Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 28

Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fimm myndlistarmenn og fimm rit- höfundar koma saman á sýningunni Stöðufundur sem nú stendur yfir í Gerðarsafni og lýkur í lok mánaðar. Upphaflega átti að opna sýninguna árið 2020 en vegna faraldursins var henni frestað í tvígang. Myndlistar- mennirnir fimm eru þau Auður Óm- arsdóttir, Björk Viggósdóttir, Fritz Hendrik IV, Guðlaug Mía Eyþórs- dóttir og Páll Haukur. Rithöfund- arnir eru Bergur Ebbi, Fríða Ís- berg, Halldór Armand, Jakub Stachowiak og Kristín Eiríksdóttir. Sýningarstjórar eru Kristína Aðal- steinsdóttir og Þorvaldur S. Helga- son. Samtíminn eldist Sýningunni fylgir bókverk í 300 eintökum og kemur fram í texta Þorvaldar að hugmyndina að sýn- ingarverkefninu hafi hann fengið sumarið 2019 þegar styttist í komu nýs áratugar. Var hugmyndin upp- haflega að halda þverfaglega sam- sýningu þar sem þúsaldar-kynslóð- in myndi fjalla um upplifun sína af fyrstu tuttugu árum 21. aldar en þegar Covid-19 skall á fór sýningin úr því að vera samtímaspegill yfir í að vera líkari sögulegu yfirliti. Vitn- ar Þorvaldur í orð Eiríks Arnar Norðdahl í Óratorreki: „Gættu þín á samtímanum, hann eldist.“ Hinn sýningarstjórinn, Kristína Aðalsteinsdóttir, skrifar í sínum texta að neysluhyggja, mörk efnis- kenndar og líkamleika, yfirvofandi loftslagsvá, eftirsjá, þrá okkar eftir viðurkenningu og tengingu við aðra, auk andlegrar vellíðunar, séu leiðarstef bæði bókverksins og sýn- ingarinnar. Mynd og texti Sýningin í Gerðarsafni er hin for- vitnilegasta og vinna myndlistar- mennirnir í ýmsa miðla. Texta skáldanna má sjá á veggjum auk þess sem tvö þeirra, Bergur og Kristín, gerðu einnig myndlistar- verk. Mælir blaðamaður með því að gestir verði sér út um eintak af bók- verkinu til að geta lesið það í heild. Þorvaldur segir upphaflegu pæl- inguna hafa verið að taka einhvers konar stöðutékk á listinni og sam- tímanum í tilefni áratugamótanna fyrir tveimur árum. „Frá upphafi langaði mig að gera eitthvað sem blandaði saman ólíkum listgreinum. Annars vegar bókmenntum og hins vegar myndlist. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum skurð- punkti listgreina,“ segir Þorvaldur og að þessi blanda texta og mynda hafi passað mjög vel við hugmynd- ina um að fjalla um samtímann og upplifun kynslóðarinnar sem hann tilheyri, þúsaldarkynslóðarinnar. „Fréttaflutningur og samfélags- miðlun í dag er eiginlega alltaf sam- bland af þessu tvennu, mynd og texta,“ bendir Þorvaldur blaða- manni á. Einskismannsland Þorvaldur segir að vegna frestana í kófinu hafi þurft að taka stöðutékk á verkefninu og spyrja hvort halda ætti sama striki eða taka aðra stefnu. Var því stöðufundur tekinn um Stöðufund, svo að segja. „Grunnramminn hélt sér allan tím- ann en hugmyndin breyttist úr því að vera einhvers konar fögnuður tímamóta yfir í stöðutékk á þessari kynslóð listamanna og skálda sem er ekki lengur yngsta kynslóðin en er heldur ekki alveg tilbúin að full- orðnast,“ segir Þorvaldur. Hann segir ýmsar vendingar hafa átt sér stað síðustu tvö ár en þó séu þau hálfgerð eyða í minninu, eins konar einskismannsland. Ritlist og myndlist eru augljós- lega ólík í eðli sínu en Þorvaldur segir ýmsa þræði liggja á milli þess sem listafólkið er að fjalla um. Hann bendir á að tveir listamenn séu með afskorin nef í verkum sínum, Páll Haukur og Auður Ómarsdóttir, og Guðlaug Mía með stakt eyra. Einnig megi greina þræði á milli í umfjöll- unarefnum. Vangaveltur um tíma megi til dæmis sjá hjá Bergi Ebba, Fríðu og Guðlaugu Míu. „Margir óvæntir þræðir komu upp en allir unnu þó sjálfstætt,“ segir Þorvald- ur, ekkert beint samstarf hafi átt sér stað milli listamannanna. Tangarhald tækninnar Þorvaldur er spurður að því hvaða tilfinningu hann hafi fengið þegar sýningin var tilbúin, hvað honum hafi þótt einkenna hana og segir hann að sér hafi þótt hún ein- kennast af leikgleði og óreiðu. „Það er mikil leikgleði og mikið kaos