
manns. Minning hans er ljós
sem lifir.
Sigríður A. Pálmadóttir
og fjölskylda.
Kveðja frá Golfklúbbi
Skagafjarðar
Með fáum orðum kveðjum við
góðan félaga sem lést 11. maí sl.
aðeins 73 ára að aldri.
Guðmundur Gunnarsson hef-
ur verið einn af okkar góðu fé-
lagsmönnum um langt skeið.
Hann hefur starfað fyrir klúbb-
inn og verið fús til að rétta fram
hjálparhönd þegar þurft hefur á
að halda. Guðmundur spilaði
reglulega golf með félögum sín-
um í klúbbnum og var fé-
lagsskapurinn honum mikilvæg-
ur og eitt af hans
aðaláhugamálum. Guðmundur
var einn af samheldnum hópi
karlmanna sem spila alltaf kl.
13:00 alla virka daga á sumrin á
Hlíðarendavelli og gaman hefur
verið að fylgjast með þessum
áhugasama hópi fara hvern ein-
asta dag af stað á mínútunni
eitt, nema Guðmundur var oft
með seinni skipunum, hljóp á
eftir hollinu en gleymdi aldrei
að segja „góðan og blessaðan
daginn“ þegar hann hljóp
framhjá fólki á bílastæðinu.
Hópurinn hefur spilað í golf-
hermi á veturna og þar naut
Guðmundur sín vel. Guðmundur
var manna fyrstur að mæta á
æfingasvæðið á vorin og lét
veðrið ekki á sig fá. Hann naut
þess einnig að spila golf erlendis
með fjölskyldunni, eins og t.d. á
Spáni og í Danmörku þar sem
tveir synir þeirra hjóna búa.
Guðmundur var ljúfmenni og
reglusamur og gaf sig að fólki
og leitaði eftir fréttum. Hann
gaf sig einnig að börnunum á
vellinum með hlýlegu brosi og
orðaskiptum.
Ég vil fyrir hönd félaga í GSS
senda eftirlifandi eiginkonu,
sonum og ástvinum innilegar
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan félaga lifir.
F.h. Golfklúbbs Skagafjarðar,
Sigríður Svavarsdóttir
formaður.