en líka ákveðin heimshryggð. Verk Auðar Ómarsdóttur fjallar til dæmis um tangarhaldið sem tækni og sam- félagsmiðlar hafa á okkur en gerir það á glettinn og absúrd hátt. Þá fjallar ljóð Jakubs Stachowiak um loftslagsvá og niðurbrot náttúrunn- ar með lýrískum og harmrænum hætti. Þetta er birtingarmynd á óreiðu samtímans,“ segir Þorvaldur. Hann bendir að lokum á að hvert eintak af bókverkinu sé einstakt, þar sem Guðlaug Mía hafi sett fingrafar sitt á tiltekna blaðsíðu og líka límt á hana fólíu. Ljósmynd/Vigfús Birgisson Forvitnilegt Eitt verka Páls Hauks á sýningunni í Gerðarsafni. Ljósmynd/Halldóra Kristín photography Sýningarstjórar Kristína Aðalsteinsdóttir og Þorvaldur S. Helgason. Í bakgrunni má sjá verk Auðar Ómarsdóttur. Leikgleði, óreiða og heimshryggð - Rithöfundar og myndlistarmenn koma saman í Stöðufundi sem er bæði bókverk og myndlistarsýning - „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum skurðpunkti listgreina,“ segir einn sýningarstjóra Eyra Verkið „102 ára eyra“ eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Hösk- uldsdóttir, sem þekkt er undir lista- mannsnafninu Gugusar, þorði ekki að syngja fyrir framan sína eigin móður fyrir aðeins þremur árum. Hún varð fyrir gagnrýni í grunnskóla fyrir sköpun sína og var lítt hrifin af reglum um beint bak og fingrasetn- ingu í píanótímum sem hún gaf upp á bátinn eftir fjórar tilraunir. Nú er hún einungis 18 ára og hefur þrátt fyrir það spilað á mörgum af helstu tónlistarhátíðum landsins, samið lag sem var notað í þáttaröð á Netflix og er í þann mund að gefa út aðra plötu. Guðlaug Sóley er viðmælandi í nýj- asta þætti Dagmála. Þar fer hún yfir þetta ótrúlega ferðalag. Söng innan úr fataskáp Ferill Guðlaugar, sem skapar tón- list og syngur, fór almennilega af stað eftir að hún var valin rafheili Músík- tilrauna árið 2019, þá 15 ára gömul. Fyrir þann tíma hafði hún varla sungið fyrir framan annað fólk. „Mamma var búin að vera að segja: Ókei Guðlaug, ef þú ætlar að syngja þarna verður þú að þora að syngja fyrir framan mig,“ segir Guð- laug sem brá á það ráð að fara inn í fataskáp og syngja þar á meðan mamma hennar stóð fyrir framan hann. Hún söng svo í fyrsta sinn á sviði í hljóðprufunni fyrir Músík- tilraunir. Guðlaug þurfti engan skáp í Mús- íktilraunum því á sviðinu fann hún karakterinn sem hún notar núna allt- af þegar hún fer á svið: Gugusar. „Rétt áður en ég fer á svið finnst mér ég, Guðlaug Sóley, ekki lengur vera Guðlaug Sóley,“ segir Guðlaug. „Ég verð að gera það. Mér finnst óþægilegt að vera Guðlaug Sóley, geðveikt feimin á sviðinu og standa kyrr.“ Hún byrjaði að skapa tónlist sem barn og á unglingastigi fór hún að finna fyrir gagnrýni skólasystkina sinna. „Þegar þú ferð svona út úr kassanum þegar þú ert í grunnskóla færðu bæði góð og slæm viðbrögð,“ segir Guðlaug. „Mér var eiginlega sama af því að ég var svo ákveðin í að þetta væri það sem mig langaði að gera.“ Textarnir erfiðastir Textarnir á fyrstu plötu Gugusar eru á ensku og segir Guðlaug að ástæðan fyrir því sé sú að hún hafi ekki þorað að semja á íslensku. Það hefur nú breyst og eru textarnir á nýju plötunni hennar sem kemur væntanlega út í lok sumars á hinu ástkæra ylhýra. „Ég á langerfiðast með texta, ég veit ekki hvað það er en ég held að sjálfstraustið mitt sé mjög lítið þegar kemur að textum. Núna finnst mér ég vera meira að sleppa því sem ég er að hugsa, ekki vera feimin við það. Ef það er einhver skrýtinn texti þá er hann bara skrýtinn,“ segir Guðlaug um textagerðina. Hún leyfir sér oft að setja sig í spor annarra þegar hún semur texta þó að hún sé nú í auknum mæli að nota sína eigin upplifun til textagerðar. Lét gagnrýnina ekki stoppa sig - Gugusar hefur náð langt þrátt fyrir ungan aldur - Önnur plata á leiðinni Morgunblaðið/Ágúst Óliver Tónlistarkona „Þegar þú ferð svona út úr kassanum þegar þú ert í grunn- skóla færðu bæði góð og slæm viðbrögð,“ segir Guðlaug Sóley í Dagmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